Fréttablaðið - 19.08.2004, Síða 48

Fréttablaðið - 19.08.2004, Síða 48
36 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli HUMARHÚSIÐ Óskum eftir að ráða framreiðslunema (þjónanema), aðstoðarfólk í sal og framreiðslumann (hlutastörf). Upplýsingar í síma 897-1659. Frábær tvenna frá OSRAM Tjaldlukt með fjarstýringu Sparpera með birtuskynjara BYKO, ELKO, Fjarðarkaup, Rekstrarvörur, OSRAM perubúðir: Byggt & Búið, Árvirkinn Selfossi, Geisli Vestmannaeyjum, Lónið Höfn, S.G Egilsstöðum, Ljósgjafinn Akureyri, Straumur Ísafirði, Glitnir Borgarnesi, Rafbúð R.Ó Keflavík, Rafbúðin Hafnarfirði, Jóhann Ólafsson & Co Eitthvað hafa skipuleggjendur Menningarnætur vitkast frá síð- ustu árum með því að leyfa einni helgi að líða á milli Hinsegin daga og Menningarnæt- ur. Þó svo nóttin (og dagurinn) sé eitt af því sem best hefur tekist hjá stjórn Reykjavík- urborgar þarf stundum að gefa fólki frí á milli hátíðarhalda. Dagskráin í ár virðist fín að vanda og það er gott framtak hjá borginni að bjóða einstaklingum upp á að gera sitt eigið menning- arnæturkort. Þeir verða þó kanns- ki búnir að endurhanna kortið að ári með meiri upplýsingum. Það er stundum ekki nóg að hafa bara heitið á uppákomunum þegar fáar aðrar upplýsingar fylgja. Á hverju ári ætla ég mér að sjá allt. Helst ætla ég að vera á öllum stöðum í einu og ekki missa af neinu. Þetta gæti allt verið svo merkilegt. Á hverju ári verð ég svo að velja og hafna og enda með því að berast með straumnum eitthvert. Það hefur sína kosti því þá sé ég hluti sem ég vissi ekki einu sinni að væru svona skemmtilegir. Á einhvern óskilj- anlegan hátt tókst mér þó á síð- asta ári að missa af þessu öllu. Þó var ég í miðbænum allan daginn og allt kvöldið. Sá flugeldasýning- una út um glugga og tókst að fest- ast ekki í mannmergðinni í bæn- um. Ég ætlaði bara rétt að kíkja í matarboð, svona til að vera ör- ugglega mett og sæl þegar ég færi að sjá alla hina merku list. Lystin varð þó yfirsterkari og fá- mennur félagsskapurinn meira spennandi en tugþúsundirnar á götum úti. Eftir kvöldið hafði ég svo það alls ekki á tilfinningunni að ég hafði misst af einhverju. Það sem máli skipti var að ég sá mannfjöldann sem safnaðist sam- an en þurfti ekki sjálf að vera í troðningnum. Ég sá að Reykjavík var lifandi, þetta eina kvöld árs- ins þegar hægt er að sjá alla ald- urshópa safnast saman í nafni menningar. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SVANBORG SIGMARSDÓTTIR RIFJAR UPP MENNINGARNÓTT FYRIR ÁRI Lystin sigraði listina M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Lottó, góðan dag! Ég vil þiggja hjá ykkur fjármálaráð- gjöf! Hvernig er að vera kominn aftur heim? Þú hljómar eins og gamalmenni! Ég veit! En það er satt sem ég segi! Maður þarf að fara til útlanda til að fatta hvað allt er frábært heima! Og þegar maður kemur heim fattar maður loksins hvað maður er orðinn hræðilega gleymskur! Þú getur ekki ímyndað þér hvað það er gott! Hreint loft, fallegt fólk, ró og friður... M iðjustoppsdagur Aaarhg! Ekkert blek í pennanum og ekki þessum heldur! Né þessum! Eða þessum! Eða þessum! Samþykkjum við ávísanir skrifaðar með fjólubláum vaxlit? Ekki segja mér... frá Maríu Páls? Skynsamlegt hjá þér! Má ég spyrja hve háa upphæð þú vannst? 640! Eh...einmitt já! Með 640 þúsund er ýmislegt hægt að gera! 640 KRÓNUR! Tíu rétta! Hvað fæ ég fyrir 640 kall í dag? Geturðu hjálpað mér? Fékkstu hjálp? Nei! En það er ljóst að ég þarf á því að halda, sagði hann! Ósýnilegi maðurinn er kominn í kyrtil. Það er heldur betra, en samt ekki nógu gott!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.