Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 20
20 17. september 2004 FÖSTUDAGUR
Á VAKT VIÐ ÞINGHÚSIÐ
Vopnaður lögreglumaður stendur vörð fyrir
utan breska þingið degi eftir að fimm menn
brutu sér leið inn í þingsalinn. Talið er að
þeir hafi notið aðstoðar starfsmanns þings-
ins. Taka á öryggismál til endurskoðunar.
Fyrrum ríkissáttasemjarar:
Fóru í heimsókn í Karphúsið
KJARAMÁL Þórir Einarsson, fyrrum
ríkissáttasemjari, og Geir Gunn-
arsson, fyrrum vararíkissátta-
semjari, litu við í Karphúsinu á
dögunum.
Þórir segir kjaraviðræður
þessa dagana kunnuglegar. Þeir
þekki leikarana á sviðinu.
„Þetta eru ekki ókunnugar að-
stæður sem eru uppi, en maður er
alltaf vongóður um að deilur leys-
ist,“ segir Þórir.
Þórir vinnur ásamt bandarískri
konu að endurútgáfu íslenskrar-
enskrar viðskiptaorðabókar sem
hann gaf út fyrir 14 árum.
„Mikið hefur breyst frá síðustu
útgáfu. Viðskiptaorðaforðinn er
orðinn allt annar en var og áhersl-
urnar á viðskiptaþáttinn og fjár-
málaþáttinn í samfélaginu hefur
aukist mikið.“ ■
Kennari:
Klippti eyru
nemenda
BANGLADESS, AP Kennari klippti í
eyrun á sautján sex til níu ára göml-
um nemendum sínum þar sem hann
var ósáttur við að þeir hættu að lesa
upphátt þegar hann gekk út úr
kennslustofunni. Sauma þurfti í
eyru tveggja barnanna til að gera
að sárum þeirra en í flestum tilfell-
um dugði að setja plástur á sárin.
Atvikið átti sér stað í íslömskum
skóla í norðurhluta Bangladess.
Kennarinn var ósáttur við að börn-
in hættu að lesa íslömsk vers og hóf
því að klippa í eyru nemendanna.
Skólastjórinn heyrði sársauka- og
hræðsluöskur nemendanna, stöðv-
aði kennarann og rak úr starfi. ■
!"# $%
&
! '()*
!
"
#
$
%
&
'
(
)
%
)
&
(
*+
,
(
+
&
(
)
-
!
*
(
(
+
!
#
(
"
*
%
%
%
. !
%
)
/-
%
012
+
"
34
5
)
*
+
/637
#0
/6374
880
'
%
012
+
(
9
%
012
*,
) &
:06
)
-
(
)
(
7"
+
(+
)
0
(
%
+
"
; ,.
0
)
)
%
$
0"
"
* "
+
*
%
*
*
%<=%<
012
>
?1@5222
>
1151@A
%<=%<
0B2
>
CBD2222
>
BC@D@A
%<=%<
0D2
>
1?C2222
>
E12CBA
Í KARPHÚSINU
Fyrrum ríkissáttasemjari og vararíkissáttasemjari ræða við Sævar Gunnarsson, formann
Sjómannasambands Íslands, á kaffistofu Karphússins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
Jose Maria Aznar:
Með hreina
samvisku
SPÁNN, AP Jose Maria Aznar, fyrr-
verandi forsætisráðherra Spánar,
sakar Sósíalistaflokkinn um að hafa
nýtt sér sprengjuárásina í Madríd í
mars til að ná völdum í landinu.
Aznar segir að hann og fyrrverandi
stjórn hans hafi alveg hreina sam-
visku gagnvart árásunum.
„Samviska hinna sem nýttu sér
þennan atburð til að komast til
valda getur varla verið hrein,“ seg-
ir Aznar.
Jose Luis Rodriguez Zapatero,
leiðtogi Sósíalistaflokksins og nú-
verandi forsætisráðherra, sigraði í
kosningunum sem voru haldnar fá-
einum dögum eftir árásirnar 11.
mars. Talið er að gagnrýni hans á
stjórnvöld vegna árásanna hafi haft
mikið að segja sem og afstaða hans
gagnvart stríðinu í Írak, sem hann
er algjörlega mótfallinn. ■
Nýr vefur sem á að styrkja atvinnulíf Akureyrar opnaður:
Rekstrarkostnaður um 40% lægri
AKUREYRI Bæjaryfirvöld á Akureyri
hafa opnað sérstakan vef sem ætl-
aður er til þess að laða fyrirtæki
norður. Á vefnum, sem nefnist Ak-
ureyrarpúlsinn, er samanburður á
rekstrarumhverfi fyrirtækja á Ak-
ureyri og á höfuðborgarsvæðinu.
Í fréttatilkynningu frá Akur-
eyrarbæ segir að vefurinn sé til
þess fallinn að sýna stjórnendum
fyrirtækja fram á það, svart á
hvítu, hverjir séu helstu kostirnir
við að reka fyrirtæki í bænum. Á
vefnum kemur meðal annars
fram að ýmiss rekstrarkostnaður
fyrirtækja sé um 40 prósentum
lægri á Akureyri en á höfuðborg-
arsvæðinu. Bæjaryfirvöld vona
að vefurinn geti stuðlað að því að
styrkja atvinnulífið á Akureyri
enn frekar en nú er.
Akureyrarpúlsinn var tekinn í
notkun í gær um leið og ný og
breytt heimasíða bæjarins var
kynnt, en Kristján Þór Júlíusson
bæjarstjóri opnaði síðuna í Amts-
bókasafninu við hátíðlega athöfn.
Slóðin inn á vefinn er akureyri.is. ■
VEFURINN OPNAÐUR
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri opnaði nýja Akureyrarvefinn í gær.
Forsetafrú Taívans:
Taívanar fara
til Peking
AÞENA, AP Forsetafrú Taívans seg-
ir að Taívanar muni taka þátt í
Ólympíuleikunum í Peking árið
2008. Yfirlýsingin kemur í kjöl-
far þess að forsetafrúnni, sem er
fötluð og í hjólastjól, er bannað
að leiða hóp Taívana á opnunar-
hátíð Ólympíuleika fatlaðra í Aþ-
enu á morgun.
Taívönsk stjórnvöld gagn-
rýndu stjórnendurna í Aþenu
fyrir að láta undan þrýstingi Kín-
verja, sem telja að Taívan sé
hluti af Kína.
Forsetafrúin sagði í gær að ef
Kínverjar reyndu að koma í veg
fyrir þátttöku Taívana eftir fjög-
ur ár brygðist alþjóðasamfélagið
harkalega við. Það væri því
alveg ljóst að þeir myndu senda
íþróttalið til Peking, engin rök
mæltu gegn því. ■