Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2004, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 19.08.2004, Qupperneq 42
ÓLYMPÍULEIKAR „Okkur finnst við hafa gefið allt í fyrstu tvo leikina. Það er í eðli okkar Íslendinga að þurfa að hafa meira fyrir hlutunum en marg- ar aðrar þjóðir. Við erum ekki jafn stórir og sterkir og andstæðingur- inn. Það sér það hver maður,“ sagði hornamaðurinn Guðjón Valur Sig- urðsson, sem fór mikinn þegar ís- lenska liðið sökkti þeim slóvensku með ótrúlegum kafla. „Það small allt eftir að við komumst yfir. Það virtist létta á mörgum að komast loksins yfir. Menn hreinlega svifu og sýndu allar sínar bestu hliðar. Það er það sem við verðum að gera. Um leið og við náum þessari forystu léttir press- unni og fleiri taka af skarið. Sóknin gekk mjög vel og við sendum alltaf á fríu mennina,“ sagði Guðjón Val- ur, sem var einstaklega ánægður með leik íslenska liðsins. „Þessi leikur var kennslubókar- dæmi í því hvernig á að spila hand- bolta. Aldrei að gefast upp og vinna saman. Það er alveg sama hver klikkar, þá er næsti maður tilbúinn við hliðina á honum. Hjá okkur snýst allt um þessa samstöðu og þannig verður það að vera því við erum kannski ekki með eins stóran leikmannahóp og hinar þjóðirnar. Við stöndum saman og það skilaði okkur sigri í dag. Léttirinn eftir svona leik er alveg rosalegur.“ ÓLYMPÍULEIKAR Það var hrein unun að fylgjast með „strákunum okkar“ á gólfi Pavilion-hallarinnar í Aþenu í gær. Eftir að hafa lagt mikið á sig í fyrstu tveim leikjunum án þess að uppskera nokkuð mætti liðið enn ákveðnara í leikinn gegn Slóvenum og hver einasti maður var staðráðinn í því að skila sínu. Með samstilltu átaki tókst Íslend- ingum loksins að brjóta ísinn. Þeir tóku forystu sem þeir héldu og unnu að lokum glæstan sigur. Leikurinn fór reyndar ekkert sérstaklega vel af stað. Íslenska liðið var fljótlega lent undir, 3-7, en með mikilli baráttu spilaði það sig inn í leikinn á ný og jafnaði 7- 7. Það var reyndar ótrúlegt að það skyldi takast því slóvenski markvörðurinn, Beno Lapanje, var nánast búinn að múra fyrir markið. Hinum megin á vellinum var stórskyttan Siarhei Rutenka í fantaformi og skoraði nánast að vild. Með áframhaldandi baráttu tókst íslenska liðinu samt að halda jöfnu í leikhlé, 10-10. Íslenska liðið mætti enn grimmara til síðari hálfleiksins, tók strax frumkvæðið í leiknum og lenti aðeins einu sinni undir í síðari hálfleiknum, 12-13. Með frábærum varnarleik og hröðum og öguðum sóknarleik bættu strákarnir jafnt og þétt við foryst- una. Þeir héldu síðan tveggja til þriggja marka forystu allt þar til Slóvenar tóku við sér og jöfnuðu, 21-21, með aðeins ellefu mínútur eftir. Lapanje var aftur vaknaður og óttuðust margir að nú myndu Slóvenarnir valta yfir okkur. Þá fór í hönd einhver magnað- asti leikkafli sem sést hefur hjá íslenska liðinu í áraraðir. Þegar Slóvenar hefðu getað tekið foryst- una stal íslenska liðið boltanum, Garcia skoraði úr hraðaupphlaupi og komst í 22-21. Í kjölfarið fylgdu þrjú glæsileg mörk frá Guðjóni Vali, tvö úr hraðaupp- hlaupum, og Ísland var komið með hreðjatak á leiknum, 25-21. Þessa forystu létu strákarnir aldrei af hendi og fögnuðurinn var ósvikinn í leikslok enda eru strákarnir búnir að bíða lengi og vinna vel fyrir þessum sigri. Það er hálfósanngjarnt að telja upp einhverja sérstaka menn sem sköruðu fram úr í leiknum. Þetta var sigur liðsheildarinnar og allir skiluðu sínu og vel það. Varnar- leikurinn var hreint stórkostlegur og frábært að var að fylgjast með hvernig liðið lamaði hann öfluga Vugrinec. Guðmundur stóð síðan vaktina vel fyrir aftan. Sóknar- leikurinn var mjög líflegur og skynsamur þar sem menn misstu aldrei móðinn og virtust alltaf eiga svör við fjölbreyttum varn- arleik Slóvena. Innkoma þeirra Róberts, Gylfa og Ásgeirs af bekknum var frábær og sérstak- lega var Róbert öflugur. Þetta íslenska lið hefur lært lexíu í hverjum leik í Aþenu og stöðugt bætt leik sinn. Mikill stíg- andi hefur verið í spilinu og allt small síðan saman gegn Slóven- um. Það var orðið langt síðan liðið vann síðast leik á stórmóti. Ísinn hefur loksins verið brotinn og það er vonandi að strákarnir fylgi því eftir með álíka leikjum. henry@frettabladid.is ■ ■ LEIKIR  19.00 Þróttur og Valur mætast á Valbjarnarvelli í 1. deild karla í knattspyrnu.  19.00 Njarðvík og Haukar mætast í Njarðvík í 1. deild karla í knattspyrnu. ■ ■ SJÓNVARP  06.55 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá undan- rásum í sundi þar sem Örn Arnar- son er meðal keppenda.  09.15 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt af viðburðum gærdagsins.  10.50 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá keppni í blaki karla.  12.35 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Sýnt frá keppni í strandblaki kvenna.  13.30 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt af keppni morg- unsins.  15.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Sýnt frá úrslitakeppni í júdó.  16.25 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Sýnt frá úrslitakeppni í sundi.  16.45 Sýnt frá heimsmeistara- mótinu í 9 ball á Skjá 1.  18.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  20.15 Ólympíuleikarnir 2004 á Sýn. Útsending frá leik Bandaríkj- anna og Ástralíu í körfubolta karla.  22.20 Ólympíukvöld á RÚV. Í þætt- inum er fjallað um helstu við- burði á Ólympíuleikunum í Aþenu. Umsjón hefur Logi Berg- mann Eiðsson.  23.15 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Sýnt frá úrslitakeppni í fjöl- þraut í fimleikum kvenna.  23.15 Golf á Sýn. Sýnt frá evr- ópsku mótaröðinni í golfi. 30 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR Vissir þú ... ... að þrettán leikmenn af fimmtán hafa fengið að spreyta sig með íslenska landsliðinu í handbolta á Ólympíuleikunum. Róbert Sighvatsson hefur ekki enn verið valinn í hópinn en Kristján Andrésson hefur setið á bekknum í síðustu þremur leikjum en ekki komið inn á. Guðjón Valur Sigurðsson hefur spilað alla leikina þrjá, samtals í 180 mínútur. „Rússagullið heillar.” Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Fréttablaðið í fyrradag. Jón Arnór er að reyna losna undan samningi við Dallas Mavericks því hann hefur lítið sem ekkert fengið að spila. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 16 17 18 19 20 21 22 Fimmtudagur ÁGÚST Við hrósum ... ... Róberti Gunnarssyni fyrir að koma með frábæra innkomu í sóknina í sein- ni hálfleiknum gegn Slóvenum. Róbert nýtti öll fjögur skotin sín í seinni hálfleik og ísland vann góðan sigur. Sameinaðir stöndum vér Íslenska handboltalandsliðið vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Slóvenum í gær, 30-25. Liðið vann upp fjögurra marka forskot Slóvena. Liðsheildin skilaði liðinu sigrinum. Samstaðan skilaði sigri FÖGNUÐUR Guðjón Valur Sigurðsson fékk faðmlag frá félögum sínum eftir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR ÍSLAND–SLÓVENÍA 30–25 (10–10) Leikmenn Mörk/víti–Skot (stoðs.) Guðjón Valur Sigurðsson 7-11 (2) Ólafur Stefánsson 6/1-11/1 (6) Jaliesky Garcia 6-13 (5) Róbert Gunnarsson 4-4 (0) Snorri Steinn Guðjónsson 2-5 (4) Sigfús Sigurðsson 2-5 (1) Gylfi Gylfason 1-2 (0) Ásgeir Örn Hallgrímsson 1-2 (0) Rúnar Sigtryggsson 1-2 (2) Einar Örn Jónsson 0-3 (0) Markverðir Varin/víti–Skot (hlutfall) Guðmundur Hrafnkelss. 15-39/3(38%) Roland Valur Eradze 0-1/1(0%) TÖLFRÆÐIN ÍSLAND–SLÓVENÍA Hraðaupphlaupsmörk: 9–4 (Guðjón 3, Garcia 3, Sigfús 2, Rúnar). Vítanýting (fiskuð): 1 af 1 (Sigfús). Varin skot í vörn: 3–2 (Ólafur, Rúnar, Garcia). Tapaðir boltar: 6–17 Brottvísanir (í mín): 6–6 LÉTTIR Íslenska landsliðið fagnaði gríðarlega þegar ljóst var að sigurinn var í höfn. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.