Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 74
38 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Við hrósum... ... Knattspyrnusambandi Íslands fyrir frábæra umgjörð í kringum landsleik Íslands og Noregs í Egilshöllinni í gær. Stemningin var góð, aðstaðan glæsileg og til hreins sóma fyrir sambandið. Það er enginn svikinn af því að spila eða mæta á stórleiki í Egilshöllinni. Það sannaðist í gær að hún ber slíka leiki vel. Við hrósum... ... Keflavíkurliðinu í körfubolta sem ríður húsum í Evrópukeppninni í körfuknattleik. Þeir hafa lagt bæði franska liðið Reims og portúgalska liðið Madeira á sannfærandi hátt og eru svo sannarlega sómi, sverð og skjöldur íslenska körfuknattleiksins um þessar mundir.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 8 9 10 11 12 13 14 Fimmtudagur NÓVEMBER FÓTBOLTI Draumur íslenska kvenna- landsliðsins að komast í loka- keppni Evrópumótsins er úr sögunni eftir að liðið beið afhroð gegn norsku stöllum sínum í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í lokakeppninni í Egilshöllinni í gær. Norska liðið var framar því ís- lenska á öllum sviðum knatt- spyrnunnar í gær og unnu að lokum fimm marka sigur, 7-2. Það er því að litlu að keppa fyrir íslenska liðið í seinni leiknum í Osló á laugardaginn nema kannski stoltinu sem var ansi sært eins og Erla Hendriksdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, sagði við Fréttablaðið eftir leikinn. „Þetta er ótrúlega sárt. Við náðum okkur aldrei á strik og þótt seinni hálfleikurinn hafi verið skárri en sá fyrri þá var þetta engan veginn nógu gott. Stoltið er sært og þó að við eigum kannski ekki mikla möguleika á því að komast áfram þá verðum við að bjarga andlitinu með góðum leik á laugardaginn,“ sagði Erla. Norska liðið fékk óskabyrjun því Solveig Gulbrandsen kom þeim yfir strax á fjórðu mínútu. Íslenska liðið var þó ekki slegið út af laginu strax og náði sínum bestu sóknum í fyrri hálfleik í kjölfar marksins án þess að ná að skapa verulega hættu. Eftir tíu mínútna leik tóku hins vegar norsku stúlkurnar öll völd og opn- uðu íslensku vörnina hvað eftir annað upp á gátt. Trine Rönning átti sérstaklega létt með að komast upp vinstri kantinn og réð Íris Andrésdóttir ekkert við hana. Á hinum kant- inum var hin eldfljóta Dany Mell- gren í miklu stuði en Ásta Árnadóttir náði að halda henni þokkalega niðri í fyrri hálfleik. Miðverðir íslenska liðsins væru hins vegar úti á þekju og segja má að íslenska liðið hafi verið heppið að sleppa aðeins fjórum mörkum undir þegar gengið var til leik- hlés. Solveig Gulbrandsen átti frábæran leik á miðjunni hjá Norðmönnum og stýrði leiknum algjörlega. Í síðari hállfeik var það sama uppi á teningum. Norsku stúlk- urnar opnuðu vörn íslenska liðs- ins skipti eftir skipti en þegar staðan var orðin 6-0 slökuðu þær á. Íslenska liðið náði aðeins að klóa í bakkann með tveimur mörkum en sjálfsmark undir lok- in frá Erlu Hendriksdóttur eyði- lagði ágætis endasprett liðsins. Það stóð varla steinn yfir steini hjá íslenska liðinu í þessum leik. Vörnin var hörmuleg og það var helst Ásta Árnadóttir sem eitt- hvað hafði í norsku framherjana. Vörnin gaf alltof mikil svæði á bak við sig og slíkt er ávísun á vandræði þegar leikmenn eins og Dagny Mellgren eru annars vegar en hún er fljótasta knattspyrnu- kona sem undirritaður hefur séð. Miðjan náði aldrei takti og voru þær stöllur Edda Garðar- dóttir og Katrín Jónsdóttir eins og hvítvoðungar í höndunum á hinni frábæru Solveigu Gulbrandsen sem réð algjörlega ferðinni á miðjunni og skoraði auk þess þrjú mörk. Laufey Ólafsdóttir var týnd sem framliggjandi miðjumaður og hæfileikum Margrétar Láru Viðarsdóttur er sóað á kantinum. Hún komst aldrei í takt við leikinn og hefði að óskekju mátt spila frammi. Þegar á heildina er litið var íslenska liðið einu númeri of lítið fyrir þetta svið, eins og lömb leidd til slátrunar í norsku slátur- húsi. Helena Ólafsdóttir, þjálfari ís- lenska liðsins, neitaði því þegar hún var spurð hvort þetta væri raunverulegur munur á liðunum. „Ég vil ekki trúa því. Við vissum að við þurftum að eiga toppleik til að vinna þær og því miður var það ekki raunin. Varnarleikurinn var lélegur og það er ömurlegt að detta niður á svona leik þegar jafn mikið er undir og raun ber vitni,“ sagði Helena sem tók heilshugar undir það að þetta hefði verið slátrun. „Jú, það má eiginlega segja það.“ oskar@frettabladid.is EINU SKREFI Á EFTIR Margrét Lára Viðarsdóttir sést hér einu skrefi á eftir norska markverðinum Bente Nordby í boltann. Táknræn mynd fyrir leikinn enda voru norsku stúlkurnar mun betri á öllum sviðum. Íslensk lömb leidd til norskrar slátrunar Íslenska kvennalandsliðið átti aldrei glætu gegn frábæru norsku liði sem var klassa betra á öllum sviðum knattspyrnunnar í Egilshöllinni í gær. ■ ■ LEIKIR  19.15 Skallagrímur og Njarðvík mætast í Borgarnesi í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Hamar/Selfoss og Fjölnir mætast í Hveragerði í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 ÍR og Haukar mætast í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Snæfell og KFÍ mætast í Stykkishólmi í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Haukar og Njarðvík mætast á Ásvöllum í 1. deild kvenna í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.30 Þrumuskot - ensku mörkin á Skjá einum.  17.45 Olíssport á Sýn.  19.00 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Brasilíumaðurinn Edu, sem leikurmeð Arsenal, verður frá næstu vikurnar að minnsta kosti eftir að hann tábrotnaði í leik Arsenal og Ev- erton í enska deildarbikarnum á þriðjudagskvöldið. Edu var fyrirliði liðs- ins í leiknum og staðfesti Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, í gær að Edu hefði verið skipt út af á 65. mínútu vegna þess. Þetta er mikið áfall fyrir Arsenal og ekki síður fyrir Edu sem er á síðasta ári samnings síns við félagið og hef- ur verið orðaður við Real Madrid, Barcelona og Valencia á Spáni. Enska ungstirnið Wayne Rooneyvar heppið að sleppa ómeiddur þegar tuttugu og þriggja tonna vörubíll lenti á sex milljóna króna Cadillac Rooneys þegar kappinn var á leið á æfingu hjá félagi sínu Manchester United í gær. Það hlýtur að teljast mesta guðsmildi að Rooney skyldi sleppa heill úr árekstrinum en hann náði að keyra bílinn á æfingu og taka þátt í henni. Bakvörðurinn Dwayne Wade hjáMiami Heat og framherjinn Kevin Garnett hjá Minnesota Tim- berwolves voru valdir leik- menn vikunnar 2. til 7. nóvember í NBA-deild- inni. Wade var valinn leikmaður vikunnar í austurdeildinni en hann leiddi Miami til þriggja sigra í fyrstu þremur leikjum liðsins, skoraði 28,7 stig, tók 6,3 fráköst og gaf 7,7 stoðsendingar að meðaltali. Garnett leiddi Minnesota til tveggja sigur- leikja í fyrstu þremur leikjunum, skoraði 27,3 stig, tók 16,3 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og varði þrjú skot að meðaltali. Garnett var val- inn leikmaður árins í NBA-deildinni í fyrra og heldur uppteknum hætti nú. John Terry, fyrirliði Chelsea, munspila með félaginu til ársins 2009 eftir að hann framlengdi samning sinn við liðið um tvö ár. Terry var samningsbundinn félaginu til ársins 2007 en for- ráðamenn Chelsea vildu verðlauna hann fyrir frá- bæra frammistöðu auk þess sem þeir höfðu lít- inn áhuga á því að missa hann eftir rúm tvö til annars félags. Terry, sem er 23 ára gamall, hefur verið lykilmaður í vörn Chelsea undanfarin ár og al- mennt talinn vera besti miðvörð- urnn í enska boltanum ásamt Rio Ferdinand og Sol Campbell. Evrópumeistarar, Grikkir, hafa mik-inn áhuga á því að halda Evrópu- mótið í knattspyrnu árið 2012. Giorgos Orfanos, íþróttamála- ráðherra Grikkja, segir að það eðlilegt fram- hald af velheppnuðum Ólympíuleikum í Aþenu í sumar. Forseti gríska knattspyrnu- sambandsins hefur einnig lýst yfir áhuga sínum á að halda mótið en saman ætla þessir tveir íþróttafor- kólfar að láta byggja tvo nýja knatt- spyrnuleikvanga í Aþenu á næstu þremur árum, nokkuð sem á gera Grikki vel í stakk búna til að halda Evrópumótið eftir átta ár. Ef þessir tveir vellir rísa munu Grikir eiga níu stóra leikvanga í fimm borgum. David Beckham, fyrirliði enskalandsliðsins, telur að miðjumað- urinn Shaun Wright-Phillips, sem leikur með Manchester City, og framherjinn Jermain Defoe hjá Tottenham eigi eftir að verða stærstu stjörnur enska landsliðsins á komandi árum. Wright-Phillips og Defoe hafa báðir staðið sig frábær- lega með enska landsliðinu þegar þeir hafa fengið tækifæri og Beck- ham telur það aðeins tímaspursmál hvenær þeir slá í gegn. 0–1 Solveig Gulbrandsen 4. 0–2 Dagny Mellgren 21. 0–3 Solveig Gulbrandsen 25. 0–4 Ragnhild Guldbrandsen 39. 0–5 Ragnhild Guldbrandsen 55. 0–6 Solveig Gulbrandsen 68. 1–6 sjálfsmark 72. 2–6 Margrét Lára Viðarsdóttir 79. 2–7 sjálfsmark 90. DÓMARINN Claudine Brohet Í meðallagi BEST Á VELLINUM Solveig Gulbrandsen Noregi TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–21 (6–11) Horn 2–4 Aukaspyrnur fengnar 18–9 Rangstöður 3–5 FRÁBÆRAR Solveig Gulbrandsen Noregi Dagny Mellgren Noregi MJÖG GÓÐAR Gunhild Følstad Noregi Ingvild Stensland Noregi GÓÐAR Unni Lehn Noregi Trine Rønning Noregi Ranghild Guldbrandsen Noregi Elisabeth Fagereng Noregi 2-7 ÍSLAND NOREGUR Eggert Magnússon og félagar hans í UEFA: Samþykktu gervigras FÓTBOLTI Framkvæmdanefnd UEFA, með Eggert Magnússon, formann KSÍ, í fararbroddi, sam- þykkti í gær að leyfa gervigras sem undirlag undir leiki hjá bæði félagsliðum og landsliðum frá með næsta tímabili. Þessi samþykkt framkvæmda- nefndarinnar mun án nokkurs vafa hafa mikil áhrif fyrir þjóðir eins og Ísland en Eggert hefur þegar látið hafa eftir sér að gervi- gras yrði sett á Laugardalsvöllinn um leið og það yrði leyft. Ástæða samþykktarinnar er að gervigras hefur þróast mikið undanfarin ár og er nú orðið nánast eins og venjulegt gras. Lars-Christer Olsson, formað- ur framkvæmdanefndarinnar, sagði við fjölmiðla í gær að þörfin hefði verið mikil undanfarna ára- tugi í löndum þar sem vetur kon- ungur gengur í garð á ári hverju. „Auðvitað er betra að hafa venju- legt gras en gott gervigras er mun betra en lélegt gras,“ sagði Olsson og bætti við að ekki yrðu allar teg- undir af gervigrasi leyfðar heldur yrðu þær að uppfylla ákveðin skil- yrði. ■ EGGERT OG PLATINI Eggert Magnússon og Michael Platini eru báðir í fram- kvæmdanefnd UEFA. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.