Fréttablaðið - 19.08.2004, Side 50

Fréttablaðið - 19.08.2004, Side 50
„You show me continents, I see islands. You count the centuries - I blink my eyes.“ - Björk Guðmundsdóttir skellir sér í hlutverk hafsins, móður okkar allra, í laginu Oceania sem hún flutti á Ólympíuleikunum á föstudag. 38 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR Í spilaranum hjá ritstjórninni Björk: Medúlla, James Brown: 50th Anniversary Collection, The Roots: The Tipping Point, Ísidor: Betty Takes a Ride, The Shins: Chutes too Narrow, Alicia Keys: Songs in A Minor, Iron Maiden: The Number of the Beast og The Doors: Live in Concert. * Grettispizza er ferhyrnd pizza fyrir tvö börn m/tveimur áleggstegundum. * Gildir þegar þú sækir á einhvern veitingastað Pizza Hut. P I Z Z A H U T • 5 3 3 2 0 0 0 • S u ð u r l a n d s b r a u t 2 • S p r e n g i s a n d i • S m á r a l i n d Grettisdagar á Pizza Hut Sæktu stóra pizzu og fáðu fría Grettispizzu fyrir börnin. Prófaðu einnig gómsætar ostafylltar brauðstangir eða kjúklingavængi til að narta í. * Á mánudaginn næsta gerist sá merki viðburður að hljómsveitin The Prodigy gefur út nýja plötu. Spennan í kringum Always Out- numbered, Never Outgunned, er enn meiri vegna þess að 7 ár eru frá því að síðasta plata kom út. Það þýðir að þeir aðdáendur sem voru 13 ára þegar The Fat of the Land kom út eru í dag orðnir 20 ára. Meira að segja ritstjóri Prodigy-blaðsins (sem svo þróað- ist út í tónlistartímaritið Sánd) mun hlusta á hana með fyrir- vara. Það er því töluverð pressa á höfuðpaurnum Liam Howlett að standa sig í þetta skiptið. Aðdá- endur eiga líklegast ekki eftir að fyrirgefa svo langa fjarveru nema nýi gripurinn hreyfi við þeim. Almenningur varð svo var við óöryggi Howlett fyrir tæpum tveimur árum síðan þegar plöt- unni var skyndilega frestað þrátt fyrir ágætar vinsældir lagsins Baby’s Got a Temper. Sagan segir að Howlett hafi verið hund- óánægður með vinnu sína og hent lögum sem hefðu getað fyllt heila plötu og byrjað upp á nýtt. Nýja platan heitir þó sama nafni þrátt fyrir að vera ekki sú plata sem hefði komið út fyrir tveimur árum síðan. Aðdáendum The Prodigy á svo eftir að finnast enn undar- legra að enginn annar liðsmaður sveitarinnar fyrir utan Liam Howlett kom að gerð plötunnar. Undrabarnið gerði allan gripinn á ferðatölvuna sína og kaus að fá vini sína til þess að syngja í stað Keith Flint, Maxim eða Leeroy Thornhill, sem eiga að teljast liðsmenn sveitarinnar. Þess í stað eru það leikkonan Juliette Lewis og bræðurnir Liam og Noel Gallagher sem sjá um að syngja. Það má líklegast ætla að yngri Gallagherbróðirinn sé tíð- ur húsgestur hjá Liam Howlett þar sem þeir eru giftir Appleton- systrunum sem slógu í gegn með All Saints hér forðum. Rapparinn Twista kemur svo fram í einu lagi, hann er kannski barnapían þeirra? Hvernig sem fer þá geta Ís- lendingar átt von á því að fá færi á að sjá The Prodigy á tónleikum því Fréttablaðið hefur áreiðanleg- ar heimildir fyrir því að sveitin haldi tónleika hér um miðjan októ- ber. Það verða fimmtu tónleikar sveitarinnar hér á landi og því er hægt að fullyrða að engin erlend stórsveit hefur leikið jafn oft fyrir Íslendinga. Fyrst spiluðu þeir í Kaplakrika um vorið 1995 og svo aftur síðar það sama kvöld í Tunglinu við Lækjargötu, þar sem nú er Iða. Sama ár komu þeir aftur og léku á útihátíðinni Uxa á Kirkjubæjarklaustri um verslun- armannahelgina ásamt Björk. Síð- ustu tónleikar þeirra voru svo haldnir í Laugardalshöll árið eftir. Af hverju ærslafull tónlist The Prodigy höfðar svona vel til Ís- lendinga verður okkur líklegast hulin ráðgáta áfram. Aðdáendur sveitarinnar eru því líklegast með hnút í maganum því á mánudaginn mun almenningur byrja að kveða upp dóm sinn um nýju plötuna. biggi@frettabladid.is Að hrökkva eða stökkva [ TOPP 30 ] MEST SÓTTU LÖGIN Á TÓNLIST.IS VIKA 33 „ALLSTAÐAR“ Nylon „ÁST“ Ragnheiður Gröndal „EINHVERS STAÐAR EINHVE...“ Nylon „Í NÆTURHÚMI“ Margrét Eir „KYSSTU MIG“ Í svörtum fötum „MÉR ER SAMA“ Tinna Marína Jónsdóttir „VÍSUR VATNSENDA-RÓSU“ Ragnheiður Gröndal „AÐEINS EINA NÓTT“ Ardís Ólöf Víkingsdóttir „TROUBLE“ Coldplay „HIROSHIMA“ Utangarðsmenn „DANSAÐ Á DEKKI“ Dans á rósum „LANGT FRAM Á NÓTT (ÁST...“ Á móti sól „ÁSTIN ER ÓTRÚLEG“ Rakel Axelsdóttir „LÍFIГ Írafár „AÐ EILÍFU“ Sverrir Bergmann „LEYNDARMÁL FRÆGÐARI...“ Papar „STUN GUN“ Quarashi „SÖNGURINN HENNAR SIGGU“ Papar „NO EASY WAY“ Ian Gillan Band „ÞESSA EINU NÓTT“ Védís Hervör Árnadóttir „ÞÚ BÍÐUR (ALLAVEGANA) ...“ Ragnheiður Gröndal „HORFÐU TIL HIMINS“ Nýdönsk „FUCK THE PAIN AWAY“ Peaches „SUNNUDAGSMORGUN“ Jón Ólafsson „FRÆG!“ Esther Talía „HVAÐ VITA ÞEIR“ Björgvin Halldórsson og Jón Jósep „SKÁL“ Stuðmenn „HALLÓ SÖGUSTELPA“ Dúkkulísur „QUIET HEART“ Kent „LJÓSADANS“ Sigríður Guðnadóttir 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is THE PRODIGY Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að sveitin haldi tónleika hér á landi í október.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.