Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2004, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 24.09.2004, Qupperneq 56
40 24. september 2004 FÖSTUDAGUR „Ég er alinn upp við það að Biblí- an og Heimskringla séu tvær mik- ilvægustu bækur í heimi, hrein- lega helgir textar,“ segir norski rithöfundurinn Thorvald Steen, sem hefur skrifað skáldsögu um síðustu fimm dagana í lífi Snorra Sturlusonar. Í gær voru liðin 763 ár frá því að Snorri var veginn í Reykholti. Í gær kom jafnframt skáldsaga Steens út hér á landi og nefnist hún Undir svikulli sól í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Heimskringla hefur haft gífur- leg áhrif á sjálfsmynd Norð- manna, og var þeim ekki síst afar mikilvæg þegar þeir sögðu sig úr lögum við Svíþjóð snemma á nítj- ándu öld. „Það eitt út af fyrir sig var þó ekki nóg fyrir mig til að skrifa skáldsögu um hann. Ég hafði fyrst og fremst áhuga á Snorra vegna þess hve nútímalegur hann er.“ Steen lítur á Snorra sem stjórn- málamann í alþjóðlegu umhverfi, þar sem krossferðir voru farnar á hendur múslimum ekki ósvipað því sem nú tíðkast. „Menn verða að muna að Snorri var drepinn af konungi sem var ekki bara einhver norsk- ur konungur, því páfinn í Róm vildi að hann yrði næsti keisarinn í hinu þýsk-rómverska keisara- dæmi.“ Steen segir morðið á Snorra einna helst minna á starfshætti mafíunnar nú til dags. „Guðfaðirinn, það er konung- urinn, sendi Gissur Þorvaldsson, tengdason Snorra, til þess að drepa hann. Gissur bar sig að eins og dæmigerður mafíumorðingi.“ Í bókinni lýsir Steen í smáat- riðum aðdraganda morðsins síð- ustu fimm dagana. Steen dregur þar upp mynd af breyskum manni, kaldrifjuðum og gráðug- um, sem neyðist þó til að horfast í augu við sjálfan sig. „Þessi maður telur sig skilja íslenskt þjóðfélag til fulls og þar að auki norskt þjóðfélag, en samt skilur hann ekki sína eigin fjöl- skyldu. Þessi klofningur í per- sónuleika hans finnst mér afar spennandi, og ég held að þetta sé um leið mjög dæmigert fyrir nú- tímafólk.“ Steen er staddur hér á landi þessa dagana til að kynna bók sína og flytur fyrirlestur í Norræna húsinu í hádeginu í dag. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 27 Föstudagur SEPTEMBER ■ FYRIRLESTUR STÓRA SVIÐ LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 26/9 kl 14 Su 3/10 kl 14 Su 10/10 kl 14 Su 17/10 kl 14 CHICAGO e Kander, Ebb og Fosse. Tvenn Grímuverðlaun Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir! Lau 25/9 kl 20 Lau 2/10 kl 20 Lau 9/10 kl 20 Lau 16/10 kl 20 Lau 23/10 kl 20 Aðeins örfáar sýningar í haust NÝJA SVIÐ / LITLA SVIÐ GEITIN EÐA HVER ER SYLVÍA e. E. Albee Aðalæfing lau 25/9 kl 13 - Kr 1.000 Frumsýning su 26/9 kl 20 - UPPSELT Fi 30/9 kl 20 Fö 1/10 kl 20 Su 17/10 kl 14 BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Su 3/10 kl 20 Fi 7/10 kl 20 Su 17/10 kl 20 Fi 21/10 kl 20 Su 31/10 kl 20 PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Í kvöld kl 20 Su 26/9 kl 20 Síðustu sýningar Miðasa la á net inu: www.borgar le ikhus. is Miðasala, sími 568 8000 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík VERTU MEÐ Í VETUR ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR: ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTARKORT - FRJÁLS NOTKUN - AÐEINS SELT Í SEPTEMBER - AÐEINS KR. 18.300 (Þú sparar 8.700) - BESTI KOSTURINN FYRIR LEIKHÚSROTTUR - „MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR“ Áskriftarkort á 6 sýningar - 3 á Stóra sviði og 3 að eigin vali - aðeins kr. 10.700 ( Þú sparar 5.500) Afsláttarkort á 10 sýningar - frjáls notkun - aðeins kr. 18.300 ( Þú sparar 8.700) VE RTU M EÐ Í VETU R Föstudagur 1. okt. kl. 20. Sunnudagur 10. okt. kl. 20 Aftur á fjalirnar ! Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Mínus verður með tónleika fyrir alla aldurshópa á Gauki á Stöng. Einnig kemur fram hljóm- sveitin New Rose. Frítt er inn.  19.30 „Það besta af hvíta tjaldinu“ nefnast tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Háskólabíói. Flutt verða lög úr kvikmyndum. Einsöngvari er Gary Williams, en hljómsveitarstjóri John Wilison.  23.00 Mínus verður aftur með tón- leika á Gauki á Stöng, ásamt hljómsveitunum Drep, Solid I.V. og Manhattan. Þúsund krónur inn.  Bang Gang verður með útgáfutón- leika í Sjallanum á Akureyri. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Söngleikurinn Hárið verður sýndur í Íþróttahöllinni á Akureyri. ■ ■ LISTOPNANIR  20.00 „Norður og niður“ nefnist farandsýning ungra íslenskra, finnskra og sænskra listamanna, sem opnuð verður í Norræna húsinu. Á opnuninni leika hljóm- sveitirnar Helmus og Dalli, Benni Hemm Hemm og Útburðir. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Stuðbandalagið frá Borga- nesi verður með dansleik á Kringlukránni.  Hermann Ingi jr. syngur og leikur fyrir gesti Búalfsins í Breiðholti.  Spilafíklarnir spila á Dubliner.  Ellen og Erna skemmta á Vegamót- um.  Atli skemmtanalögga og Dj Áki Pain á Pravda. „Betra seint en aldrei“ nefnist hljómplata Eyjólfs Ólafssonar, skólastjóra Tónlistarskólans á Breiðdalsvík. Þar flytur hann eigin lög og texta, sem spanna sextíu ára tímabil en hafa aldrei verið flutt áður hér á landi. „Þarna eru í bland eldgömul lög sem ég gerði þegar ég var tíu eða tólf ára,“ segir Eyjólfur, sem hefur samið töluvert af lögum í gegnum tíðina. „Öll eru þessi lög frekar í léttari kantinum. Þetta eru danslög og fallegar ballöður. Í textunum segi ég frá sjálfum mér, allt frá fyrsta hryggbrotinu sem ég varð fyrir þegar ég var ungur.“ Eyjólfur útsetur lögin sjálfur og leikur á öll hljóðfæri á plötunni auk þess að syngja. Platan var tek- in upp í Litháen í sumar í stúdíóinu SDD. Eiginkona Eyjólfs er frá Lit- háen, og þar í landi hafa þau dval- ist á hverju sumri síðustu tíu árin. Lögin ætlar hann að frumflytja á tónleikum í Kvenfélagshúsinu í Grindavík klukkan átta í kvöld. Allur ágóði af tónleikunum renn- ur til Helga Harðarsonar hjarta- þega. „Ég hefði ekkert komist til að halda þessa tónleika núna nema það væri kennaraverkfall,“ segir Eyjólfur, sem vissulega vonar þó eins og aðrir að verkfallinu ljúki sem fyrst. ■ Skólastjóri syngur í verkfallinu EYJÓLFUR ÓLAFSSON Skólastjóri Tónlistarskólans á Breiðdalsvík er að senda frá sér plötu með eigin lögum. ■ TÓNLEIKAR THORVALD STEEN Skrifaði spennusögu um síðustu fimm dagana í lífi Snorra Sturlusonar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Sér nútímann í Snorra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.