Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 56
44 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Hin fjölþjóðlega klezmer hljómsveit Schpilkas með Ragn- heiði Gröndal spilar á Jómfrúr- torginu. Aðgangur er ókeypis.  20.30 Söngvaka verður haldin í Minjasafnskirkjunni, Akureyri. Flytjendur eru Hjörleifur Hjartar- son og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir.  23.00 Hjálmar á Grand Rokk.  Eyjólfur Kristjáns og Búðarbandið í garðinum á Hressó til miðnættis.  Hljómsveitin Mannakorn heldur tón- leika á Menningarnótt í Reykjavík. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Dönsku grafíkerarnir Anne Marie Frank og Birgitte Thorlaci- us opna sýningu í Grafíksafninu, sal Íslenskrar Grafíkur. Sýningin stendur til 29 ágúst.  17.00 Draught / Trekkur, samsýn- ing 12 breskra listamanna opnar í Græna sal KLinK og BanK.  Missir, myndlistarsýning Víðis Ingólfs Þrastarsonar opnar á Sólon. Sýn- ingin stendur til 18. september. Hið árlega Reykjavíkurmaraþon er haldið í dag og hefst á Lækjargötu klukkan 10. „Netskráningu lauk á fimmtudag og þá voru 3.000 manns búnir að skrá sig. En það eru rosa- lega margir sem koma síðasta dag- inn og skrá sig,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir þegar blaðið ræddi við hana í gær og átti hún von á fjölmörgum þann daginn. „Það er sérstaklega fólk sem er að nýskrá sig í skemmtiskokkið sem skráir sig síðasta daginn, en fólk er ekki að ákveða að taka þátt í mara- þoninu svona seint. Það verður gaman að sjá hvort við náum 4.000, sem væri algjört met.“ Hlaupið er í fjórum flokkum, maraþoni sem hefst klukkan 10, hálfu maraþoni og 10 km hlaupi sem hefst 11.10 og skemmtiskokki sem hefst klukkan 11. „Við verð- um einnig með góðgerðarstart klukkan 9. Það er fyrir ákveðinn hóp sem kom í fyrra, sykursjúka Kanadamenn sem ferðast um heiminn og ganga heilt maraþon í góðgerðarskyni.“ Á heimasíðu maraþonsins kemur fram að þessi hópur hafi ekki komið í mark fyrr en rétt fyrir kvöldfréttir í fyrra og því veitir Kanadamönnunum líklega ekki af forgjöfinni. Um 500 útlendingar hafa skráð sig í hlaupið og þeim fjölgar alltaf sem koma og taka þátt. Einnig er mikið af Íslendingum sem koma ár- lega. „Það eru tveir sem við vitum um sem hafa hlaupið öll tuttugu og eitt skiptið. Það er líklega stemn- ingin sem myndast sem er sérstök í svona götuhlaupi í hópi sem fær þá til að koma aftur og aftur.“ Fjölmennasti hópurinn tekur þátt í skemmtiskokkinu og nokk- uð hefur verið gert til að ýta und- ir skemmtilega stemningu. „Við höfum verið að hvetja fólk til að fara út og hvetja hlauparana áfram. Það verður lúðrasveit uppi á þakinu í Hljómskálahúsinu og bongótrommarar á tveimur stöð- um. Ég hef einnig heyrt að har- monikkuleikari muni mæta. Sparibuxurnar hans afa spilar svo áður en hópurinn fer af stað. Það verður meira lagt upp úr stemn- ingu maraþonhlauparanna þegar þeir koma í mark.“ ■ Tveir verið með frá upphafi ■ MARAÞON ■ GÓÐGERÐAAKSTUR Opið skip Allir velkomnir um borð í Gladan og Falken, sem liggja við Faxagarð, í dag kl. 14-16 M I Ð A S A L A E R H A F I N CHICAGO Astrid Lindgren Leikstjóri: María Reyndaleftir John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir S ím i m iðasö lu 568 8000 • M iðasa l a á ne t inu www.borga r l e i khus . i s 5. sýning: sun. 22. ágúst kl. 20.00 6. sýning: fim. 26. ágúst kl. 20.00 7. sýning: lau. 28. ágúst kl. 20.00 Síðasta sýning HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 18 19 20 21 22 23 24 Laugardagur ÁGÚST ■ ■ SKEMMTANIR  13.00 Sumarmót Bylgjunnar á Austurvelli.  23.00 Geirmundur Valtýsson og hljómsveit spila á Kringlukránni.  23.59 Geirfuglarnir halda miðnæt- urdansleik í Iðnó.  Dj Rampage og Dóri skemmta á Vegamótum.  Atli skemmtanalögga stjórnar Hressó.  Hljómsveitin Sent spilar á Sölku, Húsavík.  Hljómsveitin Sent spilar á Sölku, Húsavík.  Kalli Bjarni og Hljómsveit í Sjallan- um, Akureyri.  Dj. Benni spilar á Hverfisbarnum.  Svali á Sólon.  Hljómsveitin Karma spilar í Vala- skjálf á Egilsstöðum.  Gilitrutt leikur á Kristjáni tíunda á Hellu.  Hermann Ingi jr skemmtir gestum Búálfsins, Hólagarði.  Doktorinn spilar á Felix.  Sixties spila á Klúbbnum v/Gullin- brú.  Sagaklass spila á Players, Kópavogi.  Ómenningarhátíð X-ins 977 verður við Dillon og Prikið.  Rúnar Þór spilar á Rauða ljóninu í kvöld.  Danssveitin SÍN leikur fyrir dansi á Gullöldinni.  Í svörtum fötum spila á Gauknum. ■ ■ ÚTIVIST  12.00 Félag Harley Davidson eig- enda bjóða ökuferð til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. Farið verður frá Laugar- dalshöll og er fólk hvatt til að vera í góðum hlífðarfatnaði og hafa hjálm með.  14.00 Gengið verður um slóðir Nonna, eða Jóns Sveinssonar í för með leiðsögumanni frá Nonna- húsi. Gengið er frá Nonnahúsi, Akureyri. ■ ■ SÝNINGAR  Sýning á bonsai-trjám opnar í Blómavali við Sigtún. Um 20 stærri tré verða sýnd auk smærri trjáa. ■ ■ FÉLAGSLÍF  20.00 Landsmót hagyrðinga 2004 verður haldið á Hvolsvelli. ■ ■ MARKAÐIR  13.00 Garðsala á Laugavegi 52.  Opinn markaður í Berlín, KlinK og BanK.  Fyrir utan verslunina Yggdrasil, Kára- stíg 1, verður lífræn uppskeruhá- tíð, þar sem boðið er upp á ferkst lífrænt ræktað grænmeti. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Félag Harley Davidson-eigenda mun standa fyrir góðgerðarakstri frá Laugardalshöllinni frá 12 til 15 í dag. Gegn þúsund króna styrk til Umhyggju, félags langveikra barna, munu Harley-menn bjóða stutta ökuferð á hjólum sínum. „Við höfum haldið góðgerðardag árlega frá því við stofnuðum félagið,“ seg- ir Daníel Guðmundsson, formaður félagsins sem stofnað var í mars 2001. Íslandsdeildin telur 70 með- limi og segir Daníel að mætingin á morgun verði góð og því verði nóg af hjólum. „Þetta er ekki löng ferð sem verður farin, kannski 7-10 mín- útur. Við útvegum hjálma og það verður ekið afskaplega hægt á fá- förnum vegi, þannig að hættan verður í lágmarki.“ „Við höfum einbeitt okkur að börnum hér á Íslandi og látið þau njóta afrakstursins. Það er erfitt að gera upp á milli félaga en við vitum að Umhyggja, sem er regnhlífar- samtök fyrir öll barnafélögin, setur peninginn á þann stað sem þörfin er mest.“ Félagið er undirklúbbur HOC, alheimssamtaka Harley David- son-eigenda, en um allan heim eru um 800.000 félagar. „Harley-verk- smiðjurnar stofnuðu félagið 1983 til að tengja saman Harley-eig- endur og líka til að bæta ímynd- ina. Meðlimir samtakanna eru fjölskyldumenn sem halda mót mörgum sinnum á ári um víða veröld.“ ■ REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ 2003 Mikill fjöldi tók þátt í maraþonhlaupinu í fyrra og er reiknað með að ekki verði færri með í ár. DANÍEL GUÐMUNDSSON, JÓN ÁRNI JÓHANNSSON OG ÞÓRÐUR MAGNÚSSON Félag Harley Davidson-eigenda er með góðgerðaröku- ferðir frá Laugardalshöllinni í dag frá klukkan 12. Ekið fyrir Umhyggju 56-57 (44-45) Slanga 20.8.2004 20:01 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.