Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 42
MESTA HÆKKUN Marel 1,92% Burðarás 1,44% Straumur 1,21% ICEX-15 3.571 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 260 Velta: 1.619 milljónir +0,31% MESTA LÆKKUN Og fjarskipti -2,63% Fiskimarkaður Íslands -1,82% HB Grandi -1,39% MARKAÐSFRÉTTIR... Fjárfestingarfélagið Atorka á nú yfir sjö prósent í breska dreif- ingarfyrirtækinu NWF Group. Hlutur Atorku er metinn á 430 milljónir króna. NWF sérhæfir sig í dreifingu matvæla og olíu. Halldór Gunnar Eyjólfsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Sjóvár-Al- mennra frá og með 30. septem- ber. Halldór hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra tjónasviðs. Guðmundur Jóhann Jónsson lætur af störfum eftir 22 ára starf hjá félaginu. Farþegum Icelandair fjölgaði um 13,3 prósent í ágúst. Frá áramótum eru farþegar nítján prósentum fleiri en í fyrra. Verð bréfa í félaginu var óbreytt í Kauphöll Íslands í gær. KPMG RÁÐGJÖF SELD KMPG hefur selt ráðgjafar- þjónustu sína þremur starfsmönnum. Kaupend- urnir eru Ragnar Þórir Guðgeirsson, Ingvi Þór Ell- iðason og Hafliði Sævarsson. Undanfarin misseri hafa alþjóðleg endurskoðunarfyrirtæki í auknum mæli skilið rekstrarráðgjöf frá starfsemi sinni. Gert er ráð fyrir að KPMG ráðgjöf verði þó áfram í sam- starfi við KPMG endurskoðun og áfram til húsa í höfuðstöðvum KPMG í Borgartúni. OLÍUTUNNAN Í HUNDRAÐ Hugo Chavez, forseti Chile, hélt því fram í gær að verð á olíu gæti farið upp í eitt hundrað dali á tunnu. Hann segir að Íraksstríðið valdi áfram miklum óróa á mark- aðnum og ekki sjái fyr- ir endann á því. GRÓÐI HJÁ MEIÐI Útlit er fyrir að fjárfestingarfél- agið Meiður slái öll met í hagnaði í ár. Félagið er stærsti hluthafinn í KB banka en verðmæti hans hefur hækkað hratt í ár. Hlutur Meiðs er um sext- án prósent og hefur hækkað að verðmæti um meira en 22 milljarða í ár. Það má því gera ráð fyr- ir að hluthafar í Meiði séu sáttir við þá Sigurð Ein- arsson og Hreiðar Má Sigurðsson sem stýra bank- anum. VELJA ÞAÐ STRANGASTA Gunnar Jónsson, for- maður Lögmannafélags Íslands, kvaddi sér hljóðs á fundi Verslunarráðs í gærmorgun þar sem fjallað var um skýrslu um íslenskt viðskiptaumhverfi. Þar sagði Gunnar að hann hefði á tilfinningunni að þegar íslensk stjórnvöld ákvæðu að sækja fyrir- myndir að lagasetningu til útlanda þá væri venjan að taka ströngustu lagaákvæðin sem þau finndu og raða þeim svo saman í íslenska löggjöf. Val- gerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra taldi þessa gagnrýni ekki á rökum reista. 30 17. september 2004 FÖSTUDAGUR Valgerður Sverrisdóttir segir drög að breytingum á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög verða sett á netið í næstu viku og hagsmunaaðilum gefist færi á að veita umsögn sína. Í drögunum er að finna lagabreytingar sem lagð- ar eru í til í kjölfar skýrslu við- skiptaráðherra um umhverfi ís- lensks viðskiptalífs. Hún sagði hins vegar að fyrir- hugaðar breytingar á samkeppn- islögum yrðu ekki lagðar fram strax. Hún sagði að flest benti til þess að góð umræða gæti skapast um tillögurnar. Fundarmenn á morgunverðar- fundi Verslunarráðs í gær lýstu efasemdum um að boðuð löggjöf um viðskiptaumhverfi yrði til bóta. Á fundinum fjölluðu, auk Valgerðar, þau Þórunn Guð- mundsdóttir hæstaréttarlögmað- ur og Þór Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs Ís- lands, um skýrsluna. Í máli Þórunnar komu fram miklar efasemdir um tillögur nefndarinnar um breytingar á samkeppnislögum. Hún gagnrýn- ir fyrirhugaðar breytingar á skipulagi samkeppnisyfirvalda en stærstan varhug geldur hún við hugmyndum um að yfirvöld fái heimild til þess að mæla fyrir um skipulagsbreytingar hjá fyrir- tækjum sem ekki verða að til- mælum Samkeppnisstofnunar. Þórunn segir ekkert í um- hverfi viðskiptalífsins á Íslandi kalla á að valdheimildir sam- keppnisyfirvalda verði auknar með svo afgerandi hætti. Hún bendir einnig á að skýrsluhöfund- ar hafi tiltekið sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að uppbrot fyrirtækja hafi haft til- ætlaðan árangur í för með sér. Þetta sé til dæmis reynsla Banda- ríkjamanna. Þór Sigfússon lagði fyrst og fremst áherslu á það í máli sínu að ef reglur um stjórnarhætti í fyrir- tækjum yrðu lögfestar gæti það reynst smáum fyrirtækjum erfitt. Hann tók sem dæmi að í litlum fjöl- skyldufyrirtækjum væri óeðlileg krafa að svo skýr skil væru á milli stjórnar og framkvæmdastjórnar eins og eðlilegt væri að gera kröfu um í skráðum fyrirtækjum. Þór óttast að flóknari reglur kunni að draga úr einkaframtaki í íslensku athafnalífi. Hann segir að vernda þurfi frumkvöðlaeðli þjóð- arinnar en það kunni að heftast ef flóknar reglur um stjórnarhætti eigi að ná til allra fyrirtækja óháð stærð þeirra. Hann leggur enn- fremur áherslu á að atvinnulífið hafi haft frumkvæði að því að auka gagnsæi í viðskiptalífinu og telur heppilegast að slíkt frumkvæði sé áfram í höndum þess. thkjart@frettabladid.is Áhyggjur af breytingum vidskipti@frettabladid.is Geest eftir væntingum Uppgjör breska matvælafyrir- tækisins Geest var í samræmi við væntingar og afkomuviðvörun félagsins. Bakkavör á fimmtung í félaginu. Hagnaður félagsins lækkaði en salan jókst. Félagið er fjárhags- lega mjög sterkt og dugar hagnað- ur þess fyrir afskriftir og fjár- magnsliði til að greiða skuldir þess. Félagið tilkynnti einnig kaup á fyrirtækinu Anglia Crown sem sérhæfir sig í tilbúnum mat fyrir sjúkrahús. Geest keypti einnig eigin hlutabréf á markaði og er stefnan sett á að kaupa allt að tíu prósent af eigin bréfum. Bakkavör má ekki gera yfir- tökutilboð í Geest fyrr en í desem- ber í fyrsta lagi. Talið er að yfir- taka verði reynd fljótlega upp úr áramótum. Hátt eigið fé Geest og digrir sjóðir Bakkavarar gera að verkum að Bakkavör þarf líklega ekki að sækja sér hlutafé til kaup- anna. Mikið svigrúm er því til skuldsetningar. Bréf Geest hækk- uðu um tæp fjögur prósent á markaði í gær. ■ FJÁRHAGSLEGA STERKIR Fjárhagslegur styrkur Geest og Bakkavarar mun gera yfirtöku Bakkavarar á Geest mögulega án hlutafjárútboðs. Peningaskápurinn… HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 50,0 +0,60% • Bakkavör 27,60 +0,36% • Burðarás 14,10 +1,44% • Atorka 4,55 -1,09 • HB Grandi 7,10 - 1,39 • Íslandsbanki 10,00 +0,50 • KB banki 497,00 -0,40% • Landsbank- inn 11,70 - • Marel 53,00 +1,92% • Medcare 6,55 - • Og fjarskipti 3,70 - 2,63% • Opin kerfi 26,70 -1,11% • Samherji 12,60 - • Straumur 8,35 +1,21 • Össur 85,00 - FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ BÍLAR LÆKKA VERÐBÓLGA Í BANDARÍKJUNUM mældist 0,1 prósent í ágúst og var það í smræmi við væntingar. Verðbólga síðasta árið mælist nú 2,7 prósent. Verðlækkun á bílum dró úr hækkuninni, en þeir lækk- uðu um 0,3 prósent og fatnaður um 0,2 prósent. Hlutabréfavísi- tölur hækkuðu við birtingu taln- anna, þar sem minni líkur eru taldar á hraðari hækkun stýri- vaxta. RÁÐHERRA AFHENT SKÝRSLA Gylfi Magnússon, formaður nefndar um viðskiptaum- hverfið á Íslandi, afhendir Valgerði Sverrisdóttur eintak. Skýrslan og hugsanlegar lagabreyt- ingar í kjölfar hennar voru til umræðu á fundi Verslunarráðs í gær. Þórunn Guðmundsdóttir segir það geta haft verulegar afleiðing- ar á vilja erlendra aðila til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækj- um ef lögfest verður heimild samkeppnisyfirvalda til að skipta upp fyrirtækjum. „Þetta er það fyrsta sem er- lendir fjárfestar spyrja um þegar þeir koma inn á markaðinn. Þeir spyrja hvernig lagaumhverfið sé og hvaða hættur kunni að leynast í því,“ segir hún. Að mati Þórunn- ar eru engin rök fyrir því að lög- festa slíkar valdheimildir hér á landi. Hún segir að þegar slíkum úr- ræðum hafi verið beitt erlendis þá sé um mjög stór fyrirtæki á al- þjóðlegan mælikvarða að ræða. Hún spyr hversu lítil íslensk fyr- irtæki þurfi að vera til þess að komast hjá því að eiga uppskipt- ingu á hættu. Þórunn segir að það fyrirtæki sem líklegast eigi á hættu að vera skipt upp hér á landi sé Síminn sem nú standi til að selja enda sé Síminn það fyrirtæki sem oftast hafi fengið ákúrur frá samkeppn- isyfirvöldum. Þórunn segir það sérkennilegt ef skapa eigi laga- umhverfi þar sem örsmá fyrir- tæki í alþjóðlegum samanburði eigi á hættu að verða bútuð niður. Hún gefur lítið fyrir þann mál- flutning að þótt heimild til upp- skiptingar verði lögfest þá verði hún ekki notuð. „Af hverju að setja þetta í lög ef það á ekki að nota það. Mig hryllir við tilhugs- uninni um að þetta úrræði verði inni í lögum,“ segir hún. Hún fullyrðir að ekkert fyrir- tæki leiki sér að því að brjóta samkeppnislög eða fá á sig sekt- ir. Neikvæð umræða og fjár- hagslegt tjón af núverandi úr- ræðum séu það mikil að hennar mati að ekki sé ástæða til að herða á úrræðum samkeppnis- yfirvalda. thkjart@frettabladid.is Slæmt fyrir erlenda fjárfestingu Tillögur að breytingum á lögum um fyrirtæki verða lagðar fram til kynningar innan skamms. Á fundi Verslunarráðs komu fram áhyggjur þess efnis að löggjöfin gæti dregið mátt úr atvinnulífinu. Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður segir að sig hrylli við þeirri tilhugsun að sett verði í lög heimild til að brjóta upp fyrirtæki vegna samkeppnisbrota. Hún telur nú- verandi úrræði duga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR Segir að ekkert fyrirtæki leiki sér að því að brjó- ta samkeppnislög. ■ FLEIRI LÆKKA VEXTI SAMVINNULÍFEYRISSJÓÐURINN hefur bæst í hóp þeirra lífeyris- sjóða sem ákveðið hafa að lækka vexti á verðtryggðum vöxtum sjóðfélagalána. Stjórn Samvinnu- lífeyrissjóðsins ákvað að lækka vexti lánanna í 4,6 prósent. Vext- ir verða ákveðnir mánaðarlega héðan í frá. Þeir sjóðfélagar sem nú greiða fasta vexti af lánum sínum verða að undirrita umsókn um skuldbreytingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.