Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 42
Eitt best varðveitta leyndarmál Reykja-víkur er Ostabúðin við Skólavörðustíg8, á ská á móti Mokka. Jóhann Jóns-son matreiðslumeistari hefur rekið búðina í tæp fimm ár en hann tók við henni af Osta- og smjörsölunni sem hugðist leggja búðina niður. „Við breyttum strax um áherslur þegar við tókum við búðinni og fórum að selja meira en osta – til dæmis þurrkað kjöt og pylsur,“ segir Jóhann. „Síðari ár höfum við síðan lagt meiri áherslu á veisluþáttinn og fyrir ári síðan opn- aði ég veitinga- staðinn á neðri hæðinni.“ Veitingastaður Ostabúðarinnar hefur notið gríð- arlegra vinsælda á þeim stutta tíma sem hann hefur verið opinn en vinsælasti réttur- inn þar er fiskur dagsins. „Við erum aldrei með sama réttinn. Það fer eftir því hvaða fisk við fáum á hverjum tíma – allt frá þorski og upp í skötusel,“ segir Jóhann en skammturinn kostar 890 krónur. Jóhann lærði til kokks á Hótel Holti en hann hefur jafnframt unnið á Lækjar- brekku og í Iðnó. Reynsla hans hefur því nýst vel í Ostabúðinni. „Við leggjum áherslu á að framleiða okkar eigin vörur. Ég bý til dæmis til mikið úr kjöti og þá sérstaklega villibráð. Svo framleiðum við einnig forrétti úr fiski og kjöti og sósur og dressingu. Við bökum meira að segja okkar eigin brauð,“ segir Jóhann, sem leitar mikið til Ítalíu og Frakklands að hugmyndum. „Það eina sem við bíðum eftir er að léttvínssala verði leyfð. Þá för- um við að selja rautt og hvítt og munum væntanlega leggja áherslu á eitthvert hérað eða álíka sérhæfingu,“ segir Jóhann í Osta- búðinni. Ostabúðin Skólavörðustíg Vel varðveitt leyndarmál Ævintýraskemmtan fyrir unga og aldna Bókmenntir Abarat er fyrsta barnabók bandaríska hryllings- og æv- intýrasagnahöfundarins Clives Barker. Hann varð fyrst frægur fyrir smásagna- safnið Dreyrabækurnar (Books of Blood) þar sem hann tvinnaði saman hryllingssögur sem þóttu nýstárlegar bæði fyrir ímyndunarafl og opinskáan og blóðugan hrylling. Barker sló svo í gegn þegar skáldsagan Hellraiser var kvikmynduð, en hún þótti líka teygja sig nokkuð langt í ógeðinu. Óhugnaðurinn er heldur ekki fjarri í Abarat þó að ekki sé gengið fram af les- endum líkt og í fyrri verkum Barkers. Söguhetjan, ung stúlka að nafni Candý Quackenbush, hverfur inn í töfraveröld- ina Abarat úr litlausum og leiðinlegum smábæ í Bandaríkjunum miðjum, frá sí- fullum föður og þunglyndri móður. Í Abarat er ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn og Candý leikur lykil- hlutverk í baráttu góðs og ills, ljóss og myrkurs. Bókin er sú fyrsta í röð fjög- urra bóka og ætti að gleðja jafnt unga sem aldna, hafi þeir á annað borð gam- an af ævintýralegri baráttu góðs og ills. Clive Barker myndskreytir bókina sjálf- ur með fjölda litfagurra og skemmti- legra málverka. F2 6 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR „Karl Jóakim Ros- dahl vinur minn hef- ur haft einna mest áhrif á mig,“ segir Sölvi Blöndal, höfuð- paur rapprokksveitar- innar Quarashi, um áhrifavald sinn. „Við kynnt- umst þegar við vorum ellefu ára í Mela- skóla og höf- um verið bestu vinir síðan. Hann kenndi mér meðal annars að greina muninn á réttu og röngu, sem er frekar stór hluti af því þroskast.“ Leið þeirra félaga lá í gegnum Melaskóla, Hagaskóla og síðar Mennta- skólann í Reykjavík. „Hann hefur verið mér eins og eldri bróðir í ein sautján eða átján ár. Við höfum alltaf ver- ið vinir og gerðum flesta ef ekki alla hluti saman til að byrja með; byrjuðum að hlusta á músik, smakka brennivín og gott ef við fórum ekki á fyrstu rokktónleikana saman,“ segir Sölvi. „Karl Jóakim er að vísu ekki tónlistar- maður en það er bara betra, þeir eru hvort eð er allir vit- leysingar.“ 20% afsláttur Af öllum vörum verslanana dagana 11. nóvember til 14. nóvember. Komið og gerið góð kaup hjá okkur fyrir jólin. Mikið úrval af skóm, töskum, buddum og skarti. Verið velkomin Ath! Nýtt kortatímabil. Sölvi Blöndal Hann segir að Karl Jóakim sé áhrifavaldur í lífi hans. Karl Jóakim Er eðlisfræðinemi en ekki tónlistarmaður eins og Sölvi. Áhrifavaldurinn Jóhann Jónsson Hann er eigandi Ostabúðarinnar, sem er vel varðveitt leyndarmál í hjarta Reykjavíkur. Ævintýraheimur Abarat Í Abarat eru 25 eyjar þar sem hver táknar eina stund sólarhringsins og ein dularfull stendur í miðju utan tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.