Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 104 stk. Keypt & selt 26 stk. Þjónusta 33 stk. Heilsa 9 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 13 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 26 stk. Atvinna 24 stk. Tilkynningar 5 stk. Dekk á góðu verði BLS. 5 Góðan dag! Í dag er föstudagurinn 17. september, 261. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.57 13.22 19.46 Akureyri 6.40 13.07 19.32 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reyniviðurinn skartar sínu fegursta með fagurrauð berin í klösum á greinunum. Úr berjunum má búa til hið fínasta hlaup sem fer vel til dæmis með steiktu kjöti. Það er bragðmeira og lítið eitt beiskara en rifs- berjahlaup og ekki síður hollt. Yfirleitt eru það örlög reyniberja að verða fæða fuglanna en þó ekki fyrr en þau hafa frosið því þá breytist nefnilega bragð- ið til hins betra. Auðvitað þurfum við ekki að bíða eftir frostnótt eins og fuglarnir heldur getum tínt berin hvenær sem er og sett þau í frysti fyrir notkun. Þeir sem vilja spreyta sig á gerð reyni- berjahlaups fá hér pottþétta uppskrift frá Karli hinum sænska Petersson. „Ég tíni reyniber á hverju hausti og set í smáskömmtum í frystinn. Svo bý ég til hlaupið eftir hendinni,“ segir Karl. ■ Reyniberjahlaup: Bragðast vel með kjöti tilbod@frettabladid.is Lagersala stendur nú yfir í Glæsibæ í Reykjavík, nánar til- tekið í glerskálan- um. Stærstur hluti varningsins er geisladiskar, tölvu- leikir, DVD diskar og vídeóspólur en einnig fljóta galla- buxur, bolir og fót- boltatreyjur með, leikföng, ljós og fleira. Herra- og dömuúr saman í gjafaöskju er meðal þess sem eigulegt er í glerskálanum. Lager- salan stendur út þennan mánuð. Plokkfiskur, ýsa í raspi og steinbítur í pipar eru meðal þess sem er á 30% afslætti þessa viku í fiskbúðunum Vör á Höfðabakka í Reykjavík og Vík á Hringbraut 92 í Reykjanesbæ. Ýmsir fleiri hálf- unnir réttir eru á tilboðinu, ásamt sósum af ólíkri gerð, hvítlauks, hunangs, mexíkó og karry, svo nokkrar séu nefndar. Fiskbollurn- ar eru líka á lækkuðu verði þessa viku og seljast á 630 kr. kg. Skrifborðsstólar og funda- og biðstofustólar úr beyki og ma- hogny eru nú á útsölu hjá fyrir- tækinu Á. Guðmundsson í Bæjar- lind í Kópavogi. Stólarnir fást í mörgum gerðum og afslátturinn er frá 30% og allt upp í 60% eftir tegundum. Skrifborðsstólarnir eru hannaðir og smíðaðir hér á Fróni og fundastólarnir settir saman og bólstraðir. Stundum verður að nota tröppu til að ná upp í reyniberjaklasana en hér gerðist þess ekki þörf. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í TILBOÐUM FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Kærastinn minn vildi ekki fylgja mér heim úr partíinu því það var orðið svo dimmt. Vantar þig frystihólf? Opið virka daga kl. 4-6. Frystihólfaleigan Gnoðarvogi 44. S. 893 8166 og 553 3099. Tökum að okkur þrif á sameignum fyrir fyrirtæki og húsfélög. Verð sem koma á óvart. Nostra ehf. 824 1230. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Reyniberjahlaup 2 lítrar reyniber 500 g epli (jónagold eru bragðmikil og rík af hlaupefni) 7 1/2 dl vatn 9 dl sykur á móti 1 l af saft Vatnið er sett fyrst í pottinn og látið sjóða. Berin eru sett út í með stilkunum og eplin skorin gróflega niður. Nauðsynlegt er að kjarnahúsin séu höfð með, hleypisins vegna, ásamt hýðinu. Allt látið sjóða rólega í um það bil 20 mínútur eða þangað til allt er komið í mauk. Nota má kartöflupressu til að allt fari í smátt. Hellt á þétta síu, til dæmis hreina diskaþurrku og lögurinn látinn renna í ílát. Hann er síðan mældur og 9 dl af sykri settur í hann á móti hverjum lítra af leginum. Soðið aftur við hægan eld í 15- 20 mínútur eða þar til dropi stífnar á kaldri skeið. Áríðandi er að krukkurnar séu hreinar og heitar þegar hlaupinu er hellt í. Lokið er sett á meðan það er heitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.