Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 20
Í níunda skipti halda Reykvíking- ar menningarnótt, en hún var fyrst haldin á 210 ára afmæli Reykjavíkur árið 1996. Á þessum árum hefur hún breyst mikið og umfang hennar aukist mjög. Í fyrsta skipti sem við héldum menningarnótt sóttu um 15 þús- und manns miðborgina en í fyrra komu þangað yfir 100 þúsund manns. Í ár verður dagskráin fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og geta gestir miðborgarinnar notið rúmlega 200 viðburða. Sér- stök áhersla hefur verið lögð á að höfða til barna og fjölskyldna þeirra og aldrei hafa jafn margir viðburðir einmitt miðast við ungu kynslóðina. Menningarnótt í Reykjavík hefur fest sig í sessi sem einn mikilvægasti viðburður í Reykja- vík, já raunar í landinu öllu. Með samstilltu átaki og frumkvæði fjölmargra aðila, einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og op- inberra aðila, hefur tekist að skapa viðburð, eða réttara sagt marga viðburði, sem eru sjálf- sprottnir og eiga rætur í þjóðar- vitund Íslendinga, en tengjast óneitanlega í síauknum mæli þeirri breiðu flóru menningar- strauma sem hafa búið um sig í ís- lensku þjóðfélagi og sem við tök- um opnum örmum. Í mínum huga er menningarnóttin orðin órjúfan- legur hluti af borgarlífinu og það er ekki síst fyrir tilverknað borg- arbúa sjálfra og gesta þeirra sem hún hefur öðlast þann sess. Undanfarin ár hafa borgar- búar boðið til sín gestum úr öðru sveitarfélagi en með því móti eykst fjölbreytni hátíðarinnar. Í ár koma Vestmannaeyingar í bæ- inn með sína skemmtilegu og al- þýðlegu menningu og eru þeir boðnir hjartanlega velkomnir. Að þessu sinni hefur verið sett upp sérstakt viðburðadagatal menningarnætur á vef Reykja- víkurborgar en það er tengt landupplýsingakerfi þannig að hægt er að sjá staðsetningu allra viðburða og flokka þá eftir teg- undum. Þetta er stórskemmtileg nýjung í miðlun dagskrárupplýs- inga sem ætlunin er að þróa áfram í tengslum við aðrar hátíð- ir og viðburði í borginni. Það er öllum ljóst að til þess að viðburður eins og menningarnótt fari í alla staði vel fram verða all- ir að liggja sitt af mörkum. Til að mynda er ráðlegt að fólk nýti sér þjónustu strætisvagna eða komi gangandi eða hjólandi en skilji frekar bílinn eftir heima. Það mun greiða mjög fyrir umferð, en margar götur í miðborginni verða lokaðar almennri bílaum- ferð eins og gefur að skilja. Eins og áður sagði beinist dagskrá menningarnætur æ meir að börn- um, unglingum og fjölskyldum þeirra. Menningarnótt og SAM- AN hópurinn, sem er samstarfs- vettvangur frjálsra félagasam- taka og stofnana sem láta sig varða velferð barna, hvetja gesti Menningarnætur til að njóta há- tíðarinnar á ábyrgan hátt. Margir hafa veitt athygli skilaboðunum í auglýsingum: „Mamma/pabbi er mín fyrirmynd“ en þau vísa til þess að samverustundir fjöl- skyldunnar eru sterkasti þáttur- inn í að mynda góð tengsl og stuðla að jákvæðum boðskap um forvarnir. Því ber að halda til haga að foreldrar eru bestir í for- vörnum. Undirbúningur menningar- nætur hefur verið í höndum sér- stakrar verkefnisstjórnar undir forystu Ágústs Ágústssonar markaðsstjóra Reykjavíkurhafn- ar en verkefnið er vistað á Höf- uðborgarstofu undir stjórn Svan- hildar Konráðsdóttur en verkefn- isstjóri er Sif Gunnarsdóttir. Þessi hópur hefur lagt kapp á að eiga gott samstarf við þá aðila sem sinna öryggis- og umferðar- málum, s.s. Lögregluna í Reykja- vík, Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins, Slysa- og bráðavakt Land- spítalans, Strætó bs. og fleiri að- ila. Það varðar miklu að vel sé haldið á þessum þáttum þegar svo mikill mannfjöldi safnast saman í miðborginni. Ég vil fyrir hönd Reykjavíkurborgar færa verkefnisstjórninni, starfsfólki Höfuðborgarstofu og samstarfs- aðilum öllum bestu þakkir fyrir frábært starf. Að lokum býð ég alla Reykvíkinga og gesti þeirra velkomna í miðborg Reykjavíkur í dag og kvöld og vonast til að þeir njóti þeirrar menningar- veislu sem í boði er. Gleðilega há- tíð! ■ Á menningarnótt er sannkallað ánægjuefni að kynna nýtt framtak til að gera almenningi kleift að njóta verka samtímalistamanna okkar. Myndlistarmarkaðurinn hefur verið í mikilli lægð. Að frumkvæði menn- ingarmálanefndar hefur nú verið opnað „Artótek-Listmunahlaða“ í Borgarbókasafninu í miðborginni. 130 listamenn hafa sett fram á fjórða hundrað listaverk sem almenningur getur valið úr til að leigja og hafa með sér heim. Leigan er frá 1000 kr. á mánuði fyrir minnstu verkin, allt upp í 10 þúsund fyrir þau stærstu. Leigugjaldið getur svo gengið upp í kaup ef menn vilja. Fjölbreytni er mikil: „venjuleg“ málverk, ofin verk, þrívíðir skúlptúrar, og jafnvel verk sem þorri fólks myndi kalla „fram- úrstefnuleg“. Komið og skoðið í dag, Artótekið er opið frá kl. 13-21 í kvöld og svo má sjá þetta allt á Netinu: www.artotek.is Ásamt Artótekinu bjóðum við fólki þann möguleika að kaupa myndlist í galleríum borgarinnar með vaxtalausum lánum. Hvar bjóð- ast betri kjör? Reykjavíkurborg, KB Banki og galleríin ásamt listamönn- um hafa sameinast um að bjóða þessi kjör. Lágmarksupphæð til kaupa með vaxtalausu láni er 36 þúsund, hámarkið 600 þúsund. Ég vil þakka KB Banka fyrir að taka að sér um- sýslu þessa og styrkja með framlagi, borgin leggur fram upphæð á móti, og gallerí og listamenn slá af sinni þóknun. Vonandi getur orðið til myndlistarmarkaður með þessu móti. Víst má telja að hafi almenn- ingur áhuga á vaxtalausum lánum til myndlistarkaupa geti með því sam- komulagi sem nú hefur tekist orðið til myndlistarmarkaður sem veltir a.m.k. 60 milljónum króna. Þetta er tilraun sem getur ekki mistekist, því hún er algjörlega undir áhuga al- mennings komin. Eins og Áslaug Thorlacius formaður SÍM sagði við opnun Artóteks: Þetta er lýðræðis- legt, fyrir almenning, án forsjár, í samvinnu við listamenn. Nú velur fólk einfaldlega sjálft, og það getur valið um leiðir til að koma listinni fyrir á heimilum sínum og vinnu- stöðum. Gjörið svo vel! Í dag verður kynnt í nýju Nýlistasafni á Lauga- vegi styrkveiting Reykjavíkurborg- ar vegna þessa nýja húsnæðis. Við höfum átt í viðræðum við fulltrúa Nýló ásamt fleirum um að safnið komi sér fyrir á besta stað í miðbæn- um. Við höfum kallað til fulltrúa einkaframtaksins í þær viðræður og mun skýrast á næstunni hvernig Nýló hyggst hafa störf á nýjum og glæsilegum stað, sem við fögnum innilega. Nú er að myndast í mið- borginni ákveðinn „listakjarni“ þar sem galleríin á Laugavegi og við hann, ásamt Nýló og Safni (samtíma- listasafni sem borgin kom á laggirn- ar ásamt eigendum), eiga að geta lif- að og hrærst í kallfæri. Með þessum fjölþættu aðgerðum á skömmum tíma má segja að staða myndlistar í borginni hafi batnað mjög. Og er þá ótalinn „Alþjóðlegi tengslasjóður- inn“ sem menningarmálanefnd beitti sér fyrir að yrði stofnaður með SÍM, og ber nafn Muggs. Hann á að stuðla að því að einangrun bestu lista- manna okkar verði rofin, að þeir geti notið samstarfs á alþjóðlegum vett- vangi og veitt hingað straumum sem bæta menningarlíf í borginni. Verði okkur öllum að góðu! ■ 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR20 Velkomin á menningarnótt Borg gleði og lista STEFÁN JÓN HAFSTEIN FORMAÐUR MENNINGARMÁLANEFND- AR REYKJAVÍKUR UMRÆÐAN MENNINGARNÓTT ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON FORSETI BORGARSTJÓRNAR UMRÆÐAN MENNINGARNÓTT 20-21 Umræðan NR. 2 20.8.2004 20:12 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.