Fréttablaðið - 19.08.2004, Síða 2

Fréttablaðið - 19.08.2004, Síða 2
2 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR ATVINNULÍF Greiningardeild KB banka er undrandi á því hve lítið at- vinnuleysi minnkaði á síðustu miss- erum þrátt fyrir kröftugan hagvöxt. Atvinnuleysi hefur haldist í um þremur prósentum þótt hagvöxtur sé á bilinu fjögur til fimm prósent. Í Hálf fimm fréttum KB banka í gær kemur fram að greiningar- deildin telji fjórar ástæður liggja að baki því hversu lítið atvinnuleysi hafi minnkað. Í fyrsta lagi sé hagvöxtur und- anfarinna mánaða að miklu leyti vegna stórra framkvæmda svo sem stóriðju og húsbygginga. Í öðru lagi hafi mikil framleiðni- aukning átt sér stað sem þýðir að hver vinnandi maður eykur afköst sín í stað þess að vinnandi hönd- um fjölgi. KB banki telur einnig að það kunni að hafa áhrif að mikil fjölg- un hafi orðið á vinnumarkaði; margt ungt fólk hafi komið inn á vinnumarkaðinn á síðustu misser- um. Í fjórða lagi segir greiningar- deild KB banka að svo virðist sem hik sé komið í ráðningar fyrir- tækja eftir vaxtahækkanir. Niðurstaða þessarar þróunar segir KB banki vera þá að Seðla- bankinn þurfi að íhuga að halda að sér höndum í vaxtahækkunum á næstu misserum þrátt fyrir kröft- ugan hagvöxt. ■ Ríkið hefur þurft að borga bætur Sýslumannsembættinu á Eskifirði varð á að geta þess ekki á veðbókar- vottorði að jörð væri óðalsjörð. Veðsetning fór fram með þeim afleiðing- um að ríkið varð að borga Landsbankanum háar fjárhæðir. DÓMUR Ríkissjóður hefur þurft að greiða bætur vegna mistaka við útgáfu veðbókarvottorðs. Ekki var getið um á vottorðinu að jörð- in væri óðalsjörð. Það var við embættið á Eskifirði sem mistök- in voruð gerð fyrir rúmum tíu árum. Sýslumaðurinn í Reykjavík útilokar ekki að á embætti hans geti fallið ábyrgðir vegna veð- setninga á óðalsjörðinni Brautar- holti á Kjalarnesi. Það er svipað eðlis og Eskifjarðarmálið. Ríkissjóði var gert með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, frá ár- inu 1995, að greiða Landsbanka Ís- lands bætur upp á 421 þúsund krónur ásamt vöxtum vegna veða sem tekin höfðu verið í óðalsjörð á Austurlandi. Í málinu þótti óum- deilt að þinglýsingardómara hafi orðið á mistök við útgáfu veða- bókavottorðs árið 1990 þar sem hann gat þess ekki að jörðin sem var verið að veðsetja væri ættar- óðal. Sömu mistök voru gerð þeg- ar þinglýsa átti skuldabréfinu. Bankinn taldi sig vera með trygg- ingu fyrir endurgreiðslu lánsins, enda voru engir fyrirvarar um annað í veðbókinni. Þá segir í dómnum að megintilgangur þing- lýsinga sé að stuðla að öruggum viðskiptum, einkum með fasteign- ir, og skapa þannig grundvöll fyrir eðlilega lánastarfsemi. Skuld óðalsbóndans við Lands- bankann fór í vanskil og hóf bank- inn innheimtu- og uppboðsaðgerð- ir. Bóndinn mótmælti aðgerðun- um og vísaði til þess að jörðin væri óðal. Sýslumaðurinn á Eski- firði stöðvaði nauðungarsöluna og var sú ákvörðun staðfest bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Síðar var bóndinn gerður gjaldþrota án þess að greiðslur hefðu fengist upp í kröfur þar sem óðalsjörðin féll ekki undir skiptin. Í þrotabú Brautarholts á KB banki hæstu kröfurnar eða um 150 milljónir króna. Sýslumaður- inn í Reykjavík stöðvaði uppboðs- ferli á jörðinni þar sem um Braut- arholt er óðalsjörð. „Endanlegur dómur um hvað muni gerast hefur ekki náðst. Sýslumaður hefur hafnað uppboðskröfunni og mun krafan væntanlega fara fyrir hér- aðsdóm. Við munum fara alla leið og láta á það reyna hvort uppboð- ið sé heimilt eða ekki,“ sagði Helgi Sigurðsson, yfirmaður lög- fræðideildar KB banka í samtali við Fréttablaðið. hrs@frettabladid.is Risa tónlistarhátíð: MTV verður á Íslandi VERÐLAUNAHÁTÍÐ Gengið hefur ver- ið frá því að evrópska MTV - tón- listarverðlaunahátíðin verður haldin í Reykjavík. „Við erum að klára þetta,“ seg- ir Björn Steinbekk sem unnið hef- ur að því að fá hátíðina til lands- ins. „Við vitum að hátíðin verður hérna en það eina sem við vitum ekki er hvort hún verður strax í október eða nóvember á næsta ári eða árið 2006.“ Reiknað er með að tónlistar- verðlaunahátíðin verði haldin í Egilshöllinni. Hátíðin er af svip- aðri stærðargráðu og óskarsverð- launin og er henni sjónvarpað til um sjötíu landa. Búist er við um fimm þúsund gestum til landsins í tengslum við hátíðina. Björn segir að von sé á mönn- um frá MTV til Íslands í lok sept- ember. Þá muni þeir kynna sér að- stæður og vinna að skipulagi há- tíðarinnar.Hin árlega MTV - tón- listarverðlaunahátíð verður hald- in í Róm á Ítalíu 18. nóvember. Björn segist hafa þekkst boð MTV um að fara til Rómar til að fylgj- ast með uppsetningu hátíðarinnar og kynna sér umstangið í kringum hana. ■ „Já, við fengum það beint frá borgarstjóra í tilefni afmælisins.“ Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, en í gær var slegið vallarmet á Laugardalsvelli þegar rúm- lega 20 þúsund manns sáu Ísland sigra Ítalíu á af- mælisdegi Reykjavíkurborgar. SPURNING DAGSINS Geir, eruð þið með skemmtanaleyfi fyrir svona marga? Forsætisráðherra: Leiðtogar óska bata VEIKINDI Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra heilsast vel og hefur bati hans verið í samræmi við vænting- ar lækna, að því er fram kemur í frétt frá forsætisráðuneytinu. Þar kemur jafnframt fram að forsætisráðherra hafi að undan- förnu borist fjölmargar kveðjur frá erlendum þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum. Hafa allir for- sætisráðherrar Norðurlanda sent kveðju sína auk þess sem bæði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hafa sent Davíð bréf með óskum um góðan bata. ■ STÓRSTJÓRNUR Í EGILSHÖLL Fyrr í sumar hélt Metallica tónleika í Egilshöllinni. Á næsta ári eða þar næsta verður hópur af skærustu stjórnum poppsins samankominn í höllinni. Nýtt þjóðarráð í Írak: Sjálfkjörið ráð BAGDAD, AP Fulltrúar á íraska þjóð- fundinum völdu í gær 81 einstak- ling til setu í þjóðarráðinu sem á að hafa eftirlit með bráðabirgða- stjórninni í Írak fram yfir kosning- ar í byrjun næsta árs. Upphaflega átti að kjósa um þá sem taka sæti í þjóðarráðinu en ákveðið var á síðustu stundu að sleppa kosningu og staðfesta list- ann. Þá var komið fram á fjórða dag þjóðfundar sem átti upphaf- lega að standa yfir í þrjá daga. Lengi vel stóð valið milli tveggja lista yfir meðlimi þjóðarráðs en annar þeirra var dreginn til baka þegar leið á kvöldið í gær. ■ HAGVÖXTUR Í FRAMKVÆMDUM Greiningardeild KB banka segir að stór hluti hagvaxtar síðustu missera sé til kominn vegna stórframkvæmda og hafi ekki haft þau áhrif að lækka atvinnuleysi. Greiningardeild KB banka: Atvinnuleysi viðvarandi þrátt fyrir hagvöxt FJÁRMÁLARÁÐHERRANN Ríkissjóður hefur áður greitt bætur vegna mistaka við þinglýsingu. SÝSLUMAÐURINN Í REYKJAVÍK Vegna meintra mistaka við embættið gætu fallið háar ábyrgðir á ríkið. Andlát Gylfi Þ. Gíslason látinn ANDLÁT Gylfi Þ. Gíslason, fyrrver- andi ráðherra, lést í gær, 87 ára að aldri. Gylfi var ráðherra mennta- mála, iðnaðar og viðskipta á árun- um 1956 til 1971. Hann var formað- ur þingflokks Al- þýðuflokksins frá 1968 til 1978. Gylfi sat á þingi frá 1946 til 1949 og aftur frá 1959 til 1978, samtals í 22 ár. Gylfi tók dokt- orspróf í hag- fræði frá háskól- anum í Frank- furt am Main árið 1954 og hann var gerður að heiðursdoktor Háskóla Íslands árið 1971. Gylfi var sonur hjónanna Þor- steins Vilhjálms Gíslasonar og Þór- unnar Pálsdóttur. Hann kvæntist Guðrúnu Vilmundardóttur árið 1939 og eignuðust þau þrjá syni, Þor- stein, Vilmund, sem er látinn, og Þorvald. ■ Bruni í Hafnarfirði: Eldsvoði í vélsmiðju ELDSVOÐI Slökkvilið í Hafnarfirði og Reykjavík var kallað til þegar eldur kom upp í skemmu Vélstofu Vélstofu Orms og Víglundar við Kaplahraun í Hafnarfirði laust fyrir klukkan fimm í gær. Enginn slasaðist í eldsvoðanum. Eldurinn fór upp alveg upp í þakið en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru skemmdir ekki miklar. Talið er að kviknað hafi út frá logsuðutæki eða slíp- irokk. Slökkvistarf gekk vel fyrir sig og tók það rúma klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. ■ GYLFI Þ. GÍSLASON AF VETTVANGI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.