Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 21. ágúst 2004 25
Barnadagskráin. Vítt og breitt um bæinn.
Það er margt hægt að gera með krökkunum, t.d. fara í siglingu á
Tjörninni og fjöltefli Hróksins við útitaflið.
Vestmannaeyjaveisla. Ráðhúsið kl. 14-23.
Þetta finnst mér mjög áhugavert, ekki síst tónlistaratriðin.
Eivör Pálsdóttir og Bill Bourne. Íslenskri erfðagreiningu, Sturlu-
götu 8 kl. 15.
Eivör er frábær og ég hef áhuga á að sjá hana.
Tónleikar Guðrúnar Árnýjar og Sveins Rúnars. Dómkirkjan kl. 21.
Ég hefði gaman af að hlusta á þau.
Stórtónleikar Rásar 2. Miðbakki kl. 20.30-23.
Maður verður að láta sjá sig þarna. Sérstaklega langar mig að sjá
Egóið.
Dansveisla í Iðnó. Tangó, La Raspa,
karabískir dansar, magadans og
fleira kl. 15-23.
Þetta er mjög forvitnilegt, ekki síst
La Raspa sem ég veit ekkert hvað
er. Ég kíki örugglega á þetta.
Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhild-
ur og Lögreglukórinn. Skrautdans
og söngur. Lögreglustöðin við
Hlemm kl. 18.
Þetta er ferlega fyndin samsetning
og ég hlakka til að sjá þennan við-
burð.
Stofutónleikar Önnu Pálínu og Aðal-
steins Ásbergs, ásamt sænska tríó-
inu Draupner og Pétri Grétarssyni.
Þjóðmenningarhúsið kl. 18 og 21.
Ég þekki til þessa sænska tríós og
veit að þetta verða verða forvitni-
legir og merkilegir tónleikar.
Fjöll og fegurð. Ari Trausti og Jón
Gauti kenna gestum að ganga á
fjöll og firnindi. Iða kl. 18-20.
Mig langar svo að stunda útivist
næsta sumar og ætla að reyna að
undirbúa fyrir það.
Ennþá brennur mér í muna. Ljúf-
lingslög frá liðnum árum. Fríkirkj-
an kl. 20.
Þarna syng ég sjálf með Birni R.
Einarssyni, Önnu Sigríði Helga-
dóttur, Carli Möller og hljómsveit.
Ég verð sumsé þar.
Stórtónleikar Rásar 2. Miðbakki kl.
20.30-23.
Ég hleyp yfir á höfn þegar minni
plikt er lokið.
TM á menningarnótt. Ingólfstorg og Aðalstræti kl. 14-17.
Þarna er margt fyrir krakkana og gaman að gleðja þá. Upplagt
að byrja á svona fjölskyldustemningu.
Félagsmiðstöðin Hlemmur: Unglingamenning – hvað er það?
Hlemmur kl. 15-21.
Mig langar að sjá unglingahljómsveitirnar og þá sérstaklega Of
stars we are sem frændi minn er í. Unglingamenningin stendur
okkur hjónunum nærri.
Sönghópurinn Reykjavík 5 syngur við undirleik Agnars Más.
Café Opera kl. 18.30.
Þarna eru rosalega flottir söngvarar á ferðinni og ég ætla ekki
að missa af þeim.
Goethe macht Theater. Allir fá að taka þátt í stuttum leikþátt-
um. Goethe-Zentrum Laugavegi 18 kl. 20.
Það er svo langt síðan ég hef leikið á sviði að það væri spennandi
að vera með.
Vídeóverk eftir Helenu Jónsdóttur. Í gluggum á annarri hæð
Bankastrætis 9 kl. 21.30.
Helena er að fást við spennandi hluti. Hún er margverðlaunuð
og góður listamaður og hefur ekki sýnt mikið á Íslandi upp á
síðkastið.
Stórtónleikar Rásar 2. Miðbakki kl. 20.30-23.
Þetta er nokkuð sem maður má ekki missa af.
Myndlist og önnur menning á
Skólavörðustíg.
Mér finnst alltaf frábær stemn-
ing á Skólavörðustígnum á þessu
kvöldi. Galleríin og vinnustof-
urnar lifna við sem aldrei fyrr og
það er gaman að rölta þarna um.
Dansveisla í Iðnó. Tangó, La
Raspa, karabískir dansar,
magadans og fleira kl. 15-23.
Ég er spenntust fyrir karabísku
dönsunum. Ég hef verið í
Dóminíska lýðveldinu og tónlist-
in frá þessu svæði er svo
skemmtileg og það er frábært að
horfa á fólkið á gólfinu. Svo hef
ég sjálf gaman af að dansa.
Tosca. Atriði frá Íslensku óper-
unni. Landsbankinn, Austur-
stræti kl. 19:30.
Ég er nú ekki forfallinn óperunn-
andi en hef mjög gaman af fal-
legri tónlist.
Stórtónleikar Rásar 2. Miðbakki
kl. 20:30-23.
Maður verður að kíkja á Egóið.
Bubbi er alltaf góður og það
verður gaman að vera þarna.
Flugeldasýningin. Miðbakka kl. 23.
Það má enginn missa af þessu.
Það verða allir lítil börn þegar
kemur að flugeldasýningum.
Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands:
Tónlistin í fyrirrúmi
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Guðrún Gunnarsdóttir, söng- og útvarpskona:
Dansinn laðar að
Jóhann G. Jóhannsson leikari:
Væri gaman að leika sjálfur
Unnur Steinsson kaupmaður:
Frábær stemning á
Skólavörðustígnum
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
24-25 Helgarefni 20.8.2004 15:02 Page 3