Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 67
Hækkunin nemur rétt rúmum 100 þúsundum króna á ári. Léleg vinnubrögð leikskólaráðs Nú liggur fyrir borgarráði tillaga að gjaldskrárbreytingu sem leik- skólaráð hefur samþykkt. Verði breytingin að veruleika munu leikskólagjöld hjá foreldrum í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi hækka töluvert eða um 42%. Gjöld annarra foreldra ým- ist hækka um tæp 2% eða lækka töluvert. Hækkunin nemur rétt rúmum 100 þúsundum króna á ári (11 mánuðir). Samkvæmt Þorláki Björns- syni, formanni leikskólaráðs, í Fréttablaðinu er þetta ekki pen- ingamál fyrir leikskólana. En fyr- ir þennan hóp nemenda skiptir rúm 9 þúsund króna hækkun á mánuði miklu máli (úr 22.200 í 31.330 skv. Fréttablaðinu), í raun meira máli en annars löngu tíma- bær og ánægjuleg lækkun tekju- tengdrar endurgreiðsluprósentu LÍN. Leikskólaráð er með þessu að gera atlögu að þeim árangri sem náðst hefur í hagsmunabaráttu stúdenta. Ráðið telur að engin þörf sé á því að borgin haldi áfram að koma til móts við þenn- an hóp nemenda fyrst LÍN er loksins farinn að koma til móts við þá, þ.e. hættur að tengja námslánin við tekjur maka. Leik- skólaráð gengur út frá því við gerð og samþykkt þessarar breyt- ingatillögu að nám skerði ekki tekjur ef einungis annað foreldrið er í námi, en ef báðir foreldrar stunda nám sitja þeir við sama borð og öryrkjar og einstæðir for- eldrar! Þetta er afar sérkennileg- ur málflutningur. Ráðinu á að vera ljóst að á þessum heimilum er einungis annað foreldrið fyrir- vinna, hitt aflar peninga til heim- ilisins með lánum. Það þarf kannski að minna ráðið á að lán frá LÍN eru verðtryggð lán, ekki tekjur, ekki styrkur, heldur lán sem flestir endurgreiða að fullu. Með hækkun leikskólagjalda munu skuldir þessara fjölskyldna aukast. Er það eitthvert lögmál að fjármál nemenda eigi að vera í járnum? Ég get ekki séð að það skipti nokkru máli til hvaða stjórnmálahreyfingar pólitíkusar vilja tilheyra, né á hvaða forsend- um þeir voru kosnir til sinna starfa. Það virðist alltaf vera höggvið í sama knérunninn, reynt að slíta meiri pening af þeim sem minnst mega við því og lítill skiln- ingur sýndur á aðstæðum þeirra tekjuminni. Í þessu máli er það augljóst að leikskólaráð hefur ekki unnið heimavinnuna sína vel. Viðkomandi heimili munu sannarlega finna fyrir þessari hækkun, sérstaklega þar sem hún verður framkvæmd í einu skrefi. Ég skora á borgarráð að hafna þessari tillögu. Höfundur er doktorsnemi og foreldri. 31FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2004 Veruleikinn og líkönin Í fyrradag hélt Nils-Axel Mörner prófess- or við Stokkhólmsháskóla erindi á fræðslufundi Félags íslenskra veður- fræðinga. Í máli hans kom fram að hækkun yfirborðs sjávar væri helsta áh- yggjuefni þeirra sem gera ráð fyrir hlýn- andi veðurfari. Það séu flestir sammála um að hækkun sjávarmáls hafi nær ein- göngu slæmar afleiðingar. Það sé þó engin ástæða til að örvænta því hækk- unin verði lítil sem engin. Mörner spáir að hækkunin geti verið á bilinu 5 til 10 cm en aðrar spár hafa gert ráð fyrir allt að 100 cm hækkun á næstu áratugum. Hann byggir þetta álit sitt á mælingum en ekki tölvulíkönum og gagnrýndi að menn reyndu að laga veruleikann að líkönunum í stað þess að byggja líkönin á veruleikanum. Vefþjóðviljinn á andriki.is Ekki hoppandi hamingjusamur Unga íhaldið er ánægt með sigur Bush junior í Bandaríkjunum. Ég er ekki jafn hoppandi hamingjusamur með Junior og íhaldið virðist vera. Ekki það að spýtukarlinn frá Massachusetts væri betri kostur. Junior beitti aldrei neitunarvaldi sínu gegn útgjaldaauka frá þinginu á kjör- tímabilinu sem er að líða undir lok. Hann hefur ekki tekið sig á í ríkisútgjöld- um, fjárlagahallinn er gífurlegur. Nýlegar skýrslur benda til þess að eftir 11. september hafi ríkisvaldið þanist út með meiri hraða en undir nokkurri stjórn í 30 ár. Clinton og Carter voru ljúf- menni í þessum efnum miðað við Juni- or. Sævar Guðmundsson á uf.is Aldur í Fréttablaðinu Ég á afmæli í dag, eða það stendur alla- vega í Fréttablaðinu. Um daginn var Þor- gerður Katrín sögð vera 68 ára í sama blaði, það segir að ég sé 45 ára. Veit ekki hvort það er nákvæmara, síðasta árið hef ég einatt gleymt því hvað ég er gamall. Það er altént betra að vera í af- mælisdálkinum en andlátsdálkinum. Maður í blóma lífsins á svosem ekki að vera að kvarta, en nú er jafnlangt þang- að til ég verð sjötugur og síðan ég var tvítugur - sem mig rámar í að hafi verið í síðustu viku. Fyrst heldur maður að líf- ið endist bara og endist, svo fer það að líða með rykkjum og skrykkjum, aðal- lega án þess að maður taki eftir því. Maður hugsar að maður hafi eytt mikl- um tíma í vitleysu, en kostur sem vegur upp á móti því er að menn eldast seinna í nútímasamfélagi en áður. Til dæmis er sagt að unglingsárin hjá karl- mönnum standi núorðið þar til þeir eru 34 ára. Egill Helgason á visir.is Þeir munu stjórna Við sitjum uppi með sama vanda og þeir Bandaríkjamenn sem búa í stór- borgunum og hafa ferðast og gera sjón- varpsefnið og kvikmyndirnar sem hafa fært okkur Ameríku Kerrys: Okkar Ame- ríka er í minnihluta. Ameríkan okkar hefur verið hertekin af Þeim og Þeir munu stjórna næstu árin. Nákvæmlega hvernig við eigum að lifa af þann sárs- auka er erfitt að segja en ein hugsanleg lækning er að halda áfram að horfa á okkar Ameríku í sjónvarpinu og vona að sú tíð renni upp aftur að okkar Ameríka og þeirra Ameríka sameinist. Undir öruggri stjórn Martin Sheen. Ármann Jakobsson á murinn.is RÚNAR UNNÞÓRSSON UMRÆÐAN HÆKKUN LEIKSKÓLAGJALDA ,, AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.