Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 26
Guðmundur Árni í slaginn? Á landsfundi Samfylkingarinnar eftir eitt ár verður að öllu óbreyttu kosið á milli Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur í formannsemb- ættið. Sumum flokksmönnum finnst langur tími þar til þetta á að gerast og hafa heyrst raddir um að flýta fundinum. Koma þær einkum úr röðum stuðnings- manna Ingibjargar Sólrúnar, sem telja hana hafa of veika stöðu í stjórnmálum um þessar mundir. Önnur hugmynd hefur einnig heyrst rædd meðal Sam- fylkingarfólks að undanförnu en hún er sú að gera Guðmund Árna Stefánsson að formanni flokksins. Ganga sögur um að sjálfur sé hann hugmyndinni ekki al- veg fráhverfur og skynji meðbyr. Það er talið Guðmundi Árna til tekna að hann komi úr röðum Alþýðuflokksins gamla og eigi þess vegna meiri möguleika en gamlir Alþýðubandalagsmenn að mynda brú yfir til sjálfstæðismanna, sem ekki eru allir sáttir við núverandi fyrirkomulag stjórnarsamstarfsins. Á móti Kyoto Hagfræðingurinn Haraldur Johannes- sen (alnafni og náfrændi ríkislögreglu- stjóra), sem Sigríður Anna Þórðardóttir hefur ráðið sem aðstoðarmann sinn í umhverfisráðuneytinu, er enginn venju- legur „græningi“. Hann hefur á undan- förnum árum viðrað efasemdir um ým- islegt í málflutningi umhverfisverndar- manna í Morgunblaðinu, þar sem hann hefur starfað um árabil á viðskiptarit- stjórninni. Þegar fram kom þingsálykt- unartillaga fyrir tveimur árum um aðild Íslands að Kyoto-bókuninni skrifaði Haraldur t.d. að hún væri „í meira lagi vafasöm og eina rökrétta afstaðan til hennar að hún skuli felld“. Hann hefur einnig skrifað greinar þar sem varað er við „hræðslufréttum“ og „dómsdags- spám“ umhverfisverndarsinna. Velta ýmsir því fyrir sér hvort þessi viðhorf eigi eftir að birtast í málflutningi í nafni umhverfisráðuneytisins á næstunni. gm@frettabladid.is Stólaskiptatangóinn í ríkisstjórn- inni í vikunni og fyrirheit nýs for- sætisráðherra um endurskoðun á stjórnarskrá eru enn eitt tilefnið til vangaveltna um lýðræðið í landinu. Ljóst er að á komandi misserum munu stjórnmálamenn, eða svokallaðir fulltrúar almenn- ings, vinna úr þeirri lífsreynslu sem þeir urðu fyrir vegna synjun- ar forseta um staðfestingu á fjöl- miðlalögum sl. sumar. Þessi lífs- reynsla fór sem kunnugt er mjög misjafnlega með menn. Sumir, einkum stjórnarliðar, urðu fyrir miklu áfalli þegar í ljós kom stjórnarskrárákvæði um að tak- mörk og landamæri valdsviðs kjörinna fulltrúa væru raunveru- leg. Í framhaldinu hófst mikil um- ræða um þjóðaratkvæðagreiðslur og hvort eðlilegt væri að setja ein- hver skilyrði fyrir þeim niður- stöðum sem þar kynnu að koma fram. Það er einmitt sú umræða sem hinir kjörnu fulltrúar munu væntanlega ræða í tengslum við stjórnarskrárbreytingu. Nú í haust hins vegar hefur umræðan víkkað nokkuð. Má þar nefna norræna ráðstefnu í Reykjavík um rafrænt lýðræði og svo innleiðingu nýjunga á sviði íbúalýðræðis. Ekki er nokkur vafi á að mjög eftirsóknarvert er í sjálfu sér, og fyrir þróun lýðræð- ishugmyndarinnar sjálfrar, að færa sem flestar ákvarðanir beint til fólksins. Þær kenningar og þau lýðræðiskerfi sem við þekkjum í heiminum í dag eru öll með ein- hverjum hætti niðurstaða úr til- raunum manna til að finna jafn- vægi milli þess að sem flestir komi að ákvarðanatökum og hins að ákvarðanatökur séu sæmilega skilvirkar. Að finna jafnvægi þar sem lýðræðið er í öndvegi, en inn- an skynsamlegra skilvirknis- marka. Þegar menn nú leita uppi skilvirka fleti á beinu lýðræði, annað hvort með nýjum formum eða nýrri upplýsingatækni, er það því beint framhald á þessari gömlu viðleitni. Að mörgu leyti má segja að hugmyndir um beint lýðræði eigi best heima í nærumhverfinu, í það minnsta meðan útfærslan á lýðræðisaðferðunum er enn að slíta barnsskónum. Það á við í sveitarstjórnarmálum, skipulags- málum og öðrum þeim málum sem snerta beint næsta umhverfi manna. Bæði ræðst það af því að viðfangsefni ákvarðana eru fólki kunn, þau skipta það beint máli og stærðargráðan er yfirleitt af því tagi að hægt er að halda utan um málið þótt margir komi að því. Þá á það síður við um nærumhverfið sem á við um landsmálapólitík, að ákveðin þekkingarleg sérhæfing og verkaskipting geti verið æski- leg og kalli því beinlínis á full- trúakerfi. Það er því sérstaklega athygl- isvert að fylgjast með tilraunum á sviði íbúalýðræðis sem nú eru í gangi varðandi skipulag miðbæj- arins á Akureyri undir formerkj- um sjálfseignarstofnunar sem heitir Akureyri í öndvegi. Á morgun, laugardag, hefur verið boðað til sérstaks íbúaþings í Íþróttahöll bæjarins þar sem leit- að verður eftir hugmyndum og skoðunum bæjarbúa. Íbúaþing af þessu tagi eru vissulega ekki ný af nálinni, en ólíklegt er að þessi stærðargráða hafi þekkst hér fyrr, enda er allt 16.000 manna bæjarfélagið hugsanlegir þing- gestir. Hugmyndafræðin er líka áhugaverð. Hér er ekki um hefð- bundinn borgarafund eða stjórn- málafund að ræða þar sem fólk kemur til að velja af tilteknum fyrir fram mótuðum pólitískum eða skipulagslegum matseðli stjórnmála- og embættismanna. Þvert á móti er verið að virkja fólkið í að elda matinn sjálft – að búa til sinn eigin matseðil – og til þess er beitt sérstakri tækni þar sem lögð er áhersla á óformlega nálgun og þátttöku. Það er margt nýstárlegt við þetta átak um skipulag miðbæjar- ins. Fyrir það fyrsta er hér um sjálfsprottið frumkvæði athafna- manna og fyrirtækja í bænum að ræða sem leiddi til stofnunar sjálfseignarstofnunarinnar Akur- eyrar í öndvegi. Þar eru bakhjarl- arnir stórfyrirtæki sem starfa í bænum og hafa séð um að setja í verkefnið þá peninga sem þarf til að svona nokkuð nái flugi. Sam- starfs hefur verið leitað við bæjar- yfirvöld og hafa þau í raun verið beinn þátttakandi í þessu verkefni með ýmsum hætti. Mikilvægast er þó hvað varðar tilraunina um íbúa- lýðræðið og íbúaþingið, að um- gjörðin öll hefur verið þannig úr garði gerð að tryggt er og inn- byggt í ákvörðunartökuferlið sem á eftir kemur, að tekið verður tillit til þess sem íbúar á íbúaþingi höfðu fram að færa. Þannig eru hugmyndir íbúaþingsins eitt af því sem skylt verður að taka tillit til í alþjóðlegri skipulagssamkeppni um miðbæinn sem hrinda á af stað eftir nokkrar vikur og samantekt og kynning á niðurstöðum þingsins verða notaðar í bæjarkerfinu og kynntar opinberlega. Vissulega er skipulag miðbæj- ar stórs bæjarfélags einstakt mál og íbúaþing líkt því sem fram fer á morgun einstakt í sinni röð. Slíkt verður því ekki hægt að end- urtaka viku- eða mánaðarlega út af hvaða ákvörðun sem er. En ef þetta heppnast vel gefur það hins vegar vísbendingu um að ýmsar leiðir eru fyrir hendi í umræðunni um beint lýðræði. Mikilvægast af öllu er þó að íbúaþingið á Akur- eyri gæti gefið umræðunni um lýðræði og tilraunir með ýmis lýð- ræðisleg form byr undir báða vængi. Sík víkkun á sjóndeildar- hringnum væri bæði kærkomin og þörf, ekki síst eftir heldur ein- fætta umræðuna um þjóðar- atkvæði í sumar. Þar var gjarnan talað af trúarlegri lotningu um fulltrúalýðræðið (þingræðið) sem hið endanlega skipulag og án nokkurs samhengis við grundvall- aratriði málsins – sem er að sam- félagslegar ákvarðanir eiga að vera með einhverjum hætti sam- eiginleg niðurstaða lýðsins. ■ Íslendingar gera sér á stundum nokkuð einkennilegarhugmyndir um áhuga annarra þjóða á sér. Frægt er íumræðu um EES-samninginn þegar sumir sáu það sem sérstaka ógn að með frjálsu flæði fjármagns myndu útlend- ingar hópast til þess að kaupa upp jarðir á Íslandi. Frá 1994 hafa margar jarðir verið til sölu á Íslandi og lít- ið sést til biðraða útlendinga. Eitt var það sem lokunarmönn- um tókst að verja. Það var fjárfesting erlendra aðila í sjáv- arútvegi. Eftir tíu ára reynslu af frjálsu flæði fjármagns milli Íslands og umheimsins ættu menn að staldra við og velta fyrir sér hvort fótur sé fyrir óttanum sem stjórnaði ákvörðun manna við innleiðingu EES-samningsins. Reynsla íslensks atvinnulífs er að erfitt er að fá erlenda fjárfesta til þess að kaupa hlut í íslenskum fyrirtækjum. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar, fyrir utan stóriðju, er tilkominn vegna þess að hlutabréf innlendra fyrirtækja hafa verið notuð sem skiptimynt í yfirtöku íslenskra fyrir- tækja á erlendum. Virkur hlutabréfamarkaður hefur stutt innlend fyrirtæki og gert þeim kleift að nýta sér tækifæri erlendis, í mörgum tilfellum með glæsilegum árangri. Eðlilegt er að menn spyrji sig, líkt og forstjóri Kauphall- ar Íslands gerði í Fréttablaðinu í gær, hvort sérreglur um sjávarútveg séu markaðshindrun fyrir íslensk sjávar- útvegsfyrirtæki í útrás fremur en hindrun fyrir erlenda að- ila að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Fyrir tíu árum litu flestir svo á að sjávarútvegurinn yrði forystugrein Íslendinga í útrás atvinnulífsins. Rökin voru þau að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki væru best reknu sjávarútvegsfyrirtæki í heimi. Hér á landi byggju menn yfir yfirburðaþekkingu á greininni. Þessi spásögn hefur ekki orðið að veruleika. Lyfjafram- leiðsla, stoðtæki, framleiðsla kældra matvara og fjármála- þjónusta hafa verið helstu útrásargreinar þjóðarinnar und- anfarin ár. Í ljósi þess eiga menn að spyrja sig róttækrar spurningar. Ef sjávarútvegurinn sæti við sama borð og aðrar atvinnu- greinar, stæði þá erlendum útgerðarmönnum ekki meiri ógn af útrás Íslendinga en Íslendingum af erlendri innrás? Sjávarútvegurinn hefur verið að feta braut frá veröld veiðimannsins til veraldar viðskiptanna. Rökin um sam- keppnishæfni íslenskra fyrirtækja frá því fyrir tíu árum eru í fullu gildi. Frjálst flæði fjármagns inn og út úr sjávarútvegi mun að líkindum færa greininni nýjan kraft og ný sóknarfæri. Hindrunin er að enn líta menn á sjávarútveginn eins og eitt- hvert einangrað fyrirbæri í heimi rekstrar og viðskipta. Sjávarútvegurinn er eins og hver önnur atvinnugrein sem lýtur sömu lögmálum og aðrar greinar. Umræðan um hana hefur hingað til lotið öðrum lögmálum af sögulegum og til- finningalegum ástæðum. Sú afstaða getur takmarkað fram- þróun og sókn íslensks sjávarútvegs. ■ 17. september 2004 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Margt bendir til þess að sérhugsun um sjávarútveg skaði greinina. Lögmálin gilda líka um útgerð ORÐRÉTT Hóflegur metnaður Það kaupir þetta enginn og óþarfi að eltast við það. En hér er ógeðslega gaman að vera og taka upp. Þetta er ‘Rock City’. Eftir upptökur förum við í púl á barinn sem er hérna við hliðina. Það eru Kanar af vellinum og maður er bara í hringiðu rokksins. Ragnar Kjartansson, tónlistarmaður og gjörningalistamaður DV 16. september En það er nú betra ef maður er ráðherra Karlmenn þykjast oft geta miklu meira en konurnar, það er kannski helst vegna þess að þeir hafa meiri líkamlega burði, en það eru nú að verða færri og færri störf sem útheimta alla þessa líkamlegu burði. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra Fréttablaðið 16. september Óþæg-Ari Þeir hafa markað ákveðna lág- launastefnu sem hefur leitt það af sér að kaupmáttur fólks er að falla. Það er í þeirra hag að sú láglaunastefna festist í sessi og Ari Edwald er í forystu um að verja þann hag. Eiríkur Jónsson, formaður Kennara- sambands Íslands Fréttablaðið 16. september FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG LÝÐRÆÐIÐ Í ÖNDVEGI BIRGIR GUÐMUNDSSON Það er því sérstaklega athyglisvert að fylgjast með tilraunum á sviði íbúa- lýðræðis sem nú eru í gangi varðandi skipulag miðbæjar- ins á Akureyri undir formerkj- um sjálfseignarstofnunar sem heitir Akureyri í öndvegi. ,, Beint lýðræði á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.