Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 26
FAGNAÐARFUNDIR Taflmennirnir sem Skákfélagið Hrókurinn hefur gert dauðaleit að eru komnir í leitirnar. Taflmenn fundnir Forsvarsmenn Skákfélagsins Hróksins hafa undanfarna daga gert dauðaleit að eins metra háum taflmönnum sem nota átti á úti- taflinu við Lækjargötu um helg- ina. Taflmennirnir voru síðast notaðir 17.júní en síðan hafði ekk- ert til þeirra spurst. Málið þótti dularfullt en eins og Kristján Kor- mákur Guðjónsson greindi frá hér í blaðinu á fimmtudag hafði hann mikla trú að taflmennirnir kæmu í leitirnar fyrir helgina. Tafl- mennirnir hafa nú fundist. „Þeir voru bara heima hjá sér allan tímann, í grasagarðinum í Laugardal. Það er garðyrkjustjóri sem á taflmennina,“ segir Markús H. Guðmundsson, forstöðumaður Hins Hússins, sem fékk taflmenn- ina að láni fyrir 17. júní og skilaði þeim svo aftur á sinn stað eftir notkun þeirra á þjóðhátíðardag- inn. „Ég hafði samband við bíl- stjórann sem hafði skilað tafl- mönnunum aftur í grasagarðinn og þeir eru bara á nákvæmlega sama stað og áður en við fengum þá að láni,“ segir Markús sem er búinn að vera í fríi síðastliðnar fjórar vikur en snéri aftur til vinnu í gær og áttaði sig hvar tafl- mennina væri að finna. Taflmenn- irnir munu því verða notaðir á úti- taflinu í miðbænum um helgina eins og ákveðið hafði verið og geta menn því tekið gleði sína á ný og huggað sig við að allt er gott sem endar vel. ■ 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Frábær tvenna frá OSRAM Tjaldlukt með fjarstýringu Sparpera með birtuskynjara BYKO, ELKO, Fjarðarkaup, Rekstrarvörur, OSRAM perubúðir: Byggt & Búið, Árvirkinn Selfossi, Geisli Vestmannaeyjum, Lónið Höfn, S.G Egilsstöðum, Ljósgjafinn Akureyri, Straumur Ísafirði, Glitnir Borgarnesi, Rafbúð R.Ó Keflavík, Rafbúðin Hafnarfirði, Jóhann Ólafsson & Co Borgarbókasafn Reykjavíkur býður nú upp á nýstárlega þjón- ustu í samvinnu við Samband ís- lenskra myndlistamanna. Yfir hundrað samtímalistamenn hafa skilað verkum til safnsins sem eru almenningi til sýnis alla daga. Á þriðjudögum og fimmtu- dögum verður svo mögulegt fyr- ir áhugasama að taka verk á leigu gegn vægu gjaldi. Mynd- listarútlán eða Artótekið er í samræmi við hefðir erlendis en reynsla af slíku fyrirkomulagi í Helsinki var hvatning íslenskra listamanna til að hrinda hug- myndinni í framkvæmd. Artó- tekið var opnað formlega á af- mælisdegi Reykjavíkur þann 18. ágúst og mörg hundruð verkum hefur verið stillt upp í safninu eftir þekkta sem óþekkta lista- menn. Þótt bókasöfn haldi oftast sínu heiti hafa þau í takt við tím- ann þróast í menningarmið- stöðvar með fjölmargt í boði auk prentuðu bókanna. Að sögn starfsfólks safnsins er Borgar- bókasafnið tilvalinn vettvangur fyrir starfsemi af þessu tagi, öll- um opið og afar fjölsóttur stað- ur. Um 650 þúsund gestir heim- sækja safnið á ári hverju en þar eru einnig ýmsar aðrar afurðir listrænnar sköpunnar að láni. Aðstandendur Artóteksins hafa þó ekki áhyggjur af því að þyng- ja róður listagallería í Reykjavík því í útlöndum hefur hið gagn- stæða verið reynslan. Á sama hátt og starfsemi bókasafna styður við rithöfunda, bókaút- gáfu og bóksölu eru vonir bund- ar við að Artótekið styðji mynd- listarmenn og rekstur gallería og sýningarsala. Artótekið er lýðræðisleg stofnun en listamennirnir sem þar bjóða fram verk sín þurfa að vera fagmenn og helst félags- menn SÍM. Þar sem fáir af yngstu kynslóð listamanna eru meðlimir þar er nýútskrifuðum myndlistarnemum hins vegar einnig boðið að taka þátt í verk- efninu. „Fjölbreytnin kemur öll- um vel og því breiðari sem lista- mannahópurinn er og það svið sem verkin spanna, þeim mun áhugaverðara verður Artótek- ið,“ segir Ingibjörg Rögnvalds- dóttir hjá Borgarbókasafni. ■ Listaverkaútleigan ARTÓTEKIÐ Gróskan í íslenskri myndlist kemur bersýnilega í ljós í Borgarbókasafninu. FR ÉT AB LA Ð IÐ /V IL H EL M 26-39 (26-27) Helgarefni 20.8.2004 16:10 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.