Fréttablaðið - 17.09.2004, Page 11

Fréttablaðið - 17.09.2004, Page 11
11FÖSTUDAGUR 17. september 2004 ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Charles Taylor: Veldur enn vandræðum LÍBERÍA, AP Erfiðlega mun ganga að byggja Líberíu upp á nýjan leik eft- ir langt borgarastríð svo lengi sem Charles Taylor, fyrrum forseti og stríðsherra, gengur laus, sagði Jacques Klein, sendifulltrúi Samein- uðu þjóðanna í málefnum Líberíu. Taylor var ákærður fyrir stríðs- glæpi í júní í fyrra og steypt af stóli tveimur mánuðum síðar. Síðan hef- ur Taylor dvalið í útlegð í Nígeríu og hafa þarlend yfirvöld neitað að framselja hann. Hann hefur enn áhrif í Líberíu og sagði Klein það vera lykilatriði að draga úr áhrifum hans til að byggja Líberíu upp á ný eftir fjórtán ára borgarastríð. ■ Gíslatakan: Voru með stolin vopn RÚSSLAND, AP Vopnin sem gísla- tökumennirnir í skólanum í Besl- an notuðu áttu uppruna sinn að rekja í vopnabúr lögreglunnar. Ríkissaksóknari Rússlands, Vla- dimir Ustinov, sagði að gíslatöku- mennirnir hefðu stolið vopnunum í nokkrum árásum á lögreglu- stöðvar í júní. Ustinov sagði þetta benda enn frekar til sektar tsjetsjenska upp- reisnarmannsins Shamil Basayev sem Rússar telja að hafi skipulagt árásina í Beslan sem kostaði á fjórða hundrað manns lífið. ■ HERT ÖRYGGISGÆSLA Vopnaðir verðir eru nú við skólana í Beslan. JAFNRÉTTISMÁL Árið 2003 var við- burðaríkt hjá Jafnréttisstofu sam- kvæmt ársskýrslu stofnunarinn- ar. Um mitt árið hætti Valgerður H. Bjarnadóttir sem fram- kvæmdastjóri og við starfinu tók tímabundið Ingibjörg Broddadótt- ir, deildarstjóri í félagsmálaráðu- neytinu. Frá og með 1. nóvember var Margrét María Sigurðardóttir ráðin til starfans. Fram kemur í skýrslunni að þessar breytingar hafi haft mikil áhrif á starfsemi stofnunarinnar. Þrátt fyrir það fjölgaði beinum og óbeinum er- indum sem henni bárust. Talið er að aukin umræða um jafnréttis- mál, meðal annars hjá Femínista- félagi Íslands og í kringum al- þingiskosningar, hafi leitt til fjölgunar erinda sem stofnuninni bárust. Einstaklingar voru áber- andi í þeim málum sem stofunni bárust í fyrra, en auk þeirra geta félög, fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld vísað málum til Jafn- réttisstofu. Sem fyrr leituðu mun fleiri konur en karlar eftir ráðgjöf hjá stofnuninni, bæði vegna al- mennra erinda og meintrar mis- mununar. Þá kemur fram í skýrslunni að starfsfólk Jafnréttisstofu hafi áhyggjur af ýmsum sviðum jafn- réttisbáráttunnar, t.d. launamuni kynjanna, skiptingu ábyrgðar inn- an fjölskyldna, málefnum feðra og ofbeldi gegn konum. ■ ÁRNI MAGNÚSSON Liðið ár var annasamt hjá félagsmálaráð- herra. Þrjár konur gegndu stöðu fram- kvæmdastjóra Jafnréttisstofu á árinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Ársskýrsla Jafnréttisstofu: Erindum fjölgaði á síðasta áriDÝRBÍTUR Í DALABYGGÐ Aflífahefur þurft tvær kindur vegna bitsára í Hvammssveit í Dala- byggð. Lögreglan í Búðardal rannsakar málið og telur dýra- læknirinn á staðnum víst að stór hundur hafi verið að verki. Ekki er vitað hvort hundurinn er í eigu heimamanna eða veiðimanna sem verið hafa á svæðinu. GÁMAR OG BÍLL FÆRÐUST TIL Töluvert af lausamunum eins og sumarhúsgögnum fuku til í hvassviðrinu á Húsavík í gær- morgun. Þá fóru einnig nokkrir gámar og einn bíll af stað í rok- inu en ekkert tjón varð vegna þessa. Erill var hjá lögreglunni og var björgunarsveitin Garðar á Húsavík kölluð út henni til að- stoðar. KREFJAST HÆRRI LAUNA Hátt í milljón ríkisstarfsmanna fóru í verk- fall í Suður-Afríku. Kjarabarátta: Aldrei fleiri í verkfall SUÐUR-AFRÍKA, AP Hátt í milljón suð- ur-afrískra launþega fór í verkfall til að krefjast hærri launa og meiri hlunninda. Verkfallið er að sögn verkalýðsforkólfa hið fjöl- mennasta í sögu Suður-Afríku. Tugþúsundir ríkisstarfsmanna fóru í mótmælagöngur í borgun- um Pretoríu, Höfðaborg og Durban auk fleiri borga. Mótmæli fóru friðsamlega fram. Launþegar krefjast sjö pró- senta launahækkunar en stjórn- völd bjóða sex prósenta launa- hækkun og eins prósents frammi- stöðutengdrar yfirborgunar. Talið er að 800 þúsund manns hafi farið í verkfall, tvöfalt fleiri en í fjölmennasta verkfallinu til þessa, sem var árið 1999. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.