Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 31
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 142 stk. Keypt & selt 31 stk. Þjónusta 35 stk. Heilsa 12 stk. Skólar & námskeið 4 stk. Heimilið 17 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 24 stk. Atvinna 24 stk. Tilkynningar 2 stk. Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 11. nóv., 316. dagur ársins 2004. Reykjavík 9.44 13.12 16.39 Akureyri 9.42 12.56 16.10 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég á eina svarta Carhart-úlpu með loðkraga sem ég held mikið upp á. Hún heldur mér hlýjum á köldum vetrarkvöldum. Ég keypti hana í fyrravetur og hún hefur dugað síð- an þá enda mjög venjuleg,“ segir Róbert Aron Magnússon plötusnúð- ur en flestir þekkja hann eflaust betur undir listamannsnafninu Robbi Chronic. Robbi lætur ekki eina úlpu duga og á aðra til vonar og vara. „Ég skip- ti yfir í hina úlpuna ef hitastigið fer yfir á plús-skalann. Þá verð ég ekki sveittur í Kringlunni og í bænum og svoleiðis. Svarta úlpan er svo rosa- lega hlý og góð,“ segir Robbi, sem er ekki mikil fatafrík að eigin sögn. „Kaupleiðangrar mínir koma í risp- um og þá þarf ég ekki að kaupa mér föt í tvo mánuði. Svo á ég orðið svo mikið af fötum að ég finn stundum eitthvað gamalt sem ég get verið í. Ég reyndar lifi það vel að konan mín er verslunarstjóri hjá stóru fyrir- tæki og ég er heppinn að fá föt á góðu verði. Svo versla ég reglulega erlendis. Ég lifi samt ekki fyrir föt og fylgist ekki mjög vel með tísk- unni. Sama er ekki hægt að segja um konuna, sem lifir fyrir tískuna og ætti eiginlega að taka lyf við því,“ segir Robbi og hlær. Það er nóg að gera hjá Robba og heldur hann tónleika reglulega. „Það er ýmislegt í vinnslu og þá helst eftir áramót. Ég get að minns- ta kosti lofað að það verði nóg af hiphoptónleikum á nýju ári.“ lilja@frettabladid.is ferdir@frettabladid.is Kynningarfundur á ferðum knattspyrnuliða fyrir árið 2005 verður hald- inn í kvöld í fund- arsal Íþróttamið- stöðvarinnar í Laugardal. Fund- urinn hefst klukk- an 20 og verður kynnt framboð ferðaskrifstof- unnar ÍT ferða fyrir knattspyrnuferðir yngri flokka á næsta ári. Með- al gesta verða Kenny Moyes frá Libero International og fulltrúi frá Liverpool-mótinu. Fundurinn er öllum opinn en nánari upplýs- ingar er hægt að leita hjá ÍT ferðum. Gistinóttum á hótelum á Ís- landi í september á þessu ári fjölgaði um fimm prósent á milli ára. Nú voru gistinætur alls 81.800 í september en 77.900 á sama tíma í fyrra. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norður- landi, þar sem fækkunin nam rúmum fimmtán prósentum. Fjölgun gistinátta er aðallega vegna Íslendinga. Íslenskum hótelgestum fjölgar í öllum landshlutum nema á Norður- landi. Aukning þeirra er þó einna mest á Austurlandi, Suð- urlandi og á höfuðborgarsvæð- inu. Ferðaskrifstofan Terra Nova býður nú upp á jólaferðir til eyjarinnar Kýpur. Farið er ann- ars vegar 17. desember og dvalið í sautján daga og hins vegar 22. desem- ber og dvalið í tólf daga. Verð er frá 85.233 krónum með sköttum miðað við tvo fullorðna og tvö börn í íbúð á þriggja og hálfrar stjörnu hótelinu Atlantica Balmyra í tólf daga ferðinni. Íslenskir fararstjórar eru í ferðinni og býðst ferðalöngum að fara í ýmsar skoðunarferðir og skemmtiferðir. Nánari upplýs- ingar er að finna hjá Terra Nova. Heimsferðir bjóða upp á ára- mótaveislu í Zürich í Sviss. Lagt er af stað í veisluna 29. desem- ber og komið heim 1. janúar. Beint flug er tekið með andair til Zürich sem er stærsta borg Sviss og liggur við Zürich-vatn. Flugeldasýn- ing um hver áramót er stærsta partíið í Sviss og þangað koma þúsundir til að fylgj- ast með veisluhöldunum. Íslensk fararstjórn er í ferð- inni og verð er frá 29.900 krón- um. Robbi er vígalegur í vetrarúlpunni sem hann nýtur þess að dúða sig í á köldum dögum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR FERÐIR FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. KRÍLIN Af hverju þarf ég alltaf að vera í fötunum sem amma saumar þegar hún kemur í heimsókn? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Vetrarúlpan í uppáhaldi: Heldur Robba hlýjum á vetrarkvöldum Gullsmíðasýning í Gerðarsafni BLS. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.