Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 44
32 17. september 2004 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús. Sunnudagur 19. september, kl.15.00, Guðbergur Bergsson flytur fyrirlestur um Kenjarnar eftir Francesco de Goya og leggur út frá túlkun sinni á mynda- flokknum, sem samanstendur af átta- tíu myndum. Salurinn, Tónlistarhús Kópavogs. Í kvöld kl. 20.30 kynna Yolngu-frum- byggjar frá Ástralíu tónlist sína á tón- leikum. Einnig koma íslenskir tónlistarmenn fram, t.d. Sig- urður Rúnar Jónsson, Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen. Paris at Night, kabarett með söngv- um eftir Jacques Prévert í Borgarleik- húsinu. Sýnt í kvöld klukkan 20.00 Ljósmyndasýning Fókuss, fé- lags áhugaljósmyndara, stendur yfir í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkur. Á sýning- unni má sjá hvað 25 meðlim- ir félagsins eru að fást við í ljósmyndun. Þetta er sjötta ljósmyndasýning Fókuss. Fókus, félag áhugaljós- myndara, var stofnað 11. apríl 1999 og hélt því upp á 5 ára afmæli sitt fyrr á árinu. Félagið er með aðsetur í Reykjavík og er opið öllu áhugafólki um ljós- myndun, jafnt byrjendum sem lengra komn- um. Í félaginu eru um 60 félagsmenn og er markmið þess að virkja ljósmyndun sem áhugamál hjá fólki og skapa um leið öflugan vettvang fyrir félagsmenn til að sinna þessu áhugamáli sínu. Eitt af markmiðum félagsins er að standa fyrir ljósmyndasýningum. Félagið heldur úti öflugri vefsíðu fokusfelag.is þar sem hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar um. Sýningin er opin á opnunartíma Ráðhúss- ins frá kl. 8-19 virka daga og frá kl. 12-18 um helgar. Henni lýkur 21. september. Kl. 22.20 Sjónvarpið sýnir fyrri hluta sjónvarps- myndarinnar Synir og elskhugar. Myndin er byggð á einni frægustu skáldsögu D. H. Lawrence, Sons and Lovers. ! menning@frettabladid.is Áhugaljósmyndarar sýna Fýkur yfir hæðir ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON Í hlutverki Jacks Rance í La Fanciulla dell West eftir Puccini í Opera Holland Park. Í Gallerí 101 sýnir Steingrímur Ey- fjörð fjögur verk þar sem rómantísk- ir undirtónar ráða ríkjum. Hvort þessi fjögur verk myndi eitthvað eitt er ég ekki viss um en ýmislegt teng- ir þau saman. Þessi sýning þarfnast þess að áhorfandinn gefi sér tíma. Hún virðist flókin við fyrstu sýn en við nánari skoðun verður ýmislegt ljósara. Munurinn á hinu flókna og hinu einfalda er oftast falinn í skiln- ingnum. Allt verður einfalt þegar menn öðlast skilninginn. En auðvit- að þarf ekki að skilja allt til að njóta – upplifunin er það sem skiptir máli. Fáir íslenskir listamenn hafa sýnt meiri vilja en Steingrímur til að feta lítt þekktari slóðir hugans en það er ein helsta dyggð listamanna og ótrú- lega fáir hafa hana í hávegum. Ferð- ir sínar skrásetur hann og fer stund- um yfir aftur og aftur þannig að verkin eru oft marglagskipt. Fer hann fram sem landnámsmaður og skipar sér hiklaust á bekk meðal lista- manna listamannanna. „Annarlegt ástand“ er róluverk sem gæti alveg eins verið upphafs- verkið. Hjálpartæki til að komast í það ástand að eitthvað svipað fari í gang hjá áhorfandanum – hann fari á flug. Munurinn á notkun mynd- máls hjá listamönnum og öðrum er sá að listamenn þurfa ekki endilega að sjá merkinguna fyrr en eftir á. Ferðalög um lönd hins óþekkta þurfa aðeins ljóstýru rétt eins og bíl- ljós í myrkri. Til að komast eitthvað þarftu ekki endilega að sjá áfanga- staðinn. Lykilverk sýningarinar er verkið „Fýkur yfir hæðir“ sem er samvinnu- verk Steingríms og Ásmundar Ás- mundssonar myndlistarmanns. Hér er um um að ræða tilvísanir í nítj- ándu aldar rómantík, kvæði Jónasar Hallgrímssonar Móðurást og verk Ásgríms Jónssonar þar sem hann sviðsetur ljóðmyndina í málverki frá 1905. Þar liggur barnið ómeðvitað um lát móður sinnar sem gaf því allt og þú sem áhorfandi átt erfitt með að standa hjá aðgerðarlaus. Litljósrit af teikningum eða undirbúnings- skissum fyrir málverk Ásgríms hang- ir við hlið verksins sem einhvers konar inngangur að myndviðbrögð- um sem hanga þar – sjö tilfinninga- ríkar tússteikningar á gulum fleti þar sem orðið Mamma er endurtekið í forgrunni móðurteikninganna. Í for- grunni sitja skúlptúrar á tveim vögn- um þar sem hausinn fremst á drátt- arvagninum er útbrunnið eldfjall sem mun vera verk Ásmundar. Í dráttarvagninum eru líka skúlptúrar sem minna bæði á móðurina látna hjá Ásgrími og peðin 16. Í eftirdragi er neysluvörunæring, kakómjólk með sinnepi og tómatsósu, Sun- Lolly djús, sykurskertur sveskju- grautur og Ora humarsúpa í dós, öllu vöfðu inn í þunnt eldhúsplast. „Filling the holes“ er málverk með setubekk fyrir framan þar sem þörf er á að setjast niður og lesa textann, gefa sér tíma til að njóta verksins sem er marglagskipt. Bakgrunnur verksins er rauðbrún skipamálning sem er hönnuð fyrir snertiflöt við sjó. Málning sem þarf m.a. að hafa þá eiginleika að hrinda frá sér öllu lífrænu. Svört línuteikning er í setn- ingum sem eru hólfaðar og myndar það svæði sem línan nær ekki yfir einskonar fjörð. Setningarnar eru bútar úr munni spákvenna sem m.a. spá fyrir þessari sýningu. Ofan á verkið er límdur texti úr hugrenning- um Margrétar Blöndal um verkið. Litirnir, rauðbrúnn og svartur, eru lit- ir melankólíunnar. En umfangsmesta verkið á sýning- unni er verkið „Sextán peð“. Það samanstendur af tveim skúlptúrum og tveim teikningum. Peðin eru með blýfyllingum, þau virka karlkyns og varða landám hugans. Verkið er m.a. unnið sem samtal við 16 manns, flestir ef ekki allir listamenn sem líkaleggja verkinu lið sem einskonar spegill og gefa þeim nöfn. Viðbrögð flestra liggja sem lýsingar á mörkum hins raunverulega eins og draugar, útfrymi, geimverur, grænt slím, drullumalli úr blíðfinni, múmínálfar, veran í Eyju dauðans eftir Böchlin, Frankenstein, kynjamyndir úr hlaupi Mjallhvítar um skóginn eða frosin geysisgos – allt bullandi rómantík. Yfir peðunum hanga verkfærin sam- anlímd í strúktúrum og er þeim varpað sem upphöfnum skugga- myndum innrömmuðum á veggn- um. Steingrímur er ekkert einn um rómantíkina þessa daganna. Hún er víða í samtímanum, Gabríela til dæmis, múm, barney. Hjá Steingrími hefur hún rætur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M „Ég var að frumsýna Rígólettó síðastliðinn föstudag hjá Mid- Wales Opera, hlutverk Rígólettós,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, sem hefur haft í nógu að snúast frá því að samningstíma hans hjá Ís- lensku óperunni lauk. En hvernig gekk með Rígólettó? „Það gekk allt upp. Fyrir mig var þetta mögnuð stund. Rígólettó hefur verið handan við sjóndeild- arhringinn hjá mér í talsverðan tíma og fyrir þá týpu af baritón sem ég er, er þetta allra stærsta hlutverkið. Ég hef aldrei reynt við aðra eins rullu. Þetta er ein af þessum topprullum sem mig hef- ur dreymt um að fá.“ Hvernig kom það til að þú fékkst rulluna? „Það var hringt í mig um miðj- an síðasta vetur frá þessu kom- paníi. Þeir voru að leita að Rígólettó og höfðu fundið einn en vantaði annan. Það voru áætlaðar þrjátíu sýningar sem er of mikið fyrir einn söngvara, þannig að aðalhlutverkin eru tvísetin. Stað- reyndin er sú að Rígólettóar eru ekkert á hverju strái. Menn sér- hæfa sig í hlutverkinu og ég hef lengi verið að stefna á þetta hlut- verk. Þegar ég fór í prufuna var kollegi minn, sem ég hef unnið með áður, í prufu fyrir sama hlut- verk. Hann er kominn yfir sex- tugt, sem sýnir að Rígólettóarnir eru ekki á hverju strái. Ég skellti mér í prufuna og það gekk það vel að þeir buðu mér hlutverkið. Þetta er afar þýðing- armikið fyrir mig og framtíðina í þessu fagi, því núna er ég kominn með Macbeth og Rigólettó á verk- efnalistann – og vonandi bætast fleiri Verdi-rullur við í framtíð- inni.“ Verður þú ekki bara fastur í Rígólettó? „Ja, ég er alveg tilbúinn til þess að syngja hann í tuttugu ár í við- bót. Það mundi alveg nægja mér en það sem er magnað við þær Verdi-rullur sem ég er að reyna að sérhæfa mig í á næstu árum, ef vel gengur, er að þær er hægt að syngja langt fram eftir aldri.“ Rígólettó er að vísu ekki fyrsta hlutverk Ólafs Kjartans í Bret- landi þetta árið, því í júní síðast- liðnum söng hann hlutverk lög- reglustjórans Jacks Rance í La Fanciulla dell West eftir Puccini í Opera Holland Park. „Það gekk vonum framar, þannig að sú rulla í sumar og Rígólettó í framhaldi eru vonandi að opna mikla möguleika fyrir mig í framtíðinni.“ En hvað er í farvatninu hjá þér? „Í kjölfarið á þessum óperu- hlutverkum eru fram undan þrennir stórir tónleikar hjá mér í Bretlandi – og von á fleirum. Með- al annars Sea Symphony eftir Vaughan Williams, The Bells eftir Rachmaninoff og einsöngstón- leikar hjá mér og frænda mínum, Vovka Ashkenazy, í London 8. des- ember, svo eitthvað sé nefnt. Síðan bíður annar stór karl eftir mér, sem er Scarpia í Toscu hjá Íslensku óperunni hér heima – og ég get alveg lofað góðri sýn- ingu þar.“ Og víst er að gaman verður að fylgjast með Ólafi Kjartani næstu misserin, ef marka má viðbrögð gagnrýnenda í Bretlandi. Enn eru ekki komnir dómar um Rígólettó en um frammistöðu Ólafs í hlut- verki Jacks Ranch segir Tim Ash- ley hjá The Guardian: „… en Sig- urðarson var sannarlega stórkost- legur Rance, sexý og hættulegur í senn.“ Tom Vallance hjá What’s On segir: „Oli Sigurdarson var frábær, með sína voldugu, fylltu baritónrödd, og grimmdarlega ástríðufullur.“ David Blewitt hjá The Stage segir um Ólaf: „Hin dimma og agaða baritónrödd hans er göfugt hljóðfæri.“ ■ Topphlutverk sem mig hefur alltaf dreymt um Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur hlutverk Rígólettós í Mid-Wales Opera í Bretlandi og ljóst af viðbrögðum að Bretar eiga eftir að fá meira í honum að heyra. MYNDLIST GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON Steingrímur Eyfjörð. 101 GALLERY HVERFISGATA 18A SÝNINGUNNNI LÝKUR 30. OKTÓBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.