Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 18
Ef hægt er að tala um hugmynda- fræðilegt og siðferðilegt gjald- þrot starfandi stjórnmálamanns þá hlýtur Tony Blair að vera þar efst á blaði. Undir stjórn hans hef- ur aldagömlum hugsjónum Verka- mannaflokksins breska verið varpað fyrir róða. Blair lætur helst ekki sjá sig nálægt verka- lýðsfélagi en er hins vegar ódeig- ur við að sleikja upp auðmenn og viðskiptajöfra. Í samræmi við það hefur hann endurskilgreint fé- lagshyggju þannig að kjarni henn- ar er ekki lengur jafnaðarstefna heldur „samheldni samfélagsins“. Slík markmið geta flestir tekið undir nema örfáir anarkistar og öfgafrjálshyggjumenn, þau voru t.d. ríkur þáttur í stefnu fasista- flokka Evrópu á 20. öld. Tengsl Blairs við stjórnlynda hægri- flokka eru raunar ekki aðeins á yfirborðinu. Undir stjórn hans hafa mannréttindi Breta verið skert hvað eftir annað undir yfir- skini „stríðs gegn hryðjuverk- um“, þótt breska þinginu og lá- varðadeildinni hafi tekist að af- stýra sumum verstu mistökunum. Í samræmi við þetta hefur flokksmönnum í Verkamanna- flokknum fækkað um tæpan helming á sjö árum. Kosninga- þátttaka í Bretlandi er í lágmarki og Verkamannaflokkurinn geldur afhroð í sveitastjórnarkosningum, kosningum til Evrópuþingsins og nánast hvaða kosningum sem er. Eina líflína Blairs er ranglátt kosningakerfi í Bretlandi og bág- borin stjórnarandstaða, leidd af Íhaldsflokknum sem einnig studdi Íraksstríðið. Stefna Blairs í því máli einkenndist af sérkennilegri blöndu af lygum, óskhyggju og fá- fræði. Afleiðingar hennar eru lýð- um ljósar í Írak. Á hverjum degi deyr einhver í Írak vegna þessar- ar stefnu, iðulega fjölmargir. Ekki má heldur gleyma afleiðingunum af stríðsþorsta Blairs í Júgóslavíu og Afganistan. Um hann má því segja það sama og reykingar: Fólk deyr af völdum Blairs. Fátt bendir til þess að Blair taki nokkuð af þessu nærri sér eða hafi minnstu áhyggjur af megnri andúð almennings í Bret- landi á stefnumálum hans. Þvert á móti skipaði hann einn ill- ræmdasta stuðningsmann sinn, spunameistarann Peter Mandel- son, í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins. Mandelson er hold- gervingur þeirra nýjunga sem Blair hefur innleitt í bresk stjórn- mál, þar sem lýðskrum og bak- tjaldamakk til að hafa áhrif á fjöl- miðla hefur komið í stað inni- halds. Síðan fór Blair í frí. Ekki í pakkaferð á Mallorca heldur í lúx- usvillu á Sardiníu. Blair og frú hafa raunar frekar dýran smekk þegar kemur að sumarleyfum og gista gjarnan í rándýrum einka- bústöðum í boði milljónamær- inga, frægs fólks úr skemmtana- lífinu eða erlendra ríkisstjórna. Svo var raunin á Ítalíu þar sem gestgjafinn var hinn illræmdi Sil- vio Berlusconi. Í augum flestra þjóðarleiðtoga í Evrópu þykir hann frekar ógeðfelldur maður sem hefur m.a. nýtt sér stöðu sína til að forðast dóm vegna glæpa. En þetta er sem sagt maðurinn sem þau Tony og Cherie Blair vilja eyða sumarleyfinu með. En vitaskuld þurftu þeir Blair og Berlusconi að ræða málefni Íraks enda standa þeir saman að hinu ólöglega hernámi þess. Cherie Blair á fleiri vini en Berlusconi. Í næstu viku á hún að mæta til Íslands sem „sérstakur gestur“ málþings sem Rannsókn- arstofa í kvenna- og kynjafræðum heldur um „Konur, völd og lögin“. Þar er hún kynnt sem „einn af þekktustu lögmönnum Bretlands og hefur m.a. fengist við mann- réttindamál fyrir Evrópudóm- stólnum“. Augljóslega er hún þó ekki komin til Íslands vegna færni við lögmannsstörf heldur vegna þess að hún er forsætisráð- herrafrú. Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum er ein- faldlega að snobba. Í þetta sinni fyrir Tony Blair og ríkisstjórn hans. En vitaskuld getur Cherie Bla- ir sagt okkur margt um efni ráð- stefnunnar. Ólöglegt hernám Íraks og morð á tugþúsundum óbreyttra borgara tengist vissu- lega lögum og rétti. Hún hefur einnig verið í nálægð við merka valdamenn, nú seinast Berlusconi. Hún getur eflaust frætt ráðstefnugesti um það hvernig Silvio vinur hennar beitir sínum völdum. Og hvað með kon- urnar? Vissulega hafa fjölmargar konur látið lífið í Júgóslavíu, Afganistan og Írak vegna Tony Blairs og athafna hans. Enn fleiri hafa misst aðstandendur og þurft að þola harðræði af völdum byssumanna sem hafa tekið lönd hernámi utan við alþjóðalög og rétt. Hún ætlar kannski að tala um þær konur? Maður hefur vissu- lega leyfi til að vona. Höfundur er doktorsnemi við Háskóla Íslands. Greinin birtist upphaflega á vefritinu Múrnum, murinn.is. Siv Friðleifsdóttir lætur af emb- ætti umhverfisráðherra og gengur þar með úr ríkisstjórn eftir 25 daga. Þingmenn Framsóknar- flokksins ákváðu þetta í atkvæða- greiðslu síðdegis á fimmtudag, eft- ir tillögu formanns flokksins þar að lútandi. Við ríkisstjórnarmynd- unina í maí á síðasta ári var afráð- ið að forræði umhverfisráðuneyt- isins flyttist frá Framsóknarflokki yfir til Sjálfstæðisflokks og því ljóst að fækka þyrfti framsókn- arráðherrum um einn. Óvíst var hver viki úr stjórninni og frá fyrsta degi lýsti Siv því yfir að ekki væri sjálfgefið að hún yrði fyrir valinu, allavega myndi hún berj- ast af hörku fyrir áfram- haldandi ráðherradómi. Nú er hinsvegar ljóst að hún sest meðal óbreyt- tra þingmanna þegar Alþingi kemur saman á ný í haust. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Siv komi inn í ríkis- stjórnina á ný því formaður- inn boðaði frekari manna- breytingar að ári liðnu. Siv Friðleifs- dóttir fæddist í Ósló í ágúst 1962. Hún er dóttir Friðleifs Stefánssonar tannlæknis og Bjargar Juhlin kenn- ara, sem er norsk. Siv heitir í raun Björg Siv Juhlin en for- eldrar hennar kölluðu hana Siv frá fyrsta degi til aðgreiningar frá móðurinni. Hún þótti kraft- mikið barn og stýrði systkinahópi sínum af röggsemi í leikjum og uppátækj- um. Stjórnsöm var hún í æsku en forystuhæfileikarnir voru ekki véfengdir. Þá bjó hún að talsverðri skynsemi sem ekki er öllum börnum í blóð borin. Þótt foreldrar Sivjar hafi ekki skipt sér af stjórnmálum voru þjóðmálin reglulega til umræðu á heimilinu og sýndi hún þeim fljótlega áhuga. Það kom samferðamönnum hennar frá bernskuárunum ekki á óvart að hún skyldi velja sér stjórnmálin sem starfsvettvang. Skólaganga Sivjar var hefð- bundin, hún sótti grunnskóla á Sel- tjarnarnesi þar sem fjölskyldan bjó en þar býr Siv enn þann dag í dag. Þaðan lá leiðin í MR og svo í sjúkraþjálfun í HÍ. Hún útskrifað- ist 1986 og vann við fagið í níu ár, fyrst hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og síðar sjálfstætt hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. Í há- skólanum starfaði hún innan vé- banda Umbótasinna og kynntist þar manni sínum Þorsteini Hún- bogasyni sem nam viðskiptafræði. Þorsteinn er framsóknarmaður og af framsókna- rætt - um kom- inn og ekki óvarlegt að áætla að hann hafi haft áhrif á að hún gekk í flokkinn í kringum 1984. Sex árum síðar varð hún formaður Sambands ungra framsóknar- manna og var einnig kjörin til setu í Bæjarstjórn Seltjarnarness. Árið 1995 settist Siv á Alþingi og kjör- tímabilið á eftir var hún valin til að gegna embætti umhverfisráð- herra. Tilnefningin kom nokkuð á óvart þar sem hún hafði ekki sýnt umhverfismálum sérstakan áhuga og hafði t.d. ekki setið í umhvefis- nefnd þingsins. Eins og gengur eru skiptar skoð- anir um ágæti stjórnmálamannsins Sivjar Friðleifsdóttur. Hennar helstu kostir eru sagðir kraftur, dugnaður og hreinskiptni og þykir mörgum skoðanabræðrum hennar ágætt að starfa með henni að fram- gangi mála. Andstæðingar Sivjar segja hana hins vegar of flokks- holla og ekki þora að standa á eigin sannfæringu. Raunar vefst fyrir sumum fyrir hvað hún stendur í pólitík og einn sagði hana ekki eiga erindi í stjórnmálin. Hann bætti reyndar við að sama mætti segja um flesta aðra þing- menn. Þá hefur mörgum náttúruverndarsinnum fundist sem hún sé ekki sá málsvari náttúrunnar sem umhverfisráðherra á, í þeirra huga, að vera. Þrátt fyrir miklar annir í starfi hefur Siv alla tíð gefið sér mikinn tíma til að sinna fjöl- skyldunni, bæði eigin- manni og s o n u n u m t v e i m u r (19 og 11 ára ) sem og stórfjöl- skyldunni. Í fríum fer hún gjarn- an norður til Siglu- fjarðar það- an sem föð- u r f ó l k hennar er. Hún hefur alla tíð s t u n d a ð íþróttir og útivist og nýlega hóf hún að iðka stafagöngu af miklum móð. Kunnur er m ó t o r h j ó l a - áhugi Sivjar en minna hefur farið fyrir mikl- um áhuga hennar á ljósmyndun. Ríður hann ekki við einteyming og birtist bæði í athug- ulum skoðunum á ljósmyndum annarra og eins í natni við tökur eigin mynda. Þá les hún talsvert, ekki síst skáldsögur og önnur verk sem tengjast málefnum kvenna á einhvern hátt. Siv tilheyrir fámennum hópi stjórnmálamanna sem heldur úti metnaðarfullum skrifum á netinu en á síðu sinni siv.is hefur hún í mörg ár gefið áhugasömum færi á að fylgjast grannt með starfi sínu, lífi og leik. Eftir niðurstöður þing- flokksfundarins á fimmtudag skrif- aði hún meðal annars: „Það kemur nýr dagur eftir þennan dag,“ og gefa þau orð sjálfsagt ágæta mynd af Siv Friðleifsdóttur. ■ 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR18 Maður vikunnar Dagur eftir þennan dag Augljóslega er [Cherie Blair] ekki komin til Íslands vegna færni við lögmannsstörf heldur vegna þess að hún er forsæt- isráðherrafrú. Rannsóknar- stofa í kvenna- og kynjafræð- um er einfaldlega að snobba. Í þetta sinn fyrir Tony Blair og ríkisstjórn hans. ,, SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR FRÁFARANDI UMHVERFISRÁÐHERRA Hreyfing í stað lyfja? Læknar í Svíþjóð og Danmörku eru farnir að skrifa út hreyfiseðla í stað lyfseðla. Þeir gefa nú út áætl- un um holla hreyfingu fyrir sjúk- linga sína sem margir hverjir fengu aðeins lyfjameðferð áður. Í sumum tilvikum getur hreyfing verið árangursríkari en lyf. Auka- verkanir hreyfingar eru betri svefn, bætt líðan og aukin lífsgæði. Sænskar tölur sýna að 88% sjúk- linga kjósa heldur að viðhalda heil- su sinni fyrir eigin atgervi en með aðstoð lyfja. Og hreyfing er holl. Fyrir á þrið- ja tug sjúkdóma hefur verið sýnt fram á góð áhrif reglulegrar hreyf- ingar á þróun einkenna og lífsgæði. Þar af eru margir algengustu, erf- iðustu og dýrustu sjúkdómar sam- tímans: offita, aldursháð sykur- sýki, hjartabilun, of hár blóðþrýst- ingur og hækkaðar blóðfitur. Svip- aða sögu er einnig að segja af astma, lungnaþembu, þunglyndi og kvíða þótt sambandið þar á milli sé allt annað en augljóst. Allt niður í 30-45 mínútna hreyfing á viku skiptir máli. Ráðlagður lágmarks dagskammtur er 30 mínútur. Þetta eru ekki ný sannindi. Læknar hafa löngum ráðlagt fólki að hreyfa sig. Í heilbrigðisfræðun- um hefur þó fátt reynst erfiðara en að breyta vanahegðun, hvað þá lífs- stíl. Þetta þekkja allir sem hafa reynt að megra sig, hætta að naga neglur eða reykja. Hið merkilega við áðurnefnd tilraunaverkefni er einmitt að umtalsvert betri árang- ur hefur náðst með útskrift hreyfi- seðla en þegar aðeins eru gefin góð ráð og klapp á bakið. Yfir 60% virð- ast fylgja hreyfiseðlum enda gefst kostur á að klæðskerasníða hreyf- ingaáætlanir að ástandi sjúklings og undirliggjandi kvillum. Fjárfesting okkar í hreyfingu og sjálfshjálp sjúklinga er hverfandi í samanburði við lyfjareikninga heil- brigðiskerfisins. Einfaldir útreikn- ingar sýna að í það stefnir að offita verði ekki aðeins eitt þyngsta vandamál þjóðarinnar innan fárra ára heldur jafnframt eitt það dýrasta og óviðráðalegasta. Þarf frekari vitna við? Heilbrigðisráðherra og Alþingi gerðu rétt í því að taka þetta mál upp. Landlækni og Lýðheilsustöð á að gera kleift að fá sérfræðinga til að meta reynslu nágrannaland- anna, útbúa handbækur fyrir fag- fólk og kynna kosti hreyfingar fyr- ir almenningi. Samstarfsnet heil- brigðisstofnana, sundstaða og heilsuræktarstöðva þarf að mynda til að styðja við einstaklinga sem vilja komast af stað. Síðast en ekki síst ætti allur almenningur að stal- dra við. Í læknisfræðinni gildir að betra er heilt en vel gróið. Í hreyf- ingu er betur af stað farið en heima setið. Og það er með hreyfinguna eins og lyfin. Það tekur þau enginn fyrir mann.■ DAGUR B. EGGERTSSON Það er með hreyf- inguna eins og lyfin. Það tekur þau enginn fyrir mann. ,, SKOÐUN DAGSINS HEILBRIGÐ SÁL OG HRAUSTUR LÍKAMI Hvað getur Cherie Blair sagt okkur? SVERRIR JAKOBSSON FRÆÐIMAÐUR UMRÆÐAN ÍSLANDSHEIMSÓKN CHERIE BLAIR TE IK N IN G : H EL G I S IG - W W W .H U G VE R K A. IS 18-19 Umræðan 20.8.2004 19:58 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.