Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 22
22 17. september 2004 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Davíð Oddsson verður áfram ráðherra Hagstofu Ís- lands þó hann flytji sig úr for- sætisráðuneytinu. Embætti sam- starfsráðherra Norðurlanda verður áfram hjá Framsóknar- flokknum en ekki hefur verið ákveðið hver ráðherranna taki það að sér. Hagstofa Íslands hefur verið sérstakt ráðuneyti frá miðjum sjötta áratugnum. Davíð Oddsson tók við embætti ráðherra Hagstofunnar 1991 af Júlíusi Sólnes, sem um tíma var eingöngu hagstofuráðherra uns umhverfisráðuneytið var stofn- að. Fram að þeim tíma hafði Hag- stofan fylgt ýmsum ráðuneytum, oftast fjármálaráðuneyti. Einn forsætisráðherra fyrir tíma Davíðs, Steingrímur Hermanns- son, fór einnig með mál Hagstof- unnar. Utanríkisráðherra gegnir nú í fyrsta sinn einnig embætti hagstofuráðherra. Hagstofan fékk aukin verk- efni árið 2002 þegar Þjóðhags- stofnun var lögð niður og er stefnt að því að á grunni hennar rísi ný Hagsýslustofnun. ■ HALLDÓR FÉKK FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ Þó að Davíð flytji sig í utanríkisráðuneytið verður hann áfram ráðherra Hagstofu Íslands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Gleymdu ráðuneytin: Hagstofan flyst með Davíð Oddssyni TÖLVUR OG TÆKNI Þetta er dálítið eins og að hitta gamlan vin,“ sagði Hall- ur Þór Sigurðarson, vörustjóri hjá Microsoft Íslandi, um hvernig væri að nota íslenskt viðmót Windows og Office í fyrsta sinn. „Í raun er ekk- ert þarna sem kemur á óvart,“ bætti hann við í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni „Hittu Microsoft“ sem lauk í gær á Nordica hótel í Reykjavík. Microsoft kynnti fyrir skömmu íslenskt viðmót fyrir bæði Windows XP-stýrikerfið og fyrir Office 2003- hugbúnaðarvöndulinn. Hallur velti upp spurningunni hvort það væri í raun þess virði að þýða hugbúnað, hvort ekki væri um að ræða peningasóun, því vissulega væri þetta dýrt og markaðurinn lít- ill hér. „Er svo ekki bara ágætt að nota enska viðmótið, svona til að styrkja okkur í enskunni? Fólk vinn- ur jú í alþjóðlegu umhverfi og sumt hvert, eins og ég, hjá erlendum fyrirtækjum,“ spurði hann, en bætti við að þótt tína mætti til rök bæði með og á móti þýðingum væri það skoðun fyrirtækisins að „lifandi tungumál yrði að hafa orðaforða á öllum meginsviðum þjóðlífsins.“ Þar sagði hann ekki hægt að undan- skilja orðaforða upplýsingatækn- innar. „Svo kunna heldur ekki allir ensku,“ áréttaði hann og benti á að þegar börn notuðu tölvur vissu þau ekki endilega hvað þau væru að velja þó svo að þau myndu leiðina í valmyndartré hugbúnaðarins. Hallur sagði það líka skoðun fyrirtækisins að það myndi auka framleiðni fyrirtækja að nota ís- lenskt viðmót því viðmótinu fylgdi aukin tölvugeta starfsmanna. Hann vitnaði í Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, sem sagði þegar hún tók við íslenskri útgáfu hugbúnaðarins: „Það er löngu vitað að allir hugsa, læra og skapa best á eigin tungumáli.“ Íslenskt viðmóti hugbúnaðar Microsoft er hægt að sækja endur- gjaldslaust á netið, auk þess sem það fylgir á geisladiski þegar hug- búnaðurinn er keyptur. Hallur sagði ástæður Microsoftað fyrir að bjóða íslenskt viðmót vera tvíþætt- ar, annars vegar að skila til baka hluta af ágóða sínum til samfélags- ins og svo voninni um að í kjölfarið fylgdi aukin sala, þótt síðar yrði. olikr@frettabladid.is VIÐSKIPTI Grétar Þorsteinsson, for- seti Alþýðusambands Íslands, hefur farið fram á að Samkeppn- isstofnun kanni hvort það standist lög að bankarnir krefjist upp- greiðslugjalds af lánum. Reynist svo ekki vera fer Grétar fram á að stofnunin hlutist til um að skil- málar lánastofnana verði endur- skoðaðir. Í bréfi sem Grétar sendi Sam- keppnisstofnun kemur m.a. fram að ýmislegt í skilmálum bankanna vegna nýrra húsnæðislána sé var- hugavert og í sumum tilvikum ólögmætt. Hann telur að ákvæði sem kveða á um langvarandi tryggð við bankana séu ígildi vist- arbands og orki tvímælis, þó þau stangist ef til vill ekki á við lög. ■ ELVAR STEINN ÞORKELSSON OG HALLUR ÞÓR SIGURÐARSON Elvar Steinn Þorkelsson (t.v.), framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, og Hallur Þór Sigurð- arson vörustjóri. Um 260 manns eru skráðir á ráðstefnuna „Hittu Microsoft“, en hún er sniðin að þörfum stjórnenda, tæknimanna og forritara. Á RÁÐSTEFNUNNI „HITTU MICROSOFT“ Um 260 manns voru skráðir á ráðstefnuna sem hófst í fyrradag og lauk í gær á Nordica hótel í Reykjavík. 11 innlendir og 5 erlendir fyrirlesarar uppfræddu gesti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Eins og að hitta gamlan vin Íslenskt viðmót hugbúnaðar var til umræðu á stærstu árvissu ráðstefnu Microsoft hér á landi, sem lauk í gær. Íslenskt viðmót er talið auka tölvugetu barna og annarra sem ólæsir eru á enska tungu. ÓSÁTT VIÐ PÚTÍN Hugmyndir Vladimírs Pútín Rússlandsfor- seta um að auka völd sín, að sögn til að efla baráttuna gegn hryðjuverkum, hefur fallið í grýttan jarðveg. Meðlimir í Yabloko- stjórnarandstöðuflokknum efndu til mót- mæla og líktu honum við Adolf Hitler. SJÚKRAHÚSIÐ Í FOSSVOGI Á Landspítala – háskólasjúkrahúsi vinna 4.500 til 5.000 starfsmenn. Reynt verður að koma til móts við þá verði af verkfalli kennara. Verkfall kennara: Slæmt mál fyrir spítala VERKFALL Ekki verður gripið til sérstakra áætlana fyrir rúmlega 4.500 starfsmenn Landspítala – háskólasjúkrahúss fari kennarar í verkfall. Erna Einarsdóttir, sviðs- stjóri starfsmannasviðs spítalans, segir að reynt verði að hliðra til vöktum og vinnutíma fólks eftir þörfum. „Verði verkfall er það mjög al- varlegt mál fyrir þennan vinnu- stað eins og aðra. Við munum ekki setja upp gæslu fyrir börnin en þar sem hægt er geta foreldrar tekið börnin með í vinnuna. Það á auðvitað ekki við um sjúkradeild- ir. Þar er það ekki hægt.“ ■ FORSÆTISRÁÐHERRANN Mari Alkatiri segir fólksfjölgunina gera uppbyggingu erfiðari en ella. Fólksfjölgun: Fjölgaði um 17 prósent AUSTUR-TÍMOR, AP Eftir mikinn fólksflótta frá Austur-Tímor meðan á aldarfjórðungslöngu og ofbeldisfullu hernámi Indónesa stóð er landsmönnum farið að fjölga mikið í kjölfar þess að Indónesar hurfu á braut. Íbúar telja nú rúmlega 920 þús- und og er búist við því að þeir fari yfir eina milljón á næstu tveimur árum. Um 40 þúsund börn fæðast árlega og er fæðingartíðni með því hæsta sem þekkist í heimin- um. Íbúum fjölgaði um sautján prósent síðustu þrjú árin, að stór- um hluta vegna þess að nær 200 þúsund manns sem flýðu ofríki Indónesa sneru aftur. ■ SUSILO BAMBANG YUDHOYONO Veltir sitjandi forseta líklega af stalli. Forsetakosningar: Berjast um völdin INDÓNESÍA, AP Útlit er fyrir að valdadagar Megawati Sukarno- putri, forseta Indónesíu, séu tald- ir. Fyrstu almennu forsetakosn- ingarnar fara fram á mánudag og er andstæðingur Sukarnoputri, Susilo Bambang Yudhoyono, tal- inn sigurstranglegri. Í kosningabaráttu sinni lagði Yudhoyono áherslu á að láta auð- menn svara til saka fyrir fjársvik í tengslum við hrun bankakerfis- ins fyrir sjö árum. Sukarnoputri sagðist ætla að einbeita sér að því að bæta hag þeirra verst stöddu, meðal annars með því að lækka matvælaverð og kostnað við heil- brigðisþjónustu og menntun. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA GRÉTAR ÞORSTEINSSON Forseti ASÍ vill kanna hvort uppgreiðslu- gjald stenst lög. Húsnæðislán bankanna: ASÍ óskar eftir athugun Samkeppnisstofnunar SLAGSMÁL Í SKIPASMÍÐASTÖÐ Til átaka kom milli lögreglu og verkamanna í skipasmíðastöð í Bilbao á Spáni. Verkamennirnir efndu til mótmæla gegn áætlun- um um að einkavæða skipasmíða- stöðina, sem er í ríkiseigu og rek- in með tapi. SAMÞYKKJA UPPSAGNIR Ítalska flugfélagið Alitalia, sem á í veru- legum rekstrarerfiðleikum, hefur náð samkomulagi við verkalýðs- félög um að segja upp 2.500 manns og frysta launahækkanir til þeirra sem halda störfum sín- um. Upphaflega vildi Alitalia segja upp 3.400 manns. SKULU GREIÐA SEKTIR Hæsti- réttur Þýskalands hefur hafnað beiðni Kristilegra demókrata um að þeir þurfi ekki að greiða tæpra tveggja milljarða króna sekt. Þeim var gert að greiða sektina eftir að í ljós kom að þeir brutu lög um fjáröflun stjórnmálaflokka og greindu ekki frá fjárframlögum í leyni- sjóði. SPRENGJA GERÐ ÓVIRK Sprengja var gerð óvirk fyrir utan tíu hæða fjölbýlishús í borginni Makhatsjkala í suðurhluta Rúss- lands. Fjarstýrð sprengjan fannst í bíl sem lagt hafði verið fyrir utan húsið. Sprengjan var gerð úr 400 grömmum af TNT og tuttugu lítrum af bensíni. ■ EVRÓPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.