Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 22
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
þorvaldur nikulásson
fyrrverandi tæknifulltrúi Pósts og síma,
Melateigi 17, Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23. ágúst og hefst
athöfnin kl. 13.30.
Kolbrún M. Kristjánsdóttir
Kristján Ásgeir Þorvaldsson Astrid Ström
Anna Sigríður Þorvaldsdóttir Stefan Berg
Smári Þorvaldsson Marianne Berg
Árni Þorvaldsson Ásgerður Arnardóttir
Margrét Þorvaldsdóttir Kristján Kristjánsson
Magnús Már Þorvaldsson Dagný Sigurjónsdóttir
Helga Gunnur Þorvaldsdóttir Þorleifur Eggertsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
anna pálína jónsdóttir
frá Sauðhúsum, Ögurási 3, Garðabæ,
verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ
þriðjudaginn 24. ágúst kl.13.30.
Egill Jón Benediktsson
Birgir Símonarson María Kristín Lárusdóttir
Johnny Símonarson Hugrún Ásta Elíasdóttir
Helen Gunnarsdóttir
Benedikt Egilsson Sigrún Eyjólfsdóttir
Jón Egilsson Sigurborg Valdimarsdóttir
Herdís Egilsdóttir Brynjólfur Garðarsson
ömmubörn og langömmubörn.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem af-
mælið mitt kemur upp á Menning-
arnótt,“ segir Dröfn Þórisdóttir,
útgáfustjóri Vöku-Helgafells, sem
er 39 ára í dag. „Það er eiginlega
alltaf í kringum mitt afmæli.“ Í til-
efni dagsins ætlar Dröfn því að
nýta sér það sem er í boði og kíkja
á blómstrandi menningu í Reykja-
vík. „Ég ætla að fara á bókmennta-
kvöld í Iðu og kíkja á Íslenska
erfðagreiningu, sem er með flotta
dagskrá í tilefni dagsins, og svo
mun ég gera eitthvað fyrir börnin.
Svo spáir svo vel að ég hugsa að ég
taki níu holur á golfvellinum.“
Þrátt fyrir áhuga á golfi segist hún
ekki vera nógu góð og því komi öll
æfing sér vel. „Ég er einnig að
vonast til að maðurinn minn eldi
eitthvað handa mér, eða bjóði mér
út að borða. Hann er til alls vís.“ Í
lok dagsins er Dröfn svo að hugsa
um að skella sér á Hafnarbakkann
til að sjá tónleika Rásar 2 en segir
það spurningu hvort hún sjái ekki
flugeldasýninguna bara heiman að
frá sér, því hún hafi svo gott út-
sýni.
Mikið er að gera í útgáfunni
því handritin eru að koma í hús og
Dröfn segir allt vera í gangi.
„Jólavertíðin er hafin hjá okkur
og það hefur verið voða mikið
stress síðustu tvær vikurnar síð-
an ég kom úr fríi. En þetta er
mjög skemmtilegur tími. Ís-
lensku bækurnar byrja að koma
frá okkur um miðjan október og
vonandi koma þær síðustu í búðir
ekki síðar en 10. nóvember. Það
eru að koma út bækur frá okkur
eftir Guðrúnu Helgadóttur,
Þórarin Eldjárn, Arnald Indriða-
son og Kristínu Steins sem er
með tvær bækur að ógleymdri
bók Matthíasar Johannessen.“
Áður en að því kemur er þó
nóg að gera að undirbúa hol-
lenska menningardaga sem verða
haldnir í byrjun september. „Við
erum að gefa út hollenska bók,
Ástaraldin eftir Karel van Loon
sem er verðlaunabók í Hollandi.
Af þessu tilefni kemur höfundur-
inn til landsins, hollenski sendi-
herrann, 14 manna lúðrasveit
ásamt fleirum. Það verður einnig
kvikmyndaveisla í Regnbogan-
um, þar sem sýnd verður mynd
sem gerð er eftir bókinni Ástar-
aldin,“ segir Dröfn og snýr sér
aftur að jólahasarnum sem bóka-
forlögin sinna á undan flestum
öðrum. ■
22 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR
Kántrísöngvarinn KENNY
ROGERS er 66 ára í dag.
ANDLÁT
Eiríkur Þorvaldsson, Vesturgötu 40,
Akranesi, lést fimmtudaginn 19. ágúst.
Guðni Kárason, frá Presthúsum í Vest-
mannaeyjum, lést miðvikudaginn 18.
ágúst.
Magnús Kristjánsson, Hrafnistu, Hafn-
arfirði, áður bústjóri á Vífilsstöðum, lést
þriðjudaginn 17. ágúst.
Margrét Þorgrímsdóttir, Hringbraut 50,
áður til heimilis í Drápuhlíð 43, lést mið-
vikudaginn 18. ágúst.
Ólafur Oddgeir Guðmundsson, Tún-
götu 18, Keflavík, lést miðvikudaginn 18.
ágúst.
Rúnar Búi Jökulsson, Ljósheimum 10,
lést fimmtudaginn 12. ágúst.
JARÐARFARIR
11.00 Einar Hallgrímsson, Lindargötu
6, Siglufirði, verður jarðsunginn
frá Siglufjarðarkirkju.
13.30 Kjartan Halldórsson frá Odda-
stöðum, áður bóndi á Rauðkolls-
stöðum, síðast til heimilis á Borg-
arbraut 65a, Borgarnesi, verður
jarðsunginn frá Borgarneskirkju.
14.00 Arnbjörg Jónsdóttir (Ebba),
Klapparstíg 1, Reykjavík, áður
Kárastíg 15, Hofsósi, verður jarð-
sungin frá Hofsóskirkju.
14.00 Magnúsína Olsen verður jarð-
sungin frá Ísafjarðarkirkju.
16.00 Guðrún María Jónsdóttir, áður á
Siglufirði, verður jarðsungin frá
Siglufjarðarkirkju.
„Ekki óttast það að fórna einhverju góðu fyrir
eitthvað frábært.“
- Afmælisbarnið Kenny Rogers sér möguleika í hverri stöðu
og trúir að breytingar séu af hinu góða.
MERKISATBURÐIR 21. ágúst
1241 Páfinn Gregoríus IX sem stofnaði
Rannsóknarréttinn fellur frá.
1940 Byltingarsinnaði kommúnistinn
Leon Trotsky deyr í útlegð í
Mexíkó.
1950 Skrifstofur Sameinuðu þjóðanna
flytja í nýja byggingu í New York.
1965 Mannaða geimfarinu Gemini 5 er
skotið út í geim.
1968 Sovéskar hersveitir koma til
Tékkóslóvakíu til þess að brjóta
borgarastyrjöld á bak aftur.
1980 Tónskáldið Bert Kaempfert er í fríi
á Mallorca þegar hann deyr, 57
ára að aldri.
1983 Söngleikurinn La Cage Aux Folles
eða Birdcage er frumsýndur á
Broadway.
2001 Blúsgítarleikarinn John Lee Hooker
deyr í Los Altos í Kaliforníu, 83 ára
gamall.
AFMÆLI
Theodór Júlíusson leikari er 55 ára.
Séra Pálmi Matthíasson er 53 ára.
Jólavertíðin er hafin
AFMÆLI: Dröfn Þórisdóttir er 39 ára
VIKAN SEM VAR: Ragnar Bragason kvikmyndagerðarmaður
DRÖFN ÞÓRISDÓTTIR Ætlar að nota afmælisdaginn til að kíkja á blómstrandi menningu í Reykjavík á Menningarnótt.
Tekur Súðavík fram
yfir Edinborg
„Ég kom hingað til Edinborgar á
fimmtudagsmorgun en hef ekki
séð neinar aðrar myndir en iðnað-
arútfærsluna af myndinni minni
sem er ætluð mögulegum kaup-
endum. Fyrsta stóra sýningin er
svo á föstudagskvöldið. Það er nú
oft þannig á svona kvikmynda-
hátíðum að maður ætlar að sjá svo
margt en endar svo á því að skoða
sig frekar um eða sitja einhvers
staðar og hafa það gott,“ segir
Ragnar Bragason höfundur Love
is in the Air, sem er ein af þremur
íslenskum myndum sem sýnd er á
kvikmyndahátiðinni í Edinborg
þessa dagana. „Myndin mín fjall-
ar um ferð leikhópsins Vestur-
ports með leikritið Rómeo og
Júlíu til London síðasta haust,“
segir leikstjórinn.
„Það sem helst situr eftir úr
liðinni viku er að hafa þurft að
fara frá Súðavík eftir dásamlegan
mánuð á ættaróðalinu með kon-
unni minni og mörgum vinum sem
droppuðu við,“ segir Ragnar. „Ed-
inborg er ein af skemmtilegustu
borgunum í Evrópu, mér finnst
alltaf jafn gaman að koma hingað
en ef ég þyrfti að velja tæki ég
Súðavík fram yfir því ég er Súð-
víkingur í húð og hár. Það er búinn
að vera rigningarsuddi hérna síð-
an við komum,“ segir Ragnar þar
sem hann sat og svalaði sér á
Guinness eftir að hafa gengið um
göturnar drykklanga stund.
„Áhorfendur myndarinnar tóku
henni mjög vel. Ég bjóst ekki við
því, hlógu á sömu stöðum og fólk-
ið heima og allt. Það var gaman að
sjá að fólk fílar myndina,“ segir
Súðvíkingurinn. ■
KVIKMYNDAHÁTÍÐ Ragnar Bragason
kvikmyndagerðarmaður er staddur í
Edinborg þar sem heimildamynd hans
Love is in the Air var sýnd í gærkvöldi.
M
YN
D
/F
R
IÐ
R
IK
Ö
R
N
Bláberjasulta:
Leiðrétting
Æ, nú fór illa. Ein lína misritaðist í
fínu bláberjasultuuppskriftinni sem
birtist í Fréttablaðinu föstudaginn
20. ágúst á bls. 2 í allt. Þar stóð að í
sultunni sé 1 1/2 lítri vatn en á að
vera 1 1/2 desilítri. Það skal tekið
fram að þar er ekki við Þórunni Ei-
ríksdóttur að sakast. Á blaðinu frá
henni stendur skýru letri 1 1/2 dl
vatn. Hér kemur uppskriftin aftur,
eins og hún á að vera.
Bláberjasulta, 500 g ber, 1 1/2 dl vatn
Soðið í fimm mínútur. Tekið af hellunni
og berin kramin.
350 g sykur
Stráð yfir smátt og smátt og soðið áfram í
10 mínútur.
Sett í litlar krukkur, þær fylltar alveg og
lokað strax. Nauðsynlegt að vera ná-
kvæmur með suðutímann.
22-23 Tímamót 20.8.2004 21:09 Page 2