Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 40
Nýútkomin skýrsla starfshóps sjávarútvegsráðuneytisins, ut- anríkisráðuneytisins og hags- munasamtaka í sjávarútvegi um sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins og hvernig hún snertir hugsanlega aðild Íslands að ESB er fyrir margra hluta sakir merkileg. Í þessari skýrslu er staðfest margt af því sem stuðningsfólk aðildar að ESB hefur sagt und- anfarin misseri. Vonandi lesa andstæðingar aðildar að ESB þessa skýrslu vel og henda gamla hræðsluáróðrinum út í hafsauga og fjalla um stað- reyndir og samningsmarkmið. Það er reyndar með ólíkind- um hvernig Morgunblaðið fjall- aði um þessa skýrslu þann 12. september sl. Morgunblaðið tek- ur fullyrðingar í skýrslunni sem eru eignaðar íslenskum stjórn- völdum og gerir þær að ein- hvers konar niðurstöðu skýrsl- unnar. Það sem íslensk stjórn- völd, þ.e. Davíð Oddsson, hafa sagt um ESB er ekki niðurstaða þessa starfshóps, sem fyrst og fremst er að setja fram upplýs- ingar um núverandi sjávar- útvegsstefnu ESB. Í skýrslunni, þar sem m.a. sátu fulltrúar útvegsmanna, er staðfest að aðrar þjóðir ESB hafa ekki skilgreinda veiði- reynslu á Íslandsmiðum og munu þar af leiðandi ekki fá kvóta innan íslenskrar lögsögu þrátt fyrir aðild Íslands að ESB. Í skýrslunni kemur einnig fram að sú regla Evrópudómstólsins sem gerir kleift að krefjast efnahagslegra tengsla milli út- gerða og þeirra aðildarríkja sem ráða yfir kvótanum er Ís- lendingum afskaplega hagstæð og ekki síst íslenskum sjávar- byggðum. Áhyggjur vegna deilistofna eru sömuleiðis of- metnar þar sem Íslendingar þurfa að semja við aðrar þjóðir um þá hvort sem Ísland er fyrir utan sambandið eða innan þess. Þar kemur einnig fram að of- veiði ESB-ríkjanna er fyrst og fremst vegna þrýstings viðkom- andi aðildarríkja. En í tilviki ís- lensku fiskstofnanna væri Ís- land eina aðildarríkið sem hefði rétt á kvóta í íslenskri lögsögu vegna skilyrðisins um veiði- reynslu og því væri það undir okkur sjálfum komið hvort við myndum þrýsta á meiri veiði en vísindamenn mæla með. Í skýrslunni er sömuleiðis staðfest að fiskveiðieftirlit verður áfram í höndum Íslend- inga eftir aðild og mun því slæmt eftirlit annarra ríkja ESB ekki hafa nein áhrif hér á landi. Skýrsluhöfundar telja upp margvíslegar jákvæðar breyt- ingar sem hafa orðið á sjávar- útvegsstefnu ESB á undanförn- um misserum. Þar má nefna að vaxandi tillit er tekið til ráð- leggingar vísindamanna, stofn- un sérstaks Svæðisráðs skipað hagsmunaaðilum, aukin völd að- ildarríkja til að grípa til neyðar- ráðstafanna og bætt eftirlits- kerfi. Skýrsluhöfundar tala einnig um að verðandi stjórnar- skrá ESB muni eingöngu stað- festa núverandi valdheimildir sambandsins á sviði sjávarút- vegs. Skýrslan minnir sömuleiðis á Lúxemborgarsamkomulagið, sem fjallar um neitunarvald að- ildarríkjanna á ákvörðunum sem varða verulega mikilvæga hagsmuni viðkomandi ríkis. Hagsmunir Íslands á sviði sjáv- arútvegs verða að teljast veru- legir fyrir Ísland. Loks eru talin upp margvís- leg svæði þar sem sérreglur gilda og má þar nefna Hjaltlandseyjar, Asoreyjar, Kanaríeyjar og Miðjarðarhaf. Allar þessar reglur sem eru nú þegar í gildi hjá Evrópusam- bandinu staðfesta að Íslending- ar gætu vel náð ásættanlegum útfærslum í aðildarviðræðum fyrir sína hagsmuni án þess að krefjast undanþágu frá sjálfri sjávarútvegsstefnunni. Í Evrópuúttekt Samfylking- arinnar frá árinu 2001 var bent á þá leið að gera þá kröfu í aðild- arviðræðum að hafið í kringum Ísland yrði skilgreint sem sér- stakt hafsvæði sem mundi lúta sérstöku fyrirkomulagi. Núver- andi forsætisráðherra reifaði svipaða hugmynd hálfu ári seinna í svokallaðri Berlínar- ræðu sinni. Hér er ekki um að ræða undanþágu frá sjávar- útvegsstefnunni heldur rúmast þetta innan núverandi sjávar- útvegsstefnu ESB. Nú eiga hagsmunaðilar, stjórnmála- menn, almenningur og ekki síst ákveðnir fjölmiðlar að koma sér upp úr skotgröfunum og hefja opna umræðu um hver eigi að vera samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið. ■ 17. september 2004 FÖSTUDAGUR28 Til umræðu er nú á ný hvort hleypa eigi útlendingum inn í út- gerðina á Íslandi. Þetta hefur lengi verið deilumál á Íslandi. Evrópusambandið hefur sótt það fast að fá að fjárfesta í íslensk- um útgerðarfyrirtækjum en Ís- lendingar hafa til þessa staðið fast á móti því. Það vakti athygli, að Halldór Ásgrímsson tók já- kvætt í þetta í ræðu sinni á sjáv- arútvegsráðstefnu á Akureyri fyrir stuttu. Taldi hann, að í framtíðinni mundi þetta verða leyft. Forstjóri Kauphallar- innnar tók einnig jákvætt í þetta svo og forstjóri Samherja. Davíð Oddsson hefur hins vegar lagst gegn þessu. Ef útlendingum verður leyft að fjárfesta í íslenskum útgerð- arfyrirtækjum komast þeir bakdyramegin inn í okkar fisk- veiðilögsögu. Það yrði mjög slæmt. Það hefur kostað okkur of mikla baráttu að færa fisk- veiðilögsöguna út til þess að við látum útlendinga njóta ávaxt- anna af því. Í dag er það svo að óbein er- lend aðild í íslenskum útgerðar- fyrirtækjum upp að vissu marki er leyfð. En ekki bein erlend að- ild. Erlend fjárfesting í fisk- vinnslu, þ.e. úrvinnslu úr frum- framleiðslu, er leyfð en ekki í fiskiskipum, frystingu, söltun eða skreiðarvinnslu. Útlending- ar hafa ekki haft mikinn áhuga á því að fjárfesta í úrvinnslu fisks. Þeir hafa aðeins áhuga á því að eignast hlut í okkar fiskiskipum og útgerðarfélögum svo þeir komist inn í okkar fiskveiðilög- sögu. Menn færa þau rök fyrir því að hleypa eigi útlendingum inn í okkar útgerðarfyrirtæki, að Íslendingar fái að fjárfesta í er- lendum útgerðarfyrirtækjum. Á sama hátt mætti segja, að Ís- lendingar ættu að leyfa útlend- ingum að veiða í fiskveiðilög- sögu okkar, þar eð við fáum að veiða í fiskveiðilögsögu ann- arra ríkja. En það gengur ekki. Við getum hvorki hleypt útlend- ingum með fjármagn inn í okk- ar útgerð né veitt þeim veiði- heimildir í okkar fiskveiðilög- sögu. Íslendingar hafa ítrekað reynt að fá fulla fríverslun í ESB fyrir þær fáu fiskafurðir, sem fríverslun (tollfrelsi) tekur enn ekki til. En ESB hefur sagt nei. ESB hefur þó talið koma til greina að semja um þessi toll- fríðindi, ef Ísland samþykkti að leyfa fyrirtækjum innan ESB að fjárfesta í íslenskri útgerð. Áður hafði ESB reynt að fá veiðiheimildir við Ísland á móti tollfríðindum. Ísland hefur staðist hvort tveggja með þeir- ri litlu undantekningu, að við gerð EES-samningsins fékk ESB örlitla heimild til þess að veiða langhala og karfa í ís- lenskri fiskveiðilögsögu. En ESB hefur gengið illa að ná því magni. Það veldur vonbrigðum, að Halldór Ásgrímsson skuli nú taka jákvætt í það, að leyfa út- lendingum að fjárfesta í ís- lenskri útgerð. Eina bótin er sú, að Davíð Oddsson er algerlega á móti því. ■ Vonandi lesa and- stæðingar aðildar að ESB þessa skýrslu vel og henda gamla hræðsluáróðr- inum út í hafsauga og fjalla um staðreyndir og samn- ingsmarkmið. ,, ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN ÍSLAND OG EVRÓPU- SAMBANDIÐ Hagstæð stefna ESB staðfest KB banki hefur tekið húsakynni knattspyrnufélagsins Vals á Hlíðarenda á leigu fyrir skipu- lagða starfsemi fyrir börn komi til þess að verkfall grunnskóla- kennara skelli á 20. september. Eins og áður hefur komið fram telur Kennarasambandið það skýlaust verkfallsbrot ef fyrir- tæki skipuleggja starfsemi fyrir grunnskólanemendur, meðan á verkfalli stendur, á þeim tímum dags sem börn væru annars í skóla. Hér er um að ræða bein af- skipti eins af stærstu fyrirtækj- um landsins af kjaradeilu sem það á enga aðild að. En hvers vegna er KB banki að blanda sér í kjaradeilu kennarasamtakanna og sveitarfélaga? Nú hafa einnig borist fréttir af því að Orkuveita Reykjavíkur, stórfyrirtæki sem er að verulegu leyti í eigu Reykjavíkurborgar, helsta viðsemjanda Kennarasam- bandsins í yfirstandandi kjara- deilu, sé eins og KB banki að skipuleggja starfsemi fyrir börn í höllinni sinni á Bæjarhálsi, og ætli þar með að skipa sér á bekk með þeim sem reyna með öllum tiltækum ráðum að spilla fyrir samningsgerð og lausn kjaradeil- unnar. Einn þessara aðila er Ari Ed- wald, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, sem hefur ít- rekað kvatt sér hljóðs fyrir hönd samtaka sinna og blandað sér í kjaradeilu kennara þó að hún sé honum og samtökum hans alger- lega óviðkomandi. Fram- kvæmdastjórinn hefur snúið út úr kröfum kennara og varað sveitarfélögin við að semja um annað en það sem felst í samn- ingum sem gerðir voru á almenn- um vinnumarkaði fyrr á árinu. Láglaunastefna Samtaka at- vinnulífsins verði með öðrum orðum ekki brotin á bak aftur! Á sjálfum baráttudegi verkalýðs- ins 1. maí endurómaði talsmaður Alþýðusambands Íslands sama sönginn um að aðrir megi ekki sprengja rammann sem samið hafi verið um og stöðugleikann í þjóðfélaginu. Í dag hefur Fréttablaðið eftir framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins að grunnskólabörn eigi að geta gengið í skóla þrátt fyrir að kennarar séu í verkfalli. „Einnig væri löglegt að lána skólahúsnæði til þeirra sem hefðu ofan af fyrir börnunum ef þeir gengju ekki í störf kennara“. Þetta er ekki svaravert. En hvers vegna er framkvæmdastjórinn að hvetja til verkfallsbrota og tefja fyrir samningaviðræðum? Hvers vegna eru stórfyrirtæki og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að samningar náist? Getur verið að svokallaðir „aðilar vinnumarkaðarins“ hafi bundist samtökum um að koma í veg fyrir að eðlilegar kröfur grunnskólakennara um breyting- ar á kjarasamningi nái fram að ganga af því að þær eru ekki í samræmi við láglaunastefnuna sem þessir aðilar sömdu um fyrr á árinu? Þetta minnir óneitanlega á það þegar Vinnuveitendasam- bandið og Alþýðusamband Ís- lands sneru bökum saman á tí- unda áratugnum gegn launþega- samtökum sem þeir töldu að ógn- uðu svo kölluðum þjóðarsáttar- samningum frá árinu 1990. Í bók Guðmundar Magnússon- ar sagnfræðings, Frá kreppu til þjóðarsáttar, þar sem saga Vinnuveitendasambands Íslands er rakin, er fjallað um þetta ótrú- lega mál. Þar segir að í efna- hagslægðinni 1993 hafi ASÍ og VSÍ orðið sammála um að gera kjarasamning þar sem ekki var gert ráð fyrir neinum kauphækk- unum gegn því að stjórnvöld beittu sér fyrir átaki í atvinnu- málum. BSRB krafðist á sama tíma nokkurra launahækkana og boðaði verkfall. Forystumenn ASÍ og VSÍ töldu þetta ógnun við þjóðarsáttina og tóku sig saman um að reyna að hafa áhrif á at- kvæðagreiðslu BSRB um verk- fall. Þeir létu markvisst líta svo út opinberlega að mikill gangur væri í viðræðum þeirra um nýja samninga. Vildu þeir þannig sýna að hægt væri að fara aðrar leiðir til kjarabóta en leið kauphækk- ana. Hvort sem þetta hafði áhrif eða ekki felldu félagsmenn BSRB verkfallsboðun og varð það mikið áfall fyrir forystu samtakanna. Þessi aðför að kjörum opin- berra starfsmanna kom í kjölfar þess að kjarasamningur Banda- lags háskólamanna var að engu gerður með lagasetningu að kröfu atvinnurekenda og for- ystumanna Alþýðusambandsins. Slettirekuskapur þeirra sem standa vörð um láglaunastefnu svokallaðra „aðila vinnumarkað- arins“ og afskiptasemi af kjara- samningum kennara bendir til þess að „launalögreglan“ sé við sama heygarðshornið og áður og reiðubúin að beita öllum meðul- um til að koma í veg fyrir að samningar takist milli grunn- skólakennara og Launanefndar sveitarfélaga. Höfundur er starfsmaður upplýsingasviðs Kennarasam- bandsins. HELGI E. HELGASON UMRÆÐAN KENNARADEILAN Hvers vegna eru stórfyrirtæki og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að samningar náist? ,, Ekki erlent fjármagn í útgerð á Íslandi BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN ERLENDAR FJÁR- FESTINGAR ÆVINTÝRI GRIMSÓeðlileg afskipti af kjarasamningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.