Fréttablaðið - 17.09.2004, Side 55

Fréttablaðið - 17.09.2004, Side 55
FÖSTUDAGUR 17. september 2004 [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ GEGGJUÐ GRÍNMYND! Í ! FRUMSÝND Í DAG Andi meistara Hitchcocks svífur yfir vötnum í spennumyndinni Wicker Park sem Sambíóin frum- sýna í dag en þar leikur Josh Hart- nett ungan mann sem eltir konu á röndum eftir að hann sér hana ganga út af kaffihúsi í Chicago. Hann er sannfærður um að þarna sé komin stóra ástin í lífi hans sem yfirgaf hann fyrirvaralaust og gufaði upp tveimur árum áður. Þetta hljómar ekki ósvipað fléttunni í Vertigo Hitchcocks þar sem James Stewart fór flatt á því að elta Kim Novak sem hann var sannfærður um að hefði dáið fyr- ir framan nefið á honum nokkru áður. Þar var ekki allt sem sýndist frekar en í Wicker Park og Hart- nett er kominn á kaf í vond mál áður en hann veit af. Gamanleik- arinn Will Ferrell (Elf, Old School) er sjálfsagt einn fyndn- asti spaugarinn í bíóbransanum um þessar mundir. Í Anchorman, sem Sambíóin og Laugarásbíó taka til sýninga í dag, leikur hann sjálfumglaða fréttaþulinn Ron Burgundy. Sá er aðalstjarnan og fréttaþulur í San Diego í kringum 1970. Veldi hans og stöðu er ógnað þegar femínistinn Veronica Corn- ingstone (Christina Applegate) mætir á svæðið og gerir sig breiða. Burgundy lætur hana ekki slá sig út af laginu í fyrstu og telur öllu óhætt á meðan hún er föst í fréttum af kattasýningum og elda- mennsku. Leikurinn æsist síðan til muna þegar Veronica gerir sig lík- lega til að gera tilkall til stöðu Burgundys. Þá brýst einfaldlega út stríð á fréttastofunni. ■ Kynjabarátta og týnd kærasta KYNJABARÁTTA Remban Ron Burgundy kemst í hann krappan þegar hann fær harða samkeppni frá femínistanum Veron- icu Corningstone. ■ FRUMSÝNDAR Í DAG MAN ON FIRE Internet Movie Database - 7.1 /10 Rottentomatoes.com - 39% = Rotin Metacritic.com - 44 /100 ANCHORMAN Internet Movie Database - 6.8 /10 Rottentomatoes.com - 64% = Fersk Metacritic.com - 61 /100 WICKER PARK Internet Movie Database - 6.4 /10 Rottentomatoes.com - 24% = Rotin Metacritic.com - 37 /100 FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Hellboy „Það vantar ekki hasarinn og flottar tæknibrellurn- ar og þeir sem þekkja Hellboy úr myndasögublöð- unum virðast almennt sammála um að þessi lög- un að kvikmyndaforminu sé býsna vel heppnuð. Þar munar sjálfsagt mest um að myndin gefur húmornum mikið pláss og leyfir kostulegri per- sónu vítisengilsins góða að njóta sín en hann þarf til að mynda að glíma við ástina á milli þess sem hann bjargar heiminum. Þetta þýðir auðvitað að myndin missir dampinn inn á milli og þá er hætt við að þeim sem ekki þekkja kauða láti sér leiðast og finnist myndin vera ómarkviss og langdregin.“ ÞÞ Fahrenheit 9/11 „Íraksstríðshluti myndarinnar er gífurlega áhrifa- mikill og skilur vonandi engan eftir ósnortinn. Það að Íslendingar eru „í hópi hinna viljugu“ gerir það að verkum að Fahrenheit 9/11 verður sjálfvirkt skylduáhorf hér á landi og hvet ég alla, viljuga sem óviljuga, til að fara á þessa áhrifamiklu og ógleym- anlegu heimildarmynd.“ KD

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.