Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2004 ANDLÁT Halldór Jónsson frá Melum lést laugar- daginn 7. ágúst. Hulda Júlíana Vilhjálmsdóttir, Ásenda 13, Reykjavík, lést sunnudaginn 8. ágúst. Magnús Hjörleifur Guðmundsson, Heggsstöðum, lést laugardaginn 7. ágúst. Magnús Jónas Jóhannesson, Hraungerði, Bakkafirði, lést sunnudaginn 8. ágúst. Steingrímur Haraldur Guðmundsson, Tunguseli 4, Reykjavík, lést laugardaginn 31. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sæmundur Bjarki Kárason frá Hallbjarn- arstöðum á Tjörnesi, lést sunnudaginn 8. ágúst. Þorvaldur Nikulásson, tæknifulltrúi Pósts og síma, Melateigi 17, Akureyri, lést laug- ardaginn 7. ágúst. JARÐARFARIR 13.30 Jón Þór Jóhannsson, Þrastarstíg 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 13.30 Soffía Magnúsdóttir, Skúlaskeiði 20, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 15.00 Guðmundur Eiríksson frá Þing- eyri, Engihjalla 3, Kópavogi, verð- ur jarðsunginn frá Hjallakirkju. „Þetta kom mér satt að segja skemmtilega á óvart enda er þetta mikill heiður,“ segir Gunn- ar Aðalbjörnsson frystihússtjóri á Dalvík en hann var heiðraður fyrir störf sín við sjávarútveg á Fiskideginum mikla á Dalvík um helgina. Gunnar hefur starfað í frysti- húsinu allt frá árinu 1980 og seg- ir ótrúlegar þær breytingar sem orðið hafi í starfsgreininni á þessum 24 árum. „Tæknifram- farirnar hafa verið gífurlegar og ekki aðeins við vinnsluna á fisk- inum. Hreinlætið er orðið miklu betra og kröfurnar orðnar meiri en fólk óraði fyrir.“ Gunnar segir fiskvinnsluna á staðnum alveg ótrúlega öfluga, sérstaklega ef litið er til stærðar bæjarfélagsins. „Það er líka ótrúlega þægilegt starfsfólk sem hefur unnið með mér og það er afskaplega mikilvægt.“ Sem dæmi um þær tækni- framfarir sem orðið hafi í frysti- húsinu bendir Gunnar á að fram- leiðni frystihússins hafi vaxið ótrúlega á undanförnum árum. Árið 1997 voru afköst 14 kg á klukkustund á hvern starfsmann en þegar aðgerðum sem nú standa yfir verður lokið er áætl- að að framleiðnin verði komin yfir 40 kg á hvern starfsmann hverja klukkustund. ■ AFMÆLI Gífurlegar tækniframfarir GUNNAR AÐALBJÖRNSSON HEIÐRAÐUR GUNNAR HEIÐRAÐUR Svanfríður Inga Jónasdóttir afhenti Gunnari viðurkenningu fyrir störf sín í þágu sjávarútvegsins á Dalvík. Hver? Halldór Halldórsson, nemi í Mennta- skólanum við Hamrahlíð, vinur, góður gaur og rappstjarna. Hvar? Ég er staddur í Melkoti í Mosfellsdal sem er heimili mitt, stundum kallað sumarhöllin. Hvaðan? Ég hef alla tíð búið í Mosfellsdalnum og er mikill Mosfellingur í mér. Hvað? Framundan hjá mér er að hita upp á 50 Cent tónleikunum með XXX Rottweiler hundunum í Laugardals- höll. Svo er ég líka að fara á Youth Ledering námskeið sem haldið verð- ur í Hollandi. Ég hef unnið í Jafningja- fræðslunni á vegum Hins Hússins í sumar og þetta kom í kjölfarið. Hvenær? Föstudagurinn 13. Hvers vegna? Námskeiðið snýst um að læra hópefli og auka þekkingu fólks á að vinna með ungmennum. Þetta mun ábyggilega reynast mér vel og verða mjög skemmtileg ferð. Hvernig? Ég tek beint flug. PERSÓNAN DÓRI DNA sigraði Rímnastríðið 2004 Ísak Harðarson ljóðskáld er 48 ára. Sigursteinn Másson formaður Geðhjálpar og talsmaður IFAW, Al- þjóða dýraverndunar- sjóðsins er 37 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.