Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 52
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Miðjumaðurinn Xabi Alonso semleikur með Real Sociedad hefur gengið frá samn- ingi við Liverpool. Alonso sagði á blaðamannafundi að nú væri hann á leið til félags með mikla sögu og að öflugir hlutir væru að gerast. Kaup- verðið er talið 10,7 milljónir punda en spænskir fjölmiðlar greindu frá því að samningurinn gilti næstu fimm árin. Miðjumaðurinn öflugi hefur verið undir smásjánni hjá knattspyrnustjóra Liverpool, Rafael Benitez og hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá Benitez. Fleiri Spán- verjar virðast vera í náðinni hjá knattspyrnustjóranum því sögur herma að Luis Garcia, leikmaður Barcelona, sé líka á leiðinni til hinna rauðu. Forráðamenn Chelsea hafa riftsamningi sínum við austurríska markmanninn Jürgen Macho. Hann var fenginn til liðsins um sumarið 2003 en varð fyrir því óhappi að slíta krossbönd og lék ekkert með síð- asta vetur. Macho var ekki inni í myndinni hjá Chelsea í vetur og komust báðir aðilar að samkomu- lagi um að hann yrði leystur frá samningi og gæti þá reynt fyrir sér annars staðar. Enski varnarmaðurinn John Terryer sannfærður um að enska landsliðið sé búið að hrista af sér slenið síðan á EM í Portúgal fyrr á þessu ári. Terry segist þess fullviss að menn muni mæta galvaskir til leiks á HM 2006 og þar verði stórir hlutir uppi á teningnum. „Við eigum enn mikið verk fyrir höndum en ef við höldum áfram á sömu braut eig- um við góða möguleika,“ staðhæfði Terry. Greinilegt er að 3-0 sigurinn á Úkraínumönnum hefur reynst Eng- lendingum mikilvægur fyrir sjálfs- traustið en Terry átti stóran þátt í að andstæðingarnir skoruðu ekki mark í leiknum. Spánverjar og Litháar eru búnir aðtryggja sér sæti í átta liða úrslitum í körfuknattleik á Ólympíuleikunum í Aþenu. Bæði lið hafa unnið alla þrjá leiki sína og eru þar af leiðandi örugg með sín sæti. Stórleikur undankeppninnar verður háður í dag þegar Litháar mæta bandaríska „Draumaliðinu“ og vilja þeir fyrr- nefndu gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda Draumaliðinu fjarri verðlaunapalli. Hið stjörnum prýdda lið Bandaríkjamanna á greinilega erfitt uppdráttar um þess- ar mundir. Cristiano Ronaldo, leikmaðurManchester United, hefur kvart- að undan meiðsl- um í nára. Ronaldo átti að mæta til æf- inga á nýjan leik til United eftir að Portúgalar voru slegnir út úr kepp- ni á Ólympíuleik- unum. Alex Fergu- son, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri vitað hversu slæm meiðslin væru og að Ronaldo myndi gangast undir rann- sókn. Ólíklegt þykir að Ronaldo verði með í leiknum í dag gegn Norwich. STEFNIR Á ÚRSLITIN Þórey Edda Elísdóttir hefur tvíbætt Íslands- og Norðurlandametið í stangarstökki kvenna í sumar og hún ætlar í úrslitin í Aþenu. Fréttablaðið/Teitur ÓLYMPÍULEIKAR Ein bjartasta von okkar Íslendinga á Ólympíuleikun- um í Aþenu er stangarstökks- drottningin úr Hafnarfirði, Þórey Edda Elísdóttir. Hún lenti í Aþenu á þriðjudag og stóra stundin renn- ur upp í kvöld er hún tekur þátt í undankeppni stangarstökksins. „Mér líst mjög vel á aðstæður. Þetta er eins og það gerist best,“ sagði Þórey Edda í spjalli við Fréttablaðið í Ólympíuþorpinu í gær þar sem hún safnaði kröftum fyrir keppnina. Þórey Edda var líka ánægð er hún sá aðstæðurnar en hún telur þær henta sér vel. Stokkurinn er mjög djúpur og það er nákvæmlega þannig sem Þórey vill hafa það. „Ég er eins tilbúin og ég mögu- lega get verið. Allur undirbúning- ur hefur gengið mjög vel og ég hefði ekki viljað gera neitt öðru- vísi eða breyta neinu. Ég tel mig vera algjörlega tilbúna,“ sagði Þórey Edda. Það hefur verið stöð- ugur stígandi hjá Þóreyju í sumar og hún vonast til að toppa í Aþenu. „Það er mikil tilhlökkun í mér og mér finnst eiginlega voðalega furðulegt að þetta sé að skella á. Þetta er búið að vera svo langt í burtu svo lengi þannig að það er voðalega skrítið að hugsa til þess að þetta sé í kvöld. Tilfinningin er góð og ekki síst vegna þess að mér finnst ég vera tilbúin. Það þarf að stökkva 4,45 metra til þess að komast í úrslit en lægri hæð gæti dugað ef fáir komast yfir þá hæð. Þórey ætlar að stökkva fyrst 4,15 metra síðan 4,30 og þar á eftir 4,40 metra. Að lokum reynir hún við 4,45 metra ef allt gengur að óskum. „Ég er ekkert farin að dreyma um neitt meira en að kom- ast í úrslit eins og er. Ég byrja á því og ef það gengur upp get ég sett mér nýtt markmið. Það getur allt gerst á svona mótum.“ henry@frettabladid.is Er algjörlega tilbúin Stangarstökkskonan Þórey Edda Elísdóttir byrjar að stökkva í kvöld 40 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR 52-53 (40-41) Sport 3 20.8.2004 20:44 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.