Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 44
Reykjavíkurdeild Rauða kross- ins rekur tvær gjaldfrjálsar símalínur hér á landi; annars vegar 1717 og hins vegar Vina- línuna. Sjálfboðaliðar ljá fólki þar eyra og veita því stuðning við vandamálum sem koma upp í lífi þess. 1717 er opin allan sólarhring- inn og er aðallega hugsuð sem neyðarlína fyrir fólk sem komið er í öngstræti. Vinalínan er opin frá frá 8 til 11 á kvöldin og er frekar hugsuð sem stuðningur við einmana einstaklinga en tek- ur einnig á móti alvarlegri sím- tölum eins og 1717. Það er þó ekki svo, eins og einn sjálfboða- liðinn benti á, að fólkið sem vinni hjá 1717 skelli á fólk ef það er ekkert stórvægilegt að hjá því, en fólki sem er ein- göngu í leit að spjalli er hins vegar oft bent á að hringja í Vinalínuna frekar en að teppa símann fyrir alvarlegri tilvikum hjá 1717. Virkni línanna er sam- bærileg en 1717 hefur skýrari virkni sem sjálfsvígs- og neyð- arlína. 1717 getur gefið beint samband við 112, sem er neyð- arlína, og einnig við bráða- móttöku geðdeildar. Talað er um mögulega sameiningu línanna tveggja í náinni framtíð. Rúmlega sex þúsund manns hringdu inn í 1717 í fyrra og það sem af er ár- inu er tala innhringinga orðin sú sama og allt árið í fyrra þannig að greinilega er um að ræða aukningu í notkun línunnar sem þjón- ar markhópi sem nær frá börnum til aldraðra. Vinalínunni var komið á árið 1992 og er markhóp- urinn fólk frá tvítugu og upp úr. Um 2.000 manns hringdu í línuna á síð- asta ári. Áhrif starfsins á sjálf- boðaliðanna hljóta að vera nokkur því upp geta komið tilfelli þar sem tekist er á við dauðann þó að í flestum tilfellum sé ekki um að ræða svo alvarleg símtöl heldur frekar símtöl þar sem viðkomandi vant- ar félagsskap og vinarþel. Símalínurnar bjóða sjálfboðalið- unum upp á sálfræðiaðstoð þurfi þeir þess við eftir símtöl sem koma illa við þá. Hvernig ætli sé fyrir sálarlífið að sitja fyrir svörum og aðstoða þá sem finna til við að líða betur? Gagnkvæmni Allir sjálfboðaliðarnir gefa þá augljósu útskýringu á þáttöku sinni í starfsemi innhringilínanna að þeir vilji gefa af sér. Að sama skapi eru flestir þeirra á því að að með því að gefa af sér fái þeir mikið í staðinn. „Það er ekki hægt að stunda sjálfboðaliðastörf af al- gerri óeigingirni. Það er grein innan sálfræðinnar sem gengur út á að maðurinn geri ekkert nema af sjálfsprottnum hvötum, ef það er ekki vegna efnislegs ágóða þá til að öðlast viðurkenningu eða að- dáun. Það er kannski ekki hægt að tala um sjálfboðaliðastörf á alveg svona kapitalískan hátt en það er eitthvað til í þessu,“ sagði einn viðmælandinn. „Fólk er ekki bara að gefa heldur líka að þiggja því það lærir mikið í mannlegum samskiptum og hvað eru eðlileg viðbrögð fólks við ákveðnum krís- um enda fá sjálfboðaliðarnir mikla handleiðslu til að þeir séu betur í stakk búnir að takast á við vandamál,“ segir Þorfinnur Þrá- inn Guðbjartsson, formaður Vina- línunnar. Ekki er hægt að setja sjálfboðaliðastörf upp sem svo að annar aðilinn sé sá eini sem þiggi, annars myndu ekki jafn margir taka þátt í slíkum störfum og raun ber vitni. Samband sem eingöngu gengur út á að einn gefi öðrum er ekki líklegt til að vara þar sem sá sem gefur myndi hafa nægilegt vit á að koma sér út úr því. Sam- kvæmt því sem sjálfboðaliðarnir segja fá þeir annað og meira út úr samskiptunum en vellíðanina með því að hjálpa öðrum því starfið herðir þá og þroskar á margan hátt. Starfið ekki með heim “Þegar ég er búinn á vaktinni er ég búinn á vaktinni. Ég tek starfið ekki með mér með heim,“ segir einn sjálfboðalið- inn. Eitt af mikilvægari atriðum sjálfboðastarfsins hjá símalín- 32 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Sjálfboðaliðar inn- hringilína Vinalín- unnar: 5616464 og Hjálpar- síma Rauða Krossins: 1717, sem reknar eru af Rauða krossinum, ræða um störf sín. ,, Það er nauðsynlegt að hafa einhvern að tala við þegar svo virðist sem fokið sé í flest skjól. Hér á landi eru starfrækt tvær símalínur þar sem sjálfboðaliðar veita fólki stuðning við vandamálum sem koma upp í lífi þess. Rúmlega sex þúsund manns hringdu í aðra þeirra í fyrra. Vinur í nauð Það er ekki hægt að stunda sjálfboða- liðastörf af algerri óeigin- girni. ,, LINDA PÉTURSDÓTTIR Alger nafn- leynd er mikilvæg í mörgum greinum símaþjónustu þar sem veitt er per- sónuleg þjónusta eða ráðgjöf. Af þessum sökum er hvorki hægt að birta nöfn þeirra sjálfboðaliða sem tekið hafa þátt í að svara spurningum blaðsins né birta af þeim myndir. Linda Péturs- dóttir fegurðardrottning hefur tekið að sér að koma fram í auglýsingum 1717 og er því andlit línunnar út á við. Andlit 1717 44-45 (32-33) Helgarefni 20.8.2004 19:51 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.