Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 6
6 17. september 2004 FÖSTUDAGUR Fjórir franskir ferðamenn festu bíl sinni í Ófæru: Óðu ána upp að mitti LÖGREGLA Fjórir franskir ferðamenn sem leit var hafin að skiluðu sér til byggða heilir á húfi rétt eftir klukk- an tólf í hádeginu í gær. Frakkarnir höfðu bókað sig á Hótel Rangá í fyrradag og skilið farangur sinn eftir á hótelherbergj- unum. Lögðu þeir síðan af stað í bíl- ferð en ekki var vitað hvert ferð þeirra var heitið. Þegar fólkið hafði ekki skilað sér inn á hótelið klukkan átta í gærmorgun var haft samband við lögregluna á Hvolsvelli. Við at- hugun lögreglu kom í ljós að Frakk- arnir höfðu sýnt því áhuga við ferðaskrifstofu að skoða Heklu. Björgunarsveitir voru því kallaðar út um klukkan ellefu og hófu leit á svæðinu í kringum Heklu. Síðar kom í ljós að Frakkarnir höfðu farið inn í Landmannalaugar, þaðan inn að Eldgjá og að Ófærufossi. Í baka- leiðinni festu þeir bíl sinn í ánni Ófæru og þurftu að vaða upp í mitti til að komast úr ánni. Þaðan gengu þeir um átta kílómetra að skála í Hólaskjóli þar sem þeir eyddu nótt- inni. Í gærmorgun hittu Frakkarnir hollenskt par við skálanum sem keyrði þá til byggða. ■ Neysla erlendra ferðamanna eykst Tekjur af erlendum ferðamönnum hafa aukist um milljarð fyrri hluta árs miðað við sama tímabil í fyrra. Tekjur vegna erlendra ferðamanna voru 16 milljarðar fyrir áratug en 37 milljarðar í fyrra. FERÐAIÐNAÐUR Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum fyrstu sex mánuði ársins hafa aukist um milljarð frá því á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu. Tekjurnar fyrri helming þessa árs námu tæpum 15 milljörðum króna. Af þeim voru um 5,5 millj- arðar í fargjaldatekjur en restin vegna kaupa ferðamanna á vörum og þjónustu í landinu. Fargjalda- tekjur voru álíka og í fyrra og var aukningin því nær eingöngu vegna neyslu ferðamanna eftir að til landsins var komið. Tekjur af erlendum ferðamönn- um hafa vel ríflega tvöfaldast á undanförnum áratug. Þær voru tæpir 16 milljarðar 1993 en rúmir 37 milljarðar í fyrra. Fargjaldatekj- ur jukust úr tæpum 6 milljörðum í tæpa 13 milljarða á tímabilinu og tekjur vegna neyslu úr tæpum tíu milljörðum í um 24,5 milljarða. Á síðasta ári komu í fyrsta sinn fleiri en 300 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og hefur þeim fjölgað um 124 þúsund frá því fyrir sex árum. Á milli áranna 2002 og 2003 fjölgaði ferðamönn- um um tæp 40 þúsund. Hver ferðamaður sem kom til landsins í fyrra eyddi að meðaltali um 120 þúsund krónum. Af þeim fóru rúm 40 þúsund í fargjöld og tæp 80 þúsund í neyslu. Árið 1997 var meðaltalseyðslan sú sama en skiptingin öðruvísi. Flugfarið var dýrara, kostaði tæpar 55 þúsund krónur að meðaltali, og varði hver ferðamaður rúmum 65 þúsund krónum í vöru og þjónustu. Neyslan hefur því aukist um 15 þúsund krónur á ferðamann að meðaltali á síðustu sex árum en flugfarið er að sama skapi 15 þús- und krónum ódýrara en áður var. sda@frettabladid.is Atlantsolía í Reykjavík: Bensínstöð fyrir áramót BORGARMÁL Borgarráð staðfesti í gær breytingu á borgarskipulag- inu sem gerir ráð fyrir að reist verði sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og olíu við Bústaðaveg. Atlantsolía hefur þegar fengið fyrirheit um lóðina, sem stendur norðan við veitingastaðinn Sprengisand og austan hesthúsa Fáks á svæðinu. „Við viljum þakka borgaryfir- völdum fyrir þetta,“ segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atl- antsolíu. „Þetta er stór dagur fyrir Reykvíkinga og Atlantsolíu því það hefur sýnt sig að það rík- ir verðsamkeppni í þeim bæjar- félögum þar sem Atlantsolía rek- ur bensínsölu. Undirbúningur að hönnun stöðvarinnar er þegar hafinn og við væntum þess að stöðin verði komin í gagnið fyrir áramót.“ ■ Veikir ferðamenn: Fengu sextíu milljónir HEILBRIGÐISMÁL Tryggingastofnun greiddi í fyrra tæplega sextíu milljónir króna vegna sjúkra- kostnaðar íslenskra ferða- manna; 29 milljónir vegna ferða í löndum utan Evrópska efna- hagssvæðisins, 27 milljónir til landa innan svæðisins og rúma milljón króna til endurgreiðslu á beinum útlögðum kostnaði ein- staklinga í EES löndunum. Ferðamenn geta á grundvelli EES-reglna um almannatrygg- ingar fengið nauðsynlega sjúkrahjálp þegar þörf krefur hjá heilbrigðiskerfi hins opin- bera í löndunum. Sjúkrakostn- aðurinn er svo gerður upp eftir á, beint milli tryggingastofnana viðkomandi landa. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða dómari fékk flugeld í höfuðið áleik í Meistaradeildinni í fyrrakvöld? 2Hvaða sjónvarpsþáttur á Popptívimun hætta um áramótin? 3Hvað heitir utanríkisráðherra Rúss-lands? Svörin eru á bls. 50 SKÁLINN Í LANDMANNALAUGUM Frönsku ferðamennirnir sem leitað var að í gær fóru inn að Landmannalaugum, það- an í Eldgjá og að Ófærufossi. Í bakaleið- inni festu þeir bíl sinn í ánni Ófæru og urðu að skilja hann eftir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Ö R N Þ Ó R AR IN SS O N TEKJUR AF ERLENDUM FERÐAMÖNNUM Tekjur Neysla Fargjalda- alls innanlands tekjur 1990 13.572 8.806 4.766 1991 14.157 8.684 5.473 1992 13.362 8.124 5.238 1993 15.747 9.764 5.983 1994 17.804 10.595 7.209 1995 19.915 12.004 7.911 1996 20.755 11.722 9.033 1997 22.006 12.021 9.985 1998 26.336 14.633 11.703 1999 27.498 16.070 11.428 2000 30.459 17.967 12.492 2001 37.720 22.881 14.839 2002 37.137 22.835 14.302 2003 37.305 24.531 12.774 FJÖLDI FERÐAMANNA TIL ÍS- LANDS UM LEIFSSTÖÐ Á TÍMA- BILINU 1997-2003 1997 183.973 1998 221.081 1999 247.656 2000 289.418 2001 295.000 2002 270.307 2003 308.768 FERÐAMENN SKOÐA SÓLFARIÐ Hver ferðamaður sem kom til landsins í fyrra eyddi að meðaltali um 120 þúsund krónum. Af þeim fóru rúm 40 þúsund í fargjöld og tæp 80 þúsund í neyslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA LAGARFLJÓT OG EGILSSTAÐIR Bæjarstjórn Egilsstaða brást á fundi sínum í gær hart við hugmyndum sem viðraðar hafa verið um að færa þjóðveg eitt þannig að hann liggi með fjörðum í stað Breið- dals og Skriðdals. Tekist á um þjóðveg eitt: Vilja ekki missa veginn SVEITARSTJÓRNARMÁL „Bæjarstjórn Austur-Héraðs mótmælir hug- myndum um lengingu þjóðvegar eitt þannig að hann liggi með fjörðum í stað Breiðdals og Skrið- dals,“ segir í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. „Bæjarstjórn skorar á þingmenn og samgönguyfirvöld að standa gegn slíkum hugmynd- um, enda eru þær í andstöðu við þá stefnu sem viðhöfð hefur verið að þjóðvegur 1 sé ávallt stysta hringleið um landið. Slík breyting minnkar ekki þörf fyrir varanlega vegagerð og breiðari brýr í Skrið- dal. Öryggi vegfaranda á þeirri leið verður ekki bætt með því að færa til númer þjóðvega, því stað- reyndin er sú að allur meginþungi umferðarinnar velur sér stystu leið milli áfangastaða, eins og kom í ljós þegar vegur yfir Öxi var lagfærður.“ Bæjarstjórn Austur-Héraðs samþykkti að koma sem fyrst á fundi með sveitarstjórn Austur- byggðar, en hún hafði áður ályk- tað um færslu þjóðvegar eitt. Á fundinum á að leita nánari skýr- inga og upplýsinga um afstöðu sveitarstjórnar Austurbyggðar. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.