Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 11
11LAUGARDAGUR 21. ágúst 2004
■ FRAMKVÆMDIR
SÉRSVEIT Sérsveit Ríkislögreglu-
stjóra var kölluð út fimmtán sinn-
um á síðasta ári í lögregluaðgerð-
ir þar sem þörf var á vopnaburði.
Því til viðbótar tóku vopnaðir sér-
sveitarmenn þátt í 24 öryggis-
gæsluverkefnum.
Að sögn Jóns Bjartmarz, yfir-
manns sérsveitarinnar, var fjöldi
útkalla þar sem þörf er á vopna-
burði svipaður í fyrra og árið á
undan. Jón segir talsvert um það
að sérsveitarmenn séu kallaðir út
í verkefni sem þeir fari í óvopnað-
ir eða með léttvæpni: „Útköllin
geta verið þannig að tveir menn
eru sendir með sína skammbyss-
una hvor á meðan verið er að
kanna hvort ástæða sé til að kalla
út liðsauka.“ Stærsta útkall sér-
sveitarinnar var vegna vopnaðs
manns á Vatnsleysuströnd en
hann gafst upp án þess að til átaka
kæmi.
Vopn sérsveitarinnar eru aðal-
lega skammbyssur af Glock-gerð,
MP-5 hríðskotabyssur, sérsmíðað-
ir rifflar, sem ætlaðir eru sér-
þjálfuðum skyttum, og haglabyss-
ur. Þá hefur sérsveitin yfir einum
brynvörðum bíl að ráða en sá er
kominn til ára sinna og er ekki
mikið notaður. Aðspurður segir
Jón að vopn sveitarinnar, sem
skipuð er 21 manni, séu aldrei í
vörslu sérsveitarmanna: „Vopnin
eru öll geymd hjá lögreglunni
þegar þau eru ekki í notkun.“ ■
FJÁRMÁL Ríkir eftirlaunaþegar í
Danmörku nýta sér til hlítar
ákvæði í skattalögum sem upp-
haflega var ætlað til hjálpar
minna efnuðum. Geta þeir eins
og fátækari einstaklingar fengið
hjá dönskum sveitarfélögum
vaxtalítil lán sem ætluð eru til
að greiða eignaskatta og gera
fólki kleift að búa heima við eins
lengi og mögulegt er. Lánin
nema í heild um fjórum millj-
örðum króna en vaxtaprósentan
er aðeins eitt prósent og því
margir sem áhuga hafa á slíkum
lánum. ■
Í FULLUM HERKLÆÐUM
Sérsveitarmenn á æfingu í Elliðaárdal í fyrra. Á myndinni má sjá tvö helstu vopna sveitar-
innar, MP-5 hríðskotabyssu og Glock-skammbyssu.
Sérsveit Ríkislögreglustjóra:
Öryggisgæsla helsta
verkefni sveitarinnar
FRÁ ABU GHRAIB
Fangelsið varð alræmt þegar upp komst
um pyntingar þar fyrr á árinu.
Herlæknar í Írak:
Gróf mann-
réttindabrot
■ ASÍA
MYRTI ÁTTA MEÐ EXI Kínverskur
karlmaður á fertugsaldri hefur
verið handtekinn, grunaður um
að hafa myrt átta manns með exi.
Fólkið er allt úr sömu fjölskyldu
og var á aldrinum frá fjögurra
ára aldri til áttræðs. Maðurinn
hafði verið í fangelsi fyrir að
nauðga konu sem var meðal
þeirra sem hann myrti.
HERMENN SAKFELLDIR Ellefu
indónesískir hermenn hafa verið
sakfelldir fyrir að skjóta rúmlega
20 mótmælendur til bana árið
1984. Hver og einn hermannanna
fékk tveggja ára fangelsisdóm,
nema yfirmaður þeirra sem var
dæmdur til þriggja ára fangelsis-
vistar.
AL-KAÍDALIÐAR HANDTEKNIR
Pakistanskar öryggissveitir
handtóku tvo erlenda vígamenn
eftir skotbardaga í Peshawar í
norðvesturhluta landsins. Fullyrt
er að mennirnir tengist al-Kaída.
Það sem af er mánuðinum hafa
70 Pakistanar og útlendingar ver-
ið handteknir sakaðir um tengsl
við al-Kaída.
LOKAÐ Í SUND Sundmiðstöðin í
Keflavík lokar 30. ágúst vegna
framkvæmda og óvíst hvenær
opnar aftur. Á vef bæjarins segir
að skipta þurfi um yfirborð á sund-
laugarbakkanum auk þess sem
gert verði við þak. Handhöfum
korta verður boðið að fara í laug-
arnar í nágrannabæjarfélögum.
Ríkir Danir:
Notfæra sér
skattalög
LONDON, AP Læknar sem störfuðu
fyrir Bandaríkjamenn í Írak tóku
þátt í misþyrmingum á föngum í
Abu Ghraib-fangelsinu, rufu
læknaeið sinn og brutu mannrétt-
indalög að sögn bandarísks lífsið-
fræðings.
Steven Miles, prófessor í lífsið-
fræði við háskólann í Minnesota,
segir umbóta þörf meðal banda-
rískra herlækna og rannsaka þurfi
til hlítar framferði þeirra í Abu
Ghraib. Hann segir sönnunargögn
meðal annars benda til þess að
læknar hafi falsað dánarvottorð og
þannig hylmt yfir morð. ■
10-11 20.8.2004 19:47 Page 3