Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 36
36
TÍMINN
Sunnudagur 22. júlí 1973.
„Þrjár dauðasyndir” á frum
málinu Tokugawa.
Leikstjóri: Teruo Ishii, kvik-
myndari: Montonari Washio.
Leikendur: Terou Yoshida,
Masumi Tachibana, Tomoo
Koibe.
Japönsk frá Toei, gerð árið 1971.
Sýningarstaöur: Hafnarbió,
islenzkur texti.
Jafnvel i svona mynd sem
virðistað mestu leyti gerð til þess
að áhorfendur fái að lita pislir
annarra, dylst ekki hvað japanir
eru myndrænir túlkendur.Þessar
sögur, sem látiö er liggja að, að
séu byggðar á gömlum saka-
málaskýrslum frá sautjánduöld
bera sterkan blæ þjóðsögunnar.
Með minni einföldun og nánari
úrvinnslu hefði kvikmyndin
nálgast það að vera ágæt, en
pislar- og kvalasýningin yfir-
gnæfir allt annað, aujc mikillar
einföldunar persóna. FÍestir eru
annað hvort mjög góðir og sak-
lausir eða illir og grimmir, i
flestum tilfellum eru þeir, sem
krefjast refsingar engu betri en
sá sem refsa á (feiti
kaupmaðurinn i fyrstu sögunni
sem lætur að ásettu ráði bjálkan
falla á bróður ungu stúlkunnar til
þess að ná valdi yfir henni.)
Landi Ishii Nagisa Oshima
hefur fjallað rækilega um rétt-
mæti dauöarefsíngar i
„Hengingardauði” sem hann
gerði 1968. Hann kemst að þeirri
sömu niðurstöðu og Ishii leggur
hérgóða dómaranum i munn „að
efamál sé hvort nokkur hafi rétt
til að refsa öðrum”.
Tónlistin i myndinni virðist
samin eins og tónskáld japönsk
lýstu fyrir nokkrum árum, að
leikstjórinn hringdi einn eftir-
miðdag til tónskáldsins og sögðu
lauslega frá þræðinum i
myndinni, bæði tónskáldið að
semja einhverja tónlist sem félli
að efninu. Þegar tónskáldið færi
fram á að sjá myndina og
nokkurn frest til svo vandamikils
verks, væri svarið „nei, skelltu
þér bara i þetta og sendu mér allt
drasliö”.
Sem áður segir, hefði svolitið
meiri vöndun ekki skemmt
myndina, einnig meiri
nákvæmrni i meðferð sögulegra
staðreynda. Seinasta sagan á að
gerast um 1660 og fjallar um
pyndingar á hópi kventrúboða
sem létust hafa orðið skipreka til
þess að boða kristna trú i Japan
Þrátt fyrir ýmis mistök voru
aldrei eintómt kvenfólk sent til
trúboðsstarfa og hárgreiðsla
stúlknana minnir meir á 1960 en
1660. Leikstjórinn leggur mikla
áherzlu á að sýna pyndingar
kvenna, en karlmenn voru siður
en svo aískiptir i þessum efnum.
Á þessum timum skar Japan
sig ekkert úr öðrum löndum með
þær pinslir sem lagðar voru á
„saka” menn til þess að fá þá til
að játa. Til upprifjunar má minna
á galdrabrennubálið sem geisaði
um alla Evrópu á þessum tima og
aðferðir landvinningamanna i
Ameriku til þess að kristna
Indiána, þvi miður drápu þeir
svo marga að miklar sögur hafa
ekki farið af þvi enn. Hvað þvi
viðkemur aö grimmdarlegar að-
ferðir séu úr sögunni við aftökur,
má benda á að i ýmsum löndum
tiðkast enn hinar grimmilegustu
refsingar vegna smávægilegra
afbrota, og ekki er langt siðan að
menn voru teknir af lifi „in
absentia” þ.e. að likan þeirra var
brennt og skilriki þeirra og þeir
yfirlýstir dauðir. Þetta er hlið-
stætt við aftöku nunnanna látinna
i frásögn af morðmáli abba-
disarinnar.
Ekki var annað að heyra og sjá
en islenzkum áhorfendum félli vél
i geð að horfa á viðbjóðslegar af-
tökuaðferðir þegar sýnt var
aftaka á þann hátt að tveir uxar
slitu sundur stúlku, kvað við
mikill hlátur og jafnvel klapp i
biminu. E.t.v. 'þros’kast mann-
skepnan ekki mikið á rúmum þrjú
hundruð árum.
P.L.
AAeinatæknir óskast
ísafjarðarkaupstaður óskar að ráða
meinatækni við Fjórðungssjúkrahúsið á
Isafirði. Ibúð fylgir starfinu. Umsóknir
berist fyrir 10. ágúst. Nánari upplýsingar
veitir undirritaður.
Isafiröi, 17. júli 1973
Bæjarstjóri.
Sumarnámskeið
í heimilisfræði
Heimilisfræðinámskeið fyrir börn, sem
lokið hafa barnaprófi 1973, verður haldið
dagana 1.—29. ágúst ef næg þátttaka fæst.
Námskeiðsgjald (efnisgjald) er kr. 1800.-
og greiðist við innritun.
Innritun og upplýsingar á fræðsluskrif-
stofu Reykjavikur, Tjarnargötu 12, dag-
ana 24. og 25. júli, kl. 13.00—14.00.
Fræðslustjóri.
o Draumurinn
Erekthien að kvennabúri og
reistu ótal smábyggingar hér og
þar um hæöina, þannig að Akro-
polis varð að litlu tyrknesku þorpi
með fjölbreytt mannlif.
En Tyrkir létu sér ekki nægja
að tilbiðja Allah með söng og
bænum i Parthenon, þeir notuðu
bygginguna lika fyrir púður-
geymslu og þegar Feneyingar
sátu um Aþenu 1687, skipaði þýzki
greifinn Köningsmark, að skjóta
skyldi á vigið. Hann hafði sjálfur
skrifað mikið um þá hneisu, að
musterin á Akrópólis hefðu verið
skemmd, en nú var það hann
sjálfur, sem iagði Parthenon
endanlega i rústir.
Þegar Elgin lávarður var
ambassador Breta i Tyrklandi
árið 1800, fékk hann leyfi tyrk-
nesku stjórnarinnar til að safna
saman þvi sem mögulegt væri af
listaverkum úr rústunum á Akro-
polis. Þá hófst þarna mikill upp-
gröftur á vegum Breta og allt,
sem eftir var af list Fidiasar og
samstarfsmanna hans, endaði á
British Museum i London.
Það var ekki fyrr en frelsisstrið
Grikkja hófst árið 1821, að farið
var að laga til á Akropolis. Tyrk-
nesku húsin voru rifin niður,
mikið grafið upp og allt, sem ekki
var frá hinum fornu dýrðardög-
um Aþenu, var fjarlægt.
Núna er Parthenon eins og tóm
skel, rúin öllu, sem eitt sinn var.
Súlurnar eru hálfhrundar og ekki
sjást nema hlutar af styttum. Allt
lauslegt, sem fundizt hefur af
listaverkum er nú i safninu á bak
viö musterið.
En þrátt fyrir þetta dapurlega
ástand bygginganna, er Part-
henon liklega sú bygging á jörð-
inni, sem höfðar mest til hug-
myndaflugs fólks, sem þar
kemur. Hún stendur þarna hátt
yfir Aþenu og vitnar um þann
fegursta draum, sem mannkynið
hefur dreymt — drauminn um
frið og frelsi til handa öllum
mönnum. SB
© Fóstureyðingar
samfara. Einnig um kynsjúk-
dóma, afbrigðilega kynferðis-
hegðun og fleira.
Þá er gert ráð fyrir fræðslu á
æðri skólastigum og fyrir al-
menning. „Vara ber við ósk-
hyggju i sambandi við kennslu og
samningu námsbóka um kyn-
ferðismál og mega kennarar og
höfundar ekki miða við, hvað
þeim þykja sjálfum æskileg kyn-
ferðisleg viðhorf, heldur hitt,
hvernig unglingar nú á dögum
lifa i raun. Má benda á, að i Svi-
þjóð, þar sem almenn uppfræðsla
um kynferðismál, þykir annars til
fyrirmyndar, hafa höfundar
kennslubóka einmitt verið gagn-
rýndir fyrir þessháttar vinnu-
brögð.”
Að sjálfsögðu gerir frumvarpið
ráð fyrir, að kennsla i skólum i
þessum efnum sé mótuð i sam-
ráði við fræðsluyfirvöld og tiltek-
in i námsskrá grunnskólastigsins,
en á þessi atriði er bent sérstak-
lega með Jlliti til núverandi
ástands kennslu um kynferðismál
i skólum landsins, en hún er svo
til engin i raun, þótt gert sé ráð
fyrir smávegis umfjöllun um
kynþroskaskeiðið i námsskrá.
Þetta hefur komið fram bæði i
samtölum við nemendur á fram-
haldsskólastigi og við athugun á
námsskrá, með samanburði við
kennslubækur á skyldunáms-
stiginu.
Rætt um kynlif og
nautnalyf i
sama orðinu
Samkvæmt námsskrá skyldu-
námsstigsins, útg. 1960, er ekki
gert ráð fyrir kennslu um kyn-
ferðismál almennt, svo sem sam-
farir, hvernig barn verður til,
getnaðarvarnir né kynsjúkdóma.
Samkvæmt upplýsingum fulltrúa
á fræðsludeild menntamálaráðu-
neytisins er það undir viðkom-
andi kennara eða kennurum
barnanna komið, hve langt þeir
kjósa að fara út i slik mál, eða
hvort þeir gera það yfirleitt.
Bentihann á, að tilefni til samtala
um kynferðismál gæfust i sam-
bandi við kennslu i kristinfræði,
félagsfræði og náttúrufræði, en
tók jafnframt fram, að flestir
kennarar veigruðu sér við að
fjalla umþessi mál i reynd, enda
er það ekki skylda.
11. og 2. bekk unglingastigsins
er ætlazt til, að rætt sé við nem-
endur um „Nokkur atriði varð-
andi kynþroskaskeiðið, einnig um
þá hættu er stafar af notkun
nautnalyfja”. Er áberandi i
námsskránni, að kynþroski og
notkun nautnalyfja séu samtvinn-
uð mál.
I kennslubók i heilsufræði, sem
kennd er ýmist i 12 ára bekk eða i
1. bekk unglingastigsins eftir
skólum, er kafli, sem nefnist
„Nýtt lif myndast.” Er þar frem-
ur yfirborðslega fjallað um æxl-
un, frjóvgun og fóstur, um kyn-
þroska og um skyldur foreldra og
ábyrgð.
Ekki væri af þessu lesmáli einu
saman hægt að imynda sér
hvernig ætti að búa til barn, hvað
þá hvernig eigi að koma i veg fyr-
ir getnað.
1 athugasemdum fyrir kennara
i náttúrufræði kemur fram, að að-
eins i unglingadeildunum er ætl-
azt til, að að einhverju leyti sé
fjallað um kynferðismál. Sagt er,
að þar skuli „aðeins taka þau
atriði heilsufræðinnar, er varöa
kynþroskaskeiðið og upprifjun á
þeijm hættum, er stafa af notkun
nautnalyfja, ennfremur er sjálf-
sagt, að nemendur á þessum aldri
fái fræðslu og æfingu varðandi
„hjálp i viðlögum”.”
Ennfremur segir i námsskrá:
„Fræðsla um kynþroskaskeiðið
verðurað fara fram i tvennu lagi,
sitt fyrir hvort kynið. Nokkrum
vandkvæðum mun bundið, að
kennarar almennt annist þá
fræðslu. Æskilegt væri, að kven-
læknir eða hjúkrunarkona kenndi
telpunum, en karllæknir
drengjunum. Ekki mun þörf á að
eyða mörgum kennslustundum til
þessarar fræðslu”!!!
Námsskrá skyldunámsstigsins
er nú i endurskoðun til samræmis
viö nýtt grunnskólafrumvarp.
Endurskoðuð náttúrufræði-
kennsla með tilliti til kennslu I lif-
fræði er meðal forgangsverkefna
hjá skóiarannsóknum, en þar
undir falla m.a kynferðismál.
Þegar umsókn um fóstur-
eyðingu hefur borizt skal áherzla
lögð á það að hraða meðferð
hennar eftir föngum, þar eða að-
gerð verður áhættumeiri eftir þvi
sem liður á meðgöngutima.
Læknisskoðun og nauðsynleg
samtöl við aðila skulu fram-
kvæmd á svo skömmum tima
sem auðið er, helzt innan við viku,
áður en ákvörðun um fram-
kvæmd aðgerðar er endanlega
tekin.
Enn um feðurna
------og mæðurnar
Ef mögulegt er, skal karlmað-
urinn taka þátt i og eiga þátt i
umsókn um fóstureyðingu með
konunni, viðtölunum, nema sér-
stakar ástæður mæli gegn þvi.
Sama gegnir um foreldra kvenna,
sem yngri eru en 16 ára. I eftir-
rannsókninni, sem gerð var á
Fæðingardeildinni, kom i ljós, að
þær konur stóðu betur að vigi til-
finningalega, sem nutu stuðnings
frá barnsföður.
I rannsókninni kom berlega i
ljós, að karlmaðurinn, sem ekki
gegnir sinu foreldrahlutverki, á
mikinn þátt i þvi, að sótt er úm
fóstureyðingu. 23,7% kvennanna
tóku ákvörðun einar — auk lækn-
isins — um að láta eyða fóstri. Að
sögn kvennanna vissu 13,2% af
barnsfeðrum ekki um að þungun
var fyrir hendi. Ástæðurnar sem
konurnar gátu um voru einkum:
1) Ekkertátti að verða úr þessu
sambandi. Það þurfti að hlifa föð-
urnum, hann var kannski of ung-
ur, nýtrúlofaður annarri, kvænt-
ur, eða „of finn.” Það hefði getað
fallið „skuggi” eða „blettur” á
tilveru hans, ef hann hefði orðið
að taka afstöðu til svo óþægilegs
atburðar sem ótimabær þungun
og óvelkomið barn væri. 2) Einsk-
is stuðnings að vænta frá barns-
föður, þvihann var ekki maður til
þess vegna drykkjuskapar eða
annarra erfiðleika. Þær giftu sem
álitu sig hafa staðið einar I þessu,
stóðu i basli af einhverju tagi i
hjónabandinu, voru að skilja, eða
áttu i erfiðri sambúð.
Nefndarmönnum ber þó saman
um, að konan en ekki karlmaður-
inn hljóti að hafa úrslitavaldið,
þegar um það er að ræða, hvort
eyða skuli fóstri afkvæmis þeirra.
Meðal félagslegra umbóta i
sambandi við barnsburð og þung-
un, sem nefndin leggur til að
gerðar verði, er að litið verði á
sængurlegu sem hverja aðra
sjúkrahúsdvöl, og fæðingarlegu-
kostnaður verði greiddur af
sjúkratryggingum. Fæðingar-
styrkur skuli veittur til að standa
straum af öðrum kostnaði sam-
fara barnsburði og tilkomu nýs
barns. Eðlilegt væri að upphæðin
yrði hærri ef tviburar fæðast eða
fleiri.
Dagpeningar i 3 mánuði
— lenging barnsburðar-
fris úr 3 i 6 mán.
Tiltölulega fáar konur hér á
landi eiga rétt á 3ja mánaða
barnsburðarfrii á fullu kaupi.
Flestar konur eru lausráðnar og
missa alveg tekjur við barnsburð
og jafnvel sagt upp starfinu um
leið.
Nefndin leggur þvi til, að kon-
um, sem missa tekjur við barns-
burð, verði greiddir sjúkradag-
peningar I 3 mánuði. (Nú 309 kr. á
dag og 84 kr. með hverju barni
yngra en 17 ára). Nefndin leggur
einnig til, að stefnt verði að leng-
ingu barnsburðarfris úr 3 mánuð-
um 16 mánuði og konu, sem miss-
ir tekjur verði greidd húsmæðra-
laun sömu upphæðar og sjúkra-
dagpeningar þann tima.
Þá er áherzla lögð á, að dag-
vistunarstofnunum skuli fjölgað
og einkafóstur greitt niður, en
kostur á dagvistun er skilyrði
þess, að einstætt foreldri geti séð
sér og barni sinu farborða.
A fundi, þar sem nýja frum-
varpið var kynnt blaðamönnum
fyrir nokkru, gat Magnús
Kjartansson heilbrigðismálaráð-
herra þess, að hann væri mjög
ánægður með starf nefndarinnar
sem það hefur undirbúið. Frum-
varpið hafði þá ekki verið rætt i
rikisstjórninni, en Magnús Kjart-
ansson kvaðst gera ráð fyrir, að
það yrði lagt fyrir alþingi fljót-
lega eftir að það kæmi saman i
haust. Frumvarpið hefur þegar
verið sent ýmsum aðilum til um-
sagnar.
SJ