Fréttablaðið - 17.09.2004, Page 27

Fréttablaðið - 17.09.2004, Page 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 104 stk. Keypt & selt 26 stk. Þjónusta 33 stk. Heilsa 9 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 13 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 26 stk. Atvinna 24 stk. Tilkynningar 5 stk. Dekk á góðu verði BLS. 5 Góðan dag! Í dag er föstudagurinn 17. september, 261. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.57 13.22 19.46 Akureyri 6.40 13.07 19.32 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reyniviðurinn skartar sínu fegursta með fagurrauð berin í klösum á greinunum. Úr berjunum má búa til hið fínasta hlaup sem fer vel til dæmis með steiktu kjöti. Það er bragðmeira og lítið eitt beiskara en rifs- berjahlaup og ekki síður hollt. Yfirleitt eru það örlög reyniberja að verða fæða fuglanna en þó ekki fyrr en þau hafa frosið því þá breytist nefnilega bragð- ið til hins betra. Auðvitað þurfum við ekki að bíða eftir frostnótt eins og fuglarnir heldur getum tínt berin hvenær sem er og sett þau í frysti fyrir notkun. Þeir sem vilja spreyta sig á gerð reyni- berjahlaups fá hér pottþétta uppskrift frá Karli hinum sænska Petersson. „Ég tíni reyniber á hverju hausti og set í smáskömmtum í frystinn. Svo bý ég til hlaupið eftir hendinni,“ segir Karl. ■ Reyniberjahlaup: Bragðast vel með kjöti tilbod@frettabladid.is Lagersala stendur nú yfir í Glæsibæ í Reykjavík, nánar til- tekið í glerskálan- um. Stærstur hluti varningsins er geisladiskar, tölvu- leikir, DVD diskar og vídeóspólur en einnig fljóta galla- buxur, bolir og fót- boltatreyjur með, leikföng, ljós og fleira. Herra- og dömuúr saman í gjafaöskju er meðal þess sem eigulegt er í glerskálanum. Lager- salan stendur út þennan mánuð. Plokkfiskur, ýsa í raspi og steinbítur í pipar eru meðal þess sem er á 30% afslætti þessa viku í fiskbúðunum Vör á Höfðabakka í Reykjavík og Vík á Hringbraut 92 í Reykjanesbæ. Ýmsir fleiri hálf- unnir réttir eru á tilboðinu, ásamt sósum af ólíkri gerð, hvítlauks, hunangs, mexíkó og karry, svo nokkrar séu nefndar. Fiskbollurn- ar eru líka á lækkuðu verði þessa viku og seljast á 630 kr. kg. Skrifborðsstólar og funda- og biðstofustólar úr beyki og ma- hogny eru nú á útsölu hjá fyrir- tækinu Á. Guðmundsson í Bæjar- lind í Kópavogi. Stólarnir fást í mörgum gerðum og afslátturinn er frá 30% og allt upp í 60% eftir tegundum. Skrifborðsstólarnir eru hannaðir og smíðaðir hér á Fróni og fundastólarnir settir saman og bólstraðir. Stundum verður að nota tröppu til að ná upp í reyniberjaklasana en hér gerðist þess ekki þörf. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í TILBOÐUM FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Kærastinn minn vildi ekki fylgja mér heim úr partíinu því það var orðið svo dimmt. Vantar þig frystihólf? Opið virka daga kl. 4-6. Frystihólfaleigan Gnoðarvogi 44. S. 893 8166 og 553 3099. Tökum að okkur þrif á sameignum fyrir fyrirtæki og húsfélög. Verð sem koma á óvart. Nostra ehf. 824 1230. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Reyniberjahlaup 2 lítrar reyniber 500 g epli (jónagold eru bragðmikil og rík af hlaupefni) 7 1/2 dl vatn 9 dl sykur á móti 1 l af saft Vatnið er sett fyrst í pottinn og látið sjóða. Berin eru sett út í með stilkunum og eplin skorin gróflega niður. Nauðsynlegt er að kjarnahúsin séu höfð með, hleypisins vegna, ásamt hýðinu. Allt látið sjóða rólega í um það bil 20 mínútur eða þangað til allt er komið í mauk. Nota má kartöflupressu til að allt fari í smátt. Hellt á þétta síu, til dæmis hreina diskaþurrku og lögurinn látinn renna í ílát. Hann er síðan mældur og 9 dl af sykri settur í hann á móti hverjum lítra af leginum. Soðið aftur við hægan eld í 15- 20 mínútur eða þar til dropi stífnar á kaldri skeið. Áríðandi er að krukkurnar séu hreinar og heitar þegar hlaupinu er hellt í. Lokið er sett á meðan það er heitt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.