Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 57
45FÖSTUDAGUR 17. september 2004 „Við stefnum að því að þetta verði svolítið grand tónleikar,“ segir Úlfur Eldjárn í orgelkvartettinum Apparat, sem verður með lang- þráða tónleika í húsakynnum Klink og Bank í kvöld. „Það er orðinn fáránlega langur tími síðan við spiluðum síðast í Reykjavík. Síðast spiluðum við í Neskaupstað í sumar og þar vor- um við að prufukeyra ný lög.“ Úlfur segir kvartettinn, sem er skipaður fjórum orgelleikurum ásamt trommuleikara, ætla að flytja töluvert af nýju efni á tón- leikunum í kvöld, ásamt eldra efni af einu plötu kvartettsins, sem kom út fyrir tveimur árum. Sú plata verður reyndar gefin út í Bandaríkjunum og Japan á næsta ári, og væntanlega í Evrópu líka. Í október ætlar kvartettinn að halda í tónleikaferð til Evrópu, og væntanlega mun hann þá spila víðar í kjölfarið. „Við ætlum okkur að komast aftur í þennan tónleikagír. Á tón- leikum prófum við nýju lögin, og það á svo eftir að enda í ennþá fleiri lögum sem svo enda á plötu einhvern tímann.“ Úlfur segir nýja efnið vera ein- hvers konar framhald á eldri lög- unum. „En þetta fer samt svolítið í all- ar áttir, þetta nýja. Sum lögin eru miklu poppaðri og önnur tormelt- ari en gamla efnið. Á fyrstu plöt- unni vorum við svolítið uppteknir af því að búa til okkar eigið sánd, en núna erum við að taka það skre- fi lengra í ýmsar áttir. Við erum núna í dágóðan tíma búnir að vera að semja lög og spila fyrir sjálfa okkur, en þegar maður er í orgel- kvartett tekur þetta sinn tíma. Við erum búnir að fara í ansi marga hringi með tónlistina og það sem við vorum að gera fyrir fimm árum, þegar við byrjuðum, er orðið ansi ólíkt því sem við erum að gera núna.“ Úlfur lofar því að mikið muni ganga á í kvöld. Búið verður að skreyta húsnæðið með gulli, boðið verður upp á drykk hljómsveitar- innar, sem er hunangsvodka sem meðlimirnir blanda sjálfir, plötu- snúðurinn DJ Bomb sér um að koma fólki í rétta stemningu og svo verður heilmikið gítarsóló rétt áður en orgelkvartettinn stígur á stokk. „Svo erum við nýbúnir að festa kaup á sápukúluvél, líklega eina hljómsveitin á landinu sem hefur yfir slíkum grip að ráða.“ ■ ■ TÓNLEIKAR Nýbúnir að fjárfesta í sápukúluvél ORGELKVARTETTINN APPARAT Hefur haft hægt um sig en býður til sannkallaðra stórtónleika í Klink og Bank í kvöld, þar sem nýtt efni verður kynnt í bland við gömlu lögin. EGÓ Það er nóg að gera hjá hljómsveit- inni Egó eftir að hún reis upp frá löngum dvala. Hún mun skemmta norðlendingum í kvöld í Sjallanum, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.