Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 55
FÖSTUDAGUR 17. september 2004 [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ GEGGJUÐ GRÍNMYND! Í ! FRUMSÝND Í DAG Andi meistara Hitchcocks svífur yfir vötnum í spennumyndinni Wicker Park sem Sambíóin frum- sýna í dag en þar leikur Josh Hart- nett ungan mann sem eltir konu á röndum eftir að hann sér hana ganga út af kaffihúsi í Chicago. Hann er sannfærður um að þarna sé komin stóra ástin í lífi hans sem yfirgaf hann fyrirvaralaust og gufaði upp tveimur árum áður. Þetta hljómar ekki ósvipað fléttunni í Vertigo Hitchcocks þar sem James Stewart fór flatt á því að elta Kim Novak sem hann var sannfærður um að hefði dáið fyr- ir framan nefið á honum nokkru áður. Þar var ekki allt sem sýndist frekar en í Wicker Park og Hart- nett er kominn á kaf í vond mál áður en hann veit af. Gamanleik- arinn Will Ferrell (Elf, Old School) er sjálfsagt einn fyndn- asti spaugarinn í bíóbransanum um þessar mundir. Í Anchorman, sem Sambíóin og Laugarásbíó taka til sýninga í dag, leikur hann sjálfumglaða fréttaþulinn Ron Burgundy. Sá er aðalstjarnan og fréttaþulur í San Diego í kringum 1970. Veldi hans og stöðu er ógnað þegar femínistinn Veronica Corn- ingstone (Christina Applegate) mætir á svæðið og gerir sig breiða. Burgundy lætur hana ekki slá sig út af laginu í fyrstu og telur öllu óhætt á meðan hún er föst í fréttum af kattasýningum og elda- mennsku. Leikurinn æsist síðan til muna þegar Veronica gerir sig lík- lega til að gera tilkall til stöðu Burgundys. Þá brýst einfaldlega út stríð á fréttastofunni. ■ Kynjabarátta og týnd kærasta KYNJABARÁTTA Remban Ron Burgundy kemst í hann krappan þegar hann fær harða samkeppni frá femínistanum Veron- icu Corningstone. ■ FRUMSÝNDAR Í DAG MAN ON FIRE Internet Movie Database - 7.1 /10 Rottentomatoes.com - 39% = Rotin Metacritic.com - 44 /100 ANCHORMAN Internet Movie Database - 6.8 /10 Rottentomatoes.com - 64% = Fersk Metacritic.com - 61 /100 WICKER PARK Internet Movie Database - 6.4 /10 Rottentomatoes.com - 24% = Rotin Metacritic.com - 37 /100 FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Hellboy „Það vantar ekki hasarinn og flottar tæknibrellurn- ar og þeir sem þekkja Hellboy úr myndasögublöð- unum virðast almennt sammála um að þessi lög- un að kvikmyndaforminu sé býsna vel heppnuð. Þar munar sjálfsagt mest um að myndin gefur húmornum mikið pláss og leyfir kostulegri per- sónu vítisengilsins góða að njóta sín en hann þarf til að mynda að glíma við ástina á milli þess sem hann bjargar heiminum. Þetta þýðir auðvitað að myndin missir dampinn inn á milli og þá er hætt við að þeim sem ekki þekkja kauða láti sér leiðast og finnist myndin vera ómarkviss og langdregin.“ ÞÞ Fahrenheit 9/11 „Íraksstríðshluti myndarinnar er gífurlega áhrifa- mikill og skilur vonandi engan eftir ósnortinn. Það að Íslendingar eru „í hópi hinna viljugu“ gerir það að verkum að Fahrenheit 9/11 verður sjálfvirkt skylduáhorf hér á landi og hvet ég alla, viljuga sem óviljuga, til að fara á þessa áhrifamiklu og ógleym- anlegu heimildarmynd.“ KD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.