Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 46
Nýtt smásagnasafn Út er komið hjá Bjarti smásagnasafnið Uppspuni og er það einkum ætlað til kennslu í framhalds- skólum. Sögurnar eru ýmist nýjar eða nýlegar en eiga það sammerkt að fjalla um fólk í íslensku samfélagi nú á tímum. Höfundar sagnanna eru Andri Snær Magnason, Ágúst Borgþór Sverrisson, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Elín Ebba Gunnarsdóttir, Elísabet Jökuls- dóttir, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Gyrðir Elíasson, Jón Atli Jónasson, Kristín Marja Baldursdóttir, Óskar Árni Óskarsson, Rúnar Helgi Vignisson, Þorsteinn Guðmundsson og Þór- arinn Eldjárn. Rúnar Helgi Vignisson annaðist útgáfuna. BÓKASKÁPURINN AF BÓKUM OG FÓLKI 34 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR: DA VINCI LYKILLINN Dan Brown KVENSPÆJARASTOFA NÚMER EITT Alexander McCall Smith ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurjónss. og Unnur Jökulsd. KÁRAHNJÚKAR - MEÐ OG Á MÓTI Ómar Ragnarsson ÝMISLEGT UM RISAFURUR OG TÍMANN Jón Kalman Stefánsson KORTABÓK 1:300.000 Mál og menning ÍSLENSK FJÖLL Ari Trausti og Pétur Þorleifsson GRAFARÞÖGN Arnaldur Indriðason SVO FÖGUR BEIN Alice Sebold SKYNDIBITAR FYRIR SÁLINA Barbara Berger SKÁLDVERK - KILJUR DA VINCI LYKILLINN Dan Brown KVENSPÆJARASTOFA NÚMER EITT Alexander McCall Smith ÝMISLEGT UM RISAFURUR OG TÍMANN Jón Kalman Stefánsson GRAFARÞÖGN Arnaldur Indriðason SVO FÖGUR BEIN Alice Sebold MÝRIN Arnaldur Indriðason ÖXIN OG JÖRÐIN Ólafur Gunnarsson BETTÝ Arnaldur Indriðason SYNIR DUFTSINS Arnaldur Indriðason ALKEMISTINN Paulo Coelho BARNABÆKUR GALDRASTELPUR - SKÓLADAGBÓK Vaka Helgafell MYNDASÖGUSYRPA - LEITIN AÐ KOBBA Walt Disney NEMÓ Á FLÓTTA Walt Disney VÍSNABÓKIN Ýmsir / Halldór Péturss. myndskreytti 5. SAGAN AF DIMMALIMM Guðm. Thorsteinsson, Muggur GEITUNGURINN Árni Árnas. og Halldór Baldvinss. LITLI PRINSINN Antoine de Saint-Exupéry TUMI ÞVÆR SÉR Gunilla Wolde GRÁÐUGA LIRFAN Eric Carle 1ÞANKASTRIK Walt Disney Listinn er gerður út frá sölu dagana 11.08. - 17.08.2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Skáldsagan The Curious Incident of the Dog in the Night- time hefur selst í rúmlega einni milljón eintaka en rúmt ár er síð- an bókin kom út. Á þessum tíma hefur hún unnið til 17 bókmennta- verðlauna víða um heim og verið seld til 30 landa. Bráðlega verður hún að Hollywood-kvikmynd. Höfundurinn er hinn fjörutíu og eins árs gamli Mark Haddon, sem hefur skrifað 16 barnabækur en The Curious Incident er fyrsta út- gefna bók hans sem sérstaklega er ætluð fullorðnum. Hann segist ringlaður vegna hinnar skyndi- legu velgengni sem hann segir þó ekki hafa breytt daglegu lífi sínu, nema hvað nú eyði hann klukku- tíma á hverjum morgni í að svara tölvupósti. Milljónasalan hefur gert hann að auðugum manni en sjálfur segist hann ekki vera sú manngerð sem fari út og kaupi sér Ferrari. Fyrir unga og aldna The Curious Incident er sögð frá sjónarhóli 15 ára gamals drengs með Azperger heilkenni. Þegar hann kemst að því að einhver hefur drepið hund ná- grannans ákveður hann að finna hinn seka en við rannsóknina kemst hann að ýmsu um sjálfan sig og sína nánustu. Jafnt börn sem fullorðnir hafa heillast af þessari frum- legu og fyndnu sögu. Þegar Haddon hafði lok- ið við bókina sagði hann umboðsmanni sínum að hún væri ætluð full- orðnum. Umboðsmað- urinn var ekki alveg sannfærður og lét 13 ára dóttur sína lesa handritið. Hún varð stórhrifin. Bókin var sett á markað, í einni útgáfu sem fullorðins- bók, og í annarri sem barnabók. Haddon seg- ir ekki hafa hvarflað að sér að bók um dreng með Azperger heil- kenni yrði metsölubók en sagan hlaut mikið lof gagnrýnenda og spurðist gríðarlega vel út meðal lesenda. Nokkra athygli vakti þegar rithöfundurinn Ian McEwan hrósaði henni og enn meira umtal varð þegar John Car- ey, formaður Booker-verðlauna- nefndarinnar og stjörnugagnrýn- andi Sunday Times, gagnrýndi fé- laga sína í nefndinni fyrir að hafa ekki viljað tilnefna bókina. Carey sagðist persónulega telja að The Curious Incident væri betri bók en sjálf verðlaunabókin Vernon God Little eftir D. B. C. Pierre. Það var sárabót fyrir Haddon að bók hans vann Whitbread-verð- launin sem besta enska skáldsaga ársins. Syngjandi lögreglumaður og hlébarði á flótta Auk þess að vera barnabóka- höfundur hefur Haddon mynd- skreytt bækur, samið ljóð og skrifað kvikmyndahandrit sem unnu til tveggja Bafta-verðlauna. Hann var 16 ára þeg- ar hann ákvað að verða rithöfundur og gaf út fyrstu barna- bók sína 22 ára gam- all. Hann mynd- skreytti barnabækur sínar sjálfur og seg- ist hafa gert það í þeirri trú að þá væri auðveldara að vinna þær. Hann komst að því að svo væri ekki. Haddon viður- kennir að eiga fimm handónýt fullorðins- handrit í skúffum. Hann nefnir sérstak- lega eitt þeirra, The Blue Guitar Murders en þar stinga upp koll- inum syngjandi lög- reglumaður og hlé- barði á flótta og heim- speki Tómasar Aquinas blandast svo eitthvað inn í sögu- þráðinn. „Ef ég skammaðist mín ekki svo mikið fyrir verkið myndi ég gefa það út sem viðvörun til ungra rithöfunda sem vilja verða næsti James Joyce,“ segir Haddon. Haddon býr í Ox- ford ásamt eiginkonu sinni, sem er bókmenntakennari og sérfræðingur í Oscar Wilde, og tveimur börnum þeirra. Hann vinnur nú að nýrri bók sem hann segir vera gamansögu um taugaáfall og húðkrabba- mein. The Curious Incident of The Dog in the Night-time kem- ur út í íslenskri þýðingu fyrir jól hjá Máli og menningu. kolla@frettabladid.is Pallborð um myndasögur Margt er gert í tilefni Menningarnætur í Borgarbókasafninu í dag. Meðal þess eru pallborðsum- ræður um myndasögur og er stefnt að fjörugum og upplýsandi umræðum. Hugleikur Dagsson stýrir pallborðinu en þátttakendur verða Bára Magnúsdóttir, Bára Hlín Kristjánsdóttir, Neptúnus Egilsson og Pétur Yngvi Yamagata. Umræðurnar hefjast klukkan 17 en allan daginn gefst gestum safnsins kostur á að taka þátt í getraun um myndasögur. BANDARÍSKI RITHÖFUNDURINN ANNIE PROULX er 69 ára á morgun. Þrátt fyrir að hún hafi snemma hneigst til ritstarfa og skrifað sína fyrstu smásögu tíu ára gömul sendi hún ekki frá sér bók fyrr en komið var á sextugsaldurinn. Hefur hún enda sagt mikilvægt að rithöfundar kynnist lífinu af eigin raun áður en þeir byrja að skrifa. Annie stundaði háskólanám og blaðamennsku áður en eiginlegur rithöfundarferill hófst. Bók hennar The Shipping News kom út árið 1993 og færði henni Pulitzer-bókmenntaverðlaunin. Í íslenskri þýðingu Sveinbjarnar I. Baldvinssonar nefnist bókin Skipafréttir. Skáldaat í Tjarnarbíói í kvöld Meðal viðburða á Menningarnótt í kvöld er skáldaat í Tjarnarbíói. Undankeppni hefur staðið yfir að undanförnu og hafa skáld sent inn ljóð til þátttöku. Tíu verða svo valin til að atast á svið- inu í kvöld. Skáldunum verður bæði gert að flytja kvæði sem er þeim hjartfólgið og á það að vera að minnsta kosti hálfrar aldar gamalt og líka eigin kveðskap. Þau þrjú sem þykja standa sig best að mati dómnefndar og salar kljást svo í úrslitum og þurfa meðal annars að yrkja á staðnum. Keppnin hefst klukkan 20. Ást er ekki að horfa hvort á annað heldur að horfa sam- an í sömu átt. Saint-Exupéry METSÖLUBÓK: SAGA UM UNGLING MEÐ AZPERGERHEILKENNI SLÆR Í GEGN Marquez lætur undan Hollywood Gabriel Marcia Marquez hefur selt kvik- myndaréttinn að bók sinni Ástin á tím- um kólerunnar til Hollywood. Nóbels- skáldið fær í sinn hlut eina til þrjár millj- ónir dollara. Kvikmyndaframleiðendur í Hollywood hafa árum saman gert Marquez tilboð sem hann hefur ætíð hafnað en höfund- urinn mun í fjár- þröng og það er fyrst og fremst ástæðan fyrir sam- þykki hans nú. Bókin kom út árið 1985 og er ást- arsaga. Marquez vill að Salma Hayek fari með aðalhlutverk í myndinni en í Hollywood hafa nöfn Nicole Kidman og Jude Law verið nefnd. Marquez er 76 ára gamall og þjáður af krabbameini. Hann mun nú vera að ljúka við lokabindið í þriggja binda ævi- sögu sinni. Marquez er eins og kunnugt er trúnaðarvinur Fidels Castro, einræðis- herra Kúbu. Fullyrt er að Marquez eigi í fórum sínum handrit að bók þar sem hann fjallar á gagnrýninn hátt um vináttu sína við Kastró en verkið mun ekki koma út fyrr en að þeim látnum. ■ GABRIEL GARCIA MARQUEZ Er í fjárþröng og gerði samning við Hollywood. Whitbread-verðlaunabók 1.500.000 eintök seld MARK HADDON Þrátt fyrir nokkurn auð berst hann ekki á í daglegu lífi. Ævisagnaritari suður-afrísku skáldkonunnar Nadine Gordimer er ekki par sáttur þessa dagana. Hann skrifaði ævisögu skáldkon- unnar og var kominn með úgáfu- samninga í Bandaríkjunum og Bretlandi en forlögin settu það skilyrði fyrir útgáfu að Gordi- mer legði blessun sína yfir hand- ritið. Það gerði hún hins vegar ekki og taldi höfundinn, Ronald Suresh Roberts, draga upp of neikvæða mynd af sér. Sérstak- lega setti hún fyrir sig að hann vitnaði í ansi rætin ummæli hennar um nokkra samtíma- menn. Samvinna Gordimer og Roberts stóð í sjö ár en banda- rískir og breskir útgefendur vilja nú ekki gefa bókina út vegna viðbragða Gordimer. Bók- in kemur út í Afríku snemma á næsta ári. Gordimer, sem hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1991, er þekkt sem harður andstæðingur aðskilnaðarstefnunnar og rögg- samur talsmaður málfrelsis. ■ Gordimer ósátt við ævisagnaritara NADINE GORDIMER Er komin upp á kant við ævisagnahöfund sinn. Haddon í sviðsljósinu 46-47 (34-35) Bókasíða LAUG 20.8.2004 19:59 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.