Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 2
2 17. september 2004 FÖSTUDAGUR RÍKISREKSTUR Ríkisstjórnin hefur ákveðið að kanna hvort fækka megi ríkisstofnunum. Sett verður á fót sérstök ráðherranefnd fjögurra ráðherra sem skipa einn fulltrúa hver í framkvæmdanefnd undir formennsku fulltrúa fjármálaráð- herra. Framkvæmdanefndin mun hafa það verkefni að endurskoða stofn- anakerfi og rekstur verkefna á vegum ríkisins. Einnig verður hug- að að því hvernig taka megi ákveð- in verkefni úr umsjá ríkisins. Kannað verði hvort fela megi aðil- um utan ríkiskerfisins fram- kvæmd einstakra verkefna þótt kostnaður við þau verði áfram greiddur úr ríkissjóði. Að sögn Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu, eru stofnanir ríkisins um 240. Helmingur þeirra hefur færri en tuttugu ársverk. „Margar og litl- ar stofnanir eru verr í stakk búnar til að mæta nútímakröfum varð- andi rekstur og stjórnun,“ segir Baldur. Nefndinni ber jafnframt að safna saman á einum stað sérþekk- ingu á framkvæmd verkefna á veg- um ríkisins og samræma vinnu- brögð milli ráðuneyta varðandi fyrirkomulag á rekstri verkefna ríkisins. Að sögn Baldurs hafi nefndinni ekki verið sett nein tíma- mörk enda sé um að ræða verkefni sem þurfi að vinna í áföngum og yfir lengri tíma. ■ Kári Jónasson ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins Nýr ritstjóri Fréttablaðsins hefur starfað í 42 ár við fjölmiðlun. Hann segir þörf á heiðarlegum og sanngjörnum fjölmiðlalögum og vill að lögin um Ríkisútvarpið verði endurskoðuð sem fyrst. FJÖLMIÐLAR Kári Jónasson hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðs- ins og tekur til starfa 1. nóvember. Kári var fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í sautján ár en vann þar samfleytt í 31 ár, fyrst sem frétta- maður og svo varafréttastjóri. Áður var hann blaðamaður á Tím- anum. Kári segist hafa hugsað málið og rætt við fjölskyldu sína þegar hon- um bauðst ritstjórastarfið en slegið svo til. „Fréttablaðið er spennandi blað og það má segja að ég sé að byrja á byrjunarreit á ný, ég var á Tímanum í tíu ár þegar allt var í blýi og offset.“ Hann vann í 31 ár hjá Ríkisútvarpinu og segir árin þar hafa verið góð. „Ég held að ég hafi þjónað því fyrirtæki ágætlega en því er ekki að leyna að stjórnvöld hafa ekki staðið sig í stykkinu gagn- vart RÚV og starfsfólkið þar hefur lifað lengi í mikilli óvissu um fram- tíðina. Á þessu þarf að taka og ég vona að núverandi menntamálaráð- herra efni orð sín og ráðist í endur- skoðun laga og stjórnskipulags Rík- isútvarpsins.“ Kári segist ekki hafa viljað bíða eftir breytingunum enda taki þær sinn tíma. Honum hafi þótt fýsilegra að stökkva á nýja starfið þegar það bauðst. Þó að fjölmiðlar séu í eðli sínu líkir er margt ólíkt með Ríkisút- varpinu og Fréttablaðinu og eins með fréttastjórastarfinu og rit- stjórastarfinu. „Ég hef verið á 24 tíma fréttavakt í dálítið mörg ár þannig að þetta verða viðbrigði. Það er gaman að takast á við nýja hluti. Á Fréttablaðinu vinnur margt ungt hæfileikaríkt fólk og það verður spennandi að blanda saman reynslu minni annars vegar og menntun og hæfni unga fólksins hins vegar og gera úr þessu gott blað.“ Kári segir von á einhverjum breytingum á blaðinu undir hans stjórn en vill sem minnst um þær segja enda ekki tekinn til starfa. „Fréttablaðið er mikill gullmoli, 70 prósent þjóðarinnar sjá blaðið dag- lega og það verður að klappa því og slípa, hlusta vel á lesendur og þjóna þeim dyggilega.“ Í umræðum um fjölmiðlamálið í vor og sumar sögðu sumir Frétta- blaðið hallt undir eigendur sína og tiltekin pólitísk öfl. Er Kári sam- mála því? „Umræðan um eigend- urna hefur aldrei truflað mig. Ég hef upplifað risa á fjölmiðlamark- aðnum en aldrei velt eignarhaldinu fyrir mér. Hins vegar vil ég að til séu heiðarleg, sanngjörn og góð fjölmiðlalög og það þarf líka lög um ritstjórnir og blaðamenn. Svo er nauðsynlegt að stjórnvöld hlúi að blaðamennsku í landinu með því að skjóta fastari rótum undir kennslu í faginu. Sjálfur tel ég mig hafa lagt mitt af mörkum hjá Há- skólanum á Akureyri en það vantar meiri endurmenntun og frekari rannsóknir. Háskólamenn þurfa t.d. að rannsaka frammistöðu fjöl- miðla í umfjöllunum þeirra um um- deild mál á borð við Íraksstríðið, Kárahnjúkavirkjun og fjölmiðla- lögin. Fullyrt er út og suður um þessi mál en það vantar algjörlega rannsóknir og einhvern botn. Það er sagt að fjölmiðlarnir séu fjórða valdið í samfélaginu og það þarf að búa betur að þessu fjórða valdi.“ Kári tekur við starfinu af Gunn- ari Smára Egilssyni, sem verið hef- ur ritstjóri frá endurreisn Frétta- blaðsins í júlí 2002. Gunnar Smári verður áfram útgefandi Fréttar ehf., útgáfufélags blaðsins. bjorn@frettabladid.is RAFMAGNSLAUST Í LÓNSSVEIT Rafmagnslína losnaði af raf- magnsstaur í hvassviðrinu í gærmorgun og kviknaði í staurnum sem er við Almanna- skarð austan við Höfn. Eldurinn slokknaði af sjálfsdáðum en raf- magn fór af Lónssveit og var rafmagnslaust þar fram eftir degi. HÉLT ÁFRAM VEIÐUM Færeyski línubáturinn sem átti við vélar- bilanir að stríða við Meðallands- bugt í fyrradag og til stóð að draga til Vestmannaeyja hélt áfram veiðum í gær. Samkvæmt upplýsingum hjá Landhelgisgæsl- unni komu fáar skýringar frá skipstjóranum en báturinn fór aldrei í land. ÓVEÐUR Nokkurt tjón varð í Vest- mannaeyjum í óveðri í fyrrinótt og var erilsamt hjá lögreglunni frá miðnætti til klukkan níu í gær- morgun. Björgunarfélag Vest- mannaeyja hjálpuðu lögreglu að festa þakplötur og lausa muni. Skreiðarhjallar með á milli sextíu til áttatíu tonn af skreið lögðust á hliðina, í sunnanverðri Heimaey, í hvassviðrinu. „Það kom brjálað rok sem feykti niður öllum hjöllunum. Síðan var unnið að því að tína fiskinn úr þeim og hengja þá á aðra hjalla, síðan þarf að reisa hjallana aftur við,“ segir Magnús Gylfason, einn af for- svarsmönnum fiskverkunarinnar Lóndranga sem á skreiðina. Magnús segist ekki vera viss um hvenær starfinu ljúki en hann tel- ur að hægt verði að bjarga mestu af skreiðinni. Þakplötur fuku víðs vegar um bæinn og fór ein þeirra inn um stofuglugga á húsi á Vesturvegi. Bíll skemmdist nokkuð þegar tjaldvagn fauk utan í hann. Land- festar losnuðu á tveimur litlum bátum í höfninni og skemmdist annar þeirra þegar þeir rákust saman. Þá lagðist ljósastaur á hliðina við Hamarsskóla. ■ Töluvert tjón varð sökum óveðurs í Vestmannaeyjum: Skreiðarhjallar lögðust á hliðina ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Ég get því miður ekkert sagt til um það á þessu stigi málsins. En þetta eru allt saman miklar og stórar áskoranir. Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) og félagar hans, Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann Sigfússon, munu hætta með hinn vinsæla þátt 70 mínútur um áramótin. SPURNING DAGSINS Sveppi, var þetta áskorun frá Skjá einum? Óveðrið í Eyjum: Meirihlutinn var valtur SVEITARSTJÓRNAMÁL Litlu munaði að meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja félli í gær vegna veðurs. Boðað hafði verið til bæjar- stjórnarfundar klukkan sex þar sem átti að ræða um- deilda sölu á f a s t e i g n u m Vestmanna- eyjabæjar til eignarhalds- f é l a g s i n s F a s t e i g n a r hf. fyrir rúm- an milljarð króna. Andr- és Sigmunds- son, oddviti Framsóknar- flokksins í bæjarstjórn, var veður- tepptur í Reykjavík. Guðríður Halldórsdóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins, styð- ur ekki meirihlutann, sem sam- anstendur af Framsóknarflokki og Samfylkingu. Ef hún hefði tekið sæti Andrésar má telja víst að salan til fasteignafélagsins hefði verið felld. Hins vegar varð ekkert úr því þar sem forseti bæjarstjórnar ákvað að fresta fundinum. ■ BALDUR GUÐLAUGSSON Ríkisstjórnin hefur ákveðið að kanna hvort fækka megi ríkisstofnunum. Ráðherranefnd endurskoðar ríkisrekstur: Ríkisstofnunum hugsanlega fækkað FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ARNAR SIGUR- MUNDSSON Tilkynning meirihlut- ans um frestun fundar vegna óveðurs lesin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó H AN N I N G I UNNIÐ AÐ BJÖRGUN VERÐMÆTA Starfsmaður Lóndranga sést hér vinna að björgun skreiðarinnar eftir að skreiðarhjall- arnir höfðu lagst á hliðina í óveðrinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó H AN N I N G I KÁRI JÓNASSON Kári segist hafa hugsað málið og rætt við fjölskyldu sína þegar honum bauðst ritstjórastarfið en slegið svo til. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR GRJÓTHRUN Í ÓSHLÍÐ Grjóthrun varð í Óshlíð við Vegskála á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur í gær. Vegagerðin færði grjótið fljótlega. Að sögn lögreglu varð grjóthrunið sökum mikillar rign- ingar í gærdag. ÁREKSTUR Á HRINGBRAUT Fimm bíla árekstur varð á Hringbraut í gær. Bílarnir lentu hver aftan á öðrum. Minniháttar meiðsl urðu á fólki en talsvert eignartjón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.