Fréttablaðið - 19.08.2004, Page 20

Fréttablaðið - 19.08.2004, Page 20
UPPLÝSINGATÆKNI Microsoft á Íslandi ætlar að bjóða SP2, nýjustu hug- búnaðarviðbótina við Windows XP stýrikerfið, sem innanlandsniður- hal þannig að tölvunotendur þurfi ekki að greiða fyrir niðurhal er- lendis frá. Uppfærslan sem nefnist SP2 er í heild yfir 200 megabæt að stærð þó ekki þurfi allir að hlaða henni niður í heild sinni. Gísli R. Ólafsson, sér- fræðingur hjá Microsoft á Íslandi, segir verið að leggja lokahönd á tæknileg atriði þannig að sjálfvirk- ar uppfærslur stýrikerfisins (Windows update) sæki uppfærsl- una á miðlara hér á landi. „Þetta ætti að vera orðið klárt á föstudag- inn, í síðasta lagi á mánudag,“ sagði hann. Sumir tölvunotendur sem kveikt hafa á sjálfvirkum stýrikerfisupp- færslum kunna þó þegar að vera orðnir varir við að tölvur séu farnar að kalla á niðurhalið, en útgáfa SP2 fyrir Windows XP Home útgáfuna var komið á Windows Update í gær. Útgáfa fyrir XP Pro kemur ekki fyrr en á miðviku- dag í næstu viku. SP2 er stærsta hugbúnaðarviðbót Microsoft síðan Windows XP stýri- kerfið var gefið út, en bótinni er ætlað að plástra öryggis- veilur og bæta Windows XP stýri- kerfið á margvísleg- an annan máta. Til dæmis fylgir við- bótinni eldveggur sem sambyggður stýrikerfinu auk smábreytinga á Internet Explorer sem auka eiga öryggi og þægindi notenda á net- inu. Til dæmis verður eftir að upp- færslan er sett upp hægt að slökkva á „pop-up“ auglýsingagluggum sem spretta upp af sumum vefsíðum. Þá bætist við innbyggð öryggismið- stöð, eða Windows Security Center, sem vakir yfir vírusvörnum, eld- vegg og öðrum öryggisstillingum tölvunnar. Þýðingum á SP2 uppfærslunni er að ljúka hjá Microsoft og verður væntanlega komin sem uppfærsla í Windows update eftir tæpar 3 vik- ur, að sögn Gísla R. Ólafssonar. Not- endum íslenskrar útgáfu stýrikerf- isins er engu að síður sagt óhætt að setja SP2 strax upp, án þess að það trufli virkni þess. Fregnir hafa borist af því að sjálfgefnar öryggisstillingar sem fylgja SP2 uppfærslunni hafi trufl- að skráaskiptiforrit (svokölluð P-to- P forrit) og einhverjar samtenging- ar tölva, til dæmis tölvuleiki sem leiknir eru á netinu, en leiðbeining- ar um lausnir á slíkum vandkvæð- um mun vera að finna á vef Microsoft. olikr@frettabladid.is 20 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR LÝST EFTIR HRYÐJUVERKAMÖNNUM Pakistönsk stjórnvöld gera mikla leit að meintum hryðjuverkamönnum og brugðu á það ráð að auglýsa eftir þeim í dagblaði. Mennirnir eru meðal annars sakaðir um að reyna að ráða forseta landsins af dögum. VIÐSKIPTI Fasteignafélagið Nýsir hefur keypt öll hlutabréf í Borg- arhöllinni hf. sem á og rekur Egilshöll í Grafarvogi. Kaupverð er ekki gefið upp en eigendur Borgarhallarinnar fá meðal ann- ars greitt í hlutafé og taka sæti í stjórn nýs félags sem mun sjá um reksturinn. Að sögn Stefáns Þórarinssonar, rekstrarstjóra Nýsis, er ekki gert ráð fyrir miklum breytingum á rekstri Egilshallar við þessa breytingu. „Fyrrverandi eigendur verða áfram með okkur í stjórn félagsins. Það er samvinna um að keyra þær línur sem ákveðnar hafa verið,“ segir Stefán. Hann segir að Nýsir þekki vel til rekstr- arins enda var félagið eitt þeirra sem upphaflega buðu í verkið. Stefán segir Nýsi hafa verið að sérhæfa sig í rekstri mannvirkja í heilsutengdri starfsemi. „Þessir aðilar buðu þetta til kaups og við keyptum það. Við sjáum þetta sem eitt skref í því að efla okkar félag og það fellur alveg að því kerfi sem við höfum verið með,“ segir hann. Egilshöll er nýtt til útleigu vegna íþróttaiðkunar stærstan hluta vetrarins en í sumar var húsið meðal annars vettvangur stærstu rokktónleika Íslandssög- unnar þegar Metallica hélt hér tónleika. Stefán segir Nýsi sjá mikla möguleika í að nýta húsið til útleigu fyrir hljómleika, sýningar og ráðstefnur. ■ Drancy-fangabúðirnar: Þagað um minninguna FRAKKLAND, AP Engar opinberar at- hafnir voru á dagskrá í gær þegar þess var minnst að 60 ár væru lið- in frá því að Drancy-fangabúðirn- ar voru frelsaðar úr höndum nas- ista í síðari heimsstyrjöld. Þar höfðu þeir safnað saman gyðing- um og sent í einangrunar- og út- rýmingarbúðir í austanverðri Evrópu. Starfsemin í Drancy þykir einn versti bletturinn á sögu Frakk- lands enda stjórnuðu franskir lög- reglumenn þar harðri hendi. Mikil hátíðahöld verða í næstu viku þegar 60 ár verða liðin frá frelsun Parísar. ■ Hlutabréf: Hærri arður SKATTAR Íslendingar fengu 897 millj- ónir króna í arð frá erlendum fjár- festingum í fyrra. Á árinu 2003 nam sá arður 455 milljónum og hækkaði því um 97,4 prósent á milli ára. Einnig hækkaði arður af innlend- um hlutabréfum um 43 prósent, fór úr ríflega átta milljörðum í um ell- efu og hálfan. Þeim sem fengu greiddan arð af hlutabréfum fjölg- aði um 2,6 prósent á milli ára en samkvæmt skattframtölum fengu aðeins 387 greiddan arð vegna er- lendrar hlutabréfaeignar. Hins veg- ar lækkuðu vextir einstaklinga af bankainnistæðum á milli skatta- framtalanna 2003 og 2004 – fóru úr 8,1 milljarði í 7,3. Þetta kemur fram í fréttabréfi Ríkisskattstjóra. ■ AF TÓNLEIKUM METALLICA Um átján þúsund áhorfendur voru á tónleikum Metallica í Egilshöll fyrr í sumar. Stærsta íþróttahús landsins: Fasteignafélagið Nýsir kaupir Egilshöll Kaup Íslandsbanka í Noregi: Þriðjungur tryggður VIÐSKIPTI Íslandsbanki hefur keypt rúma eina milljón hluta í norska bankanum KredittBanken til við- bótar við það sem bankinn hafði áður keypt. Eignarhlutur Íslands- banka í KredittBanken er því nú um rúm níu prósent. Til viðbótar hafði bankinn fengið fyrir fram samþykki á kaupum á nítján prósentum. Straumur fjárfest- ingarbanki keypti yfir fimm prósent í KredittBanken og hefur nú gefið vilyrði fyrir sölu til Íslandsbanka. Íslandsbanki hefur því þegar tryggt sér stuðning þriðjungs hluthafa bankans. ■ ■ HJÁLPARSTARF GEFA 36 MILLJÓNIR Íslensk stjórn- völd hafa gert samkomulag við Þróunarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna um stuðning Íslands við endurreisn og uppbyggingarstarf í Írak. Íslensk stjórnvöld leggja fram 36 milljónir í fjölþjóðlegan sjóð í umsjá Sameinuðu þjóðanna. Uppfærslan boðin innanlands Risastór hugbúnaðarviðbót við Windows XP stýrikerfið verður boðin sem innanlandsniðurhal. Viðbótin bætir öryggi stýrikerfisins og virkni Internet Explorer vafrans þannig að notendur geta slökkt á auglýsingagluggum. WINDOWS XP STÝRIKERFIN Hægt er að fá Windows XP stýrikerfi Microsoft í tveimur útgáf- um, Home og Professional. SP2 uppfærslan fyrir Home útgáf- una er komin inn í sjálfvirkt uppfærslukerfi fyrirtækisins, en Pro- fessional útgáfan verður þar innan tíðar. BILL GATES Bill Gates, stjórnarformaður og aðalhug- búnaðarhönnuður Microsoft, lýsti fyrir nokkru nýrri stefnu fyrirtækisins varðandi öryggi hugbúnaðar. Nýrri uppfærslu við Windows XP stýrikerfið er ætlað að taka á öryggi tölva. EINN EFTIRLIFENDA Tæpur fjórðungur þeirra sem fór um Drancy lifði stríðið af. KALIFORNÍA, AP Ekki er víst hvenær fjármálaeftirlitið í Bandaríkjunum heimilar eigendum Google að hefja útboð á hlutabréfamarkaði. Nokkur mál eru enn til skoðunar. Meðal vandamálanna eru óskráð hlutabréfaviðskipti á síðustu árum og viðtal við stofnendur félagins í Playboy en stjórnendur félagsins eiga að vera í þagnarbindindi sökum áætlaðs útboðs. Í gær tilkynnti Google að félagið gerði ráð fyrir að hlutabréfaverð yrði mun lægra en áður hafði verið tilkynnt. Áður taldi félagið að hluta- bréfaverð yrði á bilinu 118 til 135 Bandaríkjadalir á hlut en nú er stefn- an sett á 85 til 95 dali. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að markaðsverð Google verði tæplega 26 milljarðar dala (um 1.800 milljarðar króna). Þá hefur einnig verið tilkynnt að í fyrsta útboðinu verði aðeins 19,6 milljón hlutir boðnir til sölu en fyrir- hugað var að þeir yrðu 26,7 milljónir. Endanlegt verð á hlutabréfum ræðst í uppboði á netinu. Þetta er óvenjuleg aðferð og er ætlað að tryggja að óbreyttir fjárfestar séu í sömu aðstöðu og fagfjárfestar. ■ Hlutafjárútboð: Beðið eftir Google STOFNENDUR GOOGLE Google gerir nú ráð fyrir að verðmæti félagsins sé um 1.800 milljarðar króna en áður héldu forsvarsmenn þess því fram að verðmætið væri nærri 2.500 milljörðum. Aldarafmæli: Kafbátar gera innrás STOKKHÓLMUR, AP Fimm erlendir kafbátar héldu inn í höfnina í Stokkhólmi í gær og lögðust að bryggju. Kafbátarnir eru þangað komnir í tilefni þess að um helg- ina verður haldið upp á hundrað ára afmæli sænska flotans í nú- verandi mynd. Kafbátarnir eru frá Dan- mörku, Noregi, Rússlandi, Spáni og Þýskalandi og eiga kafbátar frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi eftir að slást í hópinn. Allir eru bátarnir dísilknúnir. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.