Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 20
20 17. september 2004 FÖSTUDAGUR Á VAKT VIÐ ÞINGHÚSIÐ Vopnaður lögreglumaður stendur vörð fyrir utan breska þingið degi eftir að fimm menn brutu sér leið inn í þingsalinn. Talið er að þeir hafi notið aðstoðar starfsmanns þings- ins. Taka á öryggismál til endurskoðunar. Fyrrum ríkissáttasemjarar: Fóru í heimsókn í Karphúsið KJARAMÁL Þórir Einarsson, fyrrum ríkissáttasemjari, og Geir Gunn- arsson, fyrrum vararíkissátta- semjari, litu við í Karphúsinu á dögunum. Þórir segir kjaraviðræður þessa dagana kunnuglegar. Þeir þekki leikarana á sviðinu. „Þetta eru ekki ókunnugar að- stæður sem eru uppi, en maður er alltaf vongóður um að deilur leys- ist,“ segir Þórir. Þórir vinnur ásamt bandarískri konu að endurútgáfu íslenskrar- enskrar viðskiptaorðabókar sem hann gaf út fyrir 14 árum. „Mikið hefur breyst frá síðustu útgáfu. Viðskiptaorðaforðinn er orðinn allt annar en var og áhersl- urnar á viðskiptaþáttinn og fjár- málaþáttinn í samfélaginu hefur aukist mikið.“ ■ Kennari: Klippti eyru nemenda BANGLADESS, AP Kennari klippti í eyrun á sautján sex til níu ára göml- um nemendum sínum þar sem hann var ósáttur við að þeir hættu að lesa upphátt þegar hann gekk út úr kennslustofunni. Sauma þurfti í eyru tveggja barnanna til að gera að sárum þeirra en í flestum tilfell- um dugði að setja plástur á sárin. Atvikið átti sér stað í íslömskum skóla í norðurhluta Bangladess. Kennarinn var ósáttur við að börn- in hættu að lesa íslömsk vers og hóf því að klippa í eyru nemendanna. Skólastjórinn heyrði sársauka- og hræðsluöskur nemendanna, stöðv- aði kennarann og rak úr starfi. ■          ! "# $%   &  ! '()*                                                        !   "                      #              $             %   &    '     (   )  %   )    &  (  *+   ,   (    +  &   (    ) -  !   *     (    (   +  !            #    ( "     *       %   %  %       . !  %  )   /- %  012 +      "  3 4 5 )  * +   /637  #0 /6374 880  '    %  012      +     (  9     %  012   *,    ) &  :06 )  -     ( )         (    7 "  +   (  +         )  0   (   %          +    "    ; ,. 0       )  ) %   $     0"    " *   "    + *    %   *   *           %<=%< 012  >     ?1@5222   >     1151@A %<=%< 0B2  >     CBD2222   >     BC@D@A %<=%< 0D2  >     1?C2222   >     E12CBA                        Í KARPHÚSINU Fyrrum ríkissáttasemjari og vararíkissáttasemjari ræða við Sævar Gunnarsson, formann Sjómannasambands Íslands, á kaffistofu Karphússins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Jose Maria Aznar: Með hreina samvisku SPÁNN, AP Jose Maria Aznar, fyrr- verandi forsætisráðherra Spánar, sakar Sósíalistaflokkinn um að hafa nýtt sér sprengjuárásina í Madríd í mars til að ná völdum í landinu. Aznar segir að hann og fyrrverandi stjórn hans hafi alveg hreina sam- visku gagnvart árásunum. „Samviska hinna sem nýttu sér þennan atburð til að komast til valda getur varla verið hrein,“ seg- ir Aznar. Jose Luis Rodriguez Zapatero, leiðtogi Sósíalistaflokksins og nú- verandi forsætisráðherra, sigraði í kosningunum sem voru haldnar fá- einum dögum eftir árásirnar 11. mars. Talið er að gagnrýni hans á stjórnvöld vegna árásanna hafi haft mikið að segja sem og afstaða hans gagnvart stríðinu í Írak, sem hann er algjörlega mótfallinn. ■ Nýr vefur sem á að styrkja atvinnulíf Akureyrar opnaður: Rekstrarkostnaður um 40% lægri AKUREYRI Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa opnað sérstakan vef sem ætl- aður er til þess að laða fyrirtæki norður. Á vefnum, sem nefnist Ak- ureyrarpúlsinn, er samanburður á rekstrarumhverfi fyrirtækja á Ak- ureyri og á höfuðborgarsvæðinu. Í fréttatilkynningu frá Akur- eyrarbæ segir að vefurinn sé til þess fallinn að sýna stjórnendum fyrirtækja fram á það, svart á hvítu, hverjir séu helstu kostirnir við að reka fyrirtæki í bænum. Á vefnum kemur meðal annars fram að ýmiss rekstrarkostnaður fyrirtækja sé um 40 prósentum lægri á Akureyri en á höfuðborg- arsvæðinu. Bæjaryfirvöld vona að vefurinn geti stuðlað að því að styrkja atvinnulífið á Akureyri enn frekar en nú er. Akureyrarpúlsinn var tekinn í notkun í gær um leið og ný og breytt heimasíða bæjarins var kynnt, en Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri opnaði síðuna í Amts- bókasafninu við hátíðlega athöfn. Slóðin inn á vefinn er akureyri.is. ■ VEFURINN OPNAÐUR Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri opnaði nýja Akureyrarvefinn í gær. Forsetafrú Taívans: Taívanar fara til Peking AÞENA, AP Forsetafrú Taívans seg- ir að Taívanar muni taka þátt í Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Yfirlýsingin kemur í kjöl- far þess að forsetafrúnni, sem er fötluð og í hjólastjól, er bannað að leiða hóp Taívana á opnunar- hátíð Ólympíuleika fatlaðra í Aþ- enu á morgun. Taívönsk stjórnvöld gagn- rýndu stjórnendurna í Aþenu fyrir að láta undan þrýstingi Kín- verja, sem telja að Taívan sé hluti af Kína. Forsetafrúin sagði í gær að ef Kínverjar reyndu að koma í veg fyrir þátttöku Taívana eftir fjög- ur ár brygðist alþjóðasamfélagið harkalega við. Það væri því alveg ljóst að þeir myndu senda íþróttalið til Peking, engin rök mæltu gegn því. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.