Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 18
18 17. september 2004 FÖSTUDAGUR VERJANDI MICHAELS JACKSON Robert Sangar, verjandi Michaels Jackson, mætir í réttarsalinn í Santa Barbara með kerru fulla af gögnum sem eiga væntan- lega að styðja sakleysi Jacksons, sem sak- aður er um að hafa beitt dreng kynferðis- legri misnotkun. UMFERÐIN Í fyrra fórust 23 vegfar- endur í umferðarslysum hér á landi, sex færri en árið 2002. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa um banaslys í um- ferðinni 2003. Tuttugu banaslys urðu í umferð- inni í fyrra. Athygli vekur að ekkert slys varð á tæplega hálfs árs tíma- bili, frá 13. október 2002 til 9. mars 2003. Í hálft ár þar á eftir fórust hins vegar 13 vegfarendur. Algeng- ustu tegundir banaslysa voru útafakstur, 35%, og framanákeyrsl- ur, 30%. Í 15 prósentum tilvika urðu slysin þannig að ekið var á gangandi vegfarendur. Á undanförnum fimmtán árum hefur 51 gangandi vegfarandi farist í umferðarslys- um. Þar af voru 22 eldri en 65 ára og tíu börn yngri en fjórtán ára. Hlutfall látinna eftir kynjum var svipað og undanfarin ár. Karlmenn sem létust í umferðinni voru 63 en konur voru 37. Í fyrra fórust tveir erlendir ferðamenn í umferðarslysum, en alls hafa tólf erlendir ríkisborgarar farist í umferðinni undanfarin sex ár. Af þeim voru fimm ferðamenn. Öll banaslys sem erlendir ökumenn koma við sögu í og rannsóknar- nefndin skoðaði voru útafakstur og bílveltur. Í fjórum þeirra tilvika fór- ust farþegar sem notuðu ekki bíl- belti. ■ Samskipti ríkisstjórnar Íslands og forsvarsmanna öryrkja í landinu hafa verið nokkuð stormasöm á undanförnum árum. Svo virðist sem ný rimma sé í uppsiglingu. Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalagsins, hefur lýst því yfir að öryrkjar íhugi málssókn á hendur ríkinu. Tilefnið eru meint svik á samningi milli heilbrigðis- ráðherra og Öryrkjabandalagsins um aldurstengda hækkun á grunnlífeyri öryrkja. Samkomulagið góða Forsaga málsins er sú að 25. mars árið 2003 handsöluðu Garðar Sverrisson, fyrir hönd Öryrkja- bandalagsins, og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra samkomulag um hækkun á grunnlífeyri ör- yrkja. Hækkunin skyldi koma þeim mest til góða sem greindust með örorku snemma á lífsleiðinni. Þannig skyldi einstaklingur sem greindist öryrki 18 ára gamall fá tvöföldun á grunnlífeyri, en hækkunin skyldi síðan fara lækk- andi eftir því sem einstaklingur greindist eldri. Einstaklingur sem greindist öryrki við 67 ára aldur fengi þannig enga hækkun á grunnlífeyri. Hér er um að ræða gamalt bar- áttumál öryrkja. Ljóst er að að- búnaður þeirra sem greinast ung- ir með örorku er mun verri en þeirra sem greinast með örorku á efri árum. Sá ungi er að hefja náms- og starfsferil og hefur ekki safnað sér neinum lífeyrisréttind- um á almennum vinnumarkaði. Sá sem greinist seint með örorku hefur hins vegar safnað að sér al- mennum lífeyrisréttindum. Það hefur því lengi verið talið réttlæt- ismál að þeir sem greindust ör- yrkjar ungir fengju hærri bætur en hinir. Grundvallarkrafan uppfyllt - deilt um útfærslu Það er skemmst frá því að segja að þessi mikilvæga kerfisbreyt- ing varð að lögum 1. janúar síðast- liðinn. Öryrkjar voru því ekki sviknir hvað varðar þetta grund- vallaratriði og varð það þeim nokkuð fagnaðarefni eitt og sér. Til dæmis ályktaði aðalfundur Ör- yrkjabandalags Íslands 9. október 2003 um málið, og þar sagði: „Með kerfisbreytingu þessari er hin margvíslega sérstaða öryrkja viðurkennd í verki. Fyrir það póli- tíska raunsæi eiga íslensk stjórn- völd þakkir skildar.“ Það er því óhætt að segja að deila öryrkja og ríkisstjórnarinn- ar standi ekki um grundvallar- atriði samningsins. Hinu nýja kerfi með aldurstengdum grunn- lífeyri, og tvöföldun til þeirra yngstu, hefur verið komið á. Það má síðan snurfusa með reglugerð- um. Deilan milli öryrkja og ríkis- stjórnar snýst um aðra hluti. Hún snýst um peninga. Hversu mikið á þetta nýja kerfi að kosta? Kostn- aðurinn er síðan tengdur annarri spurningu: Hvernig á að útfæra þetta nýja kerfi? Hversu brött á til dæmis lækkunin að vera á upp- bótarlífeyrinum miðað við aldur? Útfærslan að þessu leyti getur haft veruleg áhrif á kostnaðinn. Útfærsla öryrkjanna Hér stendur hnífurinn í kúnni. Ör- yrkjabandalagið stendur í þeirri meiningu að ákveðin útfærsla á hinu nýja kerfi hafi verið innifal- in í samkomulaginu við heilbrigð- isráðherra. Þessi útfærsla fól í sér að a) grunnlífeyrinn skyldi tvö- faldast til þeirra sem greinast ör- yrkjar 18 ára eða yngri og að b) uppbótin skyldi lækka um 421 krónu á hverju ári til 67 ára ald- urs. Skemmst er frá því að segja, að þessi útfærsla reyndist of dýr og ráðherra virðist ekki hafa haft fjárheimildir til að standa við hana, a.m.k. ekki að sinni. Sam- kvæmt útreikningum Trygginga- stofnunar, sem munu hafa legið fyrir nokkrum vikum eftir gerð samningsins, þurfti 1,5 milljarð á ársgrundvelli til að standa við þessa útfærslu. Of lítið fé Ráðherra hafði einungis úr millj- arði að spila. „Þetta var samning- ur upp á einn milljarð,“ sagði Davíð Oddsson, fráfarandi for- sætisráðherra, að loknum þing- flokksfundi Sjálfstæðisflokksins Reykjavík: Erill vegna hvassviðris LÖGREGLA Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í fyrri- nótt og gærmorgun vegna hvass- viðris en engin slys urðu á fólki. Járnplötur fuku af húsþökum á Kjalarnesi og naut lögregla að- stoðar björgunarsveita Lands- bjargar. Skemmdir urðu á nokkrum smábátum sem slógust utan í hafnarbakkan í Reykjavík- urhöfn í hvassviðrinu í gær- morgun. Þá urðu einhverjar skemmdir á bílum vegna fjúk- andi hluta. ■ GARÐAR SVERRISSON Segir 500 milljónir vanta upp á til þess að ríkið uppfylli gerðan samning við öryrkja. Hótar málssókn. DAVÍÐ ODDSSON Segir það afdráttarlaust að samningurinn við öryrkja hafi hljóðað upp á einn milljarð og ekki krónu meira. JÓN KRISTJÁNSSON Hefur margoft lýst því yfir að hann vilji uppfylla kröfur Öryrkjabandalagsins. GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING DEILA ÖRYRKJA OG RÍKISSTJÓRNARINNAR Öryrkjar og ríkið í hár saman á ný Öryrkjabandalagið undirbýr málssókn á hendur ríkinu vegna meintra vanefna á samningi um hækkun grunnlífeyris. Deilan snýst um útfærsluatriði. Þótt ráðherra virðist allur af vilja gerður virðist fátt koma í veg fyrir hörkuna. FRAMTÍ‹ARHÓPUR Samfylkingarinnar Framtí›arhópur Samfylkingarinnar bo›ar til opins fundar í I›nó laugardaginn 18. september kl. 11:00-13:00 um samfljöppun, fákeppni og venjulegt fólk. Atvinnulíf framtí›arinnar - samkeppni og samfljöppun Frummælendur: Gylfi Magnússon hagfræ›ingur - Samkeppni, réttlæti og hagkvæmni. Hafli›i Helgason bla›ama›ur - Hræringar í vi›skiptalífi – ástæ›a til a› óttast? Jón fiór Sturluson hagfræ›ingur - Hva› mega íslensk fyrirtæki vera stór? Fundurinn er öllum opinn. Morgunver›ur kr. 1.200. Fundarstjóri er Katrín Júlíusdóttir alflingisma›ur. Sjá nánari á www.framtid.is BANASLYS Í UMFERÐINNI Í FYRRA Staðsetningar á landinu. Rannsóknarnefnd umferðarslysa: 23 banaslys í fyrra Opinber heimsókn forseta: Óblíðar móttökur SERBÍA-SVARTFJALLALAND, AP Ferenz Madl, forseti Ungverjalands, fékk fremur kaldar móttökur þegar hann kom í opinbera heim- sókn til Serbíu-Svartfjallalands í gær. Madl heimsótti meðal annars héraðið Subotica, sem er við landamæri Ungverjalands. Um 10 prósent íbúa héraðsins eru ungverskrar ættar og um árabil hefur ríkt mikil spenna milli þeirra og serbneskra þjóðernis- sinna. Forsetinn heimsótti ung- verska fjölskyldu á svæðinu sem hefur sætt ofsóknum þjóðernis- sinna. Þegar Madl kom að húsinu var búið að mála slagorðin „Dauði“ og „Drepum Ungverja“ á útidyrahurðina og stinga stór- um hníf í hana. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.