Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 41
29FÖSTUDAGUR 17. september 2004 Ég vil hér með hvetja Akureyringa og aðra, sem áhuga hafa á skipu- lagsmálum og uppbyggingu Akureyrar, til að fjölmenna í Íþróttahöllina á morgun. Sameinumst um að setja Akureyri í öndvegi Tólf fyrirtæki á Akureyri hafa myndað áhugahóp um uppbygg- ingu miðbæjarins á Akureyri undir kjörorðunum: Akureyri í öndvegi. Í þeim hópi er KB Banki á Akureyri sem ég er í forsvari fyrir. Líkt og á flestum þéttbýlisstöðum hefur miðbæ Akureyrar hnignað á undan- förnum áratugum enda hefur uppbygging á þjónustu og íbúð- um að mestu verið bundin við nýju úthverfin. Hin sameigin- lega „betri stofa“ bæjarins: mið- bærinn, sem er andlit Akureyr- ar út á við, hefur ekki fengið þá eflingu sem vert væri. Ein leið til að breyta þessari þróun er að líta á miðbæinn sem eitt „íbúða- hverfanna“ í bænum með að- dráttarafl fyrir ólíka hópa. Þannig gæti miðbær Akureyrar í senn orðið nýr búsetuvalkostur fyrir íbúa Akureyrar og „héraðshöfuðborg“ þeirra sem Norður- og Austurland byggja með fjölbreyttri verslun og þjónustu í samkeppni við höfuð- borgina. Fyrir íbúa suðvestur- hornsins gæti Akureyri orðið „hin íslenska borgin“ sem spennandi er að heimsækja og dveljast í um lengri eða skemmri tíma, manneskjulegur og fallegur bær, kærkomin hvíld frá streitu, umferðarhnútum og löngum akstursleiðum höfuð- borgarsvæðisins. Það sem er sérstakt við verk- efnið Akureyri í öndvegi er að það eru ekki bæjaryfirvöld sem hafa frumkvæðið að því að leita eftir og móta hugmyndir um að- gerðir í miðbænum. Það er framangreindur hópur sem hyggst marka stefnuna en það ætlar hann að gera með því að fá sem flesta bæjarbúa til að ræða málefni miðbæjarins, leggja fram hugmyndir um úrbætur og fylgja málinu eftir allt til enda. Hópurinn vinnur nú að stefnumörkun og alþjóðlegri hugmyndasamkeppni fyrir mið- bæ Akureyrar. Mikilvægasti lið- urinn í því verkefni er opið þing í Íþróttahöllinni á Akureyri á morgun, laugardaginn 18. sept- ember, kl. 10-18, þar sem mál- efni miðbæjarins og Akureyrar í heild verða til umræðu. Þar gefst mikilvægt tækifæri til þess að koma hugmyndum, vangaveltum, umkvörtunum og úrlausnum á framfæri. Niður- stöður þingsins verða síðan kynntar miðvikudaginn 22. sept- ember nk. kl. 20.00 á Hótel KEA. Ég vil hér með hvetja Akur- eyringa og aðra, sem áhuga hafa á skipulagsmálum og uppbygg- ingu Akureyrar, til að fjölmenna í Íþróttahöllina á morgun. Hér gefst einstakt tækifæri til að hafa áhrif á uppbyggingu okkar nánasta umhverfis. Leggjum okkar af mörkum til að setja Akureyri í öndvegi! Höfundur er útibússtjóri KB banka á Akureyri. HILMAR ÁGÚSTSSON ÚTIBÚSSTJÓRI UMRÆÐAN MIÐBÆR AKUREYRAR ,, Sjaldan hef ég séð ástæðu til þess að klappa takkatíkinni minni til að skrifa greinar í blöð um þjóð- félagsmál. Minnir að ég hafi síð- ast skrifað kjallaragrein í DV sem ungur námsmaður (sem er þá greinilega töluvert síðan) gegn hugmyndum þáverandi menntamálaráðherra, Ólafs G. Einarssonar, um breytingar á út- lánareglum LÍN. Ekki svo að skilja að síðan þá hafi ég aldrei haft ástæðu til þess að stinga nið- ur staf. Nei, tilefnin hafa verið mörg en alltaf hef ég getað setið á strák mínum. Þangað til nú! Tilefnið er viðbrögð Eiríks Jónssonar, formanns KHÍ, við hugmynd Íslandsbanka og Sjóvá að setja upp gæslu fyrir börn starfsmanna verði af verkfalli kennara. Í gegnum tíðina hef ég ekkert haft sérstaklega meiri samúð með stéttabaráttu kenn- ara en flugumferðarstjóra, félaga í BSRB, hjúkrunarfræð- inga eða annarra sem hafa farið í verkfall stéttabaráttu sinni til stuðnings. Í mínum huga er því verk- fallsréttur kennara ekkert mikil- vægari en verkfallsréttur ann- arra stétta! Þetta vopn er að vissu leyti ákaflega sterkt og hefur örugglega skilað mörgum stéttum betri kjörum, en það er líka vandmeðfarið. Verkföll geta nefnilega átt það sameiginlegt með hryðjuverkum að vera not- uð til hótunar eða þvingunar og að þau bitna alltaf mest á sak- lausum þriðja aðila. Fyrirbyggj- andi barátta gegn hryðjuverkj- um miðar m.a. að því að æfa við- brögð við ýmiss konar ógn og að búa okkur undir það sem gæti gerst. Á sama hátt hljótum við sem erum foreldrar hér á landi að búa okkur undir hugsanlegt verkfall kennara. Einfaldur Ís- lendingur gæti því freistast til að halda að það væri ekkert at- hugavert við það. Eða hvað? Í gær heyrði ég haft eftir Eiríki að það væri ekkert athugavert við að foreldrar tækju sig saman um gæslu en það gegndi allt öðru máli ef það væri á vegum stór- fyrirtækja. Og hvað kemur hon- um það við? Jú, svarið fékkst í dagblöðum dagsins í dag. Vegna þess að: „...daggæsla skipulögð af stórfyrirtækjum væri til þess fallin að draga úr áhrifum verk- falls.“ (Morgunblaðið 15.09 2004). Áfram heldur sami Eirík- ur. Í Fréttablaðinu í dag, 15. september, segir hann: „...Ís- landsbanka fá að sjá hvað kenn- arar geri haldi bankinn áform- um sínum um Heilsuskóla fyrir börn starfsmanna á grunnskóla- aldri til streitu“. Og í Íslandi í dag á Stöð 2 þann 14. september mátti túlka ummæli sama Eiríks á þann veg að í þessari hótun fælist það að KHÍ myndi hvetja sína félagsmenn til að hætta við- skiptum við umrædd fyrirtæki. Ég hlýt nú að spyrja mig sem og aðra foreldra að því hvort að þessi maður tali virkilega fyrir hönd þeirra kennara sem kenna börnunum okkar? Finnst okkur það allt í lagi að forsvarsmaður kennara tali og komi fram fyrir skjöldu með líkum hætti og hryðjuverkamenn? Ógeðfellt of- beldistal heyri ég sagt um þessi ummæli. Mér finnst það vægt til orða tekið. Þeir kennarar sem ég þekki og kenna eða kennt hafa börnunum mínum eiga ekkert sameiginlegt með þessum manni og ég get ekki ímyndað mér að nokkur þeirra gæti látið annað eins út úr sér fara, jafnvel þó að sá hinn sami stæði í viðkvæmum kjaraviðræðum. Dragi hann ekki þessi ummæli eða hótanir sínar til baka hefur Eiríkur að mínu viti sagt sitt síðasta orð, a.m.k. gagnvart mér, því framvegis mun ég taka jafnmikið mark á honum og öðrum þeim sem láta hótanir um hefndaraðgerðir og þvinganir ráða för. Skiptir þá í raun engu hvort málstaðurinn er góður eða ekki! ■ HEIÐAR INGI SVANSSON MARGRA BARNA FAÐIR UMRÆÐAN KENNARADEILAN Helgar tilgangurinn meðalið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.