Tíminn - 22.07.1973, Qupperneq 39

Tíminn - 22.07.1973, Qupperneq 39
Sunnudagur 22. júll 1973. TÍMINN 39 0 Haraldur kennum og þetta um svipað leyti i hléinu. Og nú spáum við gosi i kringum aldamótin 2000 i Soufri- ere. — 1 gosinu i Soufriere á St. Vincent árið 1902 fórust um 1500 manns. Daginn eftir að gos hófst, brauzt út hið fræga gos i eldf jall- inu Pélée á Martinique, en í þvi fórust um 30 þúsund manns. — Hin mikla eldgosa- og jarð- skjálftahætta á þessu svæði hefur ekki svo litil áhrif á fólkið. Það getur sifellt átt von á slikum nátt- úruhamförum. Einmití þess vegna er lögð mjög mikil áherzla á jarðfræðirannsóknir á svæðinu, kortlagningu, uppsetningu jarð- skjálftamæla o.s.frv., til að geta samgt sem nákvæmlegast fyrir um þessi umbrot. — Þannig er mikið um það i há- skólanum að lögð sé stund á jarð- visindi. Annars má segja, að Trinidad tilheyri „þriðja heimin- um”, og þvi er lögð höfuðáherzla á hið hagnýta nám, þ.e. náms- greinar, er lúta að höfuðatvinnu- vegum jjjóðarinnar, svo sem oliu- vinnslu. Hver er orsök hinna miklu umbrota i Vestur- Indium frá jarðfræði- legu sjónarmiði? Hver er orsök hinna miklu um- brota i Vestur-Indium frá jarð- fræðilegu sjónarmiði? — Þar komum við að hinni frægu landrekskenningu, sem 99% jarðvisindamanna aðhyllast i megindráttum i dag, og þar á meöal ég. En hér er um miklu flóknari „prósess”, en menn höfðu álitið, og þvi skulum við láta þessi mál liggja milli hluta hér. — í mjög grófum dráttum má þó segja, að skv. þessari kenn- ingu er stöðug hringrás i efsta hluta jarðmassans. Um mitt At- lanzhaf (langsum) liggur sprungubelti, þar á meðal um Is- land eins og kunnugt er. tlt frá þessum sprungum gliðnar jarð- skorpan til beggja átta, til aust- urs og vesturs, ofurhægt. Jafn- framt eiga sér við og við stað gos á þessum sprungum. Island gliðnar þannig stöðugt, — og stækkar. — Ef miðað er við Afriku sem fastan punkt, færist S- og N-Ame- rikumeginlandið stöðugt i vestur. I fyrndinni álita menn þannig, að öll meginlönd heimsins i dag hafi veriö ein samföst heild. Ef við lit- um t.d. á útlinur S-Ameriku og Afriku, þær sem saman snúa, sjá- um við það þessi tvö meginlönd falla saman eins og „pússluspil”. Einnig styður likt gróðurfar og berg á sömu breiddargráðu i þessum tveim álfum þessa skoð- un. . — Svo ég snúi mér þá beint að þeirri spurningu er þú beindir til min, þá má segj, að við V-Indiur ljúki hringrás jarömassans í vestur út frá Mið-Atlanzhafs- sprungunni. Jarðskorpan fleyg- ast þar undir þá, sem þar er fyrir, og samfara þvi verða einmitt jarðskjálftar og eldgos. Þetta er afargróf lýsing á flókinni og hægri þróun, en látum þetta nægja hér. — Þar sem ég hafði rannsakað jaröfræði Islands, langaði mig aö rannsaka hinn enda hringrásar- innar, þ.e. V-Indiusvæöið, og var það ekki sizt ástæðan til þess, aö ég afréö að halda þangaö vestur. „Prófessorsstaða á Rhode Island sem milli- stig. stefni heim!” Hvenær komstu heim til tslands dr. Haraldur og hvað er næst á döfinni hjá þér? — Ég kom heim frá Trinidad i mái i vor og hef undanfarnar vik- ur ferðast um landið ásamt sviss- neskum jarðefnafræðingi, Schill- ing að nafni, og stundað rann- sóknir. Hann hefur reyndar kom- iö fram með allbyltingarkenndar hugmyndir um jarðlög á Islandi, sem ekki verður þó greint frá hér. Nú svo er ég að fara til Sikileyjar til rannsókna ásamt itölskum prófessor og verð þar i mánuð. — Siðan held ég aftur vestur til Trinidad og starfa þar til ára- móta næstu, en þá held ég til Bandarikjanna, þar sem ég ræðst sem prófessir við University of Rhode Island. Hér er á margan hátt um mjög aðlaðandi starf að ræða, alla vega hvað mig snertir. Einkum það, að ég fæ mjög rúm- an tima til rannsókna. Ég get þvi lokið rannsóknum minum i V- Indium og einnig haldið áfram rannsóknum á Islandi, en ég býst við að koma hingað heim á sumr- in. — Á vegum þessa háskóla er hafrannsóknarstofnun, sem er allsérstæð, þar eð hún fæst við rannsóknir á hafsbotninum, á bergi. Einkum beinast rannsókn- 'irnar að þvi að kanna uppruna berggrunns hafsbotnsins, m.a. kringum Island. Eru þessar rann- sóknir að nokkru tengdar sprungurannsóknunum, sem staðið hafa yfir undanfarin ár hér á landi. Liturðu á væntanlegt starf þitt i Rhode Island sem framtiðarstarf ef til vill? — Nei. Ég lit eiginlega á það sem „millistig”. Það veitir mér, eins og ég sagði áðan, tækifæri til að halda áfram og ljúka rann- sóknum minum i Vestur-Indium og jafnframt stunda rannsóknir á Islandi og búa mig undir að flytj- ast heim. 4—5 ár i velsældinni há- mark. Hvenær kæmirðu þá til með að snúa alfarinn heim? — Ef til vill á árinu 1975, vart fyrr. Nú hefurðu unað hag þinum á- gætlega ytra og vegnað vel ekki satt? Hvað er það, sem dregur þig heim? — Það er ef til vill einmitt það, hve mér hefur liðið vel, einkum á Trinidad, sem -ég óttast. Ég hef minar „ambisjónir”, stefni að á- kveðnu marki, auk þess sem mann langar alltaf heim til föður- landsins, þrátt fyrir allt og allt. Hér heima vil ég stunda mitt höf- uðáhugamál, jarðfræðina. Ég „óttast”, að ef ég yrði of lengi úti i velsældinni, myndi það „kæfa” mig og hamla minu starfi á margan hátt. Það er yndislegt að vera i Vestur-Indium, en 4—5 ár eru hámark. Verði maður lengur, þýðir það allt sem eftir er ævinn- ar, og þar með er að öllum likind- um tekið fyrir frekari frama og fjölbreyttni I starfi. — Stp. 0 Menn og málefni stæöisflokksins og i ljósi afstöðu- leysis flokksins til þessara tveggja mála, dregur þetta unga fólk þá fáránlegu en samt á margan hátt skiljanlegu ályktun, ab Sjálfstæðisflokkurinn sé mál- svari allra þeirra illu afla, sem gott fólk berst nú gegn um allan heim. K: Haldiö þið, að ungt fólk aöhyll- ist ekki stefnu Sjálfstæöisflokks- ins i nógu riku mæli. B: Ég held, að það geri það. G: Ég held, að þab sé öruggt mál, að þab geri þaðekki eða hvað seg- ir þú Einar. Þú ert i menntaskóla eins og ég. E: Nei,nei, Sjálfstæðisflokkurinn er eitur i beinum allra skóla- manna. R: Ekki segja skólamanna. Það á ekki að vera að klina þessu á skólamenn frekar en annað ungt fólk. Annars er ég sammála þvi, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki tekið málefni, sem eru hita- mál ungs fólks, nægilega á sina dagskrá. E: Það er ekki þetta, sem skiptir máli. Við skulum gera okkur grein fyrir þvi, að áróðurstaða okkar hefur verið mikið veikari nú siðustu árin og þá helzt vegna þess, að við höfum verið stefnu- laus i flestum aðalmálum. Og svo hefur fræðslu- og kynningarstarf- semi á okkar stefnumálum alveg legið niðri.” Hættulegt að vera í við- reisnarstjórninni Og ennfremur segir blómi Sjálfstæðisflokksins: „K: Mér finnst, að það sé rangt, að ungt fólk sé á einhvern hátt meira til vinstri nú, en það hefur verið áður. Þær skoðanir, sem ég hef helzt orðið var við hjá ungu fólki i dag, hérlendis og erlendis i þessa átt, eru oft svo fjarstæðu- kenndar, og þær eru vanalega komnar i hring, þannig að þetta eru raunverulega orðnir sterk- ustu meðmælendur einstaklings- frelsis, sem maður hittir. Aftur á móti hefur það verið vegna aum- ingjaskapar borgarlegra stjórn- málamanna á Vesturlöndum, að þetta fólk hefur hallað sér að fangabúðarikjunum i austri, sem er auðvitað alveg út i hött, þegar litið er anúars vegar á það, sem þau riki praktisera og hins vegar til þess, sem þetta fólk boðar. G: Hallar ungt fólk sér að Sovét- rlkjunum og A.-Evrópu? K: Ja, já, er það ekki? K: Það er svo alveg rétt, að þetta, sem á ljótri islenzku er kallaö „kerfið”, hefur i fyrsta lagi tekið völdin af fólkinu og i öðru lagi af þessum svokölluðu lýðræðis- kjörnu fulltrúum. Þetta rekur ungt fólk sig á og það verður þá að beina geiri sinum að einhverjum og stjórnmálamennirnir og flokk- arnir verða vanalega fyrir þvi. Þannig er tilkomin þessi svokall- aöa andstaða við stjórnmála- mennina, sem ýmsir minnihluta- hópar til vinstri ýta svo mjög undir. Hvað varðar Sjálfstæðis- flokkinn sérstaklega, þá var það i fyrsta lagi hættulegt fyrir hann að vera i viðreisnarstjórninni i 12 ár. Það varð þó ekki verulega hættu- legt, fyrr en ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins hættu að tala um stefnu Sjálfstæðisflokksins og fóru að tala um stéfnu rikisstjórn- arinnar. Þá gleymdist stefna flokksins og strax á fyrstu árum viöreisnarstjórnarinnar hætti flokkurinn aö móta sér nokkra ákveöna hugmyndafræði. Hann hélt þá bara áfram að vera i rikis- stjórn. Þetta þýðir, að það verður bil á milli þessara forystumanna og þeirra manna, sem nú eru að vaxa upp I flokknum, þannig að eldmóðurinn úr gömlu Sjálfstæð- ismönnunum hefur ekki færzt á réttan hátt á milli kynslóðanna”. Enga stefnu í efnahagsmólum Og nokkru siðar: „B: Það er einmitt þaö, sem mér finnst skipta meginmáli. Og nú, þegar viö ætlum að fara aö byggja upp iönaö, veröum viö að gera okkur ljósa grein fyrir þvi, hvaða hlutverki við ætlum rikis- valdinu i þvi sambandi. Ég er þeirrar skoðunar, að rikisbáknið á Islandi sé orðið alltof mikið og aðhaldið, sem rikisvaldið hefur hér á landi, er svo til ekkert. Hvenær sér maður rikisstofnanir teknar reglulega vel i gegn? E: En þáttur Sjálfstæðisflokksins sjálfs i sambandi við rikisfyrir tæki. Hann er ekki til fyrirmynd- ar sannast sagna. B: Ríkisreksturinn jókst ekki svo litiö i tið viðreisnarstjórnarinnar. G: Hver er þá afstaða Sjálf- stæöisflokksins til hagkerfisins? Er hann hlynntur þessu svokall aða blandaða hagkerfi iðnaðar- ins, sem við búum við, eða berst hann fyrir auknu athafnafrelsi og einkaframtaki i efnahags- og atvinnulifinu? K: Þetta er nú eitt bezta dæmið um þaö, að flokkurinn veit ekki i hvora löppina hann á að stiga. Hann hefur enga fastmótaða stefnu i efnahagsmálum aðra en þá, aö hann heldur að visu áfram að segja, að hann vilji efla ein- staklingsframtakið og einstakl- ingsfrelsið. En hann gerir einmitt ekkert til að túlka þessa skoðun sina i raun og laga hana að þeim breyttu þjóðfélagsaðstæðum og þeim breytingum, sem nú eru fyrir hendi og átt hafa sér stað siðan stefnan var mótuð.” —TK. 0 Sovétríkin stæðir, ekki mikið betur en erfið- ismenn. Lifskjör þeirra eru, mjög léleg, séu þau borin saman við lifskjör menntamanna i vestrænum löndum, sem svipuðu þroskastigi hafa náð. Þau þrúgandi kjör, sem menntamenn verða að sætta sig við eru og samfara ideólógiskri undirokun og skapa andlegt andrúmsloft, sem er mennta- mönnum miður hagstætt. Stöður, sem byggjast á gróðri menntun, eins og stöður kennarastéttar- innar, en hvergi hærri virtar aö verðleikum. Þetta óvinsamlega andrúmsloft, sem mennta- mennirnir mæta, hefur þau áhrif á þá, að þeir leita annaðhvort, at- hvarfs i einhverri þröngsýnni. sérfræði eða byrja að lifa einskonar tvöföldu lifi, öðru á vinnustað hinu heima! Þeir segja eitt á vinnustað, en annað i kunningjahóp. heima, og þessi klofna hugsun gerir þá að hræsnurum og brýtur niður siðferðisþrek þeirra og sköpunar- gáfu. Fyrir þá, sem leggja stund á hugvisindi, er þetta ennþá þungbærara en fyrir tækni- fræðingana. Þeim finnst öll sund vera lokuð, og bækur þeirra eru litlausar, opinberar, hátiðlegar, i stuttu máli sagt: leiðinlegar. SPURNING: Hafið þér á þessum árum aldrei óttast um heilsu yðar eöa frelsi? SACHAROW: Nei, ekkert sér- staklega, og þakka ég það annars vegar skapgerð minni, en hins vegar mjög mikilsvirtri stöðu, sem ég var i, vonandi þarf ég sjálfur þvi ekkert að óttast. Nú óttast ég hins vegar vaxandi þrýsting á fjölskyldu mina og á ættingja konu minnar. Það yrði mér þungbærast af þvi, sem ég þykist sjá fram undan... (ÞVTT ,UR VIKURITINU DerSpiegel”, Hamborg). A / Tíminn er 40 siöur y « alla laugardaga og 1 \ sunnudaga.— Askriftarsiminn er 0lp 1-23-23 0 Útlönd Um skeið stundaði hann húsa- byggingar i sunnanverðu Quebec-fylki, en starfaöi siðan viö rikisfyrirtæki, sem byggir ódýr hús i norð-vestur fylkjum Kanada og á Nýfundnalandi. Gasson segist ávallt hafa „borið smælingjann fyrir brjósti” og þvi hafi ekki verið nema eðlilegt, að hann hyrfi úr opinberri þjónustu i fyrra og gerðist starfsmaður Sam- taka Kanadamanna til aðstoðar innfæddum. GASSON virðist hafa meiri hug á að ná áheyrn þriggja aöila, en að útbreiða birtar tölur um illa aðstöðu Indiána. Fyrsti aðilinn er skólayfir- völdin. Annar er yfirvöld fangelsismála, en Indiánar eru hlutfallslega mjög fjöl- mennir i fangelsunum og Gasson berst fyrir þvi i kyrrþey, að fá fangaverði til þess að leika Indiána ekk. verr en aðra fanga. Þriðji aöilinn er svo starfslið blaða og sjónvarps, sem birtir sifellt sömu upplýsingar um Indiána. Þarna kann að vera að finna skýringuna á þvi, hvers vegna samtök Kanadamanna til aðstoðar innfæddum gera sér jafn mikið far um Jamesflóa- framkvæmdina og raun ber vitni og efna til andmælafunda og sýna kvikmynd Richard- sons. Þetta er hentugt efni til þess að vekja athygli blaða- manna. Þá er einnig auðveld- ara að vekja hvitan Kanada- mann i Ontario, eða Alberta til samúðar með Job Bearskin og Billy Diamond Cree-böfðingja og 800- öðrum Indiánum eða Inuit-Eskimóum i norður- hluta Quebec-fylki, en aö vekja slikan áhuga með ópersónulegum tölum. Staðreyndirnar tala að visu sinu máli, en þeim liggur ekki hátt rómur fyrr en að búið er að finna táknrænan hóp manna, sem allir geta augum litið. Þetta gerðu Rhodesiu- menn þegar þeir ráku höfð- ingjann Reyaki og Tangwena- ættflokkinn af landi sinu með hersveitum og þyrlum. Atburðirnir við Særthné vöktu Bandarikjamenn til umhugs- unar. Deilurnar um fram- kvæmdirnar við Jamesflóa kunna að verða Indiánum i Kanada til góðs þegar til lengdar lætur. allir kaupa hringana hjá BAIXDÓBI Skólavörðustlg 2 k KALT BORD'S S IHADEGINU SS BLÓMASALUR LOFTLBÐIR KVOLDVfRÐUR f RA KL 7. BORÐAPANTANIR I SIMUM 22JJ1 2?122 BORÐUM HA( DIÐ III KI 9 VÍKINGASALliR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.