Fréttablaðið - 21.08.2004, Qupperneq 26
FAGNAÐARFUNDIR Taflmennirnir sem
Skákfélagið Hrókurinn hefur gert dauðaleit
að eru komnir í leitirnar.
Taflmenn
fundnir
Forsvarsmenn Skákfélagsins
Hróksins hafa undanfarna daga
gert dauðaleit að eins metra háum
taflmönnum sem nota átti á úti-
taflinu við Lækjargötu um helg-
ina. Taflmennirnir voru síðast
notaðir 17.júní en síðan hafði ekk-
ert til þeirra spurst. Málið þótti
dularfullt en eins og Kristján Kor-
mákur Guðjónsson greindi frá hér
í blaðinu á fimmtudag hafði hann
mikla trú að taflmennirnir kæmu
í leitirnar fyrir helgina. Tafl-
mennirnir hafa nú fundist.
„Þeir voru bara heima hjá sér
allan tímann, í grasagarðinum í
Laugardal. Það er garðyrkjustjóri
sem á taflmennina,“ segir Markús
H. Guðmundsson, forstöðumaður
Hins Hússins, sem fékk taflmenn-
ina að láni fyrir 17. júní og skilaði
þeim svo aftur á sinn stað eftir
notkun þeirra á þjóðhátíðardag-
inn. „Ég hafði samband við bíl-
stjórann sem hafði skilað tafl-
mönnunum aftur í grasagarðinn
og þeir eru bara á nákvæmlega
sama stað og áður en við fengum
þá að láni,“ segir Markús sem er
búinn að vera í fríi síðastliðnar
fjórar vikur en snéri aftur til
vinnu í gær og áttaði sig hvar tafl-
mennina væri að finna. Taflmenn-
irnir munu því verða notaðir á úti-
taflinu í miðbænum um helgina
eins og ákveðið hafði verið og
geta menn því tekið gleði sína á
ný og huggað sig við að allt er gott
sem endar vel. ■
21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR
Frábær tvenna frá OSRAM
Tjaldlukt með
fjarstýringu
Sparpera með
birtuskynjara
BYKO, ELKO, Fjarðarkaup, Rekstrarvörur,
OSRAM perubúðir: Byggt & Búið, Árvirkinn Selfossi,
Geisli Vestmannaeyjum, Lónið Höfn, S.G Egilsstöðum,
Ljósgjafinn Akureyri, Straumur Ísafirði, Glitnir Borgarnesi,
Rafbúð R.Ó Keflavík, Rafbúðin Hafnarfirði,
Jóhann Ólafsson & Co
Borgarbókasafn Reykjavíkur
býður nú upp á nýstárlega þjón-
ustu í samvinnu við Samband ís-
lenskra myndlistamanna. Yfir
hundrað samtímalistamenn hafa
skilað verkum til safnsins sem
eru almenningi til sýnis alla
daga. Á þriðjudögum og fimmtu-
dögum verður svo mögulegt fyr-
ir áhugasama að taka verk á
leigu gegn vægu gjaldi. Mynd-
listarútlán eða Artótekið er í
samræmi við hefðir erlendis en
reynsla af slíku fyrirkomulagi í
Helsinki var hvatning íslenskra
listamanna til að hrinda hug-
myndinni í framkvæmd. Artó-
tekið var opnað formlega á af-
mælisdegi Reykjavíkur þann 18.
ágúst og mörg hundruð verkum
hefur verið stillt upp í safninu
eftir þekkta sem óþekkta lista-
menn.
Þótt bókasöfn haldi oftast
sínu heiti hafa þau í takt við tím-
ann þróast í menningarmið-
stöðvar með fjölmargt í boði auk
prentuðu bókanna. Að sögn
starfsfólks safnsins er Borgar-
bókasafnið tilvalinn vettvangur
fyrir starfsemi af þessu tagi, öll-
um opið og afar fjölsóttur stað-
ur. Um 650 þúsund gestir heim-
sækja safnið á ári hverju en þar
eru einnig ýmsar aðrar afurðir
listrænnar sköpunnar að láni.
Aðstandendur Artóteksins hafa
þó ekki áhyggjur af því að þyng-
ja róður listagallería í Reykjavík
því í útlöndum hefur hið gagn-
stæða verið reynslan. Á sama
hátt og starfsemi bókasafna
styður við rithöfunda, bókaút-
gáfu og bóksölu eru vonir bund-
ar við að Artótekið styðji mynd-
listarmenn og rekstur gallería
og sýningarsala.
Artótekið er lýðræðisleg
stofnun en listamennirnir sem
þar bjóða fram verk sín þurfa að
vera fagmenn og helst félags-
menn SÍM. Þar sem fáir af
yngstu kynslóð listamanna eru
meðlimir þar er nýútskrifuðum
myndlistarnemum hins vegar
einnig boðið að taka þátt í verk-
efninu. „Fjölbreytnin kemur öll-
um vel og því breiðari sem lista-
mannahópurinn er og það svið
sem verkin spanna, þeim mun
áhugaverðara verður Artótek-
ið,“ segir Ingibjörg Rögnvalds-
dóttir hjá Borgarbókasafni. ■
Listaverkaútleigan
ARTÓTEKIÐ Gróskan í íslenskri myndlist kemur bersýnilega í ljós í Borgarbókasafninu.
FR
ÉT
AB
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
26-39 (26-27) Helgarefni 20.8.2004 16:10 Page 2