Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2004 Norðurheimskautið hlýnar: Vistkerfið breytist mikið NÁTTÚRUFAR Áhrif hlýnunarinnar á norðurslóðum eru í skýrslu ACIA sögð verða mjög mikil. Til dæmis á sjávarborð eftir að hækka og eftir því sem íshellan yfir Norðurskautinu minnkar eykst hættan á að dýr á borð við ísbirni og sumar selategundir hreinlega deyi út. Þá geta göngur fiskistofna breyst, þorskstofninn í Grænlandshafi er sagður geta eflst og ganga fiska á borð við makríl og túnfisk inn á hafsvæð- ið við Ísland gæti aukist. Fram hefur komið að lofts- lagsbreytingarnar verða mis- miklar eftir svæðum, hér við land og við Grænland er til dæm- is bara gert ráð fyrir 2 til 3 gráða hækkun hitastigs, en það gæti eflt suma fiskistofna. Vísinda- menn vara þó við því að mikil óvissa geti fylgt breytingum á vistkerfinu, til dæmis gætu ný dýr borið með sér sjúkdóma og hlýrra loftslagi gætu fylgt skor- dýr sem leikið gætu gróður hart. Þá getur innrás nýrra tegunda haft í för með sér sjúkdóma sem lagst geta á fólk, líkt og aukin út- breiðsla Vesturnílarsóttar, sem berst með fuglum, í Bandaríkj- unum og Kanada sýnir. - óká sem og um heim allan. Aðgerða er þörf Eins hefur verið hreyft við hugmyndum um að aukið streymi ferskvatns kunni að hafa áhrif á sjávarstrauma og jafnvel að Golfstraumurinn sem ber hlýjan sjó norður í Íshafið komi til með að stöðvast alveg. „Þetta eru samt breytingar sem gerast miklu hægar,“ sagði Helgi Jens- son, forstöðumaður á fram- kvæmda- og eftirlitssviði Umhverfisstofnunar og formað- ur AMAP-vinnuhópsins sem vann að hlýnunarskýrslunni. Töldu hann og Hjálmar Vil- hjálmsson að breytingar á haf- straumum væru nálægt því tíu sinnum hægari en loftslags- breytingarnar og hættan á því að Golfstraumurinn stöðvaðist væri nær því að vera eftir þúsund ár en hundrað. Vísindamennirnir sem stóðu að gerð úttektarinnar á hlýnun á norðurslóðum fyrir Norðurheim- skautsráðið segja að eigi að draga úr fyrirséðum áhrifum hlýnunarinnar sem lýst er í skýrslu þeirra þurfi að grípa til aðgerða strax. Bent hefur verið á að ríkin átta sem standa að Norðurheimskautsráðinu beri ábyrgð á um 40 prósentum af gróðurhúsalofttegundum sem til verða af mannavöldum í heimin- um. Þeir telja að nú þegar niður- stöður liggi fyrir um hvað komi til með að gerast, verði ekkert að gert, muni viðhorf ráðamanna breytast og viðræður landa um gróðurhúsalofttegundir komi til með að litast af því. Sérstaklega er horft til Bandaríkjanna í þess- um efnum, en í valdatíð George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur lítið verið gert til að draga úr gróðurhúsaáhrifum og hefur landið til dæmis ekki fengist til að staðfesta Kyoto-bókunina um minnkun slíks útblásturs. Þó kom fram á blaðamannafundin- um sem haldinn var til að kynna skýrsluna að Kyoto-bókunin sé bara skref í rétta átt. Talið var að til ákveðinnar hugarfarsbreyt- ingar þyrfti að koma meðal al- mennings. Fram kom að vel hafi gengið að taka á vandanum sem fylgdi freon-notkun í kælitækj- um og úðabrúsum og ógnaði ósónlaginu, vegna þess að fólk fann lítið fyrir breytingunni þegar hætt var að nota freon. Til þess að draga úr útblæstri koltví- sýrings þarf fólk hins vegar að gera breytingar á lífsmynstri sínu, t.d. draga úr akstri. Þannig telja vísindamennirnir að meira þurfi að koma til en pólitísk stefnumörkun til að draga úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda, en telja um leið að væntanlegar umhverfisbreytingar á næstu áratugum vegna hlýnunar á norðurslóðum komi til með að vekja marga til umhugsunar um umhverfi sitt. ■ BRÁÐNUN GRÆNLANDSJÖKULS Með gervihnetti hefur verið fylgst með árstíðabundinni bráðnun Grænlandsjökuls allt frá árinu 1979. Þannig hefur mátt greina að bráðn- unarsvæði jökulsins, þar sem sumarhitinn gerir snjó og ís í útjaðri jökulsins að slabbi og pollar myndast, hefur sífellt verið að stækka og færast innar á jökulinn. Þegar vatn sem myndast vegna bráðnunarinnar lekur niður glufur í íshellunni getur það flýtt fyrir bráðnun og í sumum tilfellum ýtt undir skrið jökulsins til sjávar. Auk þess að leggja með þessu vatn til hækkunar sjávarborðs bætir bráðnunin fersku vatni við sjóinn, en það getur haft áhrif á hafstrauma og þar með á hitastig svæðisins. ÍSBIRNIR Hlýnun við Norðurheimskautið hefur margvísleg áhrif á vistkerfið. Til dæmis er talið að ef íshettan yfir Norðurheimskaut- inu bráðni alveg yfir sumarið muni ísbirnir og einhverjar selategundir sem á ísnum lifa deyja út. M YN D /A C IA - C LI FF O R D G R AB H O R N NORÐURHEIMSKAUTSÍS Í SEPTEMBER 1979 OG 2003 Á myndunum sem byggðar eru á gögnum frá gervihnattamyndum er borið saman umfang Norðurheimskautsíss í september árin 1979 og 2003. Í september er ísinn venjulega í lágmarki eftir hita sumarsins. Ís var aldrei minni við Norðurheimskautið en árið 2002 og í fyrra fór ísinn mjög nærri því meti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.