Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 46
„Þetta hefur verið mikið minn- ingaframleiðsluár með opnun Þjóðminjasafnsins, heimastjórn- arafmælinu, málþingum um at- vinnuframfarir og fleira þar sem meginþemað er velmegun á þess- ari öld sem liðin er frá því að Ís- lendingar fengu heimastjórn,“ segir Jón Þór Pétursson sagn- fræðingur, en hann er frummæl- andi, ásamt Ólafi Teiti Guðnasyni og Hilmu Gunnarsdóttur, á fundi hjá Sagnfræðingafélagi Íslands þar sem kostir og gallar bókar- innar Forsætisráðherrar Íslands verða ræddir. Yfirskrift fundarins er Ráð- herrabókin: Þarfaþing eða endur- tekningar í vönduðum umbúðum? og búast þau Jón Þór og Hilma við fjörugum umræðum um bóka- útgáfu af þessu tagi en þau hafa ýmislegt við nýju ráðherrabókina að athuga. „Það er mikið um endurtekn- ingar í þessari bók og það er búið að skrifa ævisögur flestra þess- ara manna í bókum og ritgerð- um,“ segir Hilma. „Hún er hins vegar mjög vönduð og gerð af miklum efnum þannig að umbúð- irnar eru vissulega glæsilegar.“ Hilma og Jón Þór segja bókina vera dæmigerða stórmennasögu og hún sé unnin samkvæmt úrelt- um sagnfræðihugmyndum sem voru í tísku um miðbik síðustu aldar. „Þetta er sagan skrifuð að ofan og þar eru stórmennunum gerð skil. Mönnum sem komu og leiddu þjóðina áfram. Þetta er einhliða söguskoðun og ber yfir- bragð minningargreina. Útgáfa rita af þessu tagi er pólitísk þar sem þeim er ætlað að stappa stáli í þjóðina og sannfæra hana um að við eigum enn sterka leiðtoga sem leiða okkur til velsældar og bera þjóðina á herðum sér.“ Jón Þór segir að þessir leiðtog- ar séu kynntir til sögunnar sem menn sem hafi gefið okkur líf sitt og sál og miðað við umræðuna um heimastjórnina og ráðherra- bókina sem sé vissulega rúsínan í pylsuendanum á 100 ára afmæl- isveilsu heimastjórnarinnar bendi allt til þess að gera eigi Hannesi Hafstein að því sem Jón Sigurðsson hefur verið hingað til. „Það virðist standa yfir leit að nýju sameiningartákni og það má segja að þeir Hannes og Davíð Oddsson kallist á. Davíð skrifar um Hannes og speglar sig í Hannesi sem arftaka hug- sjóna hans.“ Fundurinn er haldinn í Reykjavíkurakademíunni við Hringbraut 121 á milli klukkan 12-13.15 í dag. ■ 34 17. september 2004 FÖSTUDAGUR ANNE BANCROFT Þessi síunga leikkona sem táldró ungan Dustin Hoffman í The Graduate og eiginkona spéfugls- ins Mel Brooks er 73 ára í dag. Sterkir leiðtogar kallast á FORSÆTISRÁÐHERRABÓKIN: STÓRMENNASAGA SKRIFUÐ AÐ OFAN „Besta leiðin til þess að fá flesta eiginmenn til að gera eitthvað er að gefa í skyn að þeir séu ef til vill of gamlir til þess að gera það.“ - Anne Bancroft kann tökin á körlunum eins og marg oft hefur komið fram bæði á hvíta tjaldinu og í lífinu sjálfu. timamot@frettabladid.is Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Elín Ólafsdóttir Stekkjarkinn 13, Hafnarfirði lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík mánudaginn 6. septem- ber 2004. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug. Jón Strandberg, Sigríður Jónsdóttir, Ásbjörn Björgvinsson, Ólöf Jónsdóttir, Harry Þór Hólmgeirsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Aðalsteinn Stefánsson Miðtúni 4, Seyðisfirði er lést föstudaginn 10. september, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 17. september kl. 13.30. Sigurbjörg Jónsdóttir, Ómar Trausti Jónsson, Hafþór Svanur Jónsson, Sigrún Steinarsdóttir, Lára Ósk Jónsdóttir, Ingvi Þór Rafnsson, Þóra Gylfadóttir, Einar Sigurðsson og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Eiríkur Óli Ólafsson Kirkjustíg 2, Eskifirði verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirku sunnudaginn 19. september kl. 15.00. Ólöf María, Helga Ólena, Árný og Lára Elísabet Eiríksdætur, makar, börn og barnabörn. Ástkær dóttir okkar og litla systir mín, Fjóla Kristín Gústafsdóttir verður jarðsungin í dag, föstudag 17. september, frá Bústaðakirkju kl. 13.30. Elísabeth Anna Friðriksdóttir, Gústaf Þór Gunnarsson, Friðrik Helgi Gústafsson. ANDLÁT Guðný Skúladóttir, Ljósvallagötu 8, lést 31. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. Margrét Guðmundsdóttir, Ljósheimum 14, lést 7. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Elís Gunnarsson, Vatnabúðum, Eyrar- sveit, lést 12. september. Haukur Jónsson, Rauðalæk 61, lést 13. september. Gunnhildur Daníelsdóttir, frá Viðars- stöðum, lést 13. september. Halldóra Ingibjörg Ingólfsdóttir (Inga), Lyngbrekku 1, lést 13. september. Alda Rannveig Þorsteinsdóttir, lést 14. september. Halldór Jón Ólafsson, Hátúni 6b, lést 15. september. Ingvar Loftsson, Birkigrund 33, lést 15. september. JARÐARFARIR 10.30 Guðlaug Kristjana Guðlaugsdóttir, frá Búðum í Hlöðuvík, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.30 Júlíus Pálsson, Hjarðartúni 5, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. 13.30 Ragna Helga Rögnvaldsdóttir, hjúkrunarheimilinu Eir, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 15.00 Ólöf Jóna Björnsdóttir, Ásvalla- götu 65, verður jarðsungin frá Nes- kirkju. Á þessum degi árið 1978 komu Anwar el-Sadat, forseti Egypta- lands, og Menachem Begin, for- sætisráðherra Ísraels, saman í Hvíta húsinu í Washington og und- irrituðu drög að friðarsáttmála sem kenndur er við Camp David. Að baki samkomulaginu lágu 12 daga samningaviðræður sem fóru fram á milli leiðtogana að undir- lagi Jimmy Carter, þáverandi for- seta Bandaríkjanna. Carter bauð þeim Sadat og Begin að koma til fundar í Camp David, sumarbústað Bandaríkja- forseta í fjöllum Maryland. Gengið var frá endanlegum friðarsamningi milli Egypta og Ísraela í mars árið 1979 en það var fyrsti friðarsamningurinn sem Ísraelar gerðu við arabíska nágranna sína. Sadat og Begin hlutu Friðar- verðlaun Nóbels árið 1978 fyrir viðleitni sína til að binda enda á stríðsástandið sem geisað hafði á milli landa þeirra allt frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Sadat naut mikilla vinsælda á Vesturlöndum fyrir sáttfýsina en var ekki jafn vel þokkaður af aröbum og 6. október árið 1981 var hann myrtur af öfgasinnuðum múslimum. Friðarsamningurinn sem hann átti þátt í að gera heldur enn þann dag í dag. ■ Sadat og Begin semja frið ANWAR EL-SADAT Forseti Egyptalands taldi vænlegast að friðmælast við Ísraela. ÞETTA GERÐIST SADAT OG BEGIN LEGGJA GRUNNINN AÐ FRIÐI 17. september 1978 HILMA GUNNARSDÓTTIR OG JÓN ÞÓR PÉTURSSON Sagnfræðingarnir segja bókina Forsætisráðherrar Íslands vera full ljúfa lesningu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M „Ég er búin að bera Fréttablaðið út síðan í maí 2003,“ segir Ásdís Eva Svansdóttir sem er blaðberi vik- unnar hjá Fréttablaðinu enda búin að standa sig með miklum sóma. Hún ber út í þrjár götur og hefur yfir engu að kvarta enda telur hún það ekki eftir sér að rjúka snemma á fæt- ur til þess að koma blaðinu til skila. „Þetta er ekkert mál,“ segir hún og samþykkir það feimnislega að hún eigi vel inni fyrir nafnbótinni blaðberi vikunnar. Nú fer annar veturinn hennar sem blaðberi í hönd og hún segist ekki sjá neina ástæðu til að kvíða myrkrinu og kuldanum og ætlar ótrauð að halda út- burðinum áfram. Ásdís Eva fékk stafræna myndavél frá BT í verðlaun fyrir að hafa borið Fréttablaðið út með sóma og spáir því að hún muni nota myndavélina mikið. Hún er á leiðinni til Danmerkur í október og þá kemur sér vel að hafa vélina með. Hún fór til Krítar í sumar og segir ferðalög til útlanda vera eitt af helstu áhugamálum sínum en ann- ars finnst henni skemmtilegast að versla, vera með vinum sínum og hlusta á tónlist. Það er viðtekin venja að spyrja blaðbera að því hvað þeir séu með í vösunum og Ásdís Elva svarar þeirri spurningu í lokin. „Ég er með lykla, gloss og strætómiða í vasanum.“ Allt sem þarf til að komast í gegnum dag- inn eftir að Fréttablaðið er komið í hús. ■ BLAÐBERI VIKUNNAR ÁSDÍS EVA SVANSDÓTTIR HEFUR BORIÐ FRÉTTABLAÐIÐ ÚT Í RÚMT ÁR MEÐ MIKLUM SÓMA OG ER BLAÐBERI VIKUNNAR. Ekkert mál að bera út á veturna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.