Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 4
4 17. september 2004 FÖSTUDAGUR Síðasti skóladagur fyrir boðað verkfall kennara: Sjö tugir funda án nokkurs árangurs KJARABARÁTTA Fjölmiðlaumræða hefur haft neikvæð áhrif á kjara- viðræður kennara og sveitarfé- laganna. Birgir Björn Sigurjóns- son, formaður launanefndar sveit- arfélaganna, hefur merkt það á viðræðunum við kennara. Deilendur hafi gert samkomulag við ríkissáttasemjara um að ræða stöðu mála ekki opinberlega. Hvað ber í milli, hvar strandar og um hvað verði ekki gefið upp. Kjarasamningar kennara hafa verið lausir frá því í apríl. Samn- ingsnefndirnar hafa fundað 60 til 70 sinnum hjá ríkissáttasemjara, formlega og óformlega. Ásmundur Stefánsson ríkis- sáttasemjari segir að þrátt fyrir stíf fundarhöld hafi staða um- ræðnanna ekki breyst. „Í hreinskilni sagt er engu við fundi þeirra að bæta og engar fréttir að færa,“ segir Ásmundur. „Það er erfitt að segja hvort við- ræðurnar þokist í samkomulags- átt. Það ræðst að því hvernig framvindan verður.“ Ásmundur segir engin tilboð hafa gengið milli deilenda. Í dag er síðasti skóladagur grunnskólanna fyrir boðað verk- fall. Náist ekki samningar fyrir mánudag fara um 4.400 kennarar í verkfall. Það snertir heimili rúm- lega 43 þúsund skólabarna. ■ Viðræður kennara eru á villigötum Sveitarstjórar gagnrýna samningatækni kennara og launanefndarinnar. Þeir segja kjara- viðræðurnar ekki í takt við nútímaviðræður. Þær séu í vítahring. KJARABARÁTTA Á 21. öldinni ætti að skoða samningagerð kennara upp á nýtt. Óásættanlegt er fyrir kennara að störf þeirra séu metin í mínútum og klukkustundum. Kennarasamband Íslands ætti að ræða kjaramál sín með öðrum hætti en nú er gert, segir Ragn- heiður Ríkharðsdóttir, bæjar- stjóri í Mosfellsbæ og fyrrver- andi skólastjóri. „Sem sérfræðingur í mínu fagi myndi ég vilja láta meta mína færni út frá öðru en mínút- um og klukkutímum,“ segir Ragnheiður. „Ég vil sjá aðra hugsun í samningum kennara. Á þessari stundu, í svo viðkvæm- um kjaraviðræðum, vil ég ekki tjá mig frekar,“ segir Ragnheið- ur sem hélt framsögu um málið á Grunnskóla- þingi sveitarfélaganna 26. mars og stendur við orð sín. Guðmundur Ingi Gunnlaugs- son, sveitarstjóri Rangárþings ytra, tekur undir orð Ragnheiðar. „Þetta virkar eins og við séum í vítahring. Það er erfitt að hnika neinu til í starfi kennara. Kerfið er orðið margbrotið, flókið og nið- urnjörfað. Það fara endalausar viðræður í að ræða um einhverjar mínútur til eða frá.“ Guðmundur segir umræður um vinnu- tíma og k e n n s l u - s k y l d u h a m l a því að samningar náist milli kennara og sveitarfélaga. „Félög, kenn- arar og viðsemjendur þeirra, sem eru fulltrúar okkar sveitar- félaganna, þyrftu að finna leið út úr þessu flókna kerfi þar sem öll verk og viðvik eru tíund- uð og þau mæld í mínútum og brot- um úr mínútum. Almennir kjara- samningar eru ekki gerðir á þennan hátt í dag,“ segir Guðmundur: „Ég trúi ekki öðru en ef þetta hæfi- leikaríka fólk sem situr nú beggja vegna borðsins sett- ist niður, v i r k i l e g a einbeitt, til að finna aðrar leiðir þá tækist það.“ Ekkert miðar á fundum kenn- ara og sveitarfélaganna hjá ríkis- sáttasemjara sem seg- ir að haldi við- ræður áfram með líkum hætti og undanfarna daga komi til verk- falls á mánudag. Á að lækka áfengisskatta? Spurning dagsins í dag: Hefurðu beðið um launahækkun á árinu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 18% 82% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta og segðu þína skoðun VÉLAMIÐSTÖÐ EHF. Þriggja manna verkefnisstjórn á að móta til- lögu að sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Véla- miðstöð ehf. og Malbikunarstöðinni Höfða hf. og leggja fyrir borgarráð fyrir árslok. Borgarfyrirtæki: Samstaða um sölu SVEITARSTJÓRNARMÁL Lagt er til að Þórólfur Árnason, borgarstjóri Reykjavíkur, feli þriggja manna verkefnisstjórn að móta tillögu að sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöð ehf. og Malbikunar- stöðinni Höfða hf. og leggja fyrir borgarráð fyrir árslok. Tillaga þessa efnis var sam- þykkt á fundi Borgarráðs í gær. „Taka skal tillit til hagsmuna Reykjavíkurborgar sem aðaleig- anda fyrirtækjanna tveggja og jafnframt sem eins helsta kaup- anda þjónustu þeirra. Miðist til- lögurnar við að tryggja sem virkasta samkeppni á starfssviði fyrirtækjanna,“ segir í tillögunni. Þórólfur Árnason borgarstjóri er sagður fagna einingu borgar- stjórnarflokkanna um málið og segir söluna í takt við þá stefnu borgarinnar að selja rekstrarein- ingar sem betur eiga heima á al- mennum markaði. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fluttu tillögu um söluna á Vélamiðstöðinni og Malbikunar- stöðinni Höfða á borgarstjórnar- fundi fyrr í mánuðinum og var henni þá vísað til til borgarráðs. ■ TILBOÐ LAUNANEFNDAR SVEITARFÉLAGANNA TIL GRUNNSKÓLAKENNARA Í MAÍ: 1. Minnka kennsluskyldu umsjónarkennara úr 28 kennslu- stundum á viku í 27 við lok samningstímans - en jafnframt að bjóða þeim sem hafa óbreytta kennsluskyldu tveggja launaflokka hækkun í staðinn. 2. Auka lágmarksundirbúning á forræði kennara úr 20 mínút- um fyrir hverja kennslustund í 27 mínútur, aðallega með tilfærslu á vinnu af sumri yfir á starfstíma skóla. 3. Sameina vinnutíma kennara undir verkstjórn og frímínútur og minnka úr 11,94 klukkustundum á viku í 11,04 4. Taka upp nýja miklu hærri launatöflu. 5. Auka fjármagn í launapotti og efla sveigjanleika um notk- un hans. 6. Taka (aftur) upp álag ef kennari hefur tvo námshópa samtímis. 7. Auka framlög til endurmenntunar kennara úr 3,02% í 4% með því að setja 1,5% til símenntunaráætlana skóla með nýju framlagi launagreiðenda og tilfærslu úr Vonarsjóði (0,5%). 8. Hafa áfangahækkanir með sama sniði og ASÍ/SA samningar. 9. Taka upp tryggingarákvæði gagnvart launaþróun annarra (Danska leiðin).* 10. Setja í kjarasamning ákvæði um réttindi og skyldur og fella niður lög um sama efni. Kostnaðaráhrif af þessum tillögum á samningstímabilinu eru tæp- lega 19% en þá eru ekki metin áhrif af 10. lið. MAT LAUNANEFNDAR SVEITARFÉLAGA Á KRÖFUM KENNARASAMBANDS ÍSLANDS: 1. Minnka kennsluskyldu kennara úr 28 kennslustundum á viku í 26. 2. Minnka kennslu umsjónarkennara enn frekar. 3. Auka lágmarksundirbúning á forræði kennara úr 20 mínútum fyrir hverja kennslustund í 30 mínútur. 4. Draga úr verkstjórnarvaldi skólastjóra með því: a) að minnka tímann undir verkstjórn úr 9,14 klst. á viku í 9 klst. b) að setja hámark á þann tíma sem má töflusetja fyrir önn/ár í 4 klst. á viku og c) að takmarka hvaða faglegu störf má fela kennurum innan verkstjórnartímans. 5. Taka upp nýja miklu hærri launatöflu. 6. Byrjunarlaun grunnskólakennara (30 ára með umsjón og tvo launaflokka úr potti) verði 250 þús. kr. 7. Grunnröðun faggreinakennara og umsjónarkennara verði jöfnuð. 8. Launapottur verði afnuminn (felldur inn í grunnlaun) og nýr 6% launapottur tekinn upp. 9. Fimm launaflokkar (hver 3%) komi til vegna kennsluferils í stað þriggja launaflokka vegna símenntunar. 10. Taka (aftur) upp 20% álag á kennsluyfirvinnu. 11. Taka (aftur) upp álag ef kennari hefur tvo námshópa samtímis. 12. Hækkun framlaga í Námsleyfasjóð úr 1,3% í 2%. 13. Taka upp mótframlag launagreiðanda í séreignarsjóð, 2% 14. Auka framlag launagreiðanda í orlofssjóð úr 0,25% í 0,5%. 15. Hafa áfangahækkanir með sama sniði og ASÍ/SA samningar. 16. Hafa tryggingarákvæði gagnvart launaþróun annarra. Launanefnd sveitarfélaganna segir kostnaðaráhrif af kröfunum á samn- ingstímabilinu um 50%. Kennarar hafa gefið út að þeir geti sætt sig við 30-35% kostnaðarhækkun. Þeir hafa ekki gefið upp hvar eigi sú skerðing að koma fram. Heimild: Vefur Sambands íslenskra sveitarfélaga LAUNANEFND SVEITARFÉLAGANNA Sat fund með kennurum og skólastjórnendum í gær. Hvorki samninganefnd sveitarfélaga né kennara tjá sig um stöðuna í kjaraviðræðunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N STÓRA SAMNINGANEFND KENNARA Einblínir á mínútur og klukkustundir í samn- ingagerð við launanefnd sveitarfélaganna. Það kemur í veg fyrir að samningar náist, seg- ir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson. Óásættan- legt er fyrir kennara að störf þeirra séu metin með þeim hætti á 21.öldinni, segir Ragnheið- ur Ríkharðsdóttir. gag@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.