Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 11
11FÖSTUDAGUR 17. september 2004 ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Charles Taylor: Veldur enn vandræðum LÍBERÍA, AP Erfiðlega mun ganga að byggja Líberíu upp á nýjan leik eft- ir langt borgarastríð svo lengi sem Charles Taylor, fyrrum forseti og stríðsherra, gengur laus, sagði Jacques Klein, sendifulltrúi Samein- uðu þjóðanna í málefnum Líberíu. Taylor var ákærður fyrir stríðs- glæpi í júní í fyrra og steypt af stóli tveimur mánuðum síðar. Síðan hef- ur Taylor dvalið í útlegð í Nígeríu og hafa þarlend yfirvöld neitað að framselja hann. Hann hefur enn áhrif í Líberíu og sagði Klein það vera lykilatriði að draga úr áhrifum hans til að byggja Líberíu upp á ný eftir fjórtán ára borgarastríð. ■ Gíslatakan: Voru með stolin vopn RÚSSLAND, AP Vopnin sem gísla- tökumennirnir í skólanum í Besl- an notuðu áttu uppruna sinn að rekja í vopnabúr lögreglunnar. Ríkissaksóknari Rússlands, Vla- dimir Ustinov, sagði að gíslatöku- mennirnir hefðu stolið vopnunum í nokkrum árásum á lögreglu- stöðvar í júní. Ustinov sagði þetta benda enn frekar til sektar tsjetsjenska upp- reisnarmannsins Shamil Basayev sem Rússar telja að hafi skipulagt árásina í Beslan sem kostaði á fjórða hundrað manns lífið. ■ HERT ÖRYGGISGÆSLA Vopnaðir verðir eru nú við skólana í Beslan. JAFNRÉTTISMÁL Árið 2003 var við- burðaríkt hjá Jafnréttisstofu sam- kvæmt ársskýrslu stofnunarinn- ar. Um mitt árið hætti Valgerður H. Bjarnadóttir sem fram- kvæmdastjóri og við starfinu tók tímabundið Ingibjörg Broddadótt- ir, deildarstjóri í félagsmálaráðu- neytinu. Frá og með 1. nóvember var Margrét María Sigurðardóttir ráðin til starfans. Fram kemur í skýrslunni að þessar breytingar hafi haft mikil áhrif á starfsemi stofnunarinnar. Þrátt fyrir það fjölgaði beinum og óbeinum er- indum sem henni bárust. Talið er að aukin umræða um jafnréttis- mál, meðal annars hjá Femínista- félagi Íslands og í kringum al- þingiskosningar, hafi leitt til fjölgunar erinda sem stofnuninni bárust. Einstaklingar voru áber- andi í þeim málum sem stofunni bárust í fyrra, en auk þeirra geta félög, fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld vísað málum til Jafn- réttisstofu. Sem fyrr leituðu mun fleiri konur en karlar eftir ráðgjöf hjá stofnuninni, bæði vegna al- mennra erinda og meintrar mis- mununar. Þá kemur fram í skýrslunni að starfsfólk Jafnréttisstofu hafi áhyggjur af ýmsum sviðum jafn- réttisbáráttunnar, t.d. launamuni kynjanna, skiptingu ábyrgðar inn- an fjölskyldna, málefnum feðra og ofbeldi gegn konum. ■ ÁRNI MAGNÚSSON Liðið ár var annasamt hjá félagsmálaráð- herra. Þrjár konur gegndu stöðu fram- kvæmdastjóra Jafnréttisstofu á árinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Ársskýrsla Jafnréttisstofu: Erindum fjölgaði á síðasta áriDÝRBÍTUR Í DALABYGGÐ Aflífahefur þurft tvær kindur vegna bitsára í Hvammssveit í Dala- byggð. Lögreglan í Búðardal rannsakar málið og telur dýra- læknirinn á staðnum víst að stór hundur hafi verið að verki. Ekki er vitað hvort hundurinn er í eigu heimamanna eða veiðimanna sem verið hafa á svæðinu. GÁMAR OG BÍLL FÆRÐUST TIL Töluvert af lausamunum eins og sumarhúsgögnum fuku til í hvassviðrinu á Húsavík í gær- morgun. Þá fóru einnig nokkrir gámar og einn bíll af stað í rok- inu en ekkert tjón varð vegna þessa. Erill var hjá lögreglunni og var björgunarsveitin Garðar á Húsavík kölluð út henni til að- stoðar. KREFJAST HÆRRI LAUNA Hátt í milljón ríkisstarfsmanna fóru í verk- fall í Suður-Afríku. Kjarabarátta: Aldrei fleiri í verkfall SUÐUR-AFRÍKA, AP Hátt í milljón suð- ur-afrískra launþega fór í verkfall til að krefjast hærri launa og meiri hlunninda. Verkfallið er að sögn verkalýðsforkólfa hið fjöl- mennasta í sögu Suður-Afríku. Tugþúsundir ríkisstarfsmanna fóru í mótmælagöngur í borgun- um Pretoríu, Höfðaborg og Durban auk fleiri borga. Mótmæli fóru friðsamlega fram. Launþegar krefjast sjö pró- senta launahækkunar en stjórn- völd bjóða sex prósenta launa- hækkun og eins prósents frammi- stöðutengdrar yfirborgunar. Talið er að 800 þúsund manns hafi farið í verkfall, tvöfalt fleiri en í fjölmennasta verkfallinu til þessa, sem var árið 1999. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.