Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 17. september 2004 29
í Grafarholti
Leikin er punktakeppni, hámarksforgjöf 18.
Ræst er út á öllum teigum kl. 10.00.
Mæting í Bása kl. 8.30 þar sem keppendur
hita upp fyrir mótið. Veitingar að loknu móti.
Innifalið í mótsgjaldi.
Vegleg verðlaun í boði fyrir 3 efstu sætin.
Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum.
Mótsgjald kr. 3.500.-
18. sept. 2004
Opna
Polignac
Cognac
Tímaritið
ÚTIVERA
Nýtt tölublað
komið í verslanir
Ný heimasíða
www.utivera.is
Síðasta blað
seldist upp hjá útgefanda,
tryggðu þér því eintak strax!
Ungbarnasund
Ungbarnasund er að hefjast í
Árbæjarlaug á laugardögum kl. 09.00 og 09.40
Upplýsingar og skráning í síma: 510 7600 eða 866 0122
Sundskóli Ármanns
Mikill dómaraskortur
Hannes Jónsson, varaformaður KKÍ og formaður dómaranefndar,
auglýsir eftir körfuboltaáhugafólki sem er tilbúið að gerast dómarar.
Héðinn Gilsson, aðstoðarþjálfari HK sem er spáð titlinum í efstu deild karla:
Menn verða að þola pressu í toppbaráttu
HANDBOLTI Eftir ansi dapurt gengi á
síðasta tímabili í Remax-deildinni
í handknattleik hefur lið HK bætt
í leikmannasarpinn og er stefnt að
betri árangri í vetur. HK hefur
ráðið til sín litháíska þjálfarann
Miglius Astrauskas en kappinn sá
er þaulmenntaður á sviði íþrótta
og gerði m.a. lið Kaunas Lusis að
meisturum í heimalandi sínu þrjú
ár í röð. Þá hafa A-landslið karla
og kvenna fengið að njóta krafta
hans.
Nýlega voru formenn, þjálf-
arar og fyrirliðar liða í Remax-
deildinni fengnir til að spá fyrir
um gang mála í vetur. Þar var HK
spáð titlinum og kom valið nokk-
uð á óvart. Spáin kom HK-mönn-
um sjálfum í opna skjöldu, þó að
á toppbaráttuna sé stefnt. „Já,
þetta kom töluvert á óvart,“ sagði
Héðinn Gilsson, aðstoðarþjálfari
HK-manna. „Sérstaklega í ljósi
þess að við spiluðum þrjá leiki
hér heima fyrir mótið og það var
ekkert sérstakt að sjá þar held
ég. En að öðru leyti er þetta allt í
lagi. Við ætlum okkur að vera í
toppbaráttu og ef það kemur titill
út úr því þá er það bara mjög
gott.“
Að tilheyra liði sem fyrir fram
er spáð góðu gengi getur reynt á
taugarnar og það veit Héðinn full-
vel. „Ef það kemur einhver pressa
á menn, þá er það allt í lagi. Ef
menn ætla að vera í toppbaráttu
þá verða þeir að þola smá pressu.
Ég sé ekki fyrir mér að það muni
breyta neinu og finn ekki fyrir því
sjálfur, enn sem komið er.“
„Þetta byggist meira á liðs-
heildinni og spilinu. Við erum ekki
með neinn mjög stóran og sterkan
skotmann sem getur skotið fyrir
utan.“
HK fékk það erfiða verkefni
að sækja Íslandsmeistara Hauka
heim á Ásvelli í fyrrakvöld og
náði að vinna á sterkum heima-
velli Hafnfirðinga, 25-29. Héðinn
segir leikinn hafa verið ágætis
prófraun fyrir liðið. „Þetta var í
heildina séð nokkuð gott. Það voru
kaflar sem okkur líkaði ekki við
og sérstaklega þegar við fórum að
flýta okkur í seinni hálfleik, þegar
við vorum komnir með gott for-
skot. Við munum leitast við að
betrumbæta leik okkar og var
ánægjulegt að hefja tímabilið með
sigri á Haukum,“ sagði Héðinn
Gilsson. smari@frettabladid.is
KÖRFUBOLTI „Við tökum öllum fagn-
andi eins og staðan er í dag. Það er
nóg af verkefnum í boði og það er
það mikill skortur á dómurum að
áhugasamir og efnilegir dómarar
munu fá mikið af verkefnum í
vetur,“ segir Hannes Jónsson, vara-
formaður KKÍ og formaður dóm-
aranefndar, en nú stendur yfir átak
hjá sambandinu til þess að fjölga
körfuboltadómurum, en þeim hefur
farið fækkandi undanfarin misseri
þrátt fyrir að leikjum og verkefn-
um þeirra sé alltaf að fjölga.
„Þetta er það mikið vandamál
að við munum ekki treysta okkur
til þess að manna alla leiki í vetur
og það byrjar því miður að bitna
fyrst á grasrótinni. Það þarf að
taka á þessum málum,“ segir
Hannes, sem hefur ekki auð-
veldasta verkefnið í hreyfingunni
– að raða allt of fáum dómurum
niður á allt of marga leiki.
Dómaranefnd KKÍ og stjórn
KKDÍ auglýstu í vikunni eftir
dómurum til þess að dæma í körf-
unni í vetur því það vantar sár-
lega nýja dómara.
Lítil endurnýjun
„Það var mjög lítil endurnýjun
á dómarahópnum síðastliðinn
vetur og við fengum mjög fáa til
að taka þátt í þeim dómaranám-
skeiðum sem voru haldin. Eins og
ástandið var síðasta vetur þá voru
dómararnir sem voru starfandi að
dæma allt of mikið. Það er ekki
hægt að leggja annan eins vetur á
þessa dómara. Þeir geta ekki
dæmt svona mikið annan veturinn
í röð,“ segir Hannes, sem vill fá
meiri hjálp frá félögunum. „Við
höfum verið að reyna að benda
félögunum á að það sé dómara-
skortur en það hefur ekkert kom-
ið til baka frá þeim um hvað sé
hægt að gera í þessum málum. Fé-
lögin þurfa að hjálpa okkur við að
búa til dómara. Með því að aug-
lýsa eftir dómurum vonumst við
til að við náum bæði að vekja
félögin sem og að ná til hins al-
menna körfuboltaáhugamanns
sem er kannski ekki í beinum
tengslum við félögin. Við erum að
vonast eftir að ná með þessu til
fólks sem hefur áhuga fyrir að
starfa áfram við körfuboltann.
Það má heldur ekki gleyma því að
þetta er aukavinna og ef menn
hafa spilað körfubolta og þurfa á
aukavinnu að halda þá er það al-
veg ljóst að þetta gefur smá pen-
ing,“ segir Hannes, en það er ekki
bara aukapeningurinn sem heillar
því dómarar hafa myndað með sér
sterkan félagsskap.
Góður hópur
„Dómarar hafa myndað með
sér sitt sérsamband sem er KKDÍ
og allur dómarahópurinn vinnur
alltaf mjög vel saman. Þetta er
góður hópur, þeir bakka hver ann-
an upp og það er mikil samheldni
í hópnum. Þessir nýju dómarar
munu fá mikla aðstoð frá reyndari
dómurum og við stefnum á það að
reyndari dómararnir taki nýlið-
ana í fóstur og hjálpi þeim í gegn-
um fyrstu skrefin,“ segir Hannes,
sem bendir á að félagsstarfið í
dómarasamtökunum hafi alltaf
verið í góðu formi.
Hannes segir haustþing dóm-
ara vera tilvalinn byrjunarreit
fyrir verðandi dómara. „Menn
geta komið inn þótt þeir mæti ekki
á þingið því það verða dómara-
námskeið í október en okkur
fannst upplagt að reyna að fá sem
flesta til að byrja á því að mæta á
dómaraþingið því þar er miklu
meiri möguleiki á því að menn
kynnist betur og geti spjallað
betur um þessa hluti. Þetta eru æf-
ingabúðir dómaranna og þarna fá
þeir heila helgi þar sem þeir eru
saman og fara yfir öll þau mál sem
þarf að hafa í huga fyrir veturinn.
Þarna fá nýir menn gott tækifæri
til þess að komast strax inn í hóp-
inn,“ segir Hannes um haustþing
dómara sem verður haldið að
Laugarvatni um næstu helgi.
ooj@frettabladid.is
VILTU DÆMA KÖRFUBOLTA? Hannes Jónsson, varaformaður KKí og formaður dómara-
nefndar, segir þörfina eftir nýjum körfuboltadómurum vera mikla. Fréttablaðið/E.Ól.
FYLGST MEÐ GANGI MÁLA
Miglius Astrauskas, þjálfari HK,
kallar til sinna manna gegn
Haukum og Héðinn Gilsson,
aðstoðarþjálfari fylgist með.
Fréttablaðið/Stefán