Fréttablaðið - 24.09.2004, Page 56

Fréttablaðið - 24.09.2004, Page 56
40 24. september 2004 FÖSTUDAGUR „Ég er alinn upp við það að Biblí- an og Heimskringla séu tvær mik- ilvægustu bækur í heimi, hrein- lega helgir textar,“ segir norski rithöfundurinn Thorvald Steen, sem hefur skrifað skáldsögu um síðustu fimm dagana í lífi Snorra Sturlusonar. Í gær voru liðin 763 ár frá því að Snorri var veginn í Reykholti. Í gær kom jafnframt skáldsaga Steens út hér á landi og nefnist hún Undir svikulli sól í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Heimskringla hefur haft gífur- leg áhrif á sjálfsmynd Norð- manna, og var þeim ekki síst afar mikilvæg þegar þeir sögðu sig úr lögum við Svíþjóð snemma á nítj- ándu öld. „Það eitt út af fyrir sig var þó ekki nóg fyrir mig til að skrifa skáldsögu um hann. Ég hafði fyrst og fremst áhuga á Snorra vegna þess hve nútímalegur hann er.“ Steen lítur á Snorra sem stjórn- málamann í alþjóðlegu umhverfi, þar sem krossferðir voru farnar á hendur múslimum ekki ósvipað því sem nú tíðkast. „Menn verða að muna að Snorri var drepinn af konungi sem var ekki bara einhver norsk- ur konungur, því páfinn í Róm vildi að hann yrði næsti keisarinn í hinu þýsk-rómverska keisara- dæmi.“ Steen segir morðið á Snorra einna helst minna á starfshætti mafíunnar nú til dags. „Guðfaðirinn, það er konung- urinn, sendi Gissur Þorvaldsson, tengdason Snorra, til þess að drepa hann. Gissur bar sig að eins og dæmigerður mafíumorðingi.“ Í bókinni lýsir Steen í smáat- riðum aðdraganda morðsins síð- ustu fimm dagana. Steen dregur þar upp mynd af breyskum manni, kaldrifjuðum og gráðug- um, sem neyðist þó til að horfast í augu við sjálfan sig. „Þessi maður telur sig skilja íslenskt þjóðfélag til fulls og þar að auki norskt þjóðfélag, en samt skilur hann ekki sína eigin fjöl- skyldu. Þessi klofningur í per- sónuleika hans finnst mér afar spennandi, og ég held að þetta sé um leið mjög dæmigert fyrir nú- tímafólk.“ Steen er staddur hér á landi þessa dagana til að kynna bók sína og flytur fyrirlestur í Norræna húsinu í hádeginu í dag. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 27 Föstudagur SEPTEMBER ■ FYRIRLESTUR STÓRA SVIÐ LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 26/9 kl 14 Su 3/10 kl 14 Su 10/10 kl 14 Su 17/10 kl 14 CHICAGO e Kander, Ebb og Fosse. Tvenn Grímuverðlaun Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir! Lau 25/9 kl 20 Lau 2/10 kl 20 Lau 9/10 kl 20 Lau 16/10 kl 20 Lau 23/10 kl 20 Aðeins örfáar sýningar í haust NÝJA SVIÐ / LITLA SVIÐ GEITIN EÐA HVER ER SYLVÍA e. E. Albee Aðalæfing lau 25/9 kl 13 - Kr 1.000 Frumsýning su 26/9 kl 20 - UPPSELT Fi 30/9 kl 20 Fö 1/10 kl 20 Su 17/10 kl 14 BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Su 3/10 kl 20 Fi 7/10 kl 20 Su 17/10 kl 20 Fi 21/10 kl 20 Su 31/10 kl 20 PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Í kvöld kl 20 Su 26/9 kl 20 Síðustu sýningar Miðasa la á net inu: www.borgar le ikhus. is Miðasala, sími 568 8000 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík VERTU MEÐ Í VETUR ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR: ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTARKORT - FRJÁLS NOTKUN - AÐEINS SELT Í SEPTEMBER - AÐEINS KR. 18.300 (Þú sparar 8.700) - BESTI KOSTURINN FYRIR LEIKHÚSROTTUR - „MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR“ Áskriftarkort á 6 sýningar - 3 á Stóra sviði og 3 að eigin vali - aðeins kr. 10.700 ( Þú sparar 5.500) Afsláttarkort á 10 sýningar - frjáls notkun - aðeins kr. 18.300 ( Þú sparar 8.700) VE RTU M EÐ Í VETU R Föstudagur 1. okt. kl. 20. Sunnudagur 10. okt. kl. 20 Aftur á fjalirnar ! Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Mínus verður með tónleika fyrir alla aldurshópa á Gauki á Stöng. Einnig kemur fram hljóm- sveitin New Rose. Frítt er inn.  19.30 „Það besta af hvíta tjaldinu“ nefnast tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Háskólabíói. Flutt verða lög úr kvikmyndum. Einsöngvari er Gary Williams, en hljómsveitarstjóri John Wilison.  23.00 Mínus verður aftur með tón- leika á Gauki á Stöng, ásamt hljómsveitunum Drep, Solid I.V. og Manhattan. Þúsund krónur inn.  Bang Gang verður með útgáfutón- leika í Sjallanum á Akureyri. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Söngleikurinn Hárið verður sýndur í Íþróttahöllinni á Akureyri. ■ ■ LISTOPNANIR  20.00 „Norður og niður“ nefnist farandsýning ungra íslenskra, finnskra og sænskra listamanna, sem opnuð verður í Norræna húsinu. Á opnuninni leika hljóm- sveitirnar Helmus og Dalli, Benni Hemm Hemm og Útburðir. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Stuðbandalagið frá Borga- nesi verður með dansleik á Kringlukránni.  Hermann Ingi jr. syngur og leikur fyrir gesti Búalfsins í Breiðholti.  Spilafíklarnir spila á Dubliner.  Ellen og Erna skemmta á Vegamót- um.  Atli skemmtanalögga og Dj Áki Pain á Pravda. „Betra seint en aldrei“ nefnist hljómplata Eyjólfs Ólafssonar, skólastjóra Tónlistarskólans á Breiðdalsvík. Þar flytur hann eigin lög og texta, sem spanna sextíu ára tímabil en hafa aldrei verið flutt áður hér á landi. „Þarna eru í bland eldgömul lög sem ég gerði þegar ég var tíu eða tólf ára,“ segir Eyjólfur, sem hefur samið töluvert af lögum í gegnum tíðina. „Öll eru þessi lög frekar í léttari kantinum. Þetta eru danslög og fallegar ballöður. Í textunum segi ég frá sjálfum mér, allt frá fyrsta hryggbrotinu sem ég varð fyrir þegar ég var ungur.“ Eyjólfur útsetur lögin sjálfur og leikur á öll hljóðfæri á plötunni auk þess að syngja. Platan var tek- in upp í Litháen í sumar í stúdíóinu SDD. Eiginkona Eyjólfs er frá Lit- háen, og þar í landi hafa þau dval- ist á hverju sumri síðustu tíu árin. Lögin ætlar hann að frumflytja á tónleikum í Kvenfélagshúsinu í Grindavík klukkan átta í kvöld. Allur ágóði af tónleikunum renn- ur til Helga Harðarsonar hjarta- þega. „Ég hefði ekkert komist til að halda þessa tónleika núna nema það væri kennaraverkfall,“ segir Eyjólfur, sem vissulega vonar þó eins og aðrir að verkfallinu ljúki sem fyrst. ■ Skólastjóri syngur í verkfallinu EYJÓLFUR ÓLAFSSON Skólastjóri Tónlistarskólans á Breiðdalsvík er að senda frá sér plötu með eigin lögum. ■ TÓNLEIKAR THORVALD STEEN Skrifaði spennusögu um síðustu fimm dagana í lífi Snorra Sturlusonar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Sér nútímann í Snorra

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.