Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 21. ágúst 2004
SPURNING: Getið þið sagt mér
eitthvað um Stóradóm?
SVAR: Stóridómur er samþykkt
um siðferði sem gerð var á alþingi
sumarið 1564 að frumkvæði begg-
ja lögmanna og æðsta fulltrúa
konungs á Íslandi, Páls Stígssonar
hirðstjóra. Konungur staðfesti
dóminn árið eftir. Skammt var frá
siðaskiptum og stemningin sú að
herða á viðurlögum við hvers
kyns lauslæti í samfélaginu. Það
var viðkvæði í öllum löndum sem
gengu kenningum Lúthers á hönd
og raunar víðar í Evrópu. Oft er
talað líkt og Stóridómur hafi kveð-
ið á um dauðarefsingu fyrir hvern
þann sem hélt framhjá eða eign-
aðist barn utan hjónabands, en
það er orðum aukið. Hann tók á
svonefndum legorðsbrotum, með
öðrum orðum barneignum fólks
sem ekki mátti eigast.
Samræði fólks í náinni
frændsemi
Höfundar Stóradóms, 24 karlar,
ætluðu sér hvorki meira né minna
en að setja lög sem áttu að gilda
„um aldur og ævi fyrir allt fólk á
Íslandi, alna og óborna, karlmenn
og konur“. Það gekk reyndar ekki
eftir. Þeir flokkuðu legorðsbrot eft-
ir því hversu alvarleg þau voru í
augum guðs og manna. Mestu varð-
aði samræði fólks í náinni frænd-
semi eða mægðum, því þá taldist
fólk verðskulda líflát. Innblástur
var sóttur í 3. Mósebók þar sem
taldar eru konur sem karlar máttu
alls ekki leggjast með. Í kirkjulög-
um íslenskum frá lokum 13. aldar
voru þær hafðar 17 að tölu og í
Stóradómi var látið nægja að vísa
til þeirrar upptalningar. Karla átti
að höggva á háls en drekkja kon-
um. Hér fylgir listinn:
1. móðir 2. systir 3. dóttir 4.
stjúpmóðir 5. sonarkona 6. bróð-
urkona 7. sonardóttir 8. stjúpdótt-
ir 9. bróðurdóttir 10. systurdóttir
11. dótturdóttir 12. móðurmóðir
13. föðurmóðir 14. móðursystir
15. föðursystir 16. móðir konu
manns 17. systir konu manns
Fimmtíu líflátnir
Af varðveittum gögnum að
dæma voru 25 karlar og 25 konur
teknar af lífi á Íslandi samkvæmt
þessu ákvæði, síðast árið 1762. Al-
gengustu brot af þessu tagi voru á
milli systkina, stjúpfeðgina og að
karl eignaðist barn með systur eig-
inkonu sinnar. Minni skyldleiki eða
mægðir vörðuðu vægari refsingu,
háum fjársektum eða hýðingu. Til
dæmis áttu þremenningar sem
eignuðust barn að greiða þrjár
merkur, sem jafngiltu hálfu kýr-
verði, en tvöfalda þá upphæð yrðu
þau uppvís að sama athæfi aftur og
átti þá annað þeirra að fara úr hér-
aði.
Í Stóradómi er mestu rúmi var-
ið í brot af þessu tagi, enda þótt þau
hafi verið mun fátíðari en framhjá-
hald og barneignir ógifts fólks. Ef
litið er til árabilsins 1590-1736 er
ljóst að einungis 6 af hundraði allra
legorðsbrota vörðuðu skyldleika og
mægðir. Hórdóms- eða framhjá-
haldsbrot voru 13 af hundraði leg-
orðsbrota og nam sektin sam-
kvæmt Stóradómi einum sex mörk-
um, sem var umtalsvert fé fyrir fá-
tæka alþýðumenn. Karlar og konur
borguðu jafnmikið og konan jafn-
vel þótt hún væri ekki gift, sem al-
gengast var í hórdómsbrotum.
Fyrir þriðja hórdómsbrot átti fólk
að missa lífið, en aldrei var dæmt
samkvæmt því ákvæði heldur var
fólk sent í útlegð eða til fangavist-
ar í Kaupmannahöfn.
Langalgengustu brotin voru
barneignir ógifts fólks og segir
Stóridómur nákvæmlega til um það
hvað skyldi borga fyrir fyrsta, ann-
að, þriðja, fjórða og fimmta brot.
Sektin var 18 álnir eða þriðjungur
úr mörk fyrir fyrsta brot og þrjár
merkur fyrir þriðja brot. Yrðu
brotin fimm gat fólk valið á milli
þess að þola hýðingu eða giftast!
Veraldlegir eftirlitsmenn
Fyrir utan hert viðurlög við al-
varlegustu brotunum var það ný-
mæli í Stóradómi að veraldlegir
embættismenn konungs, það er
sýslumenn, skyldu nú sjá um fram-
kvæmd refsinga og innheimtu
sekta. Næstu aldir var eftir-
grennslan í þessum málum eitt
helsta verkefni þeirra allan ársins
hring. Fyrir siðaskipti hafði kirkj-
an annast legorðsbrot og sett saka-
mönnum skriftir, misharðar eftir
alvöru máls. Kirkjan sleppti reynd-
ar ekki alveg tökunum á siðferði
landsmanna, því eftir sem áður var
sakamönnum gert að standa opin-
bera aflausn í kirkju með afsökun-
arbeiðni í viðurvist sóknarmanna
við messu. Það kerfi var við lýði
fram undir lok 18. aldar og sektir
fyrir barneign ógifts fólks fyrst
afnumdar árið 1812 en sektir fyrir
framhjáhald litlu síðar. Blóð-
skömm varðar enn við lög en tekur
einungis til samræðis náskyldra;
systkina, foreldra og barna.
Már Jónsson, sagnfræðingur.
Heimildir:
Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjóna-
sængur. Öðruvísi Íslandssaga. Reykjavík 1992.
Már Jónsson, Blóðskömm á Íslandi 1270-1870.
Reykjavík 1993.
Útgáfur Stóradóms:
Íslenzkt fornbréfasafn. Kaupmannahöfn og
Reykjavík 1857-1972: XIV, bls. 271-276.
Jónsbók. Lögbók Íslendinga. Útgefandi Már
Jónsson. Reykjavík 2004, bls. 319-323
(væntanleg).
Miskunnarlaus
Stóridómur
VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS
Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast.
Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: „Geta
ljón verið hvít?“ og „Hver er lengsti tími sem stríð hefur tekið?“ Svörin er að
finna á visindavefur.hi.is
Á Menningarnótt geta gestir og
gangandi komið við í Öskju í
Vatnsmýrinni kl. 17.30 og 18.30
og spurt spekinga Vísindavefs-
ins spjörunum úr. Pallborðs-
menn undir stjórn Þorsteins
Vilhjálmssonar sitja þar fyrir
svörum með gagnasjóð Vís-
indavefsins að bakhjarli og
reyna að svara spurningum um
hvaðeina sem varðar vísindi.
FRÁ ÞINGVÖLLUM Konum sem höfðu haft samræði við menn í náinni frændsemi eða
mægðum, var drekkt í Drekkingarhyl (myndin sýnir ekki þann stað).
26-39 (26-27) Helgarefni 20.8.2004 15:20 Page 3