Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 48
36 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Vissir þú ... að á miðvikudag vann íslenska landsliðið í knattspyrnu í fyrsta sinn sigur á þjóð sem hampað hefur heimsmeistaratitlinum. Ísland hefur leikið við allar þjóðirnar sem unnið hafa HM að Argentínu undanskilinni. Þetta var í þriðja sinn sem Ísland og Ítalía áttust við á knattspyrnul- vellinum. „ Þeir sögðu að Muhammad Ali hefði dansað eins og fiðrildi og stungið eins og býfluga. Lið Arsenal syndir eins tignarlega og höfrungur - og bítur eins og hákarl.” Brian Clough, fyrrum framkvæmdastjóri Nottingham Forest, í grein um Arsenal í The Sun í gær. Clough heldur ekki vatni yfir liðinu og vill sjá það setja nýtt met yfir flesta leiki í röð án taps.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 18 19 20 21 22 23 24 Laugardagur ÁGÚST GYLFI EINARSSON Hann segir að það væri gaman ef hann kæmist til annarra liða í Evrópu en er samt ekki að stressa sig á því. Samningur hans við Lilleström rennur út um áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓLL Frábært að skora hjá Ítalíu Gylfi Einarsson var maður leiksins þegar Ísland vann Ítalíu. Gylfi skoraði seinna mark Íslend- inga og átti stóran þátt í fyrra markinu. Samningur Gylfa við Lilleström rennur út um áramót. ■ ■ LEIKIR  14.00 Völsungur og HK mætast á Húsavíkurvelli í 1. deild karla.  15.00 KA og Fram mætast á Akur- eyrarvelli í Landsbankadeild karla.  16.00 Stjarnan og Þór mætast í Garðabæ í 1. deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  06.55 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Útsending frá keppni í frjálsum íþróttum.  09.35 HM í 9 Ball á Skjá 1.  09.55 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt af viðburðum e.  11.25 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Útsending frá leik Frakka og Angóla í handbolta kvenna.  11.45 Enska knattspyrnan á Skjá 1. Southampton mætir Blackburn.  12.50 Landsleikur í knattspyrnu á Sýn. Leikur Englands og Úkraínu e.  13.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Borðtennis karla - úrslit í tvíliðaleik.  14.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt frá keppni morgunsins.  14.00 Enska knattspyrnan á Skjá 1. Liverpool fær Manchester City í heimsókn.  15.30 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Úrslitakeppni í frjálsum íþróttum þar sem Þórey Edda er á meðal keppenda.  16.15 Enski boltinn á Skjá 1. Man. United mætir Norwich.  16.40 Inside the US PGA Tour.  17.05 Íþróttir um allan heim á Sýn.  18.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  18.10 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Úrslitakeppnin í frjálsum íþróttum heldur áfram.  18.25 Motorworld á Sýn. Þáttur um akstursíþrótta.  19.35 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá keppni í frjálsum íþróttum.  19.55 Ólympíuleikarnir 2004 á Sýn. Bein útsending frá keppni í strandblaki kvenna.  20.45 K-1. Bardagaíþróttir.  23.15 Hnefaleikar á Sýn. Bardagi De la Hoya og Felix Sturm.  00.45 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt frá deginum. FÓTBOLTI Gylfi Einarsson, leikmað- ur Lilleström í Noregi, fór mik- inn í vináttulandsleik Íslendinga og Ítala á miðvikudag. Átti hann stóran þátt í fyrra markinu og skoraði seinna markið. Hann var vitanlega í skýjunum þegar íþróttadeild Fréttablaðsins setti sig í samband við hann. „Það var alveg frábært að skora þetta mark. Þvílík tilfinning,“ sagði Gylfi, hæstánægður með árang- urinn hjá sínum mönnum. Gylfi er nú kominn til Noregs á nýjan leik þar sem hann hyggst klára tímabilið með Lilleström. Hann blæs á þær sögusagnir að hann hafi „týnst“ í boltanum í Noregi. „Ég lenti í meiri varnar- vinnu á miðjunni og er þar af leiðandi ekki jafn áberandi, skora ekki jafnmikið af mörkum eins og ég gerði hjá Fylki. Ég vil ekki meina að ég hafi verið léleg- ur hjá Lilleström í þessi þrjú ár. Það er mikil vinna sem liggur að baki en hlutverkið breyttist bara örlítið. Við breyttum aðeins til í leikkerfinu og það er ástæðan fyrir þessu.“ Okkar maður virtist ekkert hafa teljandi áhyggjur af hvort frammistaðan gegn Ítölum myndi opna fleiri dyr erlendis. „Það er aldrei að vita og það væri gaman ef það myndi gerast. Ég er hins vegar ekkert að stressa mig á því.“ Það vakti mikla aðdáun þegar Gylfi samdi sérstaklega við lið sitt Fylki þegar vitað var að Lilleström ætlaði að semja við hann. Þannig fékk Fylkir, sem ól Gylfa upp, eitthvað fyrir sinn snúð. „Það leit upphaflega þannig út að ég færi frítt út og Fylkir fengi ekki neitt. Ég ákvað að taka sénsinn og skrifa undir hjá Fylki til þess að félagið fengi eitthvað, ef til samnings kæmi. Það er fínt að ég gat skilað einhverju til baka til klúbbsins en það væri erfitt í dag, enda breyttir tímar á fótboltamarkaðnum. Það er ekki jafnmikið um að íslenskir leik- menn séu keyptir.“ Samningur Gylfa rennur út í nóvember og er ekki kominn neinn flötur á þau mál. „Við erum bara að ræða þetta okkar á milli og það er í raun ekkert að gerast. Það liggur ekkert á,“ sagði Gylfi að lokum. smari@frettabladid.is Ég ákvað að taka sénsinn og skrifa undir hjá Fylki til þess að félagið fengi eitthvað, ef til samnings kæmi. ,, FÓTBOLTI Diego Armando Mara- dona, knattspyrnugoðið mikla, hefur barist við kókaínfíkn í fjöl- mörg ár en ekki haft erindi sem erfiði hingað til. Eftir að hafa hneykslað knattspyrnuheiminn með kókaínneyslu sinni árið 1991 og ítrekað fengið jákvæðar niður- stöður úr lyfjaprófum, hefur líf þessa frábæra knattspyrnumanns stefnt hraðbyri niður á við. Nýlega birti mexíkóska blaðið, Futbol, myndir af Maradona í endurhæfingarstöð þar sem hann sást taka inn kókaín. Einnig má sjá hann spígspora um allsnakinn með vinum sínum og njóta ásta með kærustu sinni. Í fréttinni kemur fram að kappinn hafi verið fluttur á sjúkrahús í mjög slæmu ástandi og verið milli lífs og dauða. Maradona er nú staddur í Búenos Aíres þar sem hann heyir áfram harða baráttu gegn kókaín- fíkninni. Nánustu ættingjar Maradona hafa farið þess á leit við argentínska ríkið að hann verði settur í farbann til að geta klárað meðferðina. Sjálfur hyggst hann halda til Kúbu eða Sviss í þeim tilgangi að fara í áframhald- andi meðferð gegn „flösu djöfuls- ins“, eins og kókaín er oft kallað. KNATTSPYRNUGOÐIÐ Vesalings Maradona virðist ekki eiga möguleika gegn kókaíni. Knattspyrnugoð hneykslar: Maradona með flösu djöfulsins 48-49 (36-37) Sport 20.8.2004 20:40 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.