Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR SÁLMALÖG Í SALNUM Björn Thoroddsen gítarleikari flytur eigin út- setningar á sálmalögum eftir Martein Lúther í Salnum í Kópavogi klukkan átta. Með honum leika Stefán S. Stefánsson á saxafón, Jón Rafnsson á kontrabassa og Erick Qvick á trommur. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 11. nóvember 2004 – 309. tölublað – 4. árgangur ● og fer með rómeó og júlíu á west end Féll sjö metra úr rólu á Hárinu Björn Thors: ▲ SÍÐA 58 UNDIRBÚA ÚTFÖR ARAFATS Arafat er sagður lifa síðustu stundir sínar og ekki er gert ráð fyrir að heilsa hans batni. Sagt er að helstu líffæri hans séu orðin óstarfhæf. Undirbúningur útfarar er í fullum gangi. Sjá síðu 2 STYRKIR TIL FLOKKA RANNSAK- AÐIR Þingmaður Samfylkingar vill að Ríkisendurskoðun athugi styrki olíufélag- anna til stjórnmálaflokkanna. Þannig verði trúnaður ekki brotinn. Sjá síðu 6 SKÓLASTJÓRI BRAUT STJÓRN- SÝSLULÖG Grunnskólinn á Hellu braut stjórnsýslulög þegar aðstoðarskólastjórinn réð tengdason skólastjórans sem skólabíl- stjóra. Sjá síðu 8 BOTNVÖRPUBANNI AFSTÝRT Tillaga Kosta Ríku um allsherjar botn- vörpubann náði ekki fram að ganga hjá Sameinuðu þjóðunum. Ísland var í forystu þeirra þjóða sem lögðust gegn tillögunni. Sjá síðu 14 Kvikmyndir 54 Tónlist 44 Leikhús 50 Myndlist 50 Íþróttir 38 Sjónvarp 56 ● tíska ● heimili Vígalegur í vetrarúlpunni Róbert Aron Magnússon: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS ● sveitarfélög án framtíðar ● villibráð með súkkulaði Á margt óskrifað um Erlend Arnaldur Indriðason: ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag Kringlunni Glæsi leg opnun artilbo ð í glæs ilegri verslu n SKÚRIR EÐA ÉL Léttar regnskúrir sunnan til en éljagangur fyrir norðan. Þurrt allra austast. Hiti 0-5 stig að deginum hlýjast syðst. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Steinunn Valdís nýr borgarstjóri Hörð átök urðu um val borgarstjóra innan R-listans. Samstaða hafði náðst innan borgarstjórnarflokksins um Dag B. Eggertsson þegar flokksforysta Framsóknar beitti neitunarvaldi. Nýtt Hagkaupsblað fylgir Fréttablaðinu í dag* *á völdum svæðum Opið til 21 í kvöld Nýtt kortatímabil ...með allt fyrir jólin F2 SVEITARSTJÓRNARMÁL Framtíðar- horfur nær allra sveitarfélaga á Vestfjörðum eru mjög slæmar ef tekið er mið af kenningum tvegg- ja bandarískra landfræðinga sem settar voru fram í lok níunda ára- tugarins. Kenningarnar miðuðust að því að meta hvort tiltekin sveit- arfélög í Bandaríkjunum væru í raun dauðvona. Ef kenningarnar eru heim- færðar upp á Vestfirði má færa rök fyrir því að átta af ellefu sveitarfélögum á Vestfjörðum eigi sér vart framtíð. Það eru Bol- ungarvík, Reykhólahreppur, Vest- urbyggð, Súðavíkurhreppur, Ár- neshreppur, Kaldrananeshreppur, Bæjarhreppur og Broddanes- hreppur. Einungis Ísafjarðarbær, Tálknafjarðarhreppur og Hólma- víkurhreppur geta horft til fram- tíðar með nokkurri bjartsýni. Alls hefur íbúum Vestfjarða fækkað um fjórðung á síðasta ald- arfjórðungi þrátt fyrir að á sama tíma hafi íbúum landsins fjölgað um rúm tuttugu prósent. Raun- fækkun íbúa á Vestfjörðum er því tæplega fjörutíu prósent. Ef í- búum Vestfjarða hefði fjölgað í samræmi við fjölgun á landsvísu undanfarinn aldarfjórðung ættu þeir að vera sextíu prósentum fleiri en þeir eru nú. - sda Sjá síðu 14 og 15 í F2 í miðju blaðsins. Sveitarfélög á Vestfjörðum: Átta eiga sér vart framtíð Baugur í Bretlandi: Kaupir nýja fatakeðju VIÐSKIPTI Baugur leggur nú loka- hönd á kaup á bresku kvenfata- keðjunni MK One fyrir sjö millj- arða króna. MK One rekur 176 verslanir í Bretlandi og sérhæfir sig í ódýr- um tískufatnaði fyrir konur. Sala fyrirtækisins hefur vaxið hratt að undanförnu og veltir félagið nú á átjánda milljarð króna. Verslun með ódýran tískufatnað vex þrisvar sinnum hraðar en verslun með annan fatnað. Baugur kaupir félagið ásamt framtíðarstjórnendum og Lands- bankanum sem eignast 36 prósent í fyrirtækinu, auk þess að koma að fjármögnun kaupanna. Sjá síðu 6 Kennaraverkfall: Kjaradeilan til ráðherra KJARAMÁL Fulltrúar kennara og sveitarfélaganna mæta á fund Halldórs Ásgrímssonar forsætis- ráðherra í stjórnarráðinu í dag vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra á milli. Ásmundur Stefánsson ríkis- sáttasemjari kynnti stöðu mála fyrir forsætisráðherra, Davíð Oddssyni, utanríkisráðherra og Árna Magnússyni félagsmálaráð- herra í gær. Hann taldi deiluna í mjög erfiðum hnút og boðaði ekki til samningafundar fyrr en að hálfum mánuði liðnum. Á frétta- mannafundi í gær útilokaði for- sætisráðherra ekki að binda enda á deiluna með lögum. Hvorki fulltrúar kennara né sveitarélaganna vildu tjá sig um líkur á árangri af fundi með forsætisráðherra. - ghg Sjá síðu 2 ARFTAKINN VALINN Tilkynnt hefur verið að þegar Þórólfur Árnason kveður, muni Steinunn Valdís Óskarsdóttir taka við sem borgarstjóri Reykvíkinga. Sátt náðist um Steinunni Valdísi eftir átök innan Reykjavíkurlistans. STJÓRNMÁL Steinunn Valdís Óskars- dóttir, borgarfulltrúi var í gær ein- róma kosin borgarstjóri á fundi borgarstjórnarflokks Reykjavík- urlistans eftir mikil átök foringja listans um hver yrði arftaki Þórólfs Árnasonar. „Ég finn fyrst og fremst til auðmýktar gagnvart þessu mikla verkefni. Embætti borgarstjóra er mun stærra en ég sem persóna“ sagði Steinunn Valdís í gærkvöldi. Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, skýrði frá vali Steinunnar Valdísar á blaðamannafundi síðdegis í gær. „Steinunn Valdís er Reykjavíkur- listakona í húð og hár. „ sagði Stefán Jón þegar hann skýrði frá því að hún yrði borgarstjóri. Steinunn Valdís er 39 ára gömul, sagnfræðingur að mennt og hefur verið borgarfulltrúi R-listans 1994. Hún er formaður skipulags- og byggingarnefndar og varaformað- ur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Steinunn var kjörin eftir mikil átök innan R-listans. Samstaða allra borgarfulltrúa meirihlutans virtist hafa náðst um Dag B. Egg- ertsson þegar flokksforysta Fram- sóknar greip í taumana og beitti neitunarvaldi gegn því vali. Dagur óskaði Steinunni til hamingju í gær: „Niðurstaðan varð sú að breiðari samstaða náðist um Steinunni innan flokkanna sem að R-listanum standa“. - as Sjá síðu 4 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.