Fréttablaðið - 21.08.2004, Side 56
44 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR
■ ■ TÓNLEIKAR
16.00 Hin fjölþjóðlega klezmer
hljómsveit Schpilkas með Ragn-
heiði Gröndal spilar á Jómfrúr-
torginu. Aðgangur er ókeypis.
20.30 Söngvaka verður haldin í
Minjasafnskirkjunni, Akureyri.
Flytjendur eru Hjörleifur Hjartar-
son og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir.
23.00 Hjálmar á Grand Rokk.
Eyjólfur Kristjáns og Búðarbandið í
garðinum á Hressó til miðnættis.
Hljómsveitin Mannakorn heldur tón-
leika á Menningarnótt í Reykjavík.
■ ■ LISTOPNANIR
14.00 Dönsku grafíkerarnir Anne
Marie Frank og Birgitte Thorlaci-
us opna sýningu í Grafíksafninu,
sal Íslenskrar Grafíkur. Sýningin
stendur til 29 ágúst.
17.00 Draught / Trekkur, samsýn-
ing 12 breskra listamanna opnar í
Græna sal KLinK og BanK.
Missir, myndlistarsýning Víðis Ingólfs
Þrastarsonar opnar á Sólon. Sýn-
ingin stendur til 18. september.
Hið árlega Reykjavíkurmaraþon er
haldið í dag og hefst á Lækjargötu
klukkan 10. „Netskráningu lauk á
fimmtudag og þá voru 3.000 manns
búnir að skrá sig. En það eru rosa-
lega margir sem koma síðasta dag-
inn og skrá sig,“ sagði Hjördís
Guðmundsdóttir þegar blaðið
ræddi við hana í gær og átti hún
von á fjölmörgum þann daginn.
„Það er sérstaklega fólk sem er að
nýskrá sig í skemmtiskokkið sem
skráir sig síðasta daginn, en fólk er
ekki að ákveða að taka þátt í mara-
þoninu svona seint. Það verður
gaman að sjá hvort við náum 4.000,
sem væri algjört met.“
Hlaupið er í fjórum flokkum,
maraþoni sem hefst klukkan 10,
hálfu maraþoni og 10 km hlaupi
sem hefst 11.10 og skemmtiskokki
sem hefst klukkan 11. „Við verð-
um einnig með góðgerðarstart
klukkan 9. Það er fyrir ákveðinn
hóp sem kom í fyrra, sykursjúka
Kanadamenn sem ferðast um
heiminn og ganga heilt maraþon í
góðgerðarskyni.“ Á heimasíðu
maraþonsins kemur fram að þessi
hópur hafi ekki komið í mark fyrr
en rétt fyrir kvöldfréttir í fyrra
og því veitir Kanadamönnunum
líklega ekki af forgjöfinni.
Um 500 útlendingar hafa skráð
sig í hlaupið og þeim fjölgar alltaf
sem koma og taka þátt. Einnig er
mikið af Íslendingum sem koma ár-
lega. „Það eru tveir sem við vitum
um sem hafa hlaupið öll tuttugu og
eitt skiptið. Það er líklega stemn-
ingin sem myndast sem er sérstök
í svona götuhlaupi í hópi sem fær
þá til að koma aftur og aftur.“
Fjölmennasti hópurinn tekur
þátt í skemmtiskokkinu og nokk-
uð hefur verið gert til að ýta und-
ir skemmtilega stemningu. „Við
höfum verið að hvetja fólk til að
fara út og hvetja hlauparana
áfram. Það verður lúðrasveit uppi
á þakinu í Hljómskálahúsinu og
bongótrommarar á tveimur stöð-
um. Ég hef einnig heyrt að har-
monikkuleikari muni mæta.
Sparibuxurnar hans afa spilar svo
áður en hópurinn fer af stað. Það
verður meira lagt upp úr stemn-
ingu maraþonhlauparanna þegar
þeir koma í mark.“ ■
Tveir verið með frá upphafi
■ MARAÞON
■ GÓÐGERÐAAKSTUR
Opið skip
Allir velkomnir um borð
í Gladan og Falken, sem
liggja við Faxagarð,
í dag kl. 14-16
M I Ð A S A L A E R H A F I N
CHICAGO
Astrid Lindgren Leikstjóri: María Reyndaleftir John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir
S ím i m iðasö lu 568 8000 • M iðasa l a á ne t inu www.borga r l e i khus . i s
5. sýning: sun. 22. ágúst kl. 20.00
6. sýning: fim. 26. ágúst kl. 20.00
7. sýning: lau. 28. ágúst kl. 20.00
Síðasta sýning
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
18 19 20 21 22 23 24
Laugardagur
ÁGÚST
■ ■ SKEMMTANIR
13.00 Sumarmót Bylgjunnar á
Austurvelli.
23.00 Geirmundur Valtýsson og
hljómsveit spila á Kringlukránni.
23.59 Geirfuglarnir halda miðnæt-
urdansleik í Iðnó.
Dj Rampage og Dóri skemmta á
Vegamótum.
Atli skemmtanalögga stjórnar
Hressó.
Hljómsveitin Sent spilar á Sölku,
Húsavík.
Hljómsveitin Sent spilar á Sölku,
Húsavík.
Kalli Bjarni og Hljómsveit í Sjallan-
um, Akureyri.
Dj. Benni spilar á Hverfisbarnum.
Svali á Sólon.
Hljómsveitin Karma spilar í Vala-
skjálf á Egilsstöðum.
Gilitrutt leikur á Kristjáni tíunda á Hellu.
Hermann Ingi jr skemmtir gestum
Búálfsins, Hólagarði.
Doktorinn spilar á Felix.
Sixties spila á Klúbbnum v/Gullin-
brú.
Sagaklass spila á Players, Kópavogi.
Ómenningarhátíð X-ins 977 verður
við Dillon og Prikið.
Rúnar Þór spilar á Rauða ljóninu í
kvöld.
Danssveitin SÍN leikur fyrir dansi á
Gullöldinni.
Í svörtum fötum spila á Gauknum.
■ ■ ÚTIVIST
12.00 Félag Harley Davidson eig-
enda bjóða ökuferð til styrktar
Umhyggju, félagi langveikra
barna. Farið verður frá Laugar-
dalshöll og er fólk hvatt til að
vera í góðum hlífðarfatnaði og
hafa hjálm með.
14.00 Gengið verður um slóðir
Nonna, eða Jóns Sveinssonar í för
með leiðsögumanni frá Nonna-
húsi. Gengið er frá Nonnahúsi,
Akureyri.
■ ■ SÝNINGAR
Sýning á bonsai-trjám opnar í
Blómavali við Sigtún. Um 20
stærri tré verða sýnd auk smærri
trjáa.
■ ■ FÉLAGSLÍF
20.00 Landsmót hagyrðinga 2004
verður haldið á Hvolsvelli.
■ ■ MARKAÐIR
13.00 Garðsala á Laugavegi 52.
Opinn markaður í Berlín, KlinK og
BanK.
Fyrir utan verslunina Yggdrasil, Kára-
stíg 1, verður lífræn uppskeruhá-
tíð, þar sem boðið er upp á ferkst
lífrænt ræktað grænmeti.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Félag Harley Davidson-eigenda
mun standa fyrir góðgerðarakstri
frá Laugardalshöllinni frá 12 til 15 í
dag. Gegn þúsund króna styrk til
Umhyggju, félags langveikra
barna, munu Harley-menn bjóða
stutta ökuferð á hjólum sínum. „Við
höfum haldið góðgerðardag árlega
frá því við stofnuðum félagið,“ seg-
ir Daníel Guðmundsson, formaður
félagsins sem stofnað var í mars
2001. Íslandsdeildin telur 70 með-
limi og segir Daníel að mætingin á
morgun verði góð og því verði nóg
af hjólum. „Þetta er ekki löng ferð
sem verður farin, kannski 7-10 mín-
útur. Við útvegum hjálma og það
verður ekið afskaplega hægt á fá-
förnum vegi, þannig að hættan
verður í lágmarki.“
„Við höfum einbeitt okkur að
börnum hér á Íslandi og látið þau
njóta afrakstursins. Það er erfitt að
gera upp á milli félaga en við vitum
að Umhyggja, sem er regnhlífar-
samtök fyrir öll barnafélögin, setur
peninginn á þann stað sem þörfin er
mest.“
Félagið er undirklúbbur HOC,
alheimssamtaka Harley David-
son-eigenda, en um allan heim eru
um 800.000 félagar. „Harley-verk-
smiðjurnar stofnuðu félagið 1983
til að tengja saman Harley-eig-
endur og líka til að bæta ímynd-
ina. Meðlimir samtakanna eru
fjölskyldumenn sem halda mót
mörgum sinnum á ári um víða
veröld.“ ■
REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ 2003
Mikill fjöldi tók þátt í maraþonhlaupinu í fyrra og er reiknað með að ekki verði færri með í ár.
DANÍEL GUÐMUNDSSON, JÓN ÁRNI
JÓHANNSSON OG ÞÓRÐUR MAGNÚSSON
Félag Harley Davidson-eigenda er með góðgerðaröku-
ferðir frá Laugardalshöllinni í dag frá klukkan 12.
Ekið fyrir
Umhyggju
56-57 (44-45) Slanga 20.8.2004 20:01 Page 2